Helgarpósturinn - 18.02.1983, Page 7
Gerry Mulligan
kemur í mars
Fyrst er það draumurinn.
„Það er einn af stóru draumum
Jazzvakningar að fá Gerry Mul-
ligan hingað til tónleikahalds'",
segir Vernharður Linnet formaður
félagsins.
Síðan rætist draumurinn.
„Okkur hefur tekist að ná samn-
ingum við Gerry Mulligan og held-
ur hann tónleika með kvartett sín-
um í Háskólabíói þann 15. mars“,
heldur Vernharður áfram, og bætir
því við, að með þessum tónleikum
ætli Jazzvakning að snúa vörn í
sókn, þar sem tap hefði orðið á
fjórum síðustu tónleikunum með
erlendum listamönnum.
Gerry Mulligan er eitt af stærstu
nöfnum djassins í dag og í samfleytt
tuttugu ár hefur hann verið kjörinn
besti barítonsöxuður heimsins.
„Mulligan er einn af upphafs-
mönnum cool-djassins og hann
skrifaði fyrir Miles Davis árið 1949
á plötuna Birth of the Cool. Tónlist
hans er mjög melódísk og Mulligan
sándið er einstætt". segir Vern-
harður.
Það var töluverður barningur að
ná samningum við Mulligan um að
koma hingað og mun þetta vera í
fjórða skiptið, sem það er reynt.
Jazzvakning hefur reynt tvisvar
sinnum áður, og nú síðast tókst
ekki að fá hann til að leika á Lista-
hátíð. Kappinn verður á tónleika-
ferð um Evrópu um þetta leyti og
þarf að sækja hann sérstaklega
þangað vegna tónleikanna hér, en
venjulega koma listamennirnir hér
við á leið yfir Atlantshafið.
„Við verðum að fylla Háskóla-
bíó til þess að tónleikarnir standi
undir sér, og ef Gerry Mulligan
fyllir ekki tónleika hér, gerir það
enginn", segir Vernharður enn-
fremur.
Fjárhagsstaða Jazzvakningar er
nokkuð erfið um þessar mundir og
er félagið skuldugt. En menn láta
það ekki aftra sér. „Ef fólk hefur
áhuga, erum við tilbúnir til að
vinna", segir Vernharður Linnet.
Gránufjelagið frumsýnir Fröken Júlíu:
f/Reynum að finna
listamenn í þessu
— segir Kári Halldór leikstjóri
„Við erum að leita að sameigin-
legum persónuleika okkar í vinn-
unni og reyna að finna okkur sem
listamenn í þessu verki.”
Listamennirnir eru Gránufjc-
lagið, verkið er Fröken Júlía eftir
Agúst Strindberg, og sá sem mælir
þessi orð er Kári Halldór leikstjóri.
Tilefnið er frumsýning Gránufje-
lagsins á Fröken Júlíu í Hafnarbíói á
mánudagskvöld kl. 20.30. Reyndar
er forsvning á verkinu á sunnudag
kl. 14 og verður selt inn á hana. Þá
er það ætlunin að hafa eftirmið-
dagssýningar á verkinu á laugar-
dögum.
Kári I lalldór sagði, að við undir-
búning sýningarinnar hefði verið
reynt að skapa þannig' vinnu-
aöstöðu að nota mætti leikarana
sem skapandi aðiia.
„Viö höfum farið til fundar við
Strindberg og Fröken Júlíu. Við
höfum ekki túlkað verkiö beint,
eins og oft er gert, heldur hvernig
við upplifum þaö og skiljum. Við
höldum textanum, en leikum hann
ekki beint út", sagði Kári.
Gránufjelagsmenn hafa verið að
spinna í kringum verkið frá því í
desember, en það er ekki fyrr en á
síðustu tveim vikum að sýningin
hefur tekið á sig endanlega mynd.
„Þaö hefur gengið vel að vinna
verkið, þegar viö höfum getað, en
við erum öll bundin í störfum ann-
ars staðar, og höfum því þurft að
taka frítíma okkar í þetta", sagði
Kári.
okkur sem
verki"
Titilhlutverkiö er í höndum
Ragnheiöar Arnardóttur, en meö
önnur hlutverk fara Guöjón Ped-
ersen, Kristín Krist jánsdótt ir,
Gunnar Rafn Guömundsson og
Þröstur Guðbjartsson. Leikmynd,
búningar og veggspjald eru eftir
Jennýju Guðmundsdóttur og lýs-
ingu annast Ingvar Björnsson.
Gránufjelagið er með tvær aðrar
sýningar í bígerö og hefjast æfingar
í mars, en verkin vetða ekki frum-
sýnd t'yrr en á hausti komanda.
Fyrra verkið er um milifstríösárin,
en hið síðara um sjöunda áratug-
inn. Að öðru leyti vildi Kári I lall-
dór ekki tjá sig um efni þeirra.
„Við tökum verk, sem liggja
l'yrir, en vinnum mikla leiksmiðju-
vinnu í kringum þau", sagði Kári
1 lalldór leikstjóri hjá Gránufje-
laginu.
hjá Sinfóníunni
Guðjón Pedersen og Ragnheiður
Arnardóttir í átökum í Fröken Júlíu
Gerry Mulligan hefur verið heimsins besti barítonleikari í
tuttugu ár. Við fáum að sjá hann í næsta mánuði.
Alþýðuleikhúsið út úr híðinu:
FASSBINDER Á
VERKEFNASKRÁNNI
„Fyrra misserið gekk mjiig vel og
það spáir góðu um áframhaldið.
Við erum ánægðir með árangur-
inn”, sagði Sigurður Björnsson,
framkvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands í samtali við Helg-
arpóstinn.
Hann sagði, að cndurnýjun á-
skriltarskírteina helði gengið mjtig
vel og allt útlit væri fyrir, að um
aukningu áskrifcnda yrði að ræða.
Fyrstu áskriftartónleikar síðara
misseris voru haldnir í gærkvöldi
og áður en yfir lýkur. verða þeir
orðnir átta. Siguröur var spurður
hvort hann vildi nefna einhverja
tónleika, sem honum þættu
kannski merkilegri en aðrir.
„Ef ég má, vil ég nefna óperuna
Tosca, sem flutt verður í konsert-
formi miövikudaginn 2. mars, og9.
sinfóníu Beethovens, sem verður
flutt 2. júní”, sagði Siguröur.
Einsöngvarar íTosca verða Sieg-
linde Kahmann, Kristján Jóhanns-
son. Robcrt Beekcr og fleiri, og
Söngsveitin Fílharmonía tekur
einnig þátt í flutningnum, svo og í
9. sinfóníunni.
Tvö íslcnsk tónskáld eiga verk á
síðara misserinu. Friðarkall heitir
verk eftir Sigurð Garðarsson, sem
verður flutt þann 28. apríl, og
Choralis eftir Jón Nordal veröur
flutt 19. maí.
Guðný Guömundsdóttir lék ein-
leik á fyrstu tónleikunum, en ef
undanskildir eru söngvarar, vcrður
aöeins einn íslenskur einleikari
enn, cn það er Sigríður Guð-
Stúdentaleikhúsiö:
Sýningar gengu vel,
en tap á fyrirtækinu
Fjörkippir eru að færast í Al-
þýðuleikhúsið eftir nokkuð langan
dvala.
„Við ætlum að halda áfram
starfseminni, sent hefur reyndar
aidrei verið hætt, þótt engin ný sýn-
ing hafi verið sett upp“, sagði
Tinna Gunnlaugsdóttir lcikkonu,
sem sæti á í stjörn leikhússins, í
samtali við HP.
Úr uppsetningu Fassbinders
á verki sínu Frelsið í Bremen,
sem Alþýðuleikhúsið mun
setja upp á næstunni.
Hún sagði, að tvö verk færu aö
öllum líkindum í æfingu á næst-
unni, en þó ætti eftir að ganga frá
ýmsu í því sambandi. Verk þessi
eru „Bremer Freiheit" eða Frelsið í
Bremen eftir Rainer Werner Fass-
binder, og „Neöanjarðarbrautin"
eftir bandaríska rithöfundinn Le
Roy Jones.
Leikrit Fassbinders er byggt á
sannsögulegum atburðum og er um
konu, sem eitraði fyrir fjölda
manns áður en laganna verðir náðu
að klófesta hana. Verk Jones er
samtal tveggja manna í neðanjarð-
arlest og er menningsvertingja stór
þáttur í því.
Fjárhagsstaða Alþýðuleikhúss-
ins er erfið um þessar mundir, þar
sem á því hvíla miklar skuldir, sem
þarf að greiða niður, jafnframt sem
halda þarf starfseminni áfram.
Leikhúsið hefur haft Hafnarbíó á
leigu, en hefur nú framleigt það til
Revíuleikhússins og Gránufjelags-
ins. Enn er því óvíst hvort Alþýðu-
leikhúsmenn verða með sýningar
sínar þar.
Hvað sem öðru líður, er þó mest
um vert að vera ekki dauður.
„Sýningarnar voru mjög vel sóttar
og leikritið fékk góða dóma, en
fjárhagslega erum við skuldum vaf-
in vegna mikils auglýsingakostn-
aðar og ýmiss óvænts kostnaðar”,
sagði Guðbjörg Guðmundsdóttir
hjá Stúdentaleikhúsinu, þegar
Helgarpósturinn spurði hana
hvernig uppsetningin á leikritinu
Bent hefði gengið.
Stúdentaleikhússmenn hafa ver-
ið að funda um framtíðina í þessari
viku og voru skipulagsmálin efst á
baugi. Tuttugu manna hópur hefur
sótt fundi þessa og ætlar að halda
starfseminni áfram.
Guðbjörg sagði. að það væri
stefna stúdentaleikhússins, að sem
flestir háskólastúdentar og aðrir,
sem vildu leggja fram vinnu sína
endurgjaldslaust, gætu miðlað
hugmyndum sínum og reynslu í
nafni Stúdentaleikhússins. Ilún
sagði, að framtíðarmarkmið
leikhússins væri að tengja það
kennslu í leikbókmenntum, þannig
að nemendur fengju vinnu sína við
leikhúsiö metna.
„Við viljum reyna aökomaStúd-
entaleikhúsinu meira inn í há-
skólann og gera stúdcntaráð að
ábyrgum aðila, þannig að einn
maður þurfi ekki að ganga í ábyrgð
fyrir öllum skuldum", sagði
Guðbjörg
Stúdentaleikhúsið er að ræða
ýrnis verkefni, en engar ákvarðanir
hafa enn verið teknar. Hins vegar
má geta þess, aö efnt verður til
samkeppni meðal leikritahöfunda
og annarra áhugamanna um leikrit
og er skilafrestur til maíloka.
mundsdóttir óbóleikari, sem kem-
ur franl 28. apríl.
Auk ftistra stjórnenda hljóm-
sveitarinnar, þeirra Jean-Pierre
Jacquillat og Páls P. Pálssonar,
verða tveir gestastjórnendur fram
á vor og skal þar fyrstan telja Guð-
mund Emilsson þann 14. apríl, og
síöan Nicoliis Braithwaite, sem
stjórnar sérstökum enskum tón-
leikum 24. rnars.
Erlendir einleikarar eru einnig
tveir, bandarískur trompetleikari
af norsk-íslenskum ættum, Rolf
Smedvig, sem kemur frant 10.
mars, og píanóleikarinn Gabriel
Tacchino 19. maí.
Sinfóníuhljómsveitin áformar að
fara í tónleikaferðir út á land, og
verða fyrstu tónleikarnir þann 24.
febrúar í Njálsbúð og syngur Krist-
ján Jóhannsson einsöng með
hljómsveitinni. Óperan Tosca
verður svo flutt á Akureyri 12.
mars og 7. apríl verða tónleikar í
Keflavík, þar sem Sieglinde Kah-
mann syngur einsöng og Unnur
Pálsdóttir leikur einleik. Dagana
8.-15. júní verður svo farið í tón-
leikaferð um Vesturland og Vest-
firöi.