Helgarpósturinn - 04.02.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 04.02.1983, Blaðsíða 8
8 sÝniiifinrssilir Þjóðminjasafniö: „Frá eldaskála til burstabæjar", heitir sýning, sem nú stendur yfír í anddyri safnsins. Þar er sýnd þróun íslenska torfbæjarins. Sýningin er opin kl. 13.30-16 á þriðjudögum, fimmtu- dögum, laugardögum og sunnudögum og lýkur henni um miðjan febrúar Ásgrímssafn: Skólasýning vetrarins. Opið sunnudaga, þriðjudaga oq fimmtudaga kl. 13.30-16. Djúpiö: í kjallarasalnum stendur nú yfir sýning á veggspjöldum eftir þekkta erlenda listamenn og eru þau öll til sölu. Sýningarsalur þessi, sem er undir veitingahúsinu Horninu.er opinn kl. 11-23. Listasafn íslands: íslensk og dönsk graík, ásamt olíumálverk- um og fleira i eigu safnsins er nú til sýnis. Safnið er opið á þriðjudögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum kl. 13.30-16. jListasafn ASÍ: World Press Photo. Á annað hundrað frétta- myndir síðasta árs og þeirra á meðal margar verðlaunamyndir. Síðasta sýningarhelgi. Listamunahúsiö: Magnús Kjartansson opnar sýningu á laugardag. Þar verða verk sem unnin eru með tækni frá bernskudögum Ijósmyndar- innar og rauðleirsskúlptúr svo eitthvað sé nefnd. Sýningin er opin virka daga kl. 10-18 en 14-18 um helgar. Lokað á mánudögum. Sýningin stendur til 20. febrúar. Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er nú opiö attur ettir nokkurt hlé. Að venju eru stórfenglegar höggmyndir Einars til sýnis á sunnudögum og miðvikudögum kl. 13.30-16. Kjarvalsstaöir: „Ungir myndlistarmenn" opna sýningu á laugardag. Þar sýna um 60 listamenn um tvö hundruð verk, málverk, vatnsliti, grafík, skúlptúr. Norræna húsiö: Félag áhugaljósmyndara opnar Ijósmynda- sýningu í kjallarasölum á laugardag. Brian Pilkington heldur áfram að sýna Gilitrutt myndir í anddyri. Gallerí Lækjartorg: Tvíburarnir Haukur og Hörður opna sýningu á laugardag. Þar verður grafík, sem er af- rakstur rannsókna og vinnu þeirra síðastliðin sex ár, m.a. micro-reliefþrykk og skúlptúr- grafik. Sýningin er opin daglega kl. 14-18 og 14-22 um helgar og lýkur henni 13. febrúar. Hringbraut 119: Gullströndin andar enn og hefur aldrei verið friskari. Mikið verður um að vera alla helgina, myndlistarsýningar, tónlist, performansar og margt fleira. Á föstudagskvöld og laugar- dagskvöld kl. 20 verða hálfgerðar uppákom- ur, þar sem tónlistarmenn og Ijóðskáld munu láta í sér heyra. Skruggubúö, Suöurgötu 3a: Tékkneski listamaðurinn Ladislav Guderna sýnir grafik og póstlist. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 17-21 og kl. 15-21 um helgar. Gallerí Langbrók: Langbrókarsýning á keramiki, gleri, tauþrykki og grafík. Sýningin er opin virka daga kl. 12 • 18. Skemmtilegir og gífurlega fallegir hlutir. Og ódýrir. Icikliíis Þjóöleikhúsiö: Föstudagur: Garðveisla eftir Guðmund Steinsson. Síðasta sýning. Laugardagur: Lina langsokkur eftir Astrid Lindgren kl. 15. Jómfrú Ragnheiöur eftir Guðmund Kamban kl. 20. Sunnudagur: Lina langsokkur kl. 15. Dans- smiðjan. Fjórir nýir ballettar með Islenska dansflokknum kl. 20. Litla sviðið: Tvileikur eftir Tom Kempinski. Sunnudag kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Forsetaheimsóknin eftir Régo og Bruneau. Laugardagur: Skilnaður eftir Kjarlan Ragn- arsson. Sunnudagur: Salka Valka eftir Halldór Lax- ness. Austurbæjarbió: Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Föstudagur kl. 23.30. íslenska óperan: Töfraflautan eftir Mozart. Föstudagur og sunnudagur kl. 20. Leikfélag Akureyrar: Bréfberinn frá Arles eftir Ernst Bruun- Olsen. Frumsýning á föstudag kl. 20.30. Önnur sýning á sunnudag kl. 20.30. Herranótt MR: Prjónastofan Sólin eftir Halldór Laxness. Síðasta sýning í Hafnarbíó í kvöld, föstudag kl. 20.30. Nemendaleikhúsiö: Sjúk aeska eftir Ferdinand Bruckner. Leik- stjóri: Hilde Helgason. Frumsýning föstudag kl. 20.30. Næstu sýrtingar á sunnudag og þriðjudag kl. 20.30. Sýningar eru i Lindarbæ. Föstudagur 4. febrúar 1983 sturinn, Herranótt þorir að g/íma Herranótt Menntaskólans í Reykjavík: Prjónastofan Sólin eftir Halldór Laxness. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Leikmynd og búningar: Karl Aspelund. Aðstoðarleikstjóri: Soffía Karls- dóttir. Helstu leikendur: Edda Arnljóts- dóttir, Hafliði Helgason, Einar Sigurðsson, Stefán Jónsson, Pór- dís Arnljótsdóttir, Harpa Arnar- dóttir, Ásta Arnardóttir, Ari Matthíasson, Hilmar Jónsson, Sesselja Jensdóttir, Anna Kristín Jónsdóttir o.fl. Œei/c/i&t einmitt þessvegna ættu þau að freista leikhúsfólks til nýrrar og nýrrar glímu. Er það ekki síst vegna þess að leikrit Halldórs eru með eftirtektarverðustu nýjung- um í leikbókmenntum okkar á þessari öld. Það má því nánast segja að það sé bíræfni en um leið ánægjulegur vottur um hugrekki að Herranótt MR skuli taka eitt af leikritum Halldórs til sýningar á þessum vetri. Prjónastofan Sólin er heldur ekki auðveldasta verk Halldórs, Ég er ekki einn um að hafa stundum furðað mig á því hvað íslenskt leikhúsfólk er deigt við að taka til sýninga leikverk Hall- dórs Laxness, og þá á ég við leikritin sem hann samdi sem slík en ekki leikgerðir skáldsagna sem eru allt annarskonar verk. Leikrit Halldórs eru að sönnu óvenjuleg verk og liggur hreint alls ekki alveg á borðinu hvernig ber að skilja þau og þaðanaf síður hvernig á að setja þau upp, en sönnu nær að það sé einna erf- iðast leikrita hans. Ekki ætla ég mér hér að fara að ráða í rúnir þessa verks og enn síður þjónar rakning söguþráðar tilgangi. Heimur verksins er bæði skopstæling og skrumskæling veruleikans fyrir utan verkið, lokuð veröld með eigin lögmál- um, en um leið með víðtækar skírskotanir til þess sem fyrir utan liggur. Markmiðið með mynd þessarar afkáru veraldar er að Ekki allt' Blóðbönd - eða þýsku systurnar - Die Bleierne Zeit. Pýsk. Árgerð 1981. Handrit og leikstjórn: Margarethe von Trotta. Aðalhlut- verk: Jutta Lampe, Barbara Suk- owa, Rudiger Vogler. „Ég þarf að fá að vita allt um hana“. Þetta er lokasetning myndar Margarethe von Trotta urn „þýsku systurnar“ Juliane og Marianne, - tvær systur sem snú- ast til andófs gegn þýska „vel- ferðarþjóðfélaginu“, arfleifð þriðja ríkisins; Juliane með frið- samlegum aðferðum, Marianne sem hermdarverkamaður. Sá sem spyr spurningarinnar er langhrjáður sonur Marianne og sú sem spurð er, er Juliane. Myndin sem við höfum verið að sjá fram að þessari setningu er einmitt leit Juliane að svari. En von Trotta, sem byggir myndina á lífi Ensslinsystranna, reynir ekki að þykjast vita þetta „allt“. Hún sýnir ekki síst hvernig við getum aldrei vitað eða skilið allt sem stjórnar gerðum einstak- Stund milli stríða hjá mæðgun- um í Þýskaland , náföla móðir. Harmieikur hvunndags- hetjunnar_ Pýskaland, náföla móðir (Deutschland Bleiche Mutter). Pýsk, árgerð 1980. Leikendur: Eva Mattes. Ernst Jakobi, Elisa- beth Stapanek, Angelika Thom- as. Rainer Fredrichsen. Handrit og leikstjórn: Helma Sand- ers-Brahms. Opnunarmynd kvikmyndahá- Fegurðardísin í sýningu Herra- nætur - undraverður árangur, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni. vekja spurningar sem áhorfanda er ætlað að vinna úr en ekki að gefa svör, þó að sum þeirra sýnist engu að síður liggja í verkinu. Eins og í flestum seinni verkum Laxness snúast spurningarnar um siðferðileg gildi í mannlegu félagi og afskræmingu mannlegra verð- mæta í firrtum skrumheimi nú- tímans. Hvernig einlægni, hug- sjónir og fegurð snúast fyrr en varir upp í andstæðu sína öllum til ills. Það sem vekur strax athygli við þessa sýningu og á reyndar við um fleíri sviðsetningar Andrésar Sig- urvinssonar með skólanemum er sterkur heildarsvipur hennar. Hér mótast þessi svipur bæði af Kvenrjasaga með húmor Líf og störf Rósu rafvirkja (The Life and Times ofRosie the Rivet- er). Bandarisk kvikmynd, árgerð 1980. Stjórn og handrit: Connie Field. Reykvíkingum hefur á undan- förnum árum gefist kostur á að kynnast nokkrum heimilda- myndum yngri kvikmynda- gerðarmanna í Ameríku.þökk sé Sigurjóni Sighvatssyni og amer- ísku kvikmyndavikununt hans. Líf og störf Rósu rafvirkja sver sig f ætt við þær að einu leyti a.m.k., hún er bráðskemmtileg á að horfa. Auk þess er hún merki- legt framlag til kvennasögunnar, eins og einhverjir myndu segja. Hér er sem sé fjallað um hlut bandarískra kvenna í atvinnulíf- linga og þjóðfélags. Hún rekur rætur þessara tveggja prests- dætra, jafnt gegnum einkalíf sem þjóðfélagslegt umhverfi, en hún hefur enga patentlausn á örlögum þeirra. Afturámóti skapar hún framúrskarandi vel uppbyggða og áhrifamikla kvikmynd. Ég leyfi mér reyndar að efast um að margrómaðir snillingar þýskrar kvikmyndagerðar eins og Fassbinder og Herzog hafi gert jafn heilsteyptar myndir og „systramyndir“ von Trotta eru. Systumar, sem við sáum á kvik- myndahátíðinni í fyrra, var að vísu ennþá pottþéttara verk en Þýsku systurnar, þar sem höfund- ur gengur stundum ívið of langt, t.d. í stílfærðu skoti af prestinum, föður þeirra, í prédikunarstól, og of mikilli notkun innilokunar- mótífa í myndvinnslunni (rimlar, tré, gluggapóstar). Kannski maður sé hreinlega búinn að fá ofnæmi fyrir hinu síðarnefnda eftir allar dyragættirnar og speglaskotin hans Fassbinders. Hitt er víst að sú sögulega sjálfs- rýni sem nú brýst fram í þýskri kvikmyndagerð fær vart betri úrvinnslu um þessar mundir en hjá Margarethe von Trotta.. ÁÞ tíðarinnar fjallar um örlög Þýska- lands áranna 1940-1950. Orlög þjóðarinnar eru persónugerð í örlögum einnar fjölskyldu, og að sögn leikstjórans er það hennar eigin fjölskylda. Faðirinn er á vígvöllunum, en á meðan berst móðirin við að halda lífi í sér og litill; dóttur sinni. Þær ferðast um landið þvert og endilangt og við augum þeirra blasa eintómar rústir. En það kernur að því, að hildarleiknum lýkur og uppbygg- ingin tekur við af eyðilegging- unni, og fjölskyldan er sameinuð á ný. Þá fyrst fer konan að lúta í lægra haldi. Þrekraunir stríðsins höfðu stappað í hana stálinu, en nú verður hún að sitja og standa eins og maður hennar segir. Rétt eins og Þýskaland varð að sitja og standa eins og Bandamenn sögðu. Konan tekur líka upp á því að lamast vinstra megin í and- litinu og má líta á það sem skipt- ingu Þýskalands. Þýskaland, náföla móðir er á- hrifamikil mynd, þar sem allt leggst á eitt, frábær leikur og gott vald leikstjórans á efni sínu. Einn galli þó, myndin er aðeins of löng. _ GB inu í síðari heimsstyrjöldinni. Mennirnir fóru í stríð, en þær tóku að sér þeirra störf. Brugðið er upp brotum úr gömlum heimilda- og áróðursmyndum og inn á milli er fléttað viðtölum við konur, sem unnu „karla- störf". Þar segja þær nt.a. frá því misrétti, sem þær voru beittar, einkum ef þær voru svartar. Mis- ræmið milli þess sem konurnar segja og þess sem kemur fram í gömlu myndunum er oft mjög spaugilegt. Og er það einmitt eitt einkenni þessarar myndar. A1 - varlegtefni er tekið „gaman- sömum“ tökum og gerir það myndina enn áhrifameiri en ella. - GB Konurnar léku stórt hlutverk í atvinnulífi Bandaríkjanna á stríðsárunum. Frá því segir í Rósu rafvirkja. umgjörðinni ogaf leikaðferðinni. Umgjörð verksins og allir bún- ingar eru gerðir af plasti í fáum en andstæðum litum. Þarmeð erum við strax leidd í sérkennilegan heim og hver og einn getur leikið sér að túlka þennan þátt (- þunn, viðkvæm, hol, plastveröld- ...o.s.frv.) Andrés hefur áður sýnt það að hann getur náð undraverðum ár- angri með óþjálfaða leikendur. Dregnar eru upp ólíkar og and- stæðar ntyndir af persónunum sem leikendum tekst furðu vel að halda út allt verkið, að vera sjálf- um sér samkvæmir í sýningunni. A þetta einkum við um þá leikara sem fara með stærri hlutverkin, en það eru þau Edda Arnljóts- dóttir sem leikur Sólborgu, Haf- liði Helgason sem leikur Ibsen Ljósdal, Einar Sigurðsson sem leikur Síne Manibus og Stefán Jónsson sem leikur Fegurðarstjór- ann. Útfærsla Þrídísar var ákaf- leg sterkt myndræn, en Þrídísi 1 lék Þórdís Arnljótsdóttir af skör- ungsskap en hinar myndrænu Þrí- dísir 2 og 3 voru Harpa og Ásta Arnardætur. Það má vel hafa góða skemmt- un af því að horfa á unga og hressa menntaskólakrakka glíma við þetta erfiða verk undir stjórn manns sem veit hvað hann má ætla þeim. Þau þora að minnsta kosti það sem aðrir þora ekki. G.Ást. Pat (Cassie MacFarlane) og Del (Victor Romero) áður en blekkingarnar komu í Ijós í „Blekkingunni léttir“. Blekkingin mikla Regnboginn: Blekkingunni léttir. Ensk. Árgerð 1981. Handrit Menelik Shabazz. Aðalhlutverk: Cassie MacFarlane, Victor Rom- ero, Beverly Martin, Angelia Wynter. Leikstjóri: Menelik Sha- bazz. Nú á dögum heyrast alltaf ann- að slagið fregnir af kynþáttaó- eirðum í borgum Bretlands, og nafnið á stærsta litaða hverfinu í London - Brixton - er orðið vel þekkt hér á landi. Þessi mynd fjallar um forsögu og grundvöll slíkra óeirða. Hún segir frá ungri svartri stúlku sem dreymir um ör- ugga miðstéttarframtíð. Hún kynnist ungunt svörtum manni, sem verður fljótt atvinnulaus og vandamálin hrannast eðlilega upp í kjölfarið. Á ofur einfaldan hátt er áhorfendum síðan sýnt fram á að þjóðfélagslegar að- stæður þessa fólks bjóða í raun ekki uppá neitt annað en rétt- indabaráttu, og þau kynþáttaá- tök sem fylgja þar í kjölfarið. Ómarkviss leikur og flöt kvik- myndataka koma hinsvegar í veg fyrir að myndin verði verulega áhrifarík. - GA Carl-Axel Heiknert og Kerstin Tidelius í hlutverkum foreldr- anna í Húsið kvatt. Æskan kvödd Húsið kvatt - Avskedct. Finnsk-sœnsk. Árgerð 1982.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.