Helgarpósturinn - 14.01.1983, Síða 8
Innlend gróska framan af
en dofnaði seinni hluta árs
Það er alltaf freistandi á áramótum að
staldra við og líta yfir farinn veg. Líta yfir
hvað helst hefur verið að gerast á nýliðnu
ári og reyna að meta hvort þetta ár hafi nú
verið gjöfult á góða hluti eða ekki.
Þegar litið er aftur til ársins 1982 og hvað
var að gerast í rokkheiminum, þá verður nú
varla sagt að mikil stórvirki hafi verið fram-
in. Hér á íslandi má þó segja að ýmislegt
hafi gerst en bjartsýnin sem ríkjandi var
fyrri hluta ársins, um að í aðsigi væru reglu-
lega góðir hlutir,hefur dofnað eftir því sem
á árið hefur liðið og ekki hafa þau blóm sem
springa áttu út gert það að ncinu marki.
Um páskana var frumsýnd kvikmyndin
Rokk í Reykjavík og þóttust menn á mynd
þeirri sjá mikia grósku í íslensku rokklífi en
einhvern veginn hafa nú hlutirnir heldur
koðnað niður eftir því sem liðið hefur á
árið.
Ótrúlega mikið var einnig gefið út af
hljómplötum á árinu og raunar svo að segja
má að markaðurinn hafi verið yfirkeyrður
af drasli. Það hefur svo haft þau áhrif að
•ðþær tiltölulega fáu góðu plötur sem út
komu, hafa orðið undir. Plötur Egósins
seldust þó vel og einnig mun Mezzoforte
hafagert jsað nokkuð gott. Hins vegarseld-
ist td. mjög frambærileg plata Baraflokks-
ins heldur illa, að því er ég hef best frétt.
Þegar ég legg mitt persónulega mat á það
sem best hefur verið að gerast í landinu,
hvað hljómplötuútgáfu varðar, verða það
einkum fjórar plötur sem mér koma í hug.
Tel ég þær hér upp í útgáfuröð án þess að
leggja neitt frekara mat á hver þeirra sé
best, enda eru þær í raun all ólíkar.
Þursaflokkurinn - Það gæti eins
verið
Þessi plata er að mínu mati það lang besta
sem komið hefur frá Þursaflokknum hingað
til. Tónlistin er vel í takt við það sem hefur
verið að gerast gott annars staðar í heimin-
um en flokkurinn heldur þó sínum sér-
einkennum í mörgu.
Purrkur Pillnikk - No Time To
Think
Þessi fjögurra laga plata var svanasöngur
einhverrar sérstæðustu hljómsveitar sem
hér hefur starfað á undanförnum árum, og
þó lengra væri leitað aftur í tímann. Þetta
voru mennirnir sem framkvæmdu, gáfu út
fjórar plötur á rúmu ári, spiluðu mikið hér
heima, fóru í hljómleikaferð um England
og hættu síðan. No Time To Think var
þeirra besta plata.
Þeyr - The Fourth Reich
Það gekk mikið á hjá Þeysurum á árinu
og um tíma leit út fyrir að hljómsveitin
leystist upp. Platan As Above var endur-
unnin, úr áður útkomnum lögum,og gefin
út erlendis. The Fourth Reich er hins vegar
nýtt og kraftmikið efni og er engin hrörnun-
armerki að heyra á hljómsveitinni af lögum
þessum. Engin ástæða er til annars en að
ætla að Þeysarar starfi áfram um hríð og
geri góða hluti sem hingað til.
Stuðmenn
Platan með tónlistinni úr myndinni Með
allt á hreinu er einhver besta skemmtiplata
sem hér hefur komið út um árabil.
A erlendum vetvangi gerðust nú svo sem
engin stórmerki. Tónlistarsmekkur Banda-
ríkjamanna hélst að mestu jafn lélegur og
verið hefur undanfarin ár, með heiðar-
legum undantekningum þó. I Bretlandi
kom Iítið nýtt og markvert fram. Diskóið
vann á og ýmsir vel klæddir strákar slógu í
gegn. Meginlandshljómsveitir fóru að láta
meira á sér kræla og Spliff ku vera einhver
allra vinsælasta hljómsveitin þar nú.
Hér á eftir fer listi minn yfir þær tíu er-
lendar plötur sem mér finnst bestar hafa
komið út á nýliðnu ári.
Dexy’s Midnight Runners-Too
Rye Ay
Tónlist Dexy’s er sérstæð blanda. Grunn-
urinn er þó soultónlist, sem svo er krydduð
með hinum margvíslegu tónlistarstefnum.
Eftirtektarverð eru t.d. áhrif keltneskrar
tónlistar í nokkrum laganna. Lagið Come
On Eileen er líka gull.
Defunkt - Thermonuclear
Sweat
Fönkið hefur verið nokkuð áberandi á
árinu og líklega leika það engir betur en Joe
Bowie og félagar hans í Defunkt. Tónlist
þeirra hefur til að bera kraftmikinn
hljóðfæraleik og óhætt er að segja að þar fái
flestir að njóta sín til fullnustu.
Elvis Costello - Imperial
Bedroom
Enn sem komið er hefur Costello ekki
sent frá sér plötu sem ekki getur talist góð;
með Imerial Bedroom varð heldur engin
breyting þar á, því hún er fyrsta flokks.
Ornette Coleman - Of Human
Feelings
Hver hefði trúað því að gamli free--
jassarinn Ornette Coieman ætti eftir að
leika fönk. Það er þó einmitt það sem hann
er að fást við á þessari plötu og það með
skínandi árangri. Við hverju var svo sem
öðru að búast.
Síouxie & the Banshees - A Kiss
In The Dream House
Svei mér þá ef þetta er bara ekki besta
plata Siouxie til þessa og það eru sannar-
Íega stór orð. Þau halda ótrauð áfram á
sinni braut, alveg burt séð frá því hvað aðrir
eru að gera og alltaf virka þau jafn fersk.
Van Morrison - Beautiful Vision
Ég held sannarlega að þessi írski söngv-
ari, sem alla tíð hefur verið hálfgerður ein-
fari í tónlistinni, hljóti að vera einhver besti
hvíti soulsöngvari sem uppi hefur verið. Be-
autiful Vision er stórgóð plata frá manni
sem áður hefur sent frá sér nokkur meistara
verk, sem allt of fáir hafa viljað vita af.
Yazoo - Upstairs At Erics
Don’t Go og Only You eru áreiðanlega
meðal bestu laga ársins. Vincent Clarke
veit hvernig góð popptónlist á að hljóma og
víst er að ekki hefur lengi komið fram
skemmtilegri söngkona en Moyet.
Associates - Sulk
Tónlist Associates er hvort tveggja í senn
nokkuð seintekin og poppuð. Plata þessi
fer fremur þunglamalega af stað en undir
lokin gefur að heyra jafn ágæt lög og Party
Fears Two og Club Country.
Simple Minds - New Gold
Dream
Simple Minds hafa nú loksins slegið í
gegn og var það með Iögunum Promised
You A Miracle og Glittering Price. Þessir
skosku strákar hafa lengi staðið nálægt
stóra vinningnum og það undrar mann ekki
að þeir skuli nú loks hafa slegið í gegn,
begar hlustað er á New Gold Dream.
ABC - Lexicon of Love
Nokkrar nýjar góöar popphljómsveitir
komu fram á árinu og var ABC þar einna
fremst í flokki. Það er mikill glans yfir tónlist
þeirra, þótt ekki séu allir á eitt sáttir um
gæði hennar. Sumir segja hana bara vellu,
aðrir diskó, en ég er þeirrar skoðunar að
hér sé um gott og vel unnið þopp að ræða.
sÝiiiiiflsir&silii*
Mokka:
Danski listamaðurinn David Plum, sem jaln-
framt er kennari við listaakademíuna í Kaup-
mannahöfn, sýnir olíumyndir, teikningar og
krítarmyndir.
Listasafn ASÍ:
Á laugardag opnar sýningin World Press
Photo 82, en það er úrval fréttamynda ársins
1982, um 150 talsins. Þetta er farandsýning
og er hún nú hér í fyrsta sinn, og stendur hún
til 6. febrúar.
Norræna húsiö:
Á laugardag opna tveir norskir Ijósmyndarar
sýningu i kjallarasaí. Mennirnir heita Kjetil
Berge og Göran Ohldieck og sýningin heitir
Grímur. Þar eru andlitsmyndir, sem sýna fólk
eins og það er undir grimunni, sem það setur
upp. I anddyri heldur áfram sýning á verkefn-
um arkitektanema frá Oslo, en verketni
þeirra eru skipulag í Reykjavík.
Ásgrímssafn:
Vetrarsýning er opin sunnudaga, þriðjudaga
og fimmtudaga kl. 13.30-16. Ókeypis að-
gangur.
Árbæjarsafn:
Opið samkvaemt umtali. Sími 84412 kl. 9-10.
Listmunahúsið:
Þórður Valdimarsson opnar sína fyrstu
einkasýningu á laugardaginn.
Djúpið:
I kjallarasalnum stendur nú yfir sýning á
veggspjöldum eftir þekkta erlenda listamenn
og eru þau öll til sölu. Sýningarsalur þessi,
sem er undir veitingahúsinu Horninu er opinn
kl. 11-23.
Listasafn íslands:
Myndir i eigu safnsins verða til sýnis út janúar.
Satnið er opið þriðjudaga, timmtudaga, laugar-
daga og sunnudaga kl. 13.30-16.
Nýlistasafnið:
Danski myndlistarmaðurinn og Ijóðskáldið
Jörgen múrari Hansen sýnir Ijóðverk eða
Ijóðmyndir. Einnig sýnir þýska listakonan
Dagmar Rhodius myndverk. Sýningunum
lýkur 16. janúar.
Höggmyndasafn
Ásmundar
Sveinssonar:
Safnið er opið þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 14-16.
Gallen' Langbrók:
Langbrókarsýning á keramiki, gleri,
tauþrykki og grafík. Sýningin er opin virka
daga kl. 12 -18. Skemmtilegir og gífurlega
fallegir hlutir. Og ódýrir.
Kjarvalsstaðir:
Norræna vefjarlistarsýningin heldur áfram í
öllu húsinu og stendur hún til 30. janúar.
tólllist
Bústaðakirkja:
Gunnar Kvaran sellóleikari heldur tónleika á
sunnudag kl. 20.30. Á efnisskránni eru verk
eftir Bach og Hans Werner Henze.
leiklnis
Þjóöleikhúsið:
Föstudagur: Dagleiðin langa inn í nótt eftir
O'Neill. Sýning kl. 19.30
Laugardagur: Jómfrú Ragnheiður eftir
Guðmund Kamban.
Sunnudagur: Garðveisla eftir Guðmund
Steinsson.
Litla sviðið:
Tvíleikur eftir Tom Kempinski. Sýning á
sunnudag kl. 20.30.
Leikfélag
Reykjavíkur
Föstudagur: Forsetaheimsóknin eftir Régo
og Bruneau.
Laugardagur: Skilnaður eftir Kjartan Ragn-
arsson.
Sunnudagur: Jói eftir Kjartan Ragnarsson.
Síðasta sinn.
Austurbæjarbió:
Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Sýn-
ing á laugardag kl. 23.30.
íslenska óperan
Töf raf lautan eftir Mozart. Sýningar á laugar-
dag og sunnudag kl. 20.
Stúdentaleikhúsið:
Bent eftir Martin Sherman. Sýning i Tjarnar-
bíói á föstudag kl. 21.
Leikfélag Akureyrar:
Siggi var úti eftir Signýju Pálsdóttur. Sýn-
ingar á laugardag og sunnudag kl. 15 og á
þriðjudag og fimmtudag kl. 18.
Revíuleikhúsið:
Karlinn í kassanum eftir Arnold og Bach.
Sýningar i Hafnarbíói á sunnudag og fimmtu-
dag kl. 20.30. Hér er um að ræða fyrrverandi
Garðaleikhúsið, sem hefur nú breytt um nafn
og er komið i betra húsnæði.
Leikfélag
Kópavogs:
Gamanleikurinn Hlauptu af þér hornin eftir
Neil Simon verður sýndur í Vestmannaeyj-
um á föstudag og laugardag. Nánari upþlýs-
ingar á staðnum.