Helgarpósturinn - 04.02.1983, Qupperneq 15
15
irinn Föstudagur
bollaleggingar utanhússmanna.
Staðreyndin er sú að stjórn VSÍ er
fyrst núna að byrja að huga að
þessu máli....
rj_T Fleiri meiriháttar tíðindi
f J heyrast úr herbúðum vinnu-
y veitenda. Páll Sigurjónsson
formaður VSÍ hefur nú ákveðið að
láta af formennskunni, og stjórnin
er þegar farin að undirbúa kjör arf-
taka hans. Pað er Davíð Scheving
Thorsteinsson í Smjörlíki h/f og Sól
h/f sem þykir vænlegastur í það
sæti, og er mikið starf í gangi til að'
fá hann til að taka við af Páli...
4. febrúar 1983
V
Hjá Sjónvarpinu verða vænt-
anlega mannaskipti á næst-
unni í hópi dagskrárgerðar-
fólks hjá Lista- og skemmtideild.
Þar er Viðar Víkingsson að segja
starfi sínu lausu og mun hætta með
vorinu. Ekki er vitað hvað hann
hyggst fyrir, en hann er menntaður
kvikmyndagerðarmaður frá
Frakklandi....
Hverfandi líkur eru nú taldar
! J á þvf að Gunnar Thoroddsen,
S forsætisráðherra fari í sér-
framboð. Bæði koma þar til per-
sónulegar ástæður, svo og sú
staðreynd að helstu stuðnings-
menn dr. Gunnars hafa fengið
ágæta kosningu í prófkjörum Sjálf-
stæðisflokksins víðsvegar og hann
telji þarmeð sér og sínum málstað
nægur sómi sýndur til að draga sig í
hlé. Er jafnvel ekki talið ólíklegt að
Gunnar taki á endanum heiðurs-
sætið á lista flokksins í
Reykjavík....
*'J Ekki er allstaðar barist af jafn
miklum krafti í prófkjörum.
^ Þannig varð próflcjörsbarátta
Alþýðuflokksmanna á Austurlandi
með allra friðsamasta móti. Þar:
vildi nefnilega enginn bjóða sig
fram, þegar auglýst var eftir þátt-
töku í prófkjörinu. Þetta vand-
ræðamál leysir flokkurinn væntan-
lega með gömlu aðferðinni - upp-
stillingarleiðinni. Spurningin er nú
hvort þeirri nefnd tekst að fá ein-
hvern í framboð....
Myndlist 10
sem flestir fjölmiðlamenn lagt leið
sína í sýningarsal Listasafns ASÍ
við Grensásveg. Sýningin er í raun-
inni fyrst og fremst þeim og stétt
þeirra til heiðurs og ætti að hvetja
ritstjóra og fréttastjóra til þess að
endurskoða mat sitt á ljósmyndur-
um blaða sinna. Gefa þeim tæki-
færi t’l að sýna hvað í þeim býr,
hvetja þá til að gefa fréttamyndinni
meira rúm í íslenskri blaða-
mennsku en verið hefur til þessa.
Hafi Arnarflug þökk fyrir fram-
takið, og vonandi verður þetta ekki
í síðasta sinn sem við fáum að sjá
sýningu World Press Photo á Is-
landi.
Leiklist 10
inn fer fram í, heimili nokkuð vel
setts bresks verkamanns þar sem
grár múrsteinninn er mikils
ráðandi.
Jónsteinn Aðalsteinsson fer á
kostum í hinu erfiða hlutverki
Jackos, bæði íhinum kaldhæðnis-
lega hálfkæringi framan af í
leiknum, og ekki síður í hinu
dramatíska lokaatriði, þegar
augu hans opnast allt í einu og
honum verður ljós eigin sálar-
blinda. Emilía Baldursdóttir er
sömuleiðis eftirminnileg í hlut-
verki eiginkonunnar Nell og sam-
leikur þeirra Jónsteins í lokaat-
riðinu er stórkostlegur þegar
, okkur er sýnt langt niður í hyld-
ýpi mannlegrar örvæntingar.
Aðrir leikarar komast yfirleitt
þokkalega frá sínu. Það er helst
að manni finnst Hulda Kristjáns-
dóttir full væmin í hlutverki Jody
Comes. Þó svo að hún hafi vissu-
lega gengið í gegnum ýmislegt
verða viðbrögð hennar fullýkt
svo ekki sé meira sagt. Leifur
Guðmundsson leikur svertingj-
ann Sonny með ágætum, en ein-
hvernveginn finnst manni þessi
persóna fullmikið einfölduð frá
höfundarins hendi. Hann er í
rauninni gerður miklu „hvítari"
en allt hvíta fólkið í leiknum og
manni finnst að hann muni verða
hinn veiki aðili í hjónabandi með
Kathie sem Anna Ringsteð leikur
af festu og öryggi. Hún er auðsjá-
anlega lítill eftirbátur föður síns
hvað einþykkni snertir.
Það er fyllsta ástæða til að óska
Leikfélagi Öngulsstaðahrepps til
hamingju með einkar eftirminni-
Fjölskyldu-
skemmtun
OPIÐ:
Föstudag kl. 10 - 22
Laugardag kl. 10 - 19
Sumir segja að PARTNER-verk-
smiðjuútsalan sé sannkölluð fjöl-
skylduskemmtun. Svo mikið er víst að
þar getur öll fjölskyldan fundið eitthvað
við sitt hæfi og prísarnir fá flesta til að
brosa.
Verksmiðjuútsalan
Blossahúsinu - Ármúla 15.
Sími 86101.
lega sýningu, sýningu sem segja
má að sé allt að því á heimsmæli-
kvarða þó svo hún veki ef til vill
ekki eins mikla athygli meðal
fjölmiðlamanna og það þegar
Þjóðleikhúsið tekur að sýna vel-
þekkt barnaleikrit sem þó skal
hér alls ekki varpað neinni rýrð á.
Því miður sá ég ekki uppfærslu
Leikfélags Reykjavíkur á Hita-
bylgju, en mér býr í grun að þótt
svo hefði verið, þá hefði saman-
burðurinn á þessum tveim upp-
færslum alls ekki orðið íbúum
fjögurhundruð íbúa byggðarlags-
ins frammi í Firði svo mjög í
óhag.
Sjóefnavinnslan h/f
Óskar að ráða starfsmenn til vaktavinnu í
saltverksmiðjuna á Reykjanesi.
Skriflegar umsóknir er greini frá fyrri störfum
og aldri sendist skrifstofu
Sjóefnavinnslunnar h/f
Vatnsvegi 14,
230 Keflavík,
sími 3885,
sem einnig veitir nánari upplýsingar.
Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 1983.
Sjóefnavinnslan h/f.
HHListaiiátílHReirkjavikll
Kvikmyndahátíð 29.01. - 06.02. 1983
________________í REGNBOGANUM________________________________
Föstudagur 4. febrúar 1983
Fitzcarraldo — eftir Werner Herzog. V-Þýskaland/Bandaríkin
1982.
Kl. 2:00, 11:15.
Gerð þessarar myndar var eitt ævintýralegasta þrekvirki kvik-
myndasögunnar. Hún fjallar um mann sem ætlar að flytja óperu-
menningu inn í frumskóga Amazon. Aðalhlutverk: Klaus Kinski,
Claudia Cardinale og José Lewgoy. Myndin hlaut verðlaun fyrir
bestu leikstjórn í Cannes 1982.
Athugið: þýskt tal, cnginn skýringartexti. Síðustu sýningar.
Haldin illum anda — Possessi-
on eftir Andrzej Zulawski.
Frakkland/ Þýskaland 1981.
Kl. 3:00, 5:30.
Ein umdeildasta kvikmynd síðari
tíma, þar sem teflt er á tæpasta
vað í efni og formi. Sum atriðin
eru mjög óhugnanleg og er við-
kvæmu fólki ráðið frá að sjá
myndina. Aðalhlutverk: Isabelle
Adjani, Sam Neill og Heinz
Brennent. Myndin hlaut Grand
Prix í Trieste 1981. .
Enskt tal - franskur skýringar-
texti.
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Síðustu sýningar.
Blóðbönd— eöa þýsku systurnar — Die Bleierne Zeit - eftir
Margarethe von Trotta. V-Þýskaland 1982.
Kl. 3:05, 5:05, 7:05, 9:05, 11:05.
Margrómað listaverk, sem fjallar um tvær prestsdætur, önnur er
blaðamaður og hin borgarskæruliði. Fyrirmyndirnar eru Guðrún
Ensslin og systir hennar. Aðalhlutverk: Jutta Lampe og Barbara
Sukowa. Myndin fékk Gullljónið í Feneyjum 1981 sem besta
myndin. Islenskur skýringartexti.
Leiðin — Yol — eftir Yilmaz
Guney. Tyrkland 1982.
Kl. 3:00, 5:10, 9:00, 11:10.
Ein stórbrotnasta og áhrifamesta a
kvikmynd síðustu ára. Fylgst er gá
með þrem föngum í stuttu heim- wi
fararleyfi og mannraunum W
þeirra, sem spegla þá kúgun og fm
trúarfjötra, sem hrjá Tyrkland JH
samtímans. „Leiðin“ hlaut Gull-
pálmann í Cannes 1982 sem besta s
myndin, ásamt „Týndur“ (Miss- Leiö,n
ing).
Sænskur skýringartexti.
Bönnuð börnum innan 12 ára.
Sesselja — Leikstjóri Helgi Skúlason. ísland 1982.
Kl. 7:20.
Handrit að kvikmyndinni gerði Páll Steingrímsson eftir einþáttungi
Agnars Þórðarson „Kona“, sem sýndur var í Þjóðleikhúsinu.
Aðalhlutverk: Helga Backmann og Þorsteinn Gunnarsson. Aðeins
þessi eina sýning.
Ljúfar stundir— Dulces Horas eftir Carlos Saura. Spánn 1981.
Kl.-5.00, 7:00, 9:00.
Meistaralega gerð kvikmynd um rithöfund sem er að fullgera leikrit
um bernsku sína. Þetta er 4. myndin eftir Saura, sem sýnd er á
Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Enskur skýringartexti. Næstsíðasti
sýningardagur.
Hjartkæra María — Maria De Mi Corazon - eftir Jaime Humb-
erto Hermosillo.Mexíkó 1981.
Kl. 9:05, 11:15.
Handrit gerði Nóbelsverðlaunahöfundurinn Gabriel Garcia Már-
quez ásamt leikstjóranum. Fyrsta myndin frá Mexíkó, sem sýnd er
á Kvikmyndahátíð í Reykjavík. Enskur skýringartexti. Aðeins
þessar tvær sýningar.
1
Haldin illumanda