Helgarpósturinn - 14.01.1983, Síða 11
11
.Jpfisturinn,
Föstudagur 14. janúar 1983
- Gagnrýnendur Helgarpóstsins
meta stöðu listgreina á nýliðnu
ári og velja helstu viðburði ársins
Uppskera bók-
menntaársins 1982
F>að er fullsnemmt að ætla sér að gera
tæmandi grein fyrir heildaruppskeru bók-
menntaársins 1982. Til þess að meta hana
þarf meiri fjarlægð við aðaluppskerutím-
ann og betra yfirlit yfir útkomnar bækur en
unnt er að fá núna. Með þessum fyrirvara
verður þó reynt að segja nokkur deili á því
helsta sem gerst hefur á þessu sviði og reynt
að draga fram nokkur einkenni bókmennt-
anna á liðnu ári. Rétt væri að taka fram að
einungis er miðað við frumsamin skáld-
verk.
Ekki liggja ennþá fyrir neinar heildartöl-
ur um bókaútgáfu á liðnu ári. Flestum ber
þó saman um að útgefnir titlar séu töluvert
fleiri en á árinu þar á undan og hef ég heyrt
nefnda töluna 30-40% aukningu, en ekki
tek ég neina ábyrgð á henni. Einnig hefur
því heyrst fleygt að heildarsala bóka sé tölu-
ekki áreiðanlegar, en þær gefa engu að síð-
ur vísbendingu um eitt af einkennum skáld-
verkaútgáfu á síðasta ári. Hér er um það
einkenni að ræða að tiltölulega margar
frumsmíðar eru á ferðinni og stór hluti
þeirra eftir ungt fólk en hinsvegar koma út
tiltölulega frá skáldverk eftir eldri og
reyndari höfunda, viðurkennda höfunda ef
svo má að orði komast. (Innan sviga má
skjóta því að, að svo virðist sem margir
þeirra hafi gefist upp á alvarlegum skáld-
skap og snúið sér að annarskonar bók-
menntaiðju sem meira er í takt við kröfur
markaðarins.)
Frumsmíðar
Ef litið er á þær frumsmíðar sem fram
komu á síðasta ári kennir þar margra grasa.
Fyrst ætla ég þar að nefna tvær sögur eftir
'j$ó/wnenn/t\
eftir Gunnlaug Astgeirssor. og Sigurð Svavarsson
vert minni en áður, jafnvel svo að nemi
tugum prósenta. Þetta eru slæm tíðindi ef
rétt er, en það á eftir að koma betur í ljós.
Mér sýnist að meginfjölgun íslenskra
bóka eigi sér stað á öðrum sviðum en fagur-
bókmenntum. Er þar fyrst og fremst um að
ræða bækur sem stundum eru kallaðar
skyndisölubækur. Eru það bækur sem
samdar eru og gefnar út í því augnamiði að
seljast í einum rykk í krafti auglýsinga og
umtals. Margar þessar bækur eru einhvers-
konar afbrigði blaðamennsku, augnabliks-
bækur sem ekki er fyrirhugað lengra líf.
í fljótu bragði virðist mér að frumsamin
prósaverk séu nærri því að vera fimmtíu á
síðasta ári. Er hér reiknað með skáldsögum
og smásögum. Af þessum verkum lætur
nærri að tæplega tuttugu séu frumsmíðar
eðau.þ.b. 40%. Þessar tölur eru að vísu alls
unga höfunda sem báðir hafa áður getið sér
gott orð sem ljóðskáld en það eru Riddarar
hringstigans eftir Einar Má Guðmundsson
og Vinur vors og blóma eftir Anton Helga
Jónsson. Efnislega eru þessar sögur ólíkar.
Sú fyrri er byggð á bernskuminningum höf
undar úr Reykjavíkfrá því fyrir u.þ.b. tutt-
ugu árum og hefur að markmiði að lýsa
veröld 6 ára stráka á þeim tíma og því
hvernig alvara lífsins heldur innreið sína í líf
þeirra. Seinni sagan er hinsvegar samtíma-
saga úr Reykjavík sem lýsir ráðvilltum og
tilfinningalega vanþroskuðum manni á fert-
ugsaldri sem á erfitt með að finna sér stað í
tilverunni. Sögurnar eiga hinsvegar sam-
eiginlegt að höfundar þeirra leggja sig veru-
lega fram um að skrifa vandaðan og lifandi
stíl og njóta þeir báðir þar ljóðagerðar sinn-
ar. Að því er tekur til þessa þáttar,
meðferðar stíls og úrvinnslu efnis, bera
sögur þessar af öðrum eftir unga höfunda. f
þessu sambandi mætti einnig nefna ágæta
sögu Páls Pálssonar um Hallærisplanið.
Hún er reyndar ekki eins veigamikil og hin-
ar en höfundi tekst vel að skapa andrúms-
loft nútímaunglinga og ræður stíllinn þar
ekki litlu.
Tveir höfundar sem nú koma úr nokkuð
óvæntri átt inn í rithöfundastétt hafa vakið
nokkra athygli. Eru það verk Jóns Óttars
Ragnarssonar Strengjabrúður og Jóns
Orms Halldórssonar Spámaður í föður-
landi. Með nokkurri einföldun má segja að
þeir sitji báðir uppi með harla gott söguefni
en takist ekki að vinna úr því sem skyldi.
Jón Óttar vegna þess að hann sker of mikið
niður, skrifar of knappan og harðan stíl til
þess að ná til lesenda en Jón Ormur vegna
þess að hann sker ekki nóg, er of langorður
og endurtekningasamur í stílnum. I þessu
kristallast sá vandi sem herjar á marga unga
höfunda, og ekki bara unga, en það er að
þeir gefa sér ekki tíma eða hafa ekki tæki-
færi til (hvað sem hæfileikum líður) að
vinna stíl verka sinna eins og nauðsyn
krefur.
Tveir höfundar senda frá sér frum-
smíðar, sem eru athyglisverðar, eru tengdir
bókmenntum fyrir. Eru það Árni Berg-
mann ritstjóri og gagnrýnandi og Álfrún
Gunnlaugsdóttir dósent í almennum bók-
menntum við HÍ. Skáldsaga Árna Berg-
mann, Geirfuglar, gerist í þorpi suður með
sjó og er að einhverju leyti byggð á minn-
ingum höfundar og bernskureynslu, segir
sumpart þroskasögu og frá lífi í sjávarþorpi
um miðja öldina en fjallar urn leið um víg-
búnaðarkapphlaup og hugsanleg örlög Is-
lendinga vegna þess. Álfrún sendir hinsveg-
ar frá sér smásagnasafn, Af manna völdum.
í því eru níu sögur sem eru athyglisverðar
bæði vegna efnisins, en þær fjalla allar með
nokkrum hætti um fólk sem er á flótta í
tilverunni og ekki síður vegna forms og efn-
istaka sem eru óvenjuleg og vand-
virknisleg.
Annað smásagnasafn sem er vel unnið og
athyglisvert eru Andvökuskýrslurnar eftir
Birgi Engilberts, sem eru frumraun hans í
sagnagerð, en þar birtist óvenju svört
lífssýn.
Yngri höfundar
Fjórir höfundar sem vöktu athygli á síð-
asta áratug með sínum fyrstu bókum senda
frá sér bækur á síðasta ári. Eru það Egill
Egilsson, Olga Guðrún Árnadóttir, Auður
Haralds og Pétur Gunnarsson.
Bækur þeirra Egils og Olgu Guðrúnar
eru báðar einskonar skýrslusögur úr raun-
ve'ruleikanum. Saga Egils, Pabbadrengir,
fjallar um reynslu hjóna af að ganga með og
eignast tvíbura. í henni eru ekki sérlega
mikil skáldleg tilþrif en höfundur lýsir þess-
ari reynslu á nokkuð ágengan hátt og leiðir
þá sem ekki þekkja inn í nýja reynslu og
rifjar upp fyrir þeim sem þekkja hluti sem
þeim hættir við að gleyma.
Saga Olgu Guðrúnar fjallar um barn sem
er fórnarlamb í skilnaðarmáli. Tekur hún
mjög eindregið málstað barnsins og sýnir á
áhrifaríkan hátt réttleysi þess og virðingar-
leysi kerfisins fyrir tilfinningum þess. Sagan
er í nokkuð hefðbundnu episku formi en
efni þess er nýlunda og er sagan að mínu
áliti vel unnin, einkum vegna meðferðar
höfundar á raunverulegum gögnum í slíku
máli.
Auður Haralds sendir frá sér söguna
Hlustið þér á Mózart? sem fjallar um hug-
farir vel stæðrar heimangöngbkonu í
Laugarásnum. f sögunni eru nokkrir góðir
sprettir, en hún nær ekki að hanga saman
sem samfelld heild eða mannlýsing og bætir
litlu við hróður höfundar.
Pétur Gunnarsson sendi frá sér þriðju
bókina um Andra og er hann nú á mennta-
skólaaldri. Andri gengur með þá grillu að
hann sé skáld og lifir að verulegu leyti í
hugmyndaheimi verka Halldórs Laxness og
Hemmingways. Þessi bók er að mínu áliti
ein besta bókin á síðasta ári og er hrein
unun að lesa hana. Stíll Péturs er hér ennþá
vandaðri og betur unninn en í fyrri sögum,
hófstilltari en um leið agaðri, fullur af skír-
skotunum í allar áttir, en þó einkum til
verka höfundanna sem að framan voru
nefndir. Get ég með góðri samvisku tekið
undir með Heimi Pálssyni sem segir í um-
sögn um bókina hér í blaðinu að Pétur hafi
García Marquez
og Heinesen
Þýdd skáldrit
Árið 1982 var svipað árunum næstu á
undan hvað snertir útgáfu þýddra skáld-
verka; þó er ég ekki frá því að afrakstrurinn
sé drýgri nú en oft áður. Mörg þessara
verka kaffærðust algerlega í flóðinu mikla
og því líklegt að þau hafi farið fram hjá
mörgum. Erlendar afþreyingarbókmenntir
flæddu yfir eins og venjulega og þeim höf-
undum fjölgar stöðugt sem öðlast fastan
sess á íslenskum bókamarkaði og eru að
verða hefðarhelgaður liður í jólahaldi ís-
lendinga. Alistair MacLean varð söluhæst-
ur að þessu sinni eins og svo oft áður.
En nú skal vikið að þeim verkum sem
undirritaður telur verulegan feng í.
Kiassískir höfundar og verk:
Það hefur lengi verið undirrituðum um-
hugsunarefni hversu lítið kemur á markað
af verkum sígildra höfunda erlendra.
Ástæðan er e.t.v. sú að markaðurinn sé of
lítill en erfitt er að leggja trúnað á slíkt,
nema goðsagan um bókmenntaþjóðina
miklu sé uppspuni frá rótum? Hægt væri að
telja upp tugi rithöfunda og verka sem
hvarvetna eru fáanlegir nema hér. Ég læt
mér nægja að nefna Rússana frægu, Gorkí,
Dostoyevskí, Tolstoj. Enginh þessara höf-
unda er fáanlegur á íslensku. Er það virki-
lega vegna þess að enginn hefur áhuga? Er
staðreyndin kannski einfaldlega sú að þeir
standast ekki samanburð við MacLean, Bo-
dil Forsberg, Theresu Charles og Ken Fol-
lett?!
En þess skal getið sem gott er og víst hafa
nokkrir höfundar sem talist geta sígildir
fengið að fljóta með að þessu sinni. Þar vil
ég nefna: James Joyce og smásagnasafn
hans í Dyflinni sem Sigurður A. Magnús-
son þýddi, Thomas Mann og skáldsöguna
frábæru um Felix Krull, Simone de Beauvoir
með skáldsöguna Allir menn eru dauðlegir.
Mikill fengur er aðJtessum bókum. Dublin-
ers er aðgengilegasta verk James Joyce og
reyndar eru þeir margir sem komast aldrei
lengra og leggja ekki í stórvirkin Ulysses og
Finnegans Wake. Simone de Beauvoir er
einn virtasti fulltrúi frönsku tilvistarstefn-
unnar og góðkunningi Sartres. Allir menn
eru dauðlegir er heppilegt verk fyrir þá sem
vilja kynnast existensíalismanum.
Nýir höfundar úr Norðrinu
Norðurlandabókmenntir eiga mun auð-
veldar uppdráttar á íslandi en aðrar bók-
menntir og er ekkert nema gott unr það að
segja. Á þessu ári bættist enn í það safn og
langar mig að geta nokkurra nýrra nafna í
þeim hópi.
Svíinn Sven Delblanc hlaut bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs á síðasta ári
fyrir Samúels bók. Þetta er forvitnileg ætt-
arsaga sem engan svíkur. Finnlands-sænski
höfundurinn Henrik Tikkanen lýsir eigin
bernsku í sögunni Brennuvegur 5. Þetta eru
all hrikalegar endurminningar sem varla
GARCÍA Marquez - Heinesen - í Svörtu-
Frásögn um marg- kötlum eitt mesta
boðað morð ómiss- stórvirki meistar-
andi iesning- ans-
láta nokkurn ósnortinn með öllu. Henrik
þekkja íslenskir lesendur áður sem eigin-
manninn er Márta Tikkanen orti um í Ást-
arsögu aldarinnar, þar var honum í engu
hlíft. Þegar Henrik hafði lesið handritið að
bók konu sinnar, sagði hann með tárin í
augunum: „Ég er glaður yfir því að vera
tilefni stórfenglegs listaverks!" Danska
skáldkonan Martha Cristensen er mjög vin-
sæl í Danmörku um þessar mundir. Frídag-
ur frú Larsen er fyrsta verk hennar á ís-
lensku, einlæg og góð raunsæissaga. Að
lokum langar mig að geta Svíans sem stend-
ur á bak við höfundarnafnið Bo Baldersorh
Krimmar hans eru fullir af kímni og jafn-
framt mjög spennandi. Ráðherrann og
dauðinn er geysilega skemmtileg saga, upp-
lögð „nattebordslæsning".
Ýmislegt annaö bitastætt:
{ stuttum pistli hlýtur margt að fara for-
görðum. í framhjáhlaupi langar mig að geta
tveggja ágætra verka. Sláturhús 5 eftir
Bandaríkjamanninn Kurt Vonnegut hefur
aflað höfundi sínum mikilla vinsælda
austan hafs sem vestan, enda prýðisgott
verk. Eftir Perúmanninn Manúel Scorza
kom út bókin Hinn ósýnilegi. Þessi bók er
úr sama sagnaflokki og sagan Rancas-þorp
á heljarþröm sem kom út hjá löunni 1980.
Hinn ósýnilegi byggir á"sönnum atburðum,
bændauppreisn árið 1962,sem leidd var af
manni sem hét Garabombo. Þetta er mjög
frambærilegt verk og alltaf fengur í verkum
frá S-Ameríku.
Rúsínur í pyisuenda:
Tvö verk úr nýafstöðnu bókaflóði veittu
mér meira en nokkur önnur enda höfund-
arnir báðir í miklu uppáhaldi. Þar á ég við
Frásögn um margboðað morð eftir Nóbels-
höfundinn Gabríel Garcia Marques og í
Svörtukötlum eftir Færeyinginn William
Heinesen. Fyrrnefnda verkið hef ég þegar
tekið fyrir í ritdómi og ausið lofi, hef enda
litlu við það að bæta. Þá bók verðið þið að
lesa!
í Svörtukötlum (Den sorte gryte) er
sjötta bókin í sagnasafni Heinesens í þýð-
ingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Þessi bók er
að líkindum eitt mesta stórvirki sagna-
meistarans og á þar að auki sérstakt erindi við
íslendinga. Þar segir frá stríðsárunum, sigl-
ingum færeyskra sjómanna með fisk milli
Islands og Bretlands. Á meðan sjómenn-
irnir hættu lífi sínu sátu stríðsgróðamenn-
irnir óhultir í landi og rökuðu saman fé.
Þetta er nákvæm lýsing á lífinu í Svörtukötl-
um, mannmörg saga sem greinir frá óhemju
fjölbreyttu lífi þegar „styrjöldin andskot-
aðist, tryllingsdagar fólsku og eyðileggingar
voru runnir yfir heiminn“(22). Húman-
istinn Heinesen er alvitur í sögunni,
skyggnist í hug þeirra sem best henta
honum hverju sinni og gerir þá sem minna
mega sín að málpípum sínum. í Svörtukötl-
um er heillandi skáldverk sem allir hafa gott
af að lesa.