Helgarpósturinn - 04.02.1983, Qupperneq 23
^pústurinn Föstuda9ur 4
Hin nýstofnuðu hagsmuna-
f isamtök myndlistarmanna,
S'Samband íslenskra myndlist-
armanna, eða SÍM, hafa að undan-
förnu verið á höttunum eftir
húsnæði fyrir starfsemi samtak-
anna. Fyrir fáum dögum stóð þeim
til boða húsnæði á tveimur stöðum.
Annar kosturinn var Djúpið,
kjallarinn undir veitingastaðnum
Horninu við Hafnarstræti, þar sem
til skamms tíma var rekið Galierí
Djúpið og haldin jasskvöld. Rík-
harður Valtingojer myndlistar-
maður, sem sá um sýningahald í
Djúpinu þar til fyrir ári síðan, gekk
á fund Jakobs Magnússonar veit-
ingamanns og eina eiganda Horns-
ins síðan frændi hans Guðni Er-
lendsson kenndur við Eldstó og Nr.
1 seldi honum sinn hlut í veitinga-
húsinu í ágúst í fyrra. Það mun hafa
verið á þriðjudaginn í þessari viku
sem Jakob og Ríkharður skoðuðu
Djúpið í sameiningu og gengu frá
ýmsum smáatriðum varðandi
leigusamning við SÍM, m.a. ýmsar
breytingar sem fyrirhugað var að
gera til að geta nýtt kjallarann bæði
sem skrifstofuhúsnæði, fundaher-
. febrúar 1983
bergi og sýningasal fyrir smærri
sýningar. En nokkrum dögum
seinna var komið annað hljóð í
strokkinn. Þá tilkynnti Jakob Rík-
harði, að ekkert gæti orðið af
leigusamningnum þar eð eigandi
hússins, Einar Pálsson hjá Mála-
skólanum Mími, hefði ekki sam-
þykkt að húsnæðið yrði framleigt.
Þetta kom þeim SIM-mönnum í
opna skjöldu, sem þegar hér var
komið sögu höfðu sleppt hinum
möguleikanum. En Jakob skýrir
öðruvísi frá þessum málalokum.
Hans frásögn er þannig, að SÍM
hafi viljað fá Djúpið til minnst
tveggja ára, en hann hafi gert Rík-
harði grein fyrir því, að þeir gætu
ekki fengið það nema til haustsins.
Hann segir að ekkert hafi verið tal-
að við Einar Pálsson, en sjálfur hafi
hann í hyggju að stækka Hornið
með því að flytja klósettin niður í
Djúpið og innrétta þar auk þess
lítinn sal, sem hann væri ekki raun-
ar búinn að ákveða til hvers yrði
notaður. - Jafnvel kæmi til greina
að innrétta þar aðeins stóra og
myndarlega snyrtingu í þessu fyrr-
um galleríi og „jassbúllu". En þar
til hafist verður handa við þessa
breytingu verða áfram haldnar
smærri myndlistarsýningar í
Djúpinu...
íþróttasamband íslands mun
/'A á næstunni hefja útgáfu frétta-
bréfs sem sent verður til topp-
anna í íþróttahreyfingunni, aðild-
arsambandanna og íþróttafé-
laganna. Alfreð Þorsteinsson verð-
ur ritstjóri fréttabréfsins en hann er
einn af stjórnarmönnum ÍSÍ. Eru
þar með gengin til baka áform um
að Alfreð yrði ritstjóri íþrótta-
blaðsins, tilnefndur af ÍSÍ, og raun-
ar er framtíð íþróttablaðsins, sem
Frjálst framtak gefur út, orðin ó-
ljós, ef ÍSÍ ákveður að slíta sam-
starfi því sem verið hefur við
Frjálst framtak um útgáfu blaðsins
og söluskattsfrelsi þess hefur byggt
á...
rrl Talsverð úlfúð hefur verið
f J meðal blaðamanna á DV að
S undanförnu vegna þess, sem
þeir kalla ritskoðunartilhneigingu
Ellerts B. Schram ritstjóra. Nýleg
tilfelli hafa vakið upp efasemdir
blaðamanna á DV um réttnefni
blaðsins sem „frjálst og óháð“
blað. Eitt þeirra varðar mál, sem
raunar var sagt ítarlega frá í
Helgarpóstinum nýlega og fjallaði
um Pétur Einarsson fasteignasala
og „stórkaupmann". Frétt um við-
skipti Péturs við Útvegsbankann
hafði verið skrifuð á DV og var á
leið inn í blaðið þegar Ellert „salt-
aði“ hana eftir óskum þar að lút-
andi utan úr bæ...
Sjónvarpið er nú að hefja
J undirbúning fyrir Söngva-
J keppni sjónvarpsins, þá aðra í
röðinni. Verður hún væntanlega
með nokkuð öðrum hætti en sú síð-
asta - þ.e. mun minni í sniðum.
Ætlunin er að taka eitt kvöld undir
hana, og er talað um annan í pásk-
um í því sambandi, þar sem lögin
verða kynnt og úrslit fengin í lok
þáttarins, sem verður að sjálfsögðu
í beinni útsendingu. Þá er fyrirhug-
að að fá sem flesta af okkar þekkt-
ustu dægurlagahöfundum til að
taka þátt, en í fyrstu söngva-
keppninni voru það einkum ó-
þekktir höfundar sem sendu sjón-
varpinu lög og texta...
FTl íslenskir popparar hafa
Y J löngum reynt að verða frægir í
S útlöndum, en fáum tekist.
Allra síðustu vikurnar virðist ís-
lensk hljómsveit þó ætla að „meika
það“. Það er Mezzoforte, sem nú
hefur náð athygli Bretans, raunar
með góðri aðstoð eina íslenska
fyrirtækisins utan fiskbransans sem
rekur dótturfyrirtæki á erlendri
grund - Steinars Ltd. í London.
Fyrirtækið gaf nýjustu breiðskífu
Mezzoforte út í Bretlandi undir
nafninu „Surprise, Surprise“, og
skömmu síðar voru tvö laganna
gefin út aukin og endurbætt á
tveggja laga plötu. Jafnframt voru
strákarnir auglýstir í heilsíðu lit-
auglýsingu í músikblaðinu Music
and Video Week, og það stóð ekki á
árangrinum. Tveggja laga platan
komst á svonefndan „diskólista" í
Record Mirror. Að vísu þýðir þessi
upphefð ekki að Mezzoforte hafi
„slegið í gegn“, en hitt er annað
mál að strákarnir eru orðnir vel
þekktir í Bretlandi og lög þeirra
meðal annars oft spiluð í breska
útvarpinu, BBC....
r^l Það eru ekki bara poppararnir
f~ J sem komaséráfram áerlendri
S grund. Þegar katalónski götu-
leikhúshópurinn Els Comediants
kom til Kaupmannahafnar af
Listahátíð í Reykjavík 1980 til að
taka þátt í Festival of Fools þar í
borg kom það í hlut Margrétar
Árnadóttur, systur Ornólfs Árna-
sonar leikritahöfundar og fram-
kvæmdastjóra Listahátíðar, að
aðstoða hópinn í samskiptum
þeirra við Dani. Margrét starfaði
þá með dönskum leikhópi, en
skömmu seinna heimsótti hún
leikhópinn á heimaslóðum hans, í
Katalóníu. Eftir nokkrar vikur
varð úr að hún hætti með danska
leikhópnum og gekk til liðs við E1
Comediants. Fyrsta hálfa árið vann
Margrét við ýmisskonar störf „bak-
sviðs“ ef svo má að orði komast um
götuleikhús og lærði jafnframt
móðurmál Katalóníumannanna.
þegar hún hafði náð tökum á mál
inu var hún ráðin sem leikari og er
þriðji útlendingurinn sem starfar
með hópnum (hinir eru tveir ítalir)
og hefur leikið með E1 Comediants
- á katalónsku - í tæpt ár. Margrét
kom síðan heim til íslands um jólin
og hafði meðferðis 35 mínútna
langa kvikmynd sem gerð var á
vegum leikhópsins og um hann.
Myndin fjallar einmitt um götu-
ieikhúshóp, sem E1 Comediants
leikur að sjálfsögðu. Hún bauð ís-
lenska Sjónvarpinu myndina til
kaups, og er líklegt að af kaupun-
um verði og myndin verði sýnd í
vor eða sumar....
Bandalag íslenskra lista-
nanna hefur nú kosið þriggja
.nanna sveit í framkvæmda-
stjórn næstu listahátíðar. Kosningu
hlutu Þorkell Sigurbjörnsson, for-
seti BÍL, Ann Sandelin, forstöðu-
maður Norræna hússins.og Þóra
Kristjánsdóttir, listráðunautur
Kjarvalsstaða....
Úr viðskiptalífinu heyrum við
f J að Þorsteinn Garðarsson
S eigandi Sjónvarpsbúðarinnar
í Lágmúla hafi nú selt fyrirtækið
Guðmundi Gíslasyni í Bifreiðum
og landbúnaðarvélum....
í vorblóma
Vikuferð ^
29/3 — 5/4 1
#/**•///.
Sumir kalla borgina „Feneyjar norðursins“, enda má með sanni segja að Amsterdam
með öll sín síki sé sérstæð borg. í Amsterdam er fjölskrúðugt mannlíf og eru
Hollendingar sérstaklega viömótsþýtt fólk. I Amsterdam finna flestir eitthvað við sitt
hæfi. Þar er hægt að sigla um síkin á daginn eða um kvöld við kertaljós og
rómantík. Hægt er að fara í skoðunarferðir um borgina eða út í friðsælar sveitir og
þorp. Ekki má heldur gleyma listasöfnunum, tónleikasölunum, verslunargötunum og
skemmtanalífinu.
Já, vikan er fljót að líða í Amsterdam ...
Páskaferðin er mjög vinsæl, vegna þess að þá eru margir frídag-
ar og vinnutap með minna móti.
Mallorca er vöknud af vetrardvalanum, mátulegur lofthiti, gott sólskin og sjórinn
farinn að hlýna. Atlantik býður upp á gistiaðstöðu við allra hæfi, svo allir ættu að hafa
það gott um páskana.
Pantiö tímanle_,a, því framboð er takmarkað.
Ferðaskrifstofa, Iðnaðarhúsinu, Hallveigarstíg 1
símar 28388 og 28580