Helgarpósturinn - 04.02.1983, Qupperneq 16
„Ég sat inní eldhúsi áöur en upplesturinn byrjaði, með magapínu
og alhliða skjálfta, enda hafði ég sofið illa ífjórar ncetur. Rétt áður en
ég átti að byrja þurfti ég að fara á klósettið, og sá þá mér til mikillar
skelfingar að salurinn var þéttsetinn fólki, sem ég hafði alls ekki átt
von á. Svo þegar Bubbi kynnti mig Védísi Þorsteinsdóttur- ég erLeifs
-fór ég endanlega á taugum. Mér tókst þó að vera róleg á meðan ég
las upp Ijóðin, en á eftir skalf ég í20 mínútur og var meira eða minna í
leiðslu allt kvöldið. Samtfékk ég góðar viðtökur að ég held, nemafólk
hafi bara verið svona kurteist. - Sama skeði þegar ég las upp í
JL-húsinu um síðustu helgi. Ég var í einhverri undarlegri leiðslu allt
kvöldið, þannig að fólk hefur ábyggilega haldið að ég væri stónd eða
eitth vað svoleiðis. “
Unglingaheimilið
kynntist sjálfri mér betur og gat
gert upp hlutina gagnvart foreldr-
um mínum, vinum mínum og
þess háttar.“
Módel
- Hvað starfarðu?
„Ég er módel í Myndlista- og
handíðaskólanum og Myndlista-
skólanum í Reykjavík. Svo . ber ég
líka út Moggann. Það er gott að
hreyfa sig svolítið áður en maður
fer í vinnuna, en þetta er erfitt starf
og illa launað. Hinsvegar finnst
mér módelstarfið lifandi og
- Hvenær byrjaðirðu að skrifa?
„Það var rétt áður en ég fór á
Unglingaheimilið, en þá skrifaði ég
aðallega einhvers konar skáld-
sögur eða fantasíur. En á
Unglingaheimilinu fór ég að yrkja
ljóð, því þannig tókst mér betur að
losna við vanlíðan og neikvæðar til-
finningar. Um leið og ég hafði
komið orðum að hugsunum mínum
átti ég auðveldara með að átta mig
á hlutunum.“
- Yrkirðu þá frekar þegar þér
líður illa?
„Já, ég geri það. Þegar manni
líður vel er maður svo upptekinn
við að gefa frá sér að manni dettur
ekki í hug að loka sig af til að skrifa
ljóð.“
- Umgengstu mikið fólk sem
líður illa?
„Já, ég þekki mikið af fólki sem
líður illa, er langt niðri, í
sjálfsmorðspælingum, drekkur
mikið, er mikið í dópi og þess hátt-
ar. Ég á kannski auðvelt með að
skilja það, vegna þess að mér líður
oft illa sjálfri."
Úraunverulegt líf
- Notarðu mikið vímugjafa?
„Ja, ég lít þessi mál allt öðrum
augum nú en áður. Þá fannst mér
dóp svo sjálfsagður hlutur og skildi
ekki allt þetta stress út af því. Núna
vil ég að fólk reyni að komast sem
mest af án þess. Lífið verður svo
óraunverulegt að fólk lifir í blekk-
ingunni, falsmyndum. Sjálf er ég
ekki eins föst í þessu sukki og áður.
Nú fer ég frekar út til að hitta fólk
og hreyfa mig, enda er dansinn
eina leikfimin sem ég stunda um
þessar mundir."
- Finnst þér þú hafa haft gott af
dvölinni á Unglingaheimilinu?
„Já, ég veit náttúrlega ekki
hvernig ég væri núna ef ég hefði
ekki farið. Mér finnst Unglinga-
heimilið aðallega hafa gefið mér
tíma til að hugsa. Mér var kippt
útúr lífinu um tíma og það gerði
mér kleift að sjá hlutina úr fjarlægð
og átta mig á þeim. Þarna var ég
komin í aðstöðu sem enginn gat
bjargað mér úr nema ég sjálf. Ég
Þetta
hefur
komiö
öllum
á
óvart
skemmtilegt. Maður er að gefa af
sjálfum sér til að hjálpa öðrum að
þroska sína listrænu hæfileika. En
ég held ekki að þessi vinna sé heppi
leg til lengdar, þó hún sé ekki eins
ógeðsleg og verksmiðju- eða fisk-
vinnan sem ég hef verið í.“
- Ertu að hugsa um að læra
eitthvað rneira?
„Þegar ég var búin með 9. bekk
lofaði ég sjálfri mér því að fara ekki
aftur í skóla nema ég hefði virki-
lega löngun til þess. Og ég er enn
sömu skoðunar. Ef maður hefur
ekki áhuga á því sem maður er að
læra, lærir maður aldrei neitt hvort
sem er.“
Þessi
stökkbreyting...
- Hvað segirðu um unglinga-
vandamálið?
„Ja, ætli það séu ekki vandamál
alls staðar, og þá ekki síður hjá
fullorðna fólkinu. En þessi stökk-
breyting á líkama og hugsun á
gelgjuskeiðinu er mörgum erfið,
en hvort það er eitthvað sér-
stakt vandamál...."
- Hvernig líst þér á framtíðina?
„Það er barnaskapur að lifa við
þá hugsun að bomban springi einn
góðan veðurdag og láta það stjórna
sér. Framtíðin er í okkar höndum
og við getum fengið það útúr henni
sem við viljum. Þetta er bara
spurning um að velja og hafna, það
er ég allavega að reyna. Og ég er
bjartsýn.já.
Ég lít ekki á mig sem pönkara,
ljóðskáld eða anarkista. Ég lít fyrst
og fremst á mig sem manneskju.
Auðvitað er ég pólitísk en ég hef
ekki fundið pólitíkinni minni neitt
nafn - ekki ennþá. Anarkisminn er
bara í tísku einsog svo margt ann-
að. Sumum finnst þetta töff. En
pönkið er mjög skemmtilegt hér,
allar þessar hljómsveitir og
Reykjavík hefur fengið skemmti-
legri svip.
- Og þú finnur þig í ljóðinu?
„Ja, fyrir flestum er ég með
þessu að sýna á mér nýja hlið sem
ég hef aldrei áður sýnt, ekki einu
sinni vinum mínum. Þetta hefur
komið öllum á óvart. En samt dett-
ur mér ekki í hug að líta á mig sem
ljóðskáld, - ég sem þekki varla
muninn á stuðlum og höfuð-
stöfum."
- Og hér birtum við
eitt Ijóð eftir Védísi
Hvers vegna hrífst ég af
fólki sem leiðist lífið
er hrœtt við tilfinningar, sársauka?
Er það vonleysisglampinn í augunum
skilningur á grimmd heimsins, þjáningu mannanna?
Fegurðin við einmanaieikann, sjálfsvorkunnina
blekking pípudraumanna
vorkunnsemi við ósjálfstæðið
móðurtilfinning gagnvart barnaskapnum?
Ég hæðist að leikaraskapnum
en dáist að hversu vel er leikið
en leiknum illa stjórnað.
Skoðanaskipti:
ÚRNATÚ
4
HERINN BURT
Gegn
helstefnu
Fyrir tveimur vikum auglýsti
Stuðarinn eftir skoðunum les-
enda sinna. Viku eftir að auglýs-
ingin birtist hafði aðeins borist
eitt bréf og var það frá strák í
Keflavík. Hann er alveg harður
herstöðvarandstæðingur og rök-
styður mál sitt í löngu bréfi. Hér
verður aðeins stiklað á stóru í
bréfinu, en ekki er ósennilegt að
við fáum strákinn bráðum í við-
tal. Þá væri nú gaman að heyra í
einhverjum herstöðvarsinnanum
um leið.
Keflvíkingurinn gerir lítið úr
mikilvægi herstöðvarinnar á
Keflavíkurflugvelli og segir að ef
stórveidin myndu nota öll sín
vopn í stríði yrði nú Iítið eftir af
íslensku þjóðinni þrátt fyrir her-
inn. Hann vill að ísland verði
óháð öllum hernaðarbanda-
lögum. „Vígbúnaðarkapphlaup-
ið í heiminum er orðið
geigvænlegt og er að mínu mati
kominn tími tii að stöðva slíka
helstefnu..."
Að lokum lýsir bréfritari því
yfir að hann sé ekki kommúnisti,
þótt hann búist alveg við að verða
stimplaður komrni út af andúð
sinni á hernurn.
Stuðarinn skrapp í leikhús uin
daginn og sá „Súkkulaði handa
Silju“ eftir Nínu Björk Árnadótt-
ur. Leikritið er sýnt á litla sviðinu
í kjallara Þjóðleikhússins.
Verkið fjallar urn konu, sem er
einstæð ntóðir.og samband henn-
ar við 15 ára gamla dóttur sína.
Unglingar koma mikið við sögu
og er gaman að bera líf þeirra
saman við líf fullorðna fólksins í
leikritinu.
Þið ættuð endilega að skella
ykkur á leikritið. Passið ykkur
bara á að lenda ekki á bak við
súlu...Gaman væri svo að fá frá
ykkur Iínu og heyra hvernig var.