Helgarpósturinn - 14.01.1983, Side 17

Helgarpósturinn - 14.01.1983, Side 17
^piSsturinn.- Föstudagur 14. janúar 1983 Bókmenntir 15 árum. En nú bregður svo við að stærsti hluti þessara bóka eru safnverk eftir ýmsa góða menn og konur sem lagt hafa stund á ljóða- gerð fyrir skrifborðsskúffuna um ævina en finnst nú kominn tími til að gefa þetta góss út. í þessum bókum er margt haganlega gert, en yfirleitt skortir höfunda skáldlegan metnað og listræna ögun sem til þarf svo að úr verði lífvænlegur skáldskapur. Fram undir þetta hefur hlutur yngstu skálda verið stærstur ef titlafjöldinn er tal- inn og er flest af því fjölritaðar útgáfur. Mér virðist að þessum útgáfum hafi fækkað stór- lega og er illt til þess að vita, þó þessi verk hafi ekki alltaf verið snilldarverk er oft í þeim að finna góðan vísi einhvers sem hefur vaxtarmöguleika. En því miður hefur fjöl- ritaútgáfan á síðasta ári ekki skilað veru- lega eftirtektarverðum verkum. Ef litíð er til útgáfu hinna hefðbundnu forlaga sýnist mér að marktækar ljóðabæk- ur séu ekki sérlega margar, en trúlega eru þær ekki að ráði færri en á undanförnum árum. Af frumsmíðum á sviði ljóðagerðar langar mig að nefna tvær bækur. Eru það Þriggja orða nafn eftir ísak Harðarson og Þegar þú ert ekki eftir Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur. Bók ísaks Harðarsonar hlaut í vor viðurkenningu í bókmenntasam- keppni Almenna bókafélagsins. Er hér á ferðinni óvenjulega viðamikil og efnismikil fyrsta ljóðabók ungs höfundar sem lýsir vandvirkni og fjölhæfni í meðferð ljóð- formsins. í bókinni er markvisst fjallað um leit ungs manns að lífsgildum og tilgangi í lífinu. Bók Guðrúnar Svövu er óvenjufallegt listaverk þar sem orðlist og myndlist fara saman í einlægni og nærgöngulli tilfinninga- tjáningu. Af þeim ljóðskáldum sem vöktu athygli á sér á síðasta áratug er varla nema einn sem sendi frá sér góða ljóðabók á síðasta ári. En sú bók stendur fyllilega fyrir sínu og er reyndar ein besta ljóðabókin frá árinu. Er hér um að ræða Ljóð vega gerð eftir Sigurð Pálsson. Þessi bók er tvímælalaust besta ljóðabók Sigurðar og staðfestir hann með henni að hann er í hópi fremstu skálda þjóðarinnar. Þorsteinn frá Hamri gaf út áttundu ljóða- bók sína Spjótalög á spegil. Ljóðin eru í beinu framhaldi af fyrri ljóðum Þorsteins, án þess þó að um neina stöðnun sé að ræða í yrkingum hans. í þessari bók eru ljóðin enn samþjappaðri en áður, en um leið dýpri og skarpari. Spjótalög á spegil er mjög vönduð og vel unnin bók, agaður skáldskapur af besta tagi. Svartur hestur í myrkrinu heitir fimmta ljóðabók Nínu Bjarkar Árnadóttur og er hún býsna góð, einkum fyrri hluti bókar- innar, en í honum eru ljóð sem borin eru uppi af fjörugu ímyndurnarafli og mynd- auðgi en eru öguð í fremur knappt form og láta ekki allt uppi við fyrstu sýn. í seinni hlutanum eru fremur „opin ljóð“ sem lýsa lífsreynslu kvenna sem á vegi höfundar hafa orðið. Önnur kona, Norma Samúelsdóttir,yrkir einnig „opin lífsreynsluljóð“ úr eigin reynslu í bókinni Tréð fyrir utan gluggann minn. Er ýmislegt haganlega gert í þeirri bók en ekki finnst mér ljóðin þar rista sér- lega djúpt sem skáldskapur. Ljóðabók Erlends Jónssonar um Heitu árin er ljóðaflokkur byggður á endurminn- ingum frá stríðsárunum. Ljóðin í þessum flokki eru opin og fremur átakalítil. í þeim er að finna nokkrar fallegar og haganlega gerðar myndir, en að mínu áliti er textinn eins og oft vill verða í opnum ljóðum, ein- um of laus í reipunum. Ég held að ljóðaunnendur megi vel una við uppskeru síðasta árs. Því það er ekki alltaf sem hægt er að halda því fram með góðri samvisku að rúmlega hálfur tugur verulega góðra ljóðabóka hafi komið út á síðasta ári. G.Ást. P.S. í næsta blaði kemur grein um barnabókaútgáfu á síðasta ári. G.Ást. Vettvangur 21 Alþýðublaðsins. Á meðan talaði Jón Baldvin við blaðamann Tím- ans og sagðist vinna þetta 16 síðna blað algerlega einn og óstuddur, og þar með hefði hann nú reyndar slegið heimsmet. (Sjá Tímann 15. ágúst 1982). Látum nú svo vera. En þessi ósannindaáróður í flokksþingsblaðinu nægði Jóni Baldvin ekki. Eftir flokksþingið sannfrétti ég, að Jón Baldvin hefði í hyggju að stefna mér, en Guð- mundur Árni hefði viljað fá hann ofan af því. En fyrir hvað og til hvers vildi Jón stefna mér? Sakar- efni hefðu ekki einu sinni verið nein, þótt ósannindin í hinni um- ræddu athugasemd hefðu verið sönn.Þetta eetur hvaða lögfræðing- ur sem er vottað. Grein mfn var þegar birt, efni hennar var full- komlega löglegt, og hún hafði ekki valdið blaðinu fjárhagslegu tjóni. Jón Baldvin vildi í reiði sinni ein- faldlega hefna sín á mér. Ég hlýt að vona, að Jón Baldvin Hannibalsson og Guðmundur Árni sjái að sér. Mér þykir óneitanlega leitt að sjá, hvernig Guðmundur hefur látið hafa sig út í það að ger- ast leppur Jóns í þessu máli. Ég tel viðeigandi að lokum að óska hin- um nýja ritstjóra allra heilla og láta í ljósi þá von, að störf hans verði jafnaðarstefnunni og ís- lenskri alþýðu til framdráttar. 14. desember 1982 Kjartan Ottósson AUp'ÝDU SKOLIIMINI í REYKJAVÍK HVERFISGÖTU106A 3HÆÐ SÍMI29244 STJÓRNMÁLANÁMSKEIÐ Almennt námskeið um jafnaðarstefnuna, Alþýðuflokkinn og starf hans fyrr og nú. Þjóðkunnir stjórnmálamenn munu flytja erindi og lögð verð- ur áherzla á að kryfja viðfangsefni til mergjar. Námskeiðið fer fram 22. og 23. janúar kl. 10-17. Leiðbeinandi verður Jón Baldvin Hannibalsson, alþm. Innritun fer fram í síma 29244 til 22. jan. nk. LEIKLISTARNÁMSKEIÐ Almennt námskeið þar sem kennd verða grundvallaratriði leikrænnar tjáningar og stefnt að myndun leikhóps í lok þess, er síðan setji leikrit á laggirnar í samvinnu við leiðbeinanda. Námskeiðið hefst í byrjun febrúar. Tímasetn- ing verður ákveðin í samráði við þátttakendur. Leiðbeinandi verður þjóðkunnur leikari og leikstjóri Innritun stendur yfir til jan.loka í síma: 29244. Tölvuritari: Fasteignamat ríkisins óskar aö ráöa tölvu- ritara, sem gæti hafið störf sem fyrst. Skriflegar umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist stofnuninni fyrir 26. þ.m. Upplýsingar veittar næstu daga á milli kl. 13:00 og 15:00 í síma 84648. SFasteignamal ríkisins UTSOLURNAR STANDAST EKKI SAMKEPPNI q jð. Föstud. kl. 10-22_ P ‘ Laugard. kl. 10-19 LAGERINN Smiðjuvegi 54 sími 79900. Nú er tíminn fyrir Multi-tabs -tilöryggis! Hver tafla inniheldur 11 mismunandi fjörefni, járn og önnur steinefni. Fæst aöeins í lyfjabúðum. G’Olafsson h/f Grensásvegi 8, 125 Reykjavik

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.