Helgarpósturinn - 04.02.1983, Qupperneq 5
Jp&sturinn.
Föstudagur 4. febrúar 1983
5
’76 eða '11 og þá hélt hann kaffibrennslunni
en ég hlutnum í Sana...“
Frelsandi
engill?
Þegar þetta var, samkvæmt öðrum upplýs-
ingum Helgarpóstsins, hafði Sana liðið tals-
verðar fjárhagslegar þrengingar um hríð.
Bæði var, að aldrei hafði tekist almennilega
að yfirstíga byrjunarörðugleikana við að
koma upp svo dýrri verksmiðju sem öl- og
gosframleiðsla er, og eins var samkeppnin frá
verksmiðjunum syðra þeim norðanmönnum
hann leitað eftir samningum við Sanitas um
dreifingu á vörum á Reykjavíkursvæðinu.
„Það hentaði ágætlega fyrir þeirra starfsemi
en auðvitað út í hött fyrir Sana að ætla að
setja upp dreifingarkerfi hér fyrir ekki meira
magn, en þá var um að ræða. En svo kom á
daginn, að Sanitas gat ekki staðið í skilum við
Sana. Eg stakk þá upp á, til að leysa málið, að
ég kæmi inn í fyrirtækið. Það varð úr, að
hlutafé Sanitas var aukið - gömlu hlutirnir
voru reiknaðir upp og ég lagði til aukið fé.
Síðan ætlaði ég einfaldlega að losa mig út úr
þessu verklega. En dæmið gekk ekki upp.
Fyrirtækið gekk einfaldlega ekki eins og það
átti að gera. Á endanum taldi ég ekki blasa
við nema þrjá möguleika: að leggja fyrir-
tækið niður, breyta starfseminni eða fá inn
Sterkur í skák -
Upur í körfu
Páll Jónsson hefur ekki alltaf verið
viðskiptajöfur, eins og komist hefur verið að
orði. Upp úr 1950 gerðist hann veðurathug-
unarmaður hjá Veðurstofu íslands á Kefla-
víkurflugvelli og vann þar í háloftadeild.
Síðar lærði hann flugumsjón og vann hjá
Loftleiðum um tíma - eða þar til ríkið yfirtók
flugumsjónina og vildi ekki viðurkenna
starfsaldur flugumsjónarmanna. Hann var
lipur körfuknattleiksmaður og mjög iiðtækur
í skák - varð Suðurnesjameistari a.m.k. tvis-
búðir og efnisvörur fyrir kjötiðnaðarfyrir-
tæki, teppi, filt og teppalista, JB viskí, léttvín
(aðallega selt á Keflavíkurflugvelli) og fleira.
Og svo flytur hann inn útlendinga til að
veiðalaxí Kjósinni. Þeir JónH. Jónssonhafa
í hálfan annan áratug leigt Laxá í Kjós af
landeigendum og endurleigt útlendingum.
Páll mun hafa verið með fyrstu mönnum til
að stunda viðskipti af því tagi, eftir því sem
Jón Birgir Pétursson blaðamaður hefur sagt
frá í grein í Sportveiðiblaðinu. „Það var
1967-68 að upp kom sú staða að dollaraprís-
inn hafði tekið stökk upp á við um ein 100% á
rúmu ári. Sáu fjáraflamenn ýmsir hag í því að
taka ár á leigu til að endurleigja síðan er-
lendum veiðimönnum. Fyrstur til þessa mun
Páll Jónsson í Polaris hafa verið“, segir í
ævintýrí undir siíð
alltaf þung í skauti. Það var ekki síst þeim í
óhag, að Thule var alltaf dýrari en Egils pils-
ner, einfaldlega vegna flutningskostnaðarins
að norðan.
Þá muna menn sjálfsagt eftir stríðinu milli
Egils Skallagrímssonar og Sana vegna þess,
að út úr verksmiðjunum slapp talsvert magn
af Thule pilsner með meira áfengismagni en
íslensk lög leyfa.
í þessum þrengingum öllum má segja, að
Páll í Polaris hafi komið til Akureyrar eins og
„frelsandi engill“, eins og það var orðað.
Hann bauðst nefnilega til þess að veita nýju
fjármagni inn í fyrirtækið - en jafnframt gerði
hann að sjálfsögðu kröfur um völd. Þannig
var hann í rauninni búinn að tryggja sér Sana
áður en hann var orðinn hluthafi.
Síðan gerðist það, að Páll keypti öll þau
hlutabréf sem voru í eigu þeirra Sólnes-feðga
og Ásmundar Jóhannessonar lögfræðings á
Akureyri, auk nokkurra annarra einstak-
linga. Nokkrir vildu þó ekki selja hlutabréf
sín og eiga þau enn, en engu að síður varð
staðan þannig, að Páll í Pólaris var orðinn
aðaleigandi Sana á Akureyri.
Áður hafði Páll keypt hlutabréf í Sanitas,
en á þessum árum var fyrirtækið farið að
ganga heldur illa, og kenna menn því aðal-
lega um, að þetta var fjölskyldufyrirtæki Sig-
urðar heitins Waage og, eins og títt er um slík
fyrirtæki hér á landi, þurftu of margir að hafa
sitt lifibrauð af því. Þar að auki hafði Sanitas
þá ekki nema um fimm prósent af markaðin-
um. En ástæðuna má líka rekja til þess, að
vélakostur verksmiðjunnar var endurnýjað-
ur og árið 1978 var svo komið, að allar fjáröfl-
unarleiðir voru lokaðar og Sanitas var lokað
tvívegis það ár vegna vanskila.
Páll Jónsson segir að eftir að hann kom inn
í Sana og hafði hætt rekstri Öls og goss, hafi
nýja aðila. Eigendurnir, sem fyrir voru, vildu
engu breyta. Nú, til að gera langt mál stutt,
þá var leitað ýmissa leiða til að leysa þennan
vanda og á endanum seldu fyrri eigendur sína
hluti á mjög viðunandi verði. Og allt gerðist
þetta í miklu bróðerni - enda hefur ekki mik-
ið um það heyrst. Síðan hefur verið reynt að
rífa þetta upp og það hefur gengið sæmilega -
að minnsta kosti hefur markaðshlutdeildin
margfaldast", segir Páll Jónsson.
Eftir þetta gerðust hlutirnir hratt, skv.
þeim upplýsingum, sem HP hefur aflað sjálf-
stætt. Mörgum gömlum starfsmönnum var
sagt upp störfum, m.a. öllum af Waage-
ættinni, en tengdasonur Páls, sem þá var orð-
inn framkvæmdastjóri Sana, flutturí fram-
kvæmdastjórastólinn syðra.
Á þessum árum virtist Pál ekki skorta fé.
Árið 1980 keypti hann meðal annars fimm
eða sex flutningabíla af gerðinni Hino, sem
Bílaborg flytur inn. Slíkir bílar kosta nú frá
300 þúsundum upp í rúma milljón og eru frá 8
'h tonni að heildarþyngd upp í 26 tonn, en
einn bflanna var af þessari stærstu gerð og er
notaður í förum milli Akureyrar og Reykja-
víkur.
Menn undruðust hversu miklu fjármagni
Páll hafði yfir að ráða og voru uppi ýmsar
getgátur um það, m.a. að hann hafi átt hlut í
Bílaborg og því notið sérstakrar viðskipta-
vildar þar.
Þórir Jensson forstjóri Bílaborgar segir
hinsvegar að það eigi við engin rök að styðj-
ast.
„Auðvitað var hluti af þessu erlent lán. En
það var fullkomlega í samræmi við þær reglur
sem við förum yfirleitt eftir hér í slíkum við-
skiptum, og þetta borgaðist allt á réttum
tíma, eins og upp var sett“, segir Þórir við
Helgarpóstinn.
var og vann sig á fáum árum upp í landsliðs-
flokk í skák. „Hann var-og gæti líklega verið
enn - í fremstu röð í skákinni“, segir Jóhann
Þórir Jónsson, ritstjóri tímaritsins Skákar.
„Þegar hann tefldi var hann hiklaust í röð ca.
30 bestu skákmanna landsins og var baráttu-
maður í tafli. Þarna í kringum ’60 var hann
með um 4000 svokölluð Akastig, sem sam-
svarar á að giska 2250-2270 Elo-stigum í dag.
Og í dag eru ekki margir með þann styrk-
leika“.
En jafnframt því sem Páll vann á veður-
stofunni og síðar hjá Loftleiðum fékkst hann
við viðskipti. Hann fór að flytja inn pappírs
vörur, vasaljós og sitthvað fleira smádót frá
Japan og Hong Kong, sem hann seldi síðan í
frítimanum. Hann keypti hús í bænum og
leigði út og var „í ýmsum smábíssniss, enda
alltaf svolítil brasknáttúra í honum“,segir
gamall félagi úr Keflavík.
Gler í
Breidholtið
En þegar hann fór af „spenanum", eins og
Páll kallar ríkisjötuna, flutti hann til Reykja-
víkur og hélt áfram að flytja inn og selja.
Polaris var stofnað 1964. Einn heimildar-
manna blaðsins segir að það hafi verið kex-
og kökuinnflutningur, sem var „stóra start-
ið“. En hann fór fljótlega að flytja inn gler -
og hefur lengi verið einn umsvifamesti heild-
sali í gleri; fyrir um það bil hálfum áratug eða
svo, flutti Polaris inn megnið af því gleri, sem
notað var í húsbyggingar. Nú hefur sú hlut-
deild skroppið nokkuð saman. En Polaris
flytur inn sælgæti, m.a. frá Finnlandi, um-
greininni. „Hann náði yfirráðum yfir Laxá í
Kjós en Stangaveiðifélag Reykjavíkur þótti
hafa farið klaufalega að þegar félagið varð
undir í þeim átökum. Eftir þetta rann ein áin
af annarri úr greipum íslenskra veiði-
manna....“
Nú get égl
Páll segist sjálfur aðallega hafa verið með
Laxá á leigu að gamni sínu - en líklegast verði
sumarið í ár hið síðasta. „Ég er ekki viss um
að það sé borgað meira fyrir nokkra aðra á á
landinu en það virðist ekki duga bændunum
þarna. Hvernig var nú orðtækið? „Nú get
ég!“. En það er sársaukalaust af minni hálfu,
þótt við sleppum þessu. Þetta hobbý hefur
haldið mér heima á hverju sumri í mörg ár -
það stendur enginn í slíku með hangandi
hendi“, segir Páll.
Laxá í Kjós er ekki eina áin, sem Páll hefur
komið nærri. Við Norðurá í Borgarfiíði
stendur afar glæsilegt veiðihús, sem hann *
byggði fyrir nokkrum árum. Það hús er enn
kallað Pálshús.
Og hann situr í stjórn Hafskips h.f. - enda
trúlega sá einstaklingur, sem á stærstan hlut í
fyrirtækinu og einn af stærstu viðskiptavinum
Hafskips. Það er líklega eina félagið sem Páll
er í núna - hann var í Lions-hreyfingunni til
margra ára en er nú hættur. Eða eins og hann •
segir í kveðjuskyni á hanabjálkaskrifstofunni
við Austurvöll: „Ég sé ekki beinlínis tilgang í
því að vera að ganga í hvert félagið af öðru til
þess eins að éta og sitja að snakki úti á Hótel
Borg.“
!»>»!>>!
Bllli
4i> . II ,i,
Hérergengiö inn í„höfuðstöðvar“ veldis-
ins - Polaris er á þriðju hœð ÍA usturstrœti
8 í Reykjavík.
Pepsi og Pan Am- tveir af þyngdarpunkt-
unum í rekstri Páls í Polaris. Pepsi hefur
verið burðarásinn í markaðsátaki Sanitas
og jafnvel sjoppur útum land, sem í ára-
tugi hafa bara selt kók, selja nú Pepsi úr
vélurn undir borði. Pan Am er hluti af
ferðaskrifstofu Polaris í eigin húsnœði
fyrirtœkisins í Bankastrœti 8.
Þessa skemmu á fyrirtcekið á Ártúnsholti. Hún
var flutt til landsins haustið 1977 af allt öðrum
aðilum en náðist ekki ígegnum tollfyrr en Polar-
is kom til skjalanna. Nú er hún til sölu - þetta
mikla hús stendur autt.