Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 18.02.1983, Qupperneq 5

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Qupperneq 5
5 JpiSsturinn. Föstudagur 18. febrúar 1983 [A AÐRAR KONUR „Rúna“: Það er helst getnaðurinn, sem vefst fyrir mér þegar ég hugsa um að ég vildi gjarnan eignast barn. - Hvað með foreldra ykkar - þeirra fyrstu viðbrögð þegar þar að kom. Lára: „Ja, það var nú svo undarlegt, að mæður okkar beggja voru búnar að geta sér þess til löngu á undan okkur. Ég átti til dæmis, marga góða vini í skóla, stráka, sem ég talaði við og hlustaði á. En þeir vildu alltaf eitthvað meira en að eiga mig að vini. Einhverntíma var ég að tala um þetta við móður mína og þá sagði hún si svona: Pú ert kannski bara les- bísk? Svipað gerðist hjá Lilju. Ég man að ég hugsaði þá, þegar hún sagði þetta: Já, hvers vegna ekki? En svo var það ekkert meira - fyrr en löngu sfðar. Takk mamma mín!“ „Hugga mig við að veraekki hommi!“ „Ég var á allan hátt mjög venjuleg sem barn og unglingur - nema að ég varð skotin í stelpunum þegar þœr fóru að verða skotnar í strákum. Sannast sagna hef ég aldrei orðið skotin í strák.“ Sú sem talar er 23 ára gömul reykvísk stúlka, sem við getum kallað Rúnu, þótt það sé ekki hennar rétta nafn. Hún er í háskólanámi, býr heima hjá foreldrum sínum og er lesbía. Hún er ekki skotin í strákum - hún verður ástfangin af konum í staðinn, á sama hátt og aðrir hneigjast að gagnstœðu kyni. „Ég reyndi stundum að setja mig í spor stráka, þegar ég var að velta þessum málum fyrir mér áður fyrr,“ segir hún, „en ég sá auðvitað fljótt að það var út í hött. Smám saman fór að læðast að mér sá grunur að ég væri lesbísk en það var ekki fyrr en ég var orðin sautján eða átján ára, að ég viður- kenndi það fyrir sjálfri mér. Þá kynntist ég stúlku... Pað var mjög mikið stress að játa það upphátt, að ég væri ekki eins og aðrar konur...“ - Erfitt gagnvart þessari vinkonu þinni? „Nei, það var ekkert mál. Ég var búin að þekkja hana lengi - við vorum saman í menntaskóla. Það var meira mál að segja upphátt, það sem ég hafði verið að hugsa lengi." - Hefurðu velt fyrir þér hvers vegna þú ert ekki eins og flest annað fólk á þessu sviði? „Já, mikið. Mjög lengi var ég sífellt að hugsa um hver væri ástæðan fyrir því að ég væri lesbía. Það hefur verið talað um uppeldi, horm- ónabreytingar og margt fleira - ég held að ekkert af þessu eigi við mig. Það skiptir mig heldur ekki máli. Ég er mjög ánægð og sé enga ástæðu til að reyna að breyta eðli mínu í einhvern annan farveg." - Hvernig vildi það til þegar þú viður- kenndir eðli þitt fyrir þessari vinkonu þinni? Hver var aðdragandinn? „Aðdragandinn var svo sem enginn. Þetta var ífylliríi, eins og kemur fyrir bestafólk. Þá kyssti ég hana og sagði henni svo að ég væri lesbísk. Hún tók því bara vel og síðar kom að því, að hún áttaði sig á því að hún var sjálf á sama báti og ég. En þarna var maður loks búinn að segja það, sem maður var að hugsa. Púff! Þá tók við vika, sem reyndi mikið á taugarnar... var þetta rétt hjá mér eða ekki? Nú varð ekkert aftur snúið, fannst mér. Henni fannst það ekki heldur - hún er nú búin að vera í sambúð með annarri í tvö ár og hefur gengið mjög vel.“ - Hefurðu kynferðislegt ógeð á karl- mönnum? „Nei, alls ekki. En ég hef heldur enga löngun til karlmanna. Auðvitað væri niiklu auðveldara að vera „venjulegur" - heterosexual - og ég gerði á sínum tíma örvæntingarfullar tilraunir til þess. En það er náttúrlega eins og að vera að skikka hetero karl til að vera með öðrum karli. Það gengur ekki upp. Fólk var svó að segja við mig: Æ, þú ættir nú að prófa að vera með karlmanni, þá kannski lagast þú. En það var ekkert að lagast. Þetta er mitt eðli.“ - Þegar þú varst sem unglingur að velta kynferði þínu fyrir þér- varstu nokkurn tíma hrædd við þessar áleitnu hugsanir ígarð kyn- systra þinna? „Ég vissi eiginlega aldrei hvað ég var að hugsa. Stundum hugsaði ég með mér: Ef ég væri strákur, þá... en svo komst sú hugsun aldrei lengra. Það var ekki fyrr en seinna að ég fór að vita að það var fræðilegur möguleiki fyrir mig að elska konu án þess að ég væri karlmaður." - Hvað með foreldra þína.Hvenær sagðir þú þeim þennan óttalega leyndardóm? „Það var kannski tveimur árum eftir að ég hafði viðurkennt sjálfa mig eins og ég er. Ég hafði áður talað við systkini mín - byrjaði á að skrifa systur minni, sem bjóerlendis, langt bréf og útskýra málið fyrir henni. Ég fékk mjög gott bréf frá henni til baka og það var mér mikill stuðningur. Auðvitað var ég hræddust við fámennið - við að maður væri að gera fjölskyldunni einhvern óskunda. En svo kom á daginn, að foreldrar mínir höfðu lengi vitað hvernig var.“ - Hvernig bar það að þegar þú talaðir fyrst um þetta við foreldra þína? „Ja... ég var lengi búin að vera að mana mig til þess. Svo þegar ég loks hafði safnað kjarki - þá vissi ég ekki alveg hvaða orð ég átti að nota. Ég vildi ekki segja þeim að ég væri kynvillt, það er svo ljótt orð og beinlínis rangt. Ég var ekki viss um að þau myndu skilja orðið „hontosexual", svo ég sagði bara hreint út við þau, að ég væri lesbísk." - Og hvernig brugðust þau við? „Bara vel. Seinna. Fyrst brá þeim auðvitað mikið, ég fór bara aftur inn í herbergið mitt svo þau gætu melt þetta í friði. Þegar ég kom aftur fram kom í ljós að þau höfðu lengi vitað innra með sér hvernig var, en ekki viljað viðurkenna það. Ekki frekar en ég. Foreldrar hafa ótrúlega hæfileika til að sjá ekki það sem þeir vilija ekki sjá. En þau hafa reynst mér mjög vel - eins og sést til dæmis á því, að ég bý ennþá heima." - Hvað með aðra fjölskyldumeðlimi - fjar- skyldari? „Ætli allir viti hvernig í pottinn er búið? Það er égekki viss um. Þeir sem vita- ja, ætli það fólk vorkenni ekki bara foreldrum mín- um. En þau eiga fleiri börn, pabbi og mamma, sem allt hefur lukkast svo dæma- laust vel með! Ha ha! Annars er mér sama hvernig fólk hugsar - á meðan foreldrar mínir og systkini sætta sig við mig eins og ég er, þá get ég boðið heiminum byrginn.“ - Ertu á föstu? „Ekki eins og er.“ - Það hefur ekki hvarflað að þér að flytja að heiman? „Nei, ég sé eiginlega engan tilgang í því á meðan ég er enn í skóla. Eg hef verið með stelpu, sem er með íbúð og þá hef ég náttúr- lega meira verið þar en heima en það hefur ekki komið til þess að ég hafi flutt. Ég þekki nokkrar, sem eru í sambúð og það hefur allt gengið mjög vel.“ — Það hefur dálítið borið á hommunum 'undanfarið. Er minna um konur í Samtökun- um ’78, samtökum homma og lesbía? „Já, þær eru teljandi á fingrum annarrar handar. Þegar ég kom fyrst í samtökin 1979 var þar bara ein kona. Konur eiga líka auðveldara með að fela þetta „öfuga“ eðli sitt. Þeirra líf er á margan hátt auðveldara. Ég get nefnt þér sem dæmi, að einhverntíma var ég ásamt vinkonu minni á dansstað í miðri viku. Þá var fátt fólk. Við fórum að dansa og vorum tvær einar á gólfinu þangað til að tveir hommar fóru að dansa við hliðina á okkur. Þeim var umsvifalaust hent út - en við að sjálfsögðu látnar í friði. Ég hef stundum huggað ntig við að vera að minnsta kosti ekki hommi, því þá fyrst mæta manni fordómarn- ir. Satt að segja vorkenni ég stundum homm- unum. Það hlýtur að vera agalegt að vera hommi, alinn uppsem tilfinningakaldur karl- maður, hafa aldrei mátt sýna tilfinningar sín- ar og þurfa svo að berjast við uppeldið jafn- framt því að berjast við unthverfi dagsins í dag.“ - I santbandi þínu við aðrar konur - hvor ykkar gegnir hlutverki karlmannsins, ef um eitthvað slíkt er að ræða? „Það er ekki um neitt slíkt að ræða. Að minnsta kosti ekki í minni reynslu. Þú verður að gæta að því, að homosexualismi er meira en kynhneigðin ein. Þetta er lífsviðhorf. Allt í kringum okkur miðast við pörun tveggja ein- staklinga af gagnstæðu!! kyni. Það setur óneitanlega á mann pressu - á vissan hátt stöndum við utan við heiminn, með annan fótinn inni. Þess vegna hljótum við, sem erum homosexual, að horfa út frá öðru sjón- armiði en heterosexual fólk. Heimurinn er búinn til fyrir heterosexual konu og manninn hennar.“ - Og kannski börnin þeirra líka. Nú er ekki beinlínis útlit fyrir að þú eignist börn. Er þér sama um það? „Það er ekkert andstætt mínu eðli að eign- ast barn. Ég hef ekkert á nióti því að eignast börn-ég hef mjöggaman af börnum. En það er náttúrlega getnaðurinn, sem vefst fyrir mér. Ég er fyrst og fremst kona. Ég er ekki kona í karlaleik - og því síður í karlaleit." „Ég er eðlileg koha - sem elskar konur“ „Berglind“ - eins og við skulum kalla hana - er 25 ára grannvaxin og sterkleg - enda íþróttakona. Hún er að sjá ekkert öðruvísi en þúsundir kvenna á hennar aldri, dálítið snögg upp á lagið og ákveðin. En fyrir þremur árum varð stórkostleg breyting á lífi hennar. Hún viðurkenndi fyrir sjálfri sér - og öðrum - að hún vœri lesbía. „Ég var búin að gera heiðarlegar tilraunir til að vera „venjuleg" eins og það er kallað," segir hún. „Svo fór ég út á land og þegar þangað kont fór ég að velta fyrir mér hvers vegna ég hefði farið. Niðurstaðan varð sú, að ég var ástfangin af vinkonu minni, sem var komin á fast. Ég var að deyja úr afbrýðisemi. Þegar ég fór svo að rifja upp samband okkar aftur í tímann, þá varð niðurstaðan alltaf sú sama: éghafði alltaf veriðástfangin af þessari vinkonu minni.“ - Og þá varstu búin að fá nóg af karl- mönnum? „Ég næ bara ekki að tengjast þeim tilfinn- ingaböndum við karlmenn, sem ég veit að maður á að geta gert. En það get ég við konur. Ég hafði reynt að vera með karl- mönnum og ganga inn í munstrið en það gekk ekki.“ - Hvað með utanaðkomandi áhrif - varstu ekkert hrædd við umhverfið? „Aðalatriðið er að maður þori að viður- kenna sjálfan sig eins og maður er. Þegar það hefurgerst skipta þessi utanaðkomandi áhrif engu máli.“ - Hvaða augum leist þú lesbíur og homma áður en þú tókst sjálf þessa ákvörðun? „Ó, ég hef auðvitað alltaf verið full for- dóma. Og núna veit ég að það var einfaldlega vegna þess að ég hef verið hrædd við sjálfa mig. Ég var meira að segja svo hrædd, að ég man eftir að hafa sagt við sjálfa mig: Frekar gerist ég hommi en lesbía!“ - Þú fórst út á land og komst að þessari niðurstöðu. Hvað gerðist þegar þú komst í bæinn? „Þá náttúrlega velti ég mér yfir liðið - bun- aði þessu yfir alla, sem ég þekkti og treysti.“ - Og viðbrögðin? Hún hikar og brosir svo: „Ja, ættingjar mínir sögðu sem svo: Já, okkur grunaði það nú alltaf. “ - En fyrsta samband þitt viö konu - var það eftir þetta? „Nei, ég hafði áður verið búin að komast í kynni við konu. En það var fikt, var aldrei neitt alvarlegt.“ staðan varð sú, að ég varð ástfangin af vin- konu minni. - Þú hefur meira verið með karlntönnum? „Aldrei inikið. Þá var maður gjarnan undir áhrifum áfengis - og alltaf að reyna að sann- færa sjálfa mig um að ég væri ósköp venjuleg. Það dugði kannski í tvo eða þrjá daga á eftir. Svo áttaði maður sig á tilgangsleysinu og tómleikanum." - Hvað með foreldra þína? „Það er náttúrlega alltaf erfitt fyrir foreldra að skilja það, þegar börnin þeirra fara út á einhverjar allt aðrar brautír en uppeldið hef- ur miðað að. En þau hafa melt þetta smárn saman - mér hefur ekki verið útskúfað. Enda á foreldrum að vera santa hvaða leið maður fer í lífinu ef manni líður vel." - Heldurðu að þú getir rakið þig nægilega jlangt aftur í tímann til að vita hvenær vendi- punkturinn kom upp-hvenær eðli þitt fórað snúast úr heterosexual í homosexual? „Það má ugglaust rekja mjög langt aftur. Eg hef til dæntis komist að því, að þegar ég var í barnaskóla þá var ég alltaf ástfangin af kenn- aranum mínum, sem var kona. Ennþá yngri var ég hrifin af stelpunum frekar en strákun- um, jafnvel þótt ég hafi jafnan leikið mér nteira með strákunum. Æ, ég veit það ekki. Það eru til á þessu margvíslegar skýringar og ennþáfleiri kenningar. Eflaust hefurþaðein- hverntíma gerst, að ég hafi í æsku sagt: Ah, svona ætla ég að verða. En það hefur meira verið ómeðvitað - og þar fyrir utan er þetta hrein ágiskun." - Hvað með unglingsárin? Þá hlýtur að hafa hvarflað að þér öðru hverju að þú værir kannski ekki eins og flestar stelpurnar. „Já, mikil ósköp. Auðvitað leið mér djöful- lega allt frá gelgjuskeiði og þar til ég var 21 eða 22 ára. En eftir að ég var búin að sætta mig við sjálfa mig þá fór mér að líða vel. Innri baráttan, sem ég hafði háð svo lengi, var á enda. Ég skal segja þér, að í minni íþrótta- grein eru stelpur á öllum aldri. Ég get auðveldlega pikkað út þessar litlu, sem ég veit að hafa tendens í þessa átt - gætu orðið lesbíur-en munu aldrei viðurkennaþað. Það mun ekki einu sinni hvarfla að þeim. Þær eiga eftir að ganga beint inn í hið hefðbundna lífsmunstur - og sumar að vera þar ófull- nægðar allt sitt líf. Það er miklu auðveldara fyrir þær heldur en að viðurkenna sitt rétta eðli. Þær ógna engum á meðan.“ - Er hægt, á einhverjum tímapunkti, að snúa litlum stelpum - til dæmis dóttur minni? „Það er ekki fræðilegur möguleiki. Það hvarflar ekki að mér....“ - Nú taka ættingjar þínir og félagar þér vel. Hvað með annað fólk - samfélagið? „Ja, það stendur náttúrlega ekki utan á mér að ég sé lesbía. En mér finnst égekkert undir- okuð, síður en svo. Fyrir helgina síðustu var ég ásamt einum homma fyrir utan ríkið að selja blað Samtaka ’78, Úr felum. Ég var búin að hafa mig mjög vel til og var bara virkilega fín. Svo fórum við að selja blaðið. Flestir tóku okkur mjög vel, einstaka maður keypti blaðið - en ég tók eftir því, að margir sögðu bara nei takk en stoppuðu svo rétt innan við Framhald á 15. síöu. Myndir: Jim Smart

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.