Helgarpósturinn - 14.01.1983, Side 24

Helgarpósturinn - 14.01.1983, Side 24
24 Föstudagur 14. janúar 1983 sípésturinn. Prófkjörsbarátta krata í / J Reykjaneskjördæmi fer senn að hefjast og er framboðs- frestur útrunninn. Formaður flokksins, Kjartan Jóhannsson, Karl Steinar Guðnason alþingis- maður, Gunnlaugur Stefánsson, fyrrum alþingismaður, og Ásgeir Jóhannesson, forstjóri úr Kópa- vogi, gefa kost á sér í öll fjögur fyrstu sætin en Kristín Tryggva- dóttir, starfsmaður fræðsludeildar BSRB,í 2. - 4. sætið. Kjartan er talinn nokkuð öruggur í fyrsta sæt- ið en hörku barátta getur orðið milli hinna tveggja um 2. sætið. Vígi Karls Steinars hefur löngum staðið traust á Suðurnesjum en Gunnlaugur hyggst nú sækja að því í gegnum tengsl sín við sjómenn þar um slóðir en Gunnlaugur hefur meira og minna stundað sjó- mennsku á togurum frá því að hann féll af þingi 1979, ásamt því sem hann hefur lokið guðfræðiprófi frá Háskólanum. Heimavöllur Gunn- laugs er Hafnarfjörður, líkt og formannsins. Ásgeir er hins vegar með höfuðbækistöðvar sínar í Kópavoginum, þar sem Alþýðu- flokkurinn hefur sótt stöðugt í sig veðrið á síðustu árum, og kemur að auki vafalaust til með að njóta for- ustustarfs síns og frumkvæðis fyrir Erum að rýma til fyrir nýjum plötum. Magnað úrval: Reggi, rokk, fjútjúr, nýrómantík, ska og ég veit ekki hvað og hvað. Kond’ í STUÐ, þú finnur eitthvaö fyrir þig! Laugavegi20 Sími27670 BÍLALEIGA Mesta úrvalið. Besta þjónustan. Skeifan 9, 108 Reykjavik s. 91-86915 Tryggvabraut 14, 600 Akureyri s. 96-23515 byggingu dvalarheimilis aldraðra þar í bæ, sem reist hefur verið með frjálsum framlögum bæjarbúa að meira og minna leyti. Sem sagt hörkuslagur krata í þessu kjör- dæmi... Vangaveltur eru uppi urn það { J í íslenskum kúltúrheimi hvar y Svein Einarsson, fráfarandi þjóðleikhússtjóra,beri niður þegar starfi hans hjá Þjóðleikhúsinu lýk- ur. Er mönnum starsýnt á að nú eru tvær yfirmannsstöður lausar hjá Norrænu menningarmálastofnun- rnni í Kaupmannahöfn, það er for- stjórastaðan og deildarstjórastaða, og hefur Sveinn umsvifalaust verið orðaður við aðra hvora þeirra... ^«4 Við heyrum að Ellert B. /“ JSchram muni láta af ritstjóra- starfi hjá DV hinn 15. febrúar nk. og taka þá til við að undirbúa endurkomu sína í sali Alþingis. Reykjaprentsparturinn af Frjálsri fjölmiðlun, útgáfufyrirtæki DV, á að fá ritstjórastól Ellerts í sinn hlut og þegar eru menn farnir að brjóta heilann um það hver verði dubb- aður upp í ritstjóra. Ýmsir eru nefndir, svo sem Markús Örn Ant- onsson, sem þykir þó ólíklegur vegna anna við störf sín fyrir borg- arstjórnarmeirihlutann, Geir Ha- arde, hagfræðingur hjá Seðlabank- anum, formaður SUS um þessar mundir og fyrrum blaðamaður á Mogganum, og Pétur J. Eiríksson, fyrrum framkvæmdastjóri Frjáls framtaks (en einnig með blaða- mannsskólun af Mogganum) og núverandi allsherjar „troublesho- oter“ Flugleiða. Einnig Haraldur Blöndal lögfræðingur, sem löngum hefur verið þeim Reykjaprentsmönnum innan handar. Nema sjálfan stjórnar- formann Reykjaprents, Indriða G. Þorsteinsson, langi aftur í rit- stjórastól sem er þó talið heldur ólíklegt... í framhaldi af þessu má geta / Jum þá tilgátu, að Jónas Guð- S mundsson stýrimaður verði ritstjóri blaðsins en hann er þegar farinn að skrifa í það-skrifaði m.a. hressilegt viðtal við sjálfan sig um brottför sína af Tímanum. Þar hélt Jónas því fram að brottför sín væri af pólitískum rótum runnin en heimildarmenn okkar fullyrða, að ástæðan hafi einfaldlega verið sú að Jónas hafi ekki viljað fallast á breytt vinnufyrirkomulag og hafn- að ýmsum kostum, sem honum hafi verið boðnir. Auk þess hafi blaðstjórnin og ritstjórnin verið hundleiðar á skrifum hans... V ■f Við nefndum nokkra hugsan- lega kandídata um embætti flugmálastjóra í síðasta blaði. Nú bætist einn í hópinn: Gunnar Finnsson heitir hann og hefur til skammstímastarfaðhjá ICAO, al- þjóða flugmálastofnuninni... Um prófkjör Frammaranna í höfuðborginni heyrum við ' annars að eftirmál verði þau helst eftir það prófkjör, að Steinunn Finnbogadóttir muni lýsa því yfir að hún gefi ekki kost á sér á framboðslista flokksins í Reykja- vík og beri við bæði óánægju með persónulegan árangur sinn í próf- kjörinu og með árangur kvenna al- mennt... r»-T Enn um Framsókn. í IJafnar- / J firði verður hart barist um S helgina í skoðanakönnun á kjördæmisráðsfundi flokksins. Par er Jóhann Einvarðsson, núverandi þingmaður kjördæmisins, sjálf- kjörinn í fyrsta sætið en hins vegar verður hörkubarátta um 2. sætið. Talið var til skamms tíma að Mark- ús Á. Einarsson, sem var í öðru sætinu síðast, myndi ekki gefa kost á sér á ný en hins vegar voru bæði Helgi H. Jónsson fréttamaður og Arnþrúður Karlsdóttir komin á hörkuferð. Öllum á óvart dembdi Markús sér svo aftur í baráttuna rétt áður en framboðsfrestur rann út og það er talið munu hafa þau áhrif að Arnþrúður detti út úr myndinni í slag þeirra Markúsar og Helga H.,en enginn treystir sér með góðu móti til að spá um hvort þeirra hefur sigur að lokum. Helgi Nú er rétti tíminn til að fá sér: Litlu vogina með stóru möguleikana Björn í Kjötbúð Suðurvers vissi hvað hann gerði, er hann valdi sér Ishida Cosmic-tölvu og við bendum sérstaklega á eftirfarandi eiginleika: ★ Vatnsvariö takkaborö .................. = ★ Vog og prentari sambyggt .............. = ★ Hægt aö setja inn 5 föst einingaverð .... = ★ Margföldun og samlagning .............. = ★ Prentun meö föstu heildarveröi ........ = ★ Sjálfvirk eöa handvirk prentun ........ = ★ Fljótlegt aö skipta um miöarúllu ★ Hægt aö taka út summu (tótal) alls sem vigtaö er yfir daginn eöa hvenær sem er ★ Tvær dagsetningar, pökkunardagur og síðasti söludagur. Nýjar og eldri pantanir óskast staðfestar Minni bilanatíöni Minni bilanatíöni Fljótari afgreiösla Fljótari afgreiösla Fljótari afgreiösla Hentar hvort sem er viö afgreiöslu eöa viö pökkun, bakatil í verslunum. Þessir eiginleikar hafa í för með sér að Ishida Cosmic passar jafnt fyrir uppvigtun og afgreiðslu í stórmörkuðum sem í smærri verslunum og viö verksmiðjupökkun. sjávarfiskur 'f MELABRAUT17 HAFNARFIRÐI S. 51779 ÞÖKKUM VIDSKIPTIN rvl I Vörumarkaðunnn hl.afrn HAGKAUP tfOGOtÍER 35390 1 Jlí MATVÖRUMARKAÐU R ^KJÖRBÚÐIR $ K.S.K. GRINDAVÍK Það er komin 5 ára reynsla af ISHIDA — tölvuvogum og ekki síðri reynsla af þjónustu PlnsÚMI ISHIDA tölvuvogir _. . r _ NÁKVÆMNI — HRADI — ÓRYGGI AUar gerðir töivuvoga fyrir verksmiðjur og verslanii NÁKVÆMNI — HRADI — ÖRYGGI Plmtnskr Sími: 82655 hefur þó töluvert forskot í kosninga starfinu ogþaðgætinýsthonum... Á borði ríkissaksóknara / i liggur síðan uni jól rannsókn Rannsóknarlögreglu ríkisins á brunanunt í Heydalakirkju 17. júní í sumar. Rannsóknin mun ekki hafa leitt óyggjandi sönnur á orsök brunans en eins og menn muna var þann sama dag handtekinn maður í Heydölum og hann grunaður um að hafa kveikt í kirkjunni. Maður þessi er Helgi Hóseasson trésmiður, sem urn langt árabil hefur barist fyrir ógildingu á skírnarsáttmála sínum, og notað til þess ýmsar harla óvenjulegar aðferðir. Yfir- heyrslur yfir Helga voru tilgangs- lausar, því hann neitar alfarið að svara spurningum lögreglumanna og notfærir sér út í æsar rétt sinn til að svara ekki spurningunum. Ekki er talið víst, að um framhaldsrann- sókn á málinu verði að ræða - né heldur nokkurt sérstakt annað framhald.«' Helgarpósturinn hækkar úr 15 krónum í 20 krónur frá og með þessu tölublaði.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.