Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.01.1983, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 14.01.1983, Qupperneq 20
20 Föstudagur 14. janúar 1983 Helgar IDO Dósturinn Hvenær er maður dauður og hvenær er maður ekki dauður? Spurningin kann að virðast einföld, en ekki er víst að svo sé, þegar betur er að gáð. Nútíma læknisfræði ræður yfir tækni, sem gerir henni kleift að halda sjúklingum „lifandi“, þó þeir séu í rauninni „dauðir“, eða svo gott sem. Frægt dæmi er bandaríska stúlkan Karen Ann Quinland, sem lögð var inn á sjúkrahús í heimalandi sínu haustið 1975. Hún var í dauðadái og í ljós kom, að hún hafði orðið fyrir alvarlegum heilaskaða. Hún var því sett í öndunarvél og henni gefin næring í æð. Faðir stúlkunnar taldi ekki rétt að líf henn- ar væri framlengt á þennan hátt og krafðist þess, að öndunarvélin væri tekin úr sam- bandi. Læknar neituðu að verða við þeirri ósk. Málið fór því fyrir dómstóla, sem dæmdu, að lagalega væri heimilt að taka stúlkuna úr vél- inni. Þá kom í ljós, að Karen Ann gat andað af sjálfsdáðum, þrátt fyrir að heilastarfsemi hennar væri að mestu eða öllu lokið. Þá vaknaði sú spurning hvort Karen Ann væri látin eða ekki og voru skiptar skoðanir á því. Sumir héldu fram, að einstaklingur væri íátinn, ef heilabörkurinn hefði hætt starfsemi sinni, og samkvæmt þeirri skilgreiningu var Karen Ann látin. Aðrir héldu fram, að maður væri lifandi á meðan maður andaði, heiladauðinn væri ekki nægur. Enn aðrir héldu hins vegar fram, að heili, hjarta og lungu yrðu að hafa hætt starfsemi sinni áður en hægt væri að lýsa einhvern látinn. Þeir töldu, að ef ekki væri farið eftir því, opnuðust möguleikar á að farið yrði að stunda ýmsa tilraunastarfsemi á fólki í dauðadái, sem ekki væri siðfræðilega réttlætanlegt. Karen Ann Quinland lá enn í dauðadái þegar síðast fréttist, þar sem ekki þótti rétt að flýta fyrir „dauða" hennar með aðgerðum af einhverju tagi. Hér er því aftur komið að spurningunni, sem varpað var fram í upphafi: hvenær er maður dauður og hvenær er maður ekki dauður? Ólafur Þ. Jónsson, svæfingalæknir á Borgarspítalanum, svarar því hvenær menn séu taldir látnir: Ógnvekjandi staðreynd „Almennt er maður. talinn látinn þegar hjartað hættir að slá og þegar lífsnauðsynleg starfsemi líkamans, blóðrás og öndunarkerfi hætta að starfa. Þá koma önnur dauðamerki í ljós“, segir hann. Um heiladauða segir Ólafur, að menn hafi farið að velta honum fyrir sér, þegar öndun- arvélar komu til sögunnar. Hins vegar megi segja, að lífinu sé lokið, þegar heilinn starfar ekki lengur. En dauðinn er ekki eingöngu bláköld staðreynd lífsins. Hann er og hefur verið stöðugt umhugsunarefni lærðra manna jafnt sem leikra. Hann er spennandi viðfangsefni, en marga hryllir þó við tilhugsuninniumeigin dauða. Heimspekingar hafa kannski öðrum fremur velt dauða-hugtakinu fyrir sér, og því er ekki úr vegi að heyra hvað Páll Skúlason prófessor í heimspeki við Háskóla íslands segir um merkingu dauðans. „Það fer eftir því hvort horft er á hann frá hlutlægu eða huglægu sjónarmiði. Frá hlut- lægu sjónarmiði er dauðinn staðreynd, sem óþarft er að gera veður út af í sjálfu sér. Frá huglægu sjónarmiði er hann ógnvekjandi og eitthvað, sem ég get ekki fyllilega hugsað m^r; totíming, eyðing, afnám þeirrar veru, sem ég er. Þessi tvö sjónarmið þurfa að fara saman. Það má ekki aðhyllast annað og hafna hinu. öll umræða okkar um dauðann byggir á þessu tvennu í senn. Maðurinn er dauður, þegar við sjáum enga möguleika á að hann eigi kost á mennsku lífi. í hverju er þá mennska mannsins fólgin? Svarið við þeirri spurningu, er að geta tekið þátt í vissum grundvallarverðmætum lífsins, hlutum, sem skipta máli fyrir alla, eins og að geta notið samvista við annað fólk, að geta leikið sér, og vera við góða heilsu. Þegar ekkert getur lengur skipt máli fyrir menn, er mennskt líf ekki lengur fyrir hendi“, segir Páll. Ég á mig sjálfur Sérhver maður hefur rétt til þess að lifa, og þar af leiðir að hann hefur éinnig rétt til þess að deyja. Er þá hægt út frá siðferðilegu sjón- armiði að ganga á þennan rétt hans? „Fyrst verður að átta sig á hvað átt er við með spurningunni“, segir Páll, og hann held- ur áfram: „Hún getur átt við tvennt gerólíkt og jafnvel andstætt. í fyrsta lagi getur hún átt við réttinn til að ákveða og jafnvel skipu- leggja eigin dauðdaga. Þá snýst spurningin um réttmæti sjálfsmorða. Rétturinn til að deyja er þá spurning um rétt til að svipta sig lífi. í öðru lagi er það rétturinn til að vera ekki sviptur eigin dauðdaga. Þessi réttur felur í sér, í fyrsta lagi, rétt til að vera ekki sviptur lífi áður en dauðastundin rennur upp undir eðlilegum kringumstæðum. I þeim skilningi bannar þessi réttur líknardráp án vitneskju Páll Skúlason heimspekingur eða deyja ekki Að deyja Ólafur Þ. Jónsson svæfingalæknir um vilja mannsins. í öðru lagi má segja, að þessi réttur heimilimanni að ákveða með hvaða hætti fyrirsjáanlegan dauðdaga ber að, að svo miklu leyti sem það er í hans valdi, eins og t.d. hvort hann kjósi að dveljast á sjúkrahúsi eða heima hjá sér. Þessi réttur tengist rétti mannsins yfir eigin líkama. Hver maður hefur rétt til þess að neita læknismeðferð á þeirri forsendu, að hann ræður yfir eigin líkama.,, Að treina eða tre ina ekki Hvað gera þá læknar, þegar þeir standa frammi fyrir erfiðum tilfellum? Ber þeim skylda til þess að viðhalda lífi í sjúklingum hvað sem það kostar? Um þetta atriði segir svo í samþykkt þings Evrópuráðsins um rétt sjúkra og deyjandi, að þingið trúi því, „að sönnumhagsmunum sjúkra verði ekki alltaf best þjónað með því að beita af ákefð nýjustu tækni til að framlengja lífið“. Arnór Hannibalsson segir í riti, sem hann kallar „Kaflar um siðfræði heilbrigðisstétta“, að lækningar hljóti að beinast að því að gera allt, sem hægt er,í þágu sjúklings og draga úr þjáningum hans, hver sem batavonin er. Hann heldur áfram og segir: „En af þessu leiðir ekki endilega að ætíð skuli gera allt, sem tæknilega er mögulegt til að treina líf manns. Þegar sjúklingur er svo langt leiddur, að lækningaaðgerðir koma ekki lengur að gagni, ber ekki skylda til að lengja lífdaga hans umfram það sem telst að bestu lækna yfirsýn og samkvæmt vilja sjúkl- ings vera í hans bestu þágu“. Ólafur Þ. Jónsson er sama sinnis og segir, að sjúklingur eigi rétt á því að allt sé gert fyrir hann, sem hægt er og aðstæður leyfa og akt- ífri meðferð sé haldið áfram á meðan nokkur batavon er. Öll meðferð sé hins vegar tilgangs laus ef sjúklingur er úrskurðaður heila- dauður. „Það er ekki réttlætanlegt að hefja eða halda áfram tilgangslausri meðferð. í siða- reglum lækna er ekki ætlast til þess, að lækn- ar lengi dauðastríðið, en líkni hins vegar og lini þjáningar“, segir hann. Ekkert einkamál Á undanförnum árum hefur umræða um deyjandi sjúklinga aukist mjög víða um lönd. í Svíþjóð stendur t.d. til að koma á meiri fræðslu fyrir heilbrigðisstéttirnar um hvernig koma eigi fram við deyjandi fólk. Lif sérhvers manns er ekki hans einkamál, hann deilir því alltaf með öðrurn. Hið sama er að segja urn dauða hans. Því vaknar sú spurn- ing hvort aðstandendur sjúklings, sem á sér enga lífsvon, séu hafðir með í ráðum, þegar ákvarðanir eru teknar um að hætta allri með- ferð og láta náttúruna hafa sinn gang. „Ég tel ekki að það eigi að hafa aðstand- endur með í ákvarðanatökunni", segir Ólafur. „Þeir eiga nóg með sig. Það á að láta þá vita, en ekki gera þá meðábyrga."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.