Helgarpósturinn - 04.02.1983, Síða 22
22
Nú þegar þessi prófkjörshryna er aö mestu
leyti yfir verða þær raddir æ háværari innan
og utan stjórnmálaflokkanna sem efast um
ágæti þessa fyrirkomulags, sem á sínum tíma
var talin mikil lausn. Nú þykjast menn sjá að
prófkjör, eða forvöl, eða skoðanakannanir,
eða hvað sem það er kallað leysi fæst þau
vandamál sem þau áttu að leysa, en búi þvert
á móti til önnur.
Allir stjórnmálaflokkarnir hafa þurft að
standa frammi fyrir afar óþægilegum uppá-
komum í tengslum við prófkjörin núna, og eng-
an veginn er víst að öllu sé lokið. Petta hefur
verið hvað skýrast í Reykjavík og á þar jafnt
við alla flokkana. Sjálfstæðismenn settu
formann sinn í sæti númer sjö, þar sem hann
er engan veginn öruggur á þing; Alþýðu-
bandalagsmenn ýttu þingflokksformanni sín-
um nær örugglega útaf þingi; Einn virtasti
þingmaður Framsóknarflokksins er hættur
afskiptum af pólitík í bili að minnsta kosti og
Alþýðuflokkurinn hefur þurft að sjá á eftir
bæði Vilmundi og Agústi Einarssyni beint
eða óbeint vegna prófkjöranna.
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins .tóku
Uppákoman á Vestfjörðum sýnir að
ekki þarf prófkjör til að upp komi op-
inber ágreiningur og illindi innan
stjórnmálaflokkana.
(mynd: Sigurlaug Bjarnadóttir)
Raunir en ekki prófkjörsraunir
aðeins þátt flokksbundnir og yfirlýstir
stuðningsmenn. f>að gefur auga leið að slíkt
fólk óskar varla eftir því að formaður flokks-
ins fari af þingi. Miklu líklegri skýring er sú
að fólk hafi almennt talið Geir öruggan, og
því notað atkvæði sín á þ;.ð fólk sem það
hafði sérstakan áhuga á aðkæmist inná þing.
Þannig segja stuðningsmenn Sjálfstæðis-
flokksins engan vafa á því að ef frambjóðend-
ur hefðu verið númeraðir í sæti - þá hefði
Geir flogið í það fyrsta. Því þó flestallir Sjálf-
stæðismenn vilji hafa Albert í öruggu þing-
sæti þá er líklega enginn sérstakur áhugi fyrir
honum í hinu leiðandi fyrsta sæti.
I Alþýðuflokknum hófust vandkvæðin löngu
fyrir prófkjörið, þegar séð varð að stefndi í
hörku slag milli Vilmundar og Jóns Baldvins í
fyrsta sætið. Enginn efast um að Vilmundur
hafði þann slag í huga þegar hann leitaði eftir
stuðningi í varaformannssætið, sem frægt er,
og þegar hann síðan sagði sig úr flokknum.
Hvort sem það var Vilmundarleysi eða ófærð
að kenna þá varð prófkjör Alþýðuflokksins í
Reykjavík afar veikt, og ekki bætti úr skák
þegar Ágúst Einarsson, gjaldkeri flokksins
féll fyrir Bjarna Guðnasyni í slagnum um
þriðja sætið.
Hinir flokkarnir geta í rauninni ekki kennt
prófkjörunum um vandræði sín. Þannig lá
t.d. ljóst fyrirað einhver þingmanna Alþýðu-
bandalagsins hefði orðið að taka fjórða sætið
hvort sem það hefði verið gert með forvali
eða einhverri annarri aðferð. Og átökin milli
hópanna hefðu orðið jafn hörð. Því þó það sé
ljóst að Alþýðubandalagið má illa við því að
missa þann mann sem ásamt Svavari hefur
verið helsti talsmaður flokksins á landsvísu,
og unnið mikið í endurskipulagningu innra
Landkynningarmenn í Búlgaríu kvörtuðu
yfir því til skamms tíma, hversu erfitt væri að
koma efni um land sitt á framfæri í fjöl-
miðlum á Vesturlöndum, en mikil áhersla
hefur verið lögð á að örva ferðamannastraum
til baðstrandanna við Svartahaf. Nú bregður
svo við, að Búlgaría hefur hlotið umtal langt
fram yfir nokkurt annað Balkanríki síðustu
mánuði, en ekki af því tagi sem gleður hjörtu
forstöðumanna í sólarferðaáróðri.
Eftir að kunnugt varð að Tyrkinn sem skaut
á Jóhannes Pál páfa annan á Péturstorginu í
Róm í hitteðfyrra átti hæli í Sofíu, höfuðborg
Búlgaríu, fyrst eftir að hann slapp úr fangelsi
í Tyrklandi, og lagði þaðan upp í krókótt
ferðalag um Evrópulönd, sem lauk með ban-
atilræðinu við páfa, hafa fréttamenn frá
Vestur-Evrópu og Ameríku gert sér tíðförult
á sömu slóðir. Eftirgrennslanir þeirra hafa
Bekir Celenk ber af sér sakir á fundi
með fréttamönnum í Sofíu fyrir jólin.
Glæpahreiðrið Sofia dregur að
sér athygli umheimsins
ekki leitt neitt nýtt í ljós sem máli skiptir um
ferðir og hvatir tilræðismannsins, Mehmet
Ali Agca. Hins vegar koma fréttamenn frá
Sofíu klyfjaðir vitneskju um að undir stjórn
kommúnista er höfuðborg Búlgaríu orðin
alþjóðlegt spillingarbæli í fremstu röð.
Vitosha hótelið í Sofíu, þar sem Agca
hafðist við fyrst eftir að Bekir Celenk landi
hans hjálpaði honum að sleppa úr klefa
dauðadæmdra í tyrknesku fangelsi, er bæki-
stöð umsvifamikilla alþjóðlegra glæpa-
hringa. Þar hafast við menn af ýmsum
þjóðernum, sem stjórna smygli á ávana- og
fíkniefnum frá löndum fyrir Miðjarðarhafs-
botni og í Vestur-Asíu á markað í Vestur-
Evrópu. Sömuleiðis er frá Sofíu stjórnað
vopnasmygli í stórum stfl frá löndum Austur-
Evrópu, annars vegar til stríðandi fylkinga í
Líbanon, hins vegar til hermdarverkahópa,
fasista jafnt og stjórnleysingja, í Tyrklandi, á
Ítalíu, í Vestur-Þýskalandi og víðar. Loks fer
þarna fram ólögleg gjaldeyrisverslun og fjár-
munatilfærslur svo stórum fúlgum nemur,
þegar eiturlyfja- og vopnasmyglararnir
leitast við að koma fyrir á öruggum stöðum
og með sem arðbærustum hætti ágóðanum af
iðju sinni.
Tyrknesk yfirvöld draga ekki dul á, að þau
hafi vitneskju um að vopn og fé til að standa
straum af hermdarverkastarfsemi „Gráu úlf-
anna,“ samtaka tyrkneskra fasista, hafi bor-
ist frá Sofíu og verið aflað með fíkniefna-
smygli. Fíkniefnaeftirlit í Vestur-Evrópu,
einkum Vestur-Þýskalandi, gróðavænleg-
asta markaðinum, telja ljóst að straumurinn
af heróíni frá Vestur-Asíu liggi um Búlgaríu.
Smyglið á fíkniefnum fer að mestu leyti
fram með vörubílum, sem flytja búlgarskt
grænmeti og ávexti á markað í Vestur-
Evrópu. Vopnasmyglið á sér hins vegar eink-
um stað sjóleiðis frá hafnarborginni Varna.
Allir þræðir þessarar fjölskrúðugu glæp-
starfs flokksins - þá hefði ekki verið hótinu
skárra að missa fulltrúa verkalýðsins, Guð-
mund J. eða eina kvenþingmann flokksins,
Guðrúnu Helga, að ekki sé minnst á for-
manninn sjálfan.
Jrað sama má segja um Framsóknarflokkinn
og burtför Guðmundar G. Þórarinssonar.
Hún hefði eflaust einnig komið til þótt ekki
hefði verið prófkjör. Guðmundur gat bókað
annað sætið í prófkjörinu nokkurnveginn, en
hann vildi það fyrsta. En flokkurinn hefði
aldrei getað sett Ólaf Jóhannesson í annað
sæti listans - Ólafur er of áhrifamikill innan
hans til þess. Eftir að Ólafur ákvað að fara í
það fyrsta var ljóst að hann fengi það. Próf-
kjör breytti engu um það.
Ef farið er yfir kjördæmin og prófkjör
flokkanna skoðuð kemur það sama í ljós.
Víða eru erfiðleikar og vandræði, en það er
ekki nærri alltaf prófkjörunum sjálfum að
kenna. Það er einfaldlega því að kenna að
umsækjendur eru fleiri en þingsætin. Þegar
slíkt er á döfinni er auðvitað ljóst að einhver
verður undir, hvort sem það er í prófkjöri eða
í vali uppstillinganefndar eða á einhvern
annan hátt, og þegar um metnaðarfulla ein-
staklinga er að ræða, eins og gjarnan er í
stjornmálunum þá má alltaf reikna með há-
vaða.
✓
A Suðurlandi varð t.d. hávaði hjá Sjálf-
stæðisflokki og Alþýðubandalagi - hjá þeim
fyrrnefndu vegna þess að þingmenn misstu
sæti sín, en hjá þeim síðarnefndu vegna þess
að þingmaður missti ekki sæti sitt. Hávaðinn í
kringum Ingólf Guðnason í Norðurlandi-
eystra hefur lítið með prófkjör að gera, held-
ur ævagamlan ágreining um menn og mál-
efni, fyrir utan að þriðja sætið er nærri örugg-
lega ekki þingsæti: það vannst fyrir mikla
tilviljun síðast. Smáhvellur varð hjá Fram-
sóknarmönnum í Reykjanesi, þegar Markús
IIMIMLEIMO
VFIRSVIM
ERLE M P
astarfsemi koma saman í Vitosha hótelinu,
þar sem auðvitað er spilavíti í balkönskum
stfl á 19. hæð. Þarna hafðist Agca við ásamt
fastagestinum Celenk árið 1980. Celenk er
enn í Búlgaríu. Þegar ítölsk stjórnvöld
óskuðu framsals hans eftir játningu Agca,
brást hann við hinn reiðasti og kallaði saman
fréttamannafund, með liðsinni búlgarskra
stjórnvalda til að halda fram sakleysi sínu.
Síðan hafa Búlgarir handtekið Celenk, eftir
að önnur framsalskrafa kom frá Tyrkjum,
sem saka hann um brot á gjaldeyrisreglum og
smygl.
Ástæðurnar til að Búlgaríustjórn heldur
hlífðarhendi yfir alþjóðlegri glæpastarfsemi í
höfuðborg sinni eru einkum tvær. Önnur er
fjárhagsleg. Smyglið á fíkniefnum og vopn-
um er féþúfa fyrir ríki sem ævinlega er í vand-
ræðum með frjálsan gjaldmiðil, og alveg sér í
lagi hirða embættismenn flokks og ríkis sinn
hluta af gróða glæpahringjanna með mútun-
um sem þeir þiggja fyrir að láta athæfi þeirra
afskiptalaust.
Hin ástæðan til að Búlgarir haga sér eins og
þeir gera er pólitísk. Með vopnasmyglinu
hefur búlgarska leyniþjónustan, og fyrir
milligöngu hennar hin sovéska, tækifæri til að
hafa á leynilegan hátt með mörgum milli-
liðum áhrif á framvindu valdabaráttu og
hermdarverkastarfsemi um öll Miðjarðar-
hafslönd og í Vestur-Evrópu. Þátttaka í
glæpastarfseminni veitir einnig ákjósanleg
tækifæri til að safna vitneskju af margvfslegu
tagi og koma fyrir njósnurum á þýðingar-
miklum stöðum.
Sambandið milli alþjóðlegrar glæpastarf-
semi, sem rekin er frá Sofíu, og leyniþjónust-
ustarfsemi Búlgara og Sovétmanna, varð að
sjálfsögðu til þess að grunur vaknaði um að
þeir aðilar hefðu beinlínis gert Agca út til að
myrða páfann, einmitt þegar átök Samstöðu
og pólskra stjórnvalda stóð sem hæst. At-
hygli vakti að bandarísk stjórnvöld, og þar
fremst í flokki leyniþjónustan CIA, gerði sér
Einarsson féll fyrir Helga H. Jónssyni og
Arnþrúði Karlsdóttur, en það var nokkuð
sem búist var við af þeim sem til þekktu,
vegna þess að Markús hafði áður haft orð á
því að hann ætlaði ekki fram, og hann vann
lítið sem ekkert fyrir skoðanakönnunina.
Þannig má halda áfram og rekja raunir flokk-
anna.
En þær raunir eru ekki prófkjörsraunir
nema að litlu leyti. Dæmið um Sjálfstæðis-
menn á Vestfjörðum sýnir að þó að gamla
leiðin sé farin og stillt upp fyrir lokuðum
dyrum, þá er vandinn ekki leystur. Akkúrat
þar sem prófkjör var ekki haldið eru nú mest-
ar líkur á klofningsframboði.
• Staðreyndin er nefnilega sú að ætíð hefur
verið tekist á í stjórnmálaflokkum, bæði um
menn og málefni. Með prófkjörunum hafa
þessi átök farið uppá yfirborðið í meira mæli
en áður. í því er breytingin fólgin.
Það hefur vissulega afleiðingar. í augum
hins almenna kjósenda eru flokkarnir líklega
ekki sú sama sterka heild og þeir ef til vill
voru. Opinberar deilur flokksbræðra grafa
eflaust undan áliti á stjómmálamönnum.
Prófkjörsbaráttan er dýrari en gömlu
aðferðirnar. Fleira má tína til.
Kostirnir eru bara fleiri. Og í allri þeirri
umræðu sem farið hefur fram um prófkjörin
hefur ekki verið bent á neina betri leið en
þau. Stjórnmálaflokkarnir verða því áð horf-
ast í augu við prófkjörin þótt þau valdi þeim
erfiðleikum.
Og erfiðleikarnir eiga eftir að fara vaxandi.
Hafi prófkjörin sem nú standa yfir verið erf-
ið, þá verða prófkjörin fyrir næstu kosningar
hrein martröð. Þá má nefnilega reikna með
að kosið verði eftir nýju kjördæmaskipun-
inni, sem þýðir að í sumum kjördæmanna
fækkar þingsætunum og í öðrum fjölgar
þeim. Það kallar á enn hatrammari baráttu
en hingað til hefur þekkst. En kannski fría
flokkarnir sig vandræðum með því að segja
sem svo að alltof stuttur tími sé til stefnu, og
því verði menn bara að sitja í þeim sætum
sem þeir sitja í núna.
eftir
Guðjón Arngrimsson
eftlr
Magnús Torfa Ólafsson
far um að kveða slíkan orðróm niður. Bentu
talsmenn bandarísku leyniþjónustunnar á,
að ítölsk stjórnvöld hefðu ekki getað lagt
fram neinar óyggjandi sannanir fyrir aðild
Búlgara, hvað þá heldur Sovétmanna, að
samsæri gegn páfa.
Varfærni bandarískra stjórnvalda var
skýrð á þann hátt, að Reagan forseti vildi
forðast það í lengstu lög, að bendla, Adróp-
off, nýorðinn flokksforingja í Sovétríkjunum
en áður yfirmann leyniþjónustunnar KGB,
við samsæri gegn páfa, því eftir að slíkt gerð-
ist væri Bandaríkjaforseta fyrirmunað að
efna til fundar með æðsta manni Sovétríkj-
anna.
CIA gekk svo langt, að bera brigður á að
ítalir hefðu nokkurn hlut í höndunum, sem
bendlað gæti Agca við búlgörsku leyniþjón-
ustuna. Var bent á, að Agca lék lausum hala
meðan stóð á heimsókn páfa til Tyrklands og
tókst þá að koma á framfæri hótun um að
hann skyldi einskis láta ófreistað til að vinna
á Jóhannesi Páli.
Nú hafa talsmenn CIA látið frá sér fara
nýtt mat á atburðarásinni, eftir að ítalski
rannsóknardómarinn, Ilario Martella, er
kominn skrefi lengra í rannsókn sinni, hefur
meðal annars tekið til yfirheyrslu annan
Tyrkja, sem framseldur var frá Vestur-
Þýskalandi.
Bandarísku leyniþjónustumennirnir, sem
fengið hafa að ræða við fréttamenn, leggja
enn áherslu á, að engin óyggjandi sönnunar-
gögn liggi fyrir í máli Agca, en vaxandi líkur
séu á að hann hafi ekki aðeins verið á vegum
alþjóðlegu glæpaflokkanna í Sofíu, heldur
hafi búlgarska leyniþjónustan einnig vitað af
ferðum hans. En þar með er ekki sagt, segja
talsmenn CIA, að Búlgarar hafi, að undirlagi
Sovétmanna, gert Agca út til að myrða páf-
ann. Óyggjandi er að Tyrkinn sóttist eftir lífi
páfa löngu áður en hann komst í nokkurt
samband við Búlgari. Verið getur því að þessi
vani launmorðingi hafi verið gerður út af
Búlgörum til að vinna á einhverjum sem þeir
vildu ryðja úr vegi, en hafi svo tekið upp hjá
sjálfum sér að gera í leiðinni alvöru úr fyrra
áformi um að vinna á Jóhannesi Páli páfa.