Helgarpósturinn - 14.01.1983, Page 12
12
í desember síðastliðnum var sett nýtt heimsmet í tónleikahaldi í
Tónabæ. Þá léku 46 hljómsveitir dögum saman á hljóðfæri sín. Ein tók
við af annarri, þannig að aldrei slitnaði keðjan. Auðvitað var þetta
óttalega tilgangslaus heimsmetstilraun á yfirborðinu. Enda var
tilgangurinn ekki eingöngu að spila lengi.
Þessir tónleikar voru mikil lyftistöng fyrir SATT - Samtök
alþýðutónskálda og tónlistarmanna - sem að þeim stóðu. Á þeim gekk
fjöldi manns í samtökin og tónlistarmennirnir fundu áþreifanlega fyrir
þeim. SATT var semsagt ekki bara nafnið eitt.
Föstudagur 14, janúar 1983 Jpi$sturinn
Á sama tíma stóð SATT síðan fyrir „Músíktilraunum“ í Tónabæ og á
þeim tónleikum léku tugir hljómsveita einnig. Og allt var þetta í
tengslum við byggingarhappdrætti samtakanna, sem dregið verður í
23. febrúar næstkomandi.
Aðalmaðurinn í SATT hefur frá upphafi verið Jóhann G.
Jóhannsson. Það var því kannski ekki undarlegt að honum yrði tíðrætt
um þau samtök þegar Helgarpósturinn hitti hann í Hafnarfirðinum, þar
sem hann skröltir nú einn í gömlu einbýlishúsi.