Helgarpósturinn - 04.02.1983, Side 13

Helgarpósturinn - 04.02.1983, Side 13
13 irínn Föstudagur 4. febrúar 1983 lýðræði og annað er ekki raunverulegt jafn- rétti. En pólitísk sjónarmið virðast því miður ætla að koma í veg fyrir það nú, eins og oft áður, að reynt verði að veita öllum lands- mönnum þessi grundvallarmannréttindi. Sú leiðrétting sem nú er helst talað um að gera nær vart einu sinni þeirri breytingu sem var gerð 1959, og miðað við þá miklu vinnu sem lögð hefur verið í þetta, þá þykir mér það leitt. Þetta misrétti er stærsti gallinn á hinni nýju fyrirhuguðu stjórnarskrá að mínu mati. Það er hinsvegar rétt að mikill aðstöðu- munur er milli dreifbýlis og þéttbýlis. En hann verður og á að leiðrétta á annan hátt en með atkvæðamun". Vonbrigði - Þú ert búinn að vera á kafi í þessu stjórn- arskrármáli ansi lengi. Er þetta þitt líf og Hann segist hinsvegar ekki hafa farið í lög- fræðina beinlínis í þeim tilgangi að fara sfðarmeir útí stjórnmál. „Það má reyndar vera að ég hefði farið eitthvað inná þjóðfé- lagsfræðisviðið, ef um það hefði verið að ræða þá. En svo var ekki“. Gunnar hefur aldrei verið „praktíserandi" lögfræðingur -hann hefur aldrei verið stari- andi lögmaður. „Eftir að ég lauk prófi við lagadeildina 1956 fór ég til Þýskalands í fram- haldsnám við þjóðréttarstofnun í Heidel- berg. Þar var ég í eitt ár, og fór þaðan til Cambridge í Englandi, og þaðan lauk ég doktorsprófi í þjóðrétti 1961“. Næstu fimm árin var Gunnar ritstjóri Vísis, en 1966 réðst hann til starfa í utanríkisráðu- neytinu, þar sem hann var þjóðréttarfræðing- ur og deildarstjóri í alþjóðadeild. Og 1971 fór hann til New York sem varafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Þar var hann til 1974, er hann kom heim og hóf kennslu við Háskólann. að vinna mikinn sigur í þessu kjördæmi í næstu kosningum. Enn eru nokkrir dagar eft- ir af framboðsfresti fyrir prófkjörið, og ég mun taka afstöðu til þessara tilmæla nú um helgina." - Ef við snúum okkur að lögfræðinni. Mik- ið er rætt um að hér sé orðið alltof mikið af lögfræðingum, viðskiptafræðingum og alls- kyns fræðingum. Verðurðu var við að þið séuð að útskrifa menn í tilgangsleysi, útí atvinnuleysi jafnvel? „Nei, ekki ennþá að minnsta kosti. Þó höf- um við áhyggjur af því í framtíðini. En lög- fræðin veitir ákaflega breiða menntun. Lög- fræðingar eru gjaldgengir á ákaflega mörgum sviðum. Þeir eru lögmenn og dómarar, þeir vinna í stjórnsýslunni, hjá ríkinu, hjá sveitarstjórnum, hjá stærri einkafyrirtækj- um, á fasteignasölum, og Iögfræðingar eru til dæmis í blaðamennskunni. Menntunin er að þessu leyti mjög hagnýt, miðað við að sum ur er hver þjóð búin til að mæta skakkaföllum og hagnýta sér nýjungar, bæði í atvinnulífinu og á öðrum sviðum. Við erum því miður mjög aftarlega í þessum efnum og eyðum hlutfallslega sára litlu fé til rannsókna, einna minnst Evrópuþjóða. Afleiðingin er sú að við höfum gert ýmis mistök við uppbyggingu nýrra atvinnugreina, sem hefði verið hægt að koma í veg fyrir, ef við hefðum lagt meiri áherslu á undirbún- ingsrannsóknir“. - Geturðu nefnt dæmi um þetta? „Við erum hér til dæmis að reyna að byggja upp nýjar búgreinar, svo sem hafbeit, fiski- rækt, loðdýrarækt og annað slíkt. Þar höfum við átt við ýmsa barnasjúkdóma að etja. Annað dæmi er að við vöknum upp við vond- an draum fyrir tveimur eða þremur árum og sjáum að fjöldi húsa sem við byggðum um langt árabil eru stórskemmd vegna steypu- galla. Skynsamlejj nýting auðlinda okkar byggi st á rannsóknum og á sviði fiskveiða og yndi, eða ertu orðinn hundleiður á öllu saman? „Ja, ég er ákaflega ánægður með að þessar skýrslur skuli hafa séð dagsins ljós. Það er mikill léttir að þær eru komnar frá. Ég er hinsvegar áfram jafn mikill áhugamaður um þessi mál - þetta eru líka þau fræði sem ég kenni hér við lagadeild Háskólans. Ég held að það sé mjög mikilvægt að menn gleymi ekki þessum málum alveg þó ný stjórnarskrá verði samþykkt því stjórnarsicrá eins ríkis verður að vera stöðugt til umræðu og íhug- unar. Því er heldur ekki að neita að það verða mér mikil vonbrigði ef þingið ætlar að setjast á þetta mál, einsog ýmislegt bendir til. Við erum að komast þar í tímahrak. Þingmenn, eins og sumir aðrir, hafa gagnrýnt stjórnar- skrárnefnd fyrir seinagang, en síðan þegar tillögur hennar sjá dagsins ljós er eins og margir þingmenn telji málið best geymt í lok- uðum skúffum, sem síðan megi opna eftir nokkur ár. Það skýtur skökku við, finnst mér“. Nóg um stjórnarskrána. Gunnar G. Schram lærði lögfræði við Háskóla íslands, „vegna áhuga á þjóðmálum og stjórnmál- um“, eins og hann segir sjálfur. „Þar að auki var ég alltaf mun slakari í raunvísindagrein- um en hugvísindagreinum, þannig að þetta hjálpaðist að. Og ég hef aldrei séð eftir því“. / framboð? - Þú hefur oft verið orðaður við stjórnmál og framboð og stjórnmálaþátttöku, nú síðast um daginn varstu sagður á leið í framboð á Reykjanesi. Hversvegna er þetta? „Jú, það er rétt. Það hefur komið alloft fyrir. Sennilega er nú upphafið að ég var í blaðamennskunni á sínum tíma og eins og þú veist virðast augu manna mjög beinast að fjölmiðlamönnum í þessu sambandi. Ekki bara núna á síðustu árum, heldur líka áður fyrr. Þar að auki starfaði ég þó nokkuð í Sambandi ungra sjálfstæðismanna á sínum tíma. Var þar lengi í stjórn. Störf mín í stjórn- arskrárnefnd, og á sínum tíma í landhelgis- málinu, sem var aðalmálið þegar ég var hjá Sameinuðu þjóðunum og ég hef unnið mikið að, hafa eflaust ýtt undir þetta líka. Raunar tel ég það eitt mesta happ lífs míns að hafa fengið tækifæri til þess að vinna að lausn þessara tveggja stóru mála“. - Ertu á leið í framboð núna? „Ég hef fengið fjölmargar áskoranir um það víðsvegar að úr Reykjaneskjördæmi, bæði skriflega og munnlega, þar á meðal frá mörgum úr forystusveit Sjálfstæðisflokksins þar. Sú hvatning er vitanlega mikilsverð. Það er mín skoðun að flokkurinn eigi möguleika á háskólamenntun býr menn undir mjög þröngt starfssvið. Við höfum útskrifað um það bil 25 lög- fræðinga árlega og þeir hafa hingað til fengið störf við sitt hæfi. Éf þeim fjölgar geta þó skapast örðugleikar. Það er ljóst að á sumum sviðum háskólamenntunar fer að gæta atvinnuleysis innan tíðar“. Formaður BHM. Þar kemur til kasta BHM, - Bandalags háskólamanna - en Gunnar var fyrir skömmu kjörinn formaður þeirra. BHM er hvorki meira né minna en þriðju stærstu launþega- samtök á landinu, 6-7000 manns, og gerir kjarasamninga fyrir mikinn meirihluta fé- laga, eða þá sem vinna hjá ríkinu. En Gunnar hefur áhuga á að gera BHM að mun víðari hagsmunasamtökum en þau hafa verið. „Þar er efst á blaði að búa betur að Há- skóla íslands. Það er okkur auðvitað á- hyggjuefni ef Háskólinn verður annarsflokks skóli, vegna þess að fjárhagslega er ekki nógu vel að honum búið. Þá verður kennslan Iak- ari, og rannsóknirnar, sem eru mikilvægari þáttur í störfum Háskólans en flestir gera sér grein fyrir, verða veigalitlar. Það er fyrir löngu sannað erlendis að því meiri rannsóknir sem stundaðar eru, því bet- orkumála hafa verið gerð mistök sem allir þekkja. Það er dýrt að spara á þessu sviði. Annað sem BHM hefur mikinn áhuga á er að vekja meiri athygli á mikilvægi starfa há- skólamanna. Háskólamenntun getur nýst í þjóðfélaginu á miklu fleiri sviðum en hún gerir í dag. Háskólamenn eru hér starfandi á mun færri sviðum en hjá nágrannalöndunum. Ég er ekki að segja með þessu að það eigi að ryðja út öðrum starfsmönnum, en bæði hið opinbera og sérstaklega einkaaðilar hafa ekki gert sér nægilega ljóst hve hagkvæmt það er að nýta menntunina á sem bestan hátt. Það er kannski fyrst núna, þegar tölvu- væðingin er að ryðja sér svo gífurlega til rúms, að menn átta sig á því að sérhæfing og sérþekking getur fært mönnum skjótan fjár- hagslegan ávinning". Hér hef ég verið að tala um þá auðlind sem felst í manninum sjálfum, sérstaklega ungu fólki þessa lands. En aðrar auðlindir eru einnig mikilvægar fyrir framtíð okkar sem þjóðar. Við erum ennþá að ganga á landið, rányrkja það að hluta. Fiskistofnarnir eru enn sumir hverjir í mikilli hættu, þótt við séum nú einir um hituna. Og nýting orkulind- anna bíður enn skynsamlegrar stefnu. Þetta eru miklu mikilvægari mál en dæg» urþrasið í pólitíkinni, því framtíð okkar sem sjálfstæðrar þjóðar er undir því komin að hér stýri gæfan gerðum okkar“.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.