Helgarpósturinn - 04.02.1983, Síða 3
trínn Wstudagur
4. febrúar 1983
3
_fie/gai— —
pústurinn
Blaö um þjóömál, listir og menn-
ingarmál.
Ritstjórar:
Árni Þórarinsson og Björn Vignir
Sigurpálsson.
Ritstjórnarfulltrúi:
Guöjón Arngrímsson.
Biaðamenn:
Guölaugur Bergmundsson, Óm-
ar Valdimarsson, Þorgrímur
Gestsson
Útlit:
Kristinn G. Haröarson.
Ljósmyndir:
Jim Smart.
Dálkahöfundar:
Hringborð:
Auöur Haralds, Birgir Sigurös-
son, Heimir Páisson, Hrafn
Gunnlaugsson, Jón Baldvin
Hannibalsson, Jónas Jónasson,
Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur
Gunnarsson, Sigríöur Halldórs-
dóttir, Sigurður A. Magnússon.
Listapóstur:
Heimir Pálsson, GunnlaugurÁst-
geirsson, Sigurður Svavarsson
(bókmenntir & leiklistir), Sigurður
Pálsson (leiklist), Sigurður Páls-
son (leiklist), Árni Björnsson (tón-
list), Sólrún B. Jensdóttir (bók-
menntir & sagnfræði), Guðberg-
ur Bergsson (myndlist), Gunn-
laugur Sigfússon (popptónlist),
Vernharður Linnet (jazz), Árni
Þórarinsson, Björn Vignir Sigur-
pálsson, Guðjón Arngrímsson,
Guðlaugur Bergmundsson, Jón
Axel Egilsson (kvikmyndir).
Utanlandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Danmörku,
Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga
Dóra Björnsdóttir, Bandaríkjun-
um, Helgi Skúli Kjartansson,
Bretlandi, Ólafur Engilbertsson,
Spáni.
Erlend málefni:
Magnús Torfi Ólafsson.
Skák:
Guðmundur Arnlaugsson.
Spil:
'Friðrik Dungal.
Matargerðarlist:
Jóhanna Sveinsdóttir.
Stuðarinn:
Jóhanna Þórhallsdóttir.
Utanlandspóstar:
Erla Sigurðardóttir, Danmörku,'
Inga Dóra Björnsdóttir, Banda-
ríkjunum, Helgi Skúli Kjartans-
son, Bretlandi.
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Bjarni P.
Magnússon.
Auglýsingar: Inga Birna Gunn-
arsdóttir.
Innheimta: Guðmundur Jó-
hannesson.
Dreifing: Sigurður Steinarsson.
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir.
Lausasöluverð kr. 20
Ritstjórn og auglýsingar eru að
Ármúla 38, Reykjavík.
Sími: 81866.
Afgreiðsla og skrifstofa eru að
Ármúla 38. Símar 81866
og 81741.
Prentun: Blaðaprent hf.
Burt með bönnin
Svokallaðar ofbeldiskvikmyndir
hafa mjög verið í brennideplinum
að undanförnu eftir að uppvíst
varð, að slíkar myndir eru á boð-
stólum á íslenskum myndbanda-
markaði handa hverjum er hafa
vill, börnum sem fullorðnum. Þeir,
sem hafa fjallað um þessi mál á op-
inberum vettvangi hafa réttilega
lýst yfir áhyggjum sínum vegna sí-
aukins fjölda þessara mynda, þar
sem erlendar rannsóknir sýna, að
þær geta haft miður holl áhrif á
börn.
Hliðstæð umræða hefur farið
fram á öðrum Norðurlöndum og
hafa sum þeirra nú þegar ákvæði í
lögum sínum, sem banna slíkar
kvikmyndir.
íslensk lög hafa hingað til ein-
ungis heimilað algjört bann á
„klámmyndum“, sem svo eru kall-
aðar, en aðeins hefur mátt banna
grófar ofbeldisk vikmyndir börnum
yngri en 16 ára. Nú stendur til að
breyta þessu, því að fyrir Alþingi
liggur frumvarp til laga um bann
við ofbeldiskvikmyndum, þar sem
segir, að kvikmyndaeftirlitinu sé
heimilað að leggja hald á og banna
kvikmyndir, sem falla undir skil-
greiningu laganna á ofbeldiskvik-
myndum, en það eru kvikmyndir,
þar sem sérstaklega er sóst eftir að
sýna hvers kyns misþyrmingar á
möpnum og dýrum eða hrottalegar
drápsaðferðir. Lögin taka hins veg-
ar ekki til kvikmynda þar sem of-
beldi telst eiga rétt á sér vegna upp-
lýsingagildis myndarinnar eða
vegna listræns gildis hennar, eins
og þetta er orðað.
Ekki eru allir á eitt sáttir um
ágæti laga þessara, eins og fram
kemur í grein í Helgarpóstinum í
dag. Um hitt eru menn og eiga að
geta verið sammála, að einhvers
konar eftirlit með slíkum myndum
er nauðsynlegt.
Helgarpósturinn telur hins veg-
ar, að lög sem heimila algjört bann
á þessum myndum sé ekki rétt-
lætanlegt. Bann sem þetta er
skerðing á frelsi manna til að velja
og hafna efni sér til skemmtunar
eða annarrar notkunar, eins og við-
urkennt er í athugasemdum við
frumvarpið. Það er hins vegar rétt-
lætt með því, að ekki sé hægt að
gera ráð fyrir því, að foreidrar geti
stemmt stigu við notkun barna á
ofbeldiskvikmyndum, og er vísað
til erlendra rannsókna. Það er álit
Helgarpóstsins að þarna opinberi
löggjafinn vantraust sitt á íslensk-
um uppalendum, - að þeir valdi
ekki þeirri ábyrgð, sem á þeim hvíl-
ir og þess vegna verði að hafa vit
fyrir þeim.
Þessi afstaða er röng. íslensk
börn, eins og önnur, hafa lengi haft
aðgang að ýmsu, sem getur haft
miður góð áhrif á þau. Lagasetning
breytir litlu sem engu þar um, eins
og dæmin sanna. Siðgæðisvitund
löggjafans er í engu frábrugðin
siðgæðisvitund þorra almennings,
og löggjafínn verður að treysta
fólki til að hafa ekki ósóma fyrir
börnunum. Þarna verður að koma
til hugarfarsbreyting, en slíkt verð-
ur aldrei sett í lög. Helgarpósturinn
er algjörlega andvígur hömlum á
tjáningarfrelsi. Ofbeldi er hluti af
raunveruleikanum og kynlíf er
hluti af raunveruleikanum. Full-
orðnu fólki á að treysta sjálfu til að
velja hvort það vill horfa á kvik-
myndir, heima hjá sér eða i kvik-
myndahúsum, sem fjalla um þessi
viðfangsefni. Og það á að fá að
meta sjálft hvort umfjöllun við-
komandi verka flokkast undir list
eða ekki. Slíkt er ævinlega smekks-
atriði, - og reyndar algjört aukaat-
riði þegar prinsippið um frelsi er
annars vegar. Jafnframt telur
Helgarpósturinn fráleitt að setja
einni listgrein - kvikmyndinni -
harðari reglur en öðrum listgrein-
um. Hvað um bækur, myndlist,
leiklist?
Bönn í þessum efnum leysa engan
vanda. Þau skapa annan - og
margþættari-t.d. aukinn „svartan
markað“. í stað þess að setja lög
sem banna ofbeldismyndir, ætti að
afnema þau lög sem fyrir liggja og
banna opinskáa tjáningu og túlkun
kynlífs í kvikmyndum. Slíkt frelsi
er þegar fyrir hendi í t.d. bók-
menntum og myndlist. Nýjasta list-
greinin, kvikmyndin, á ekki að
sæta mestu afturhaldsreglunum.
Staðlausir
stafir
Óvíða á byggðu bóli
pukrast fólk í jafn miklu
myrkri og við. Fiestar
þjóðir virðast hafa komist
að hinu sanna um árstíða-
bundinn sólargang og
dregið sínar ályktanir: flýtt
klukkunni á vorin og
seinkað í vetrarbyrjun.
Með því að taka upp árs-
tíðabundna klukku gætum
við stytt morgunverkin um
eina klukkustund. Grunn-
lífshækkun sem dreifðist^
jafnt yfir alla væri ekki
verðbólguhvetj andi.
Eiginlega var ég að von-
ast til að sjá í nýju stjórn-
hrinoboróió
í dag skrifar Pótur Gunnarsson
arskránni ákvæði um út-
göngubann fyrir kl. 10 á
hávetrarmorgnum. Eða
sérstaka grein þar sem
kveðið væri á um að eng-
um væri heimilt að byrja
vinnu fyrr en hann hefði
flautað lagstúf og/eða stig-
ið dansspor. Ætli það sé á
móti inngróinni hetjuhug-
sjón landans að laga sig að
aðstæðum? „Aldrei að
víkja“ sögðu Ungmenna-
félagsmenn. Útlagapíslar-
vættið. Útlagi má aldrei
sættast við umhverfi sitt.
Landið sjálft hefur neytt
upp á okkur hitaveitu og
rafmagni og farið langt
með að týna fyrir okkur
glæpnum. Við hugsum
með hryllingi til þess ef
heita vatnið væri látið
renna undir gangstéttar og
bílastæði, jafnvel götur og
hægt að ganga um borgina
á inniskóm allan ársins
hring.
Stundum þegar allt er í
hassi gríp ég mig í að ein-
blína á eitthvað sem var út-
ópía fyrir svo sem öld en
liggur á glámbekk í nútím-
anum. Eg fikta í slökkvar-
anum og beljandi stórfljót
breytist í rafstraum sem á
sekúndubroti kveikir á
hundrað kertum. Sjálfur
sólkóngurinn hefði öfund-
að mig af klósettinu. Ég
skrúfa frá krananum og
stilli mig inn á tímabil þeg-
ar vatnsbuna heim í hús
var útópía. Þegar ég skríð
ofan í baðkarið fölnar
samanlagður lúxus heils
keisaradæmis. Synfóníu-
hljómsveit þrumar inn í
stofu. Á eftir ætla ég að
setja brauð í ristina. Eg er
lukkunnar pamfíll, hugsa
ég og horfi út í morgun-
myrkrið.
A'etta flokkast undir upp-
stoppaðan útópisma og má
finna í 1. gr. stjórnarskrár-
draganna sem nú eru til
umræðu, en þar er þjóðinni
lofað lýðræði, þingræði og
jafnrétti. Fyrir 150 árum
hefðu svona yfirlýsingu
fylgt blóðsúthellingar eins
og gjörvalla 19. öld þegar
múgurinn reyndi ítrekað
að knýja kónga, kjörfursta
og keisara til að skrifa
undir plögg um að alþýða
manna nyti kosningarétt-
ar, málfrelsis, samtaka-
leyfis og menntunar. Blek-
ið var sjaldan þornað á
undirskriftinni þegar
gagnbyltingin kom æðandi
eins og strokleður og byrj-
aði að viska út það sem
áður hafði verið sam-
þykkt: uppfræðslan var
aftur fengin kirkjunni,
samtök bönnuð, málfrelsi
afnumið og kosningaréttur
bundinn fjárhag.
F átt bendir til að almenn-
ingur ætli að hlaða götu-
vígi út af þeirri stjórnar-
skrá sem nú bíður sam-
þykkis. Helst að einhverj-
ar hræringar eru út af jöfn-
un kosningaréttar sem ku
vera ætlað að létta lands-
byggðarómegðinni af
Stór-Reyk j avíkursvæð-
inu. Ég hef aldrei fyllilega
skilið þetta píslarvætti. Er
átt við að fólk úti á landi
hafi betri aðgang að skól-
um, sjúkrahúsum og þjón-
ustumiðstöðvum? Hvað
þarf dreifbýlisfjölskylda
að kosta miklu til mennta-
skólagöngu barns í saman-
burði við höfuðborgarfjöl-
skyldu? Sumir telja að
jafnrétti fáist með því að
fjölga þingmönnum. Mér
sýnist jafnvel brýnna að
koma á þokkalegum sam-
göngum. í stað þess að
vegavinnuflokkar og vind-
urinn séu að bera ofan-
íburðinn til og frá, mætti
hræra þetta mak í eitt
skipti fyrir öll og gera var-
anlegan veg með tilheyr-
andi gjaldeyrissparnaði í
hljóðkútum, glerluktum
og ökutækjaendingu.
Steypti vegurinn stakk
Sunnlendingum í samband
við þá staðreynd að þeir
búa á lófastórum bletti þar
sem allt er í hámarks
klukkustundar seilingu.
Island er orkueyja mitt í
auðugustu fiskimiðum
heims. Hvernig geta íbú-
arnir nýtt sér það til að lifa
eftir eigin höfði? í 79. gr.
stjórnarskrárdraganna
segir: „Auðlindir hafs og
hafsbotns innan íslenskrar
iögsögu eru þjóðareign“.
Mín útópía er um mann-
laus veiðitæki sem væri
stýrt úr landi á útmæld
fiskimið og aftur heim með
afla sem mannshendi
kæmi ekki nálægt. Tvær
klukustundir væru hámark
þess sem hægt væri að
bjóða manni að gera sér
þvert um geð. Launþegar
og atvinnurekendur
myndu deyja út eða skjóta
upp kollinum í frítíman-
um. Hvert sem litið væri
sæjust skokkarar hlaup-
andi í leiðslu og risin væru
upp ný allsherjartrúar-
brögð í landinu í trássi við
59. gr. stjórnarskrárinnar
sem segir að Lúterstrú sé
þjóðtrú landsmanna. Lífið
væri hér og nú og þess virði
að vera lifað.