Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Blaðsíða 3
j-fef al irinn^östudagur 18- f6brúar 1983 3 _Helgai--- posturinn Blað um þjóðmál, listir og menn- ingarmál. Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórnarfulltrúi: Guðjón Arngrímsson. Blaðamenn: Guðlaugur Bergmundsson, Óm- ar Valdimarsson, Þorgrímur Gestsson Útlit: Kristinn G. Harðarson. Ljósmyndir: Jim Smart. Dálkahöfundar: Hringborð: Auður Haralds, Birgir Sigurðs- son, Heimir Pálsson, Hrafn Gunnlaugsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Jónas Jónasson, Magnea J. Matthíasdóttir, Pétur Gunnarsson, Sigríður Halldórs- dóttir, Sigurður A. Magnússon. Listapóstur: Heimir Pálsson, Gunnlaugur Ástgeirsson, Siguröur Svavarsson (bókmenntir & leiklist), Sigurður Pálsson (leiklist), Árni Björnsson (tón- list,) Sólrún B. Jensdóttir (bókmenntir & sagnfræði), Guðbergur Bergsson (mynd- list), Gunnlaugur Sigfússon (popptónlist), Vernharður Linnet (jazz), Árni Þórarins- son, Björn Vignir Sigur- pálsson, Guðjón Arngríms- son, Guðlaugur Berg- mundsson, Jón Axel Egilsson (kvikmyndir). Utanlandspóstar: Erla Sigurðardóttir, Danmörku, Adolf H. Emilsson, Svíþjóð, Inga Dóra Björnsdóttir, Bandaríkjun- um, Helgi Skúli Kjartansson, Bretlandi, Ólafur Engilbertsson, Spáni. Erlend málefni: Magnús Torfi Ólafsson. Skák: Guðmundur Amlaugsson. Spil: Friðrik Dungal. Matargerðarlist: Jóhanna Sveinsdóttir. Stuðarinn: Helga Haraldsdóttir og Páll Pálsson. Útgefandi: Vitaðsgjafi hf. Framkvæmdastjóri: Bjarni P. Magnússon. Auglýsingar: Inga Birna Gunn- arsdóttir. Innheimta: Guðmundur Jó- hannesson. Dreifing: Sigurður Steinarsson. Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir. Lausasöluverð kr. 20 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 38, Reykjavík. Sími: 81866. Afgreiðsla og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar 81866 og 81741. Prentun: Blaðaprent hf. Mannréttindi fyrir alla í viðtali i Helgarpóstinum í dag er 25 ára gömul íþróttakona spurð hvort hennni finnist hún öðiuTsi en annað fólk. „Öðruvísi?”, spyr stúlkan á móti, „nei ég er mjög eðlileg. Ég er mjög venjuleg kona, sem elskar konur". Svona spurning þykir ef til vill kynleg og þá svarið ekki siður, en það á sér skýringar. Þessi unga kona er ein fjögurra lesbískra kvenna sem rætt er við í Helgar- póstinum í dag. I þessum viðtölum kemur glögg- lega fram hve erfið staða þessa fólks, lesbía og homma er, eins og reyndar margra annarra minnihluta- hópa. Hingað til hafa hommar verið duglegri en lesbíur við að tjá sig um sín mál, en í þessum viðtöl- um kemur fram að það er ekki síður áfall fyrir unga konu að uppgötva á táningsaldri að hún hneigist til fólks af sama kyni, en fyrir karl- mann. Og áfall aðstandendanna er einnig mikið. Allir foreldrar ættu að geta ímyndað sér hversu sárs- aukafullt það væri ef barn þeirra kæmi einn góðan veðurdag inn í stofu og tilkynnti að það væri homosexual, eins og ein stúlknanna gerði. Önnur segir í viðtalinu: „Það er náttúrlega alltaf erfitt fyrir for- eldra að skilja það, þegar börnin þeirra fara út á aðrar brautir en uppeldið hefur miðað að. En for- eldrar mínir hafa melt þetta smám saman - mér hefur ekki verið út- skúfað. Enda á foreldrum að vera sama hvaða leið barn þeirra fer í líf- inu ef því líður vel”. Hommar og lesbíur hafa alla tíð tilheyrt mannkyninu. Þetta fólk er um allt, af báðum kynjum, á öllum aldri, í hverri starfstétt, í hverju byggðarlagi og í öllum stjórnmála- flokkum. Víðasthvar erlendis hefur skiln- ingur á málefnum þessa fólks auk- ist mjög á síðustu árum og áratug- um, þannig að það hefur í auknum mæli getað komið úr felum. Víða í stórborgum getur þetta fólk lifað venjulegu opinberu lífi í umhverfi sem er sniðið að þeirra þörfum. Því eins og ein stúlkan segir t viötalinu við Helgarpóstinn: Homosexual- ismi er meira en kynhneigðin ein. Þetta er lífsviðhorf. Því allt í kring- um okkur miðast við pörun tveggja einstaklinga af gagnstæðu kyni. Á vissan hátt standa hommar og lesbíur utan við þjóöfélagið, því það er búið til utan um konu og mann í sambúð. í fámcnninu á íslandi er staða homma og lesbía erfiðari en víðast hvar annarsstaðar og hjálpast þar að almenningsálitið og opinberar stofnanir. Nú þessa dagana er mikiö rætt um mannréttindi i tengslum við nýja stjórnarskrá og þá er rétt að hafa í huga að barátta homma og lesbía er mannréttinda- barátta. Þetta fólk vill njóta fyllstu réttinda, siðferðilega og lagalega, en fer ekki fram á forréttindi. Að umbera ósóma Það er í senn hnýsilegt og hryggilegt að virða fyrir sér hvernig voldugir fjöl- miðlar, og þá einkanlega tvö stærstu dagblöð lands- ins, fara að því að nauðga tungunni með því að rífa tiltekin hugtök úr eðlilegu samhengi og brjóta þau undir vald þeirra hags- munahópa og stjórnmála- afla sem að blöðunum standa. Þannig fá til dæmis hugtök eins og „frelsi” og „lýðræði” sérstakt og annarlegt inntak þegar þau birtast á síðum íhalds- blaðanna. Að þeirra mati eru herforingjarnir í Tyrk- landi og leppar Reagans í E1 Salvador að verja „lýð- ræðið” gegn alþýðu þess- ara landa. (Ég hjó líka eftir því í útvarpsfrétt, að „sósíalistar” í Grikklandi ætluðu að endurskoða her- stöðvasamninginn við Bandaríkjastjórn, en ekki hrinoboróió í dag skrifar Sigurður A. Magnússon réttkjörin grísk stjórn- völd). Á sama hátt fá orð eins og „höft“ og „friðar- barátta" sérstakt neikvætt inntak í meðförum sömu blaða og verða nánast að blótsyrðum. Sú svart-hvíta mynd veruleikans sem skrif- finnum íhaldsaflanna er svo eiginlegt að draga upp, að það er nánast orðið þeirra annað eðli, hún á sér vitanlega enga samsvörun í raunheimi venjulegra manna, en hvaða máli skiptir það ef hægt skyldi vera að fá lesendur til að hugsa ekki um veru- leikann nema í tveimur litum? Sjálfur veruleikinn, svo flókinn og mótsagna- kenndur sem hann einatt er, færir okkur nefnilega uppí hendur fjölmörg dæmi þess, að svokallað frelsi getur verið vís vegur til ánauðar, til dæmis það frelsi sem virðir að vettugi siðgæðissjónarmið, sam- eiginlegar þarfir þegn- anna, söguleg rök menn- ingar og þjóðernis o.s.frv. Frelsi til að flytja inn ár- lega 400 tonn af rotvörðu erlendu bakkelsi getur verið gott í orði kveðnu, en leggi það innlenda at- vinnugrein í rúst, má spyrja um gildi slíks frelsis. Að hinu leytinu geta höft verið nauðsynleg ráðstöf- un til að stuðla að því frelsi sem tryggja má með efna- hagslegu sjálfstæði og inn- lendu framtaki. Það er talið góðra gjalda vert að hefta framrás hraunrennsl- is þegar það ógnar manna- byggð og hefta hesta til að koma í veg fyrir að þeir tví- strist og týnist. Hví skyldi þá ekki mega hefta spá- kaupmennsku braskara þegar þeir ógna efnahags- legu sjálfstæði þjóðar- innar? Vitanlega vegna þess að það fellur ekki í kram þjóðvilltra burgeisa og leigupenna þeirra, sem eiga aðeins ein gleraugu ($-$) og sveitast blóðinu við að afhenda erlendum auðhringum og afsprengj um þeirra (Alusuisse & Co.) allt sem þeir mega af gæðum og gögnum lands- ins. Ef til væri nokkur metnaður með þessari þjóð, yrðu skósveinar hinna erlendu hagsmuna orðaðir við föðurlandssvik og látnir svara til saka fyrir gerðir sínar í kosningum. En þjóðarmetnaður heyrir til liðinni sögu á ís- landi og þjóðin hugsar um það eitt að orna sér við kjötkatlana meðan nokkur ætur biti er í þeim, en lætur sig litlu eða engu skipta opinbera spillingu og óráð- síu, skattsvik og valdníðslu og annað það sem sterkast- an svip setur á okkar dverg- vaxna óperettuþjóðfélag. Svo tekin séu tvö talandi dæmi: Á sama tíma og íhaldsmeirihlutinn í borg- arstjórn ræðst gegn bág- stöddustu þegnunum með stórfelldri hækkun strætis- vagnafargjalda og veruleg- um niðurskurði á fjárveit- ingum til félagslegra þarfa, lætur hann gera gæðingum sínum bílastæði sem hvert um sig kostar marga tugi þúsunda króna. Á sama tíma og tvær helstu fjár- málastofnanir þjóðarinn- ar, Framkvæmdastofnun og Seðlabankinn, búa um sig í húsakynnum sem að íburði munu jafnast á við furstahallirnar í Þúsund og einni nótt, er ekki til í höfuðstað lýðveldisins við- unandi hljómleikasalur, hvað þá hljómleika- höll, og sögulegar ger- semar þjóðarinnar liggja undir skemmdum í úreltri og alls ófullnægjandi byggingu Þjóðminjasafns. Slík dæmi mætti rekja, en það er sennilega tilgangs- laust, því allir láta sér vel líka eða að minnstakosti í léttu rúmi liggja. Um spillinguna í þjóð- félaginu hafa stjórmála- flokkarnir samráð og að nokkru leyti samstarf, ella hlyti að verða vart ein- hverra tilburða til að snúa við blaðinu. Þetta á vitan- lega fyrst og fremst við um tvo stærstu stjórnmála- flokkana, Sjálfstæðis- flokkinn og Framsóknar- flokkinn, sem eiga mest undir sér og eru gagnsýrðir af hverskonar spillingu. Kom samtrygging þeirra einkar fróðlega og áþreifan lega fram í vetur þegar fram kom á alþingi frum- varp um að rannsaka starf- semi verktaka á Kefla- víkurflugvelli, en einsog kunnugt er hafa umræddir tveir flokkar að mestu skipt á milli sín her- manginu. Að sjálfsögðu bundust þeir samtökum um að hindra óháða rann- sókn málsins og komu því svo fyrir, að rannsóknin yrði gerð undir handar- jaðri og eftirliti utanríkis- ráðuneytisins, þannig að þeir gætu hvor um sig eða í sameiningu haft hönd í bagga með henni. Jafnvel hrokagikkur og valdníð- ingur á borð við Begin hefði ekki komist upp með slíkt athæfi! Svipuðu máli gegnir um helmingaskipti þessara flokka í Framkvæmda- stofnun, einhverri mestu óþurftar- og óráðsíustofn- un þjóðarinnar sem Sjálf- stæðisflokkurinn var á sín- um tíma andsnúinn í orði, en hefur dyggilega stutt og notað eftir að embætti annars kommisarsins féll í hans hlut. Og til að bæta gráu ofan á svart eru starf- andi alþingismenn látnir stjórna þessu apparati á sama tima og horfið var frá þeirri ósvinnu að heimila bankastjórum setu á al- þingi að varð hljóðbært á dögunum, þó lítið færi fyrir því í íslenskum fjöl- miðlum, að norræna menningarmálanefndin hefði í heimildarleysi eytt 35.000 krónum í laxveiði- ferð þegar hún hélt hér fund á liðnu sumri. Forkólf- ar hægri flokkanna í Dan- mörku og Noregi voru meðal annarra við málið riðnir og kváðu íslensku nefndarmennina hafa átt upptök að sukkinu, en vildu annars sem minnst úr málinu gera. Hinsvegar hafði danski kratinn K.B. Andersen einurð í sér til að afþakka boðið. Á íslensku nefndarmönnunum, Birgi Thorlacius og Sverri Hermannssyni, var helst að heyra, að ekki væri orð á þvílíku bruðli gerandi, enda mjög í íslenskum stíl. Samt varð fréttafluttning- ur danskra og norskra blaða til þess, að tekið verður fyrir slíkar lysti- reisur á kostnað skattgreið- enda í framtíðinni. Þessi litla frétt minnti mig á mál sem verið hefur forsíðuefni danskra blaða vikum og mánuðum sam- an, en ég man ekki til að hafa heyrt orð um í ís- lenskum fjölmiðlum. Þrír af framkvæmdastjórum danska samvinnusam- bandsins, FDB, urðu upp- vísir að því að hafa þegið dýrar lystireisur og veiði- ferðir af viðskiptavinum fyrirtækisins, sem er vold- ugasta verslunarfyrirtæki Dana og systurfyrirtæki SÍS á íslandi. Þegar for- stjórinn komst á snoðir um þetta, kom hann því til leiðar að framkvæmda- stjórarnir drógu sig hljóð- lega í hlé og fengu hver um sig tveggja ára Iaun í sára- bætur. Þegar upp komst um athæfi forstjórans var hann Iíka látinn segja af sér, og er málið nú komið í hendur dómstóla. r Eg hef rökstuddan grun um að við íslendingar séum á því siðgæðisstigi, að ofangreint mál þætti tæplega í frástigur færandi, hvað þá að það væri for- síðuefni dagblaða dag eftir dag og leiddi til þess að umsvifamiklum athafna- mönnum væri vikið frá störfum. Að ekki sé minnst á þá furðufregn þegar danskur stjórnmálamaður hnuplaði flösku af áfengi í opinberu boði og varð að segja af sér öllum trúnað- arstörfum fyrir flokk og bæjarfélag. Slíkt er á máli íhaldsblaðanna og kannski í hugum þorra íslendinga einungis „frjálst framtak” og ber vitni þroskaðri sjálfsbjargarhvöt. Þó flest- ir íslendingar séu haldnir óskilgreinanlegu pólitísku ofstæki, þá hefur þeim með góðum árangri verið innrætt það hugarfar að umbera hverskonar ósóma í þjóðlífinu, afþví fulltrúar þeirra á alþingi semja leik- reglurnar, og eftir höfðinu dansa limirnir. SAM

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.