Helgarpósturinn - 18.02.1983, Qupperneq 9
jjÉstUrinn Föstuda9ur 18- íebrúar 1983
9
Strang/ers á óvart
Black, þó það sé á heildina litið
lélegasta plata hljómsveitar-
innar. Petta stafar líklega af því
að Stranglers hafa yfirleitt leitast
við að gera eitthvað nýtt á hverri
plötu, sem síðan hefur tekið
nokkurn tíma að sætta sig við.
Það var greinilegt á La Folie að
tónlist Stranglers var mikið að ró-
ast, þó vissulega hafi verið í lög-
unum einhver sérstæður kraftur.
Golden Brown minnti nú ekki
mikið á fyrstu lög hljómsveitar-
innar og þegar ég heyrði fyrst
lagið Strange Little Girl, sem gef-
ið var út á lítilli plötu í fyrrahaust,
fannst mér það yfirþyrmandi ró-
legt og afslappað. En égvissiekki
hvað ég átti þá í vændum. Á nýrri
plötu, sem þeir hafa nýverið sent
frá sér og nefnist Feline, er
hljómsveitin nær óþekkjanleg frá
því sem áður var og þá jafnvel þó
að Golden Brown og Strange
Little Girl séu höfð í huga.
Heildaryfirbragð Feline er al-
veg einstaklega afslappað og fág-
að og stundum allt að því fátæk-
legt og satt best að segja veit ég
ekki hvað ég á að láta mér finnast
um plötu þessa. Ég er þó á því að
hún sé nú bara nokkuð góð en
hún hefði áreiðanlega getað orð-
ið enn betri ef nokkrar breytingar
hefðu verið gerðar á útsetning-
um laganna. Til dæmis hef ég
ekki fundið einn einasta tón í
rafmagnsgítar á allri fyrstu
hliið'inni. Þess í stað er þar að
finna sérlega látlausan og allt að
því daufan kassagítarleik. Það er
rétt að lifni yfir gítarleiknum í
tveimur síðustu lögunum á hlið-
inni og í því síðara er hann bara
ansi nettur og með spönsku yfir-
bragði. Það er hins vegar hljóm-
borðsleikur sem heldur lögunum
oft á lífi, þó hann sé nú líka ró-
legri og einfaldari en áður, ann-
ars er þessi fyrri hlið plötunnar
svo sem ágæt, ef undan er skilið
fyrsta lagið.
Síðari hliðin hefst á laginu
Let’s Tango In Paris, sem raunar
er nú alls enginn tangó heldur
vals og ekki sérlega tilburðar-
mikið. En úr því fer nú heldur að
lifna yfir plötunni. Rafmagnið er
komið á gítarinn í næsta lagi, þó
eingöngu sé hann notaður þar
sem hijómgítar. Þriðja lagið er
All Roads Lead To Rome og er
það í einskonar tölvupoppstíl
(hver fann annars upp þetta
hræðilega orð) og loks í næst síð-
asta laginu fæ ég að heyra þokka-
lega í rafmagnsgítarnum, þó
Tdugh Cornwell hafi nú oft komið
upp með skemmtilegri frasa. Síð-
asta lagið er svo Never Say Good-
bye og enn gætir nokkurra
Miðjarðarhafsáhrifa, svo sem
sumstaðar annars staðar á plöt-
unni. Að mi'nu mati er þetta eitt
besta lag plötunnar og ef þau
hefðu öll verið í þessum gæða-
flokki hefði ég ekki þurft að ef-
ast, en ég get nú ekki neitað því
að á heildina litið finnst mér
eitthvað vanta, þrátt fyrir góða
spretti inn á milli. Það er þó ekki
nema bara fyrsta lagið sem ég get
alls ekki fellt mig við og er það
líklega vegna þess að texti þess er
einungis talaður og útsetningin
með daufara móti.
Það má kannski sjá á þessum
skrifum að ég er á báðum áttum
en ég mæli þó með að fólk gefi
Feline tækifæri. Það er jú alltaf
hægt að mæla með Stranglers,
en...
/ tilvistarkreppu
Ómar Þ. Halldórsson:
Þetta var nú í fylliríi. Skd/dsaga.
Hinir og þessir, 1982. 150 bls.
Þeim sem á annað borð leyfir
sér að hafa tilfinningar og taka af-
leiðingunum af því hlýtur oft að
líða illa í grimmum heimi. Stund-
um er talað um einhverskonar til-
vistarkreppu nútímamannsins:
við vitum ekki hver við erum, ekki
til hvers við erum, að hverju við
stefnum, getum ekki áttað okkur
á markmiði né leiðum. Þótt þetta
sé síður en svo ný kreppa, má leiða
að því rök að hún hafi orðið æ
ágengari og erfiðari eftir því sem
liðið hefur á þessa öld. Eða með
öðrum orðum: Hún var erfið í
upphafi aldarinnar, síðan hefur
engin lausn fengist.
Það er mér mikið fagnaðarefni
að sjá ungan rithöfund takast
skilmálalaust á við þessa kreppu,
leggja sig heiðarlega í framkróka
um að lýsa henni, ég tala nú ekki
um ef manni finnst lýsingin
heppnast.
Ömar Þ. Halldórsson gaf út
tvær bækur kornungur maður
(Horfin ský 1970 og Hversdags-
leikur 1973). í næstum áratug hef-
ur ekkert heyrst frá honum í þessu
efni en nú kemur hann fram sem
þroskaður og alvarlegur rithöf-
undur með skáldsögunni Þetta
var nú í fylliríi.
í raun eru þetta þrjár sögur. Ein
er rammi utan um hinar tvær,
hrakningssaga í þjóðsagnastíl,
þar sem segir frá manni sem lendir
í villum og baráttu við höfuð-
skepnur. Bókinni lýkur þar sem
hann dregst heim að bæ og hefur
sigrað í sinni baráttu. — Megin-
sagan greinir frá hópi fólks sem
sumt þekkist lítið sem ekkert en
hefur tekið sig saman til að eyða
jólum á eyðibýli eða í sumarbú-
stað austan Fjalls. Þetta eru laus-
tengd pör — og eins og gefur að
skilja verður sambúð þeirra býsna
erfið yfir jólahátíðina.
Þriðju söguna má svo lesa úr
endurminningum eða „flash-
backs” söguhetjunnar, Urriða, og
í þeirri sögu er að finna ýmsar
skýringar á því sem gerist í megin-
sögu.
Þótt þetta hljómi dálítið flókið
tekst Ómari að flétta sögur sínar
eðlilega og skýrlega saman, svo að
lesandi er aldrei í minnstu vand-
ræðum af þeim sökum.
Söguhetjan, Urriði, er í tilvist-
arkreppu, í hrakningi og villum
nákvæmlega á sama hátt og
maðurinn á heiðinni í rammasög-
unni, en sá er munur þeirra að
Urriði sigrar ekki. Sömu höfuð-
skepnur og hinn berst við ger-
ast einhverskonar handbendi ör-
laganna og fullkomna það verk
sem villugjörn tilvera hafði
byrjað.
Mér dettur ekki í hug að halda
því fram að allt sé jafn vel heppn-
að í sögu Ómars. Sumt finnst mér
t.d. ótrúlegt (þ.á m. það að hópur-
inn ætli að halda jól saman), ann-
að finnst mér ofljóst (þar má
nefna Herkúlesarþrautina að sofa
í turninum, þar sem turninn verð-
ur ofnotað tákn og karlmennsku-
Ómar Þ. Halldórsson kemur
nú fram sem þroskaður og
alvarlegur höfundur.
raunin slíkt hið sama að mínu
mati). En meginstyrkur sögunnar
verður miskunnarleysi og alvara
höfundarins: að reyna aldrei að
leysa á einfaldan hátt það sem i
verunni er flókið; að skjóta sér
ekki undan því að ræða tilvistar-
vandann eða sýna hann — þó svo
hann sé viðkvæmum karlmanni
eins og Urriða hrein ofraun.
Persónur bókarinnar eru misvel
gerðar enda samúð sögumanns og
andúð stundum fullljósar. Þessa
geldur einkum fulltrúinn, en aftur
á móti nýtur besta kvenlýsing sög-
unnar, lýsing Sigrúnar, samúðar-
innar. Hún verður býsna sannfær-
andi manneskja, skilur án þess að
geta hjálpað til fullnustu en er þó
heil og sönn.
Forsaga Urriða og þar með
skýring á persónugerð hans er
mjög brotakennd og lesandinn
verður sjálfur að ráða í hvað hefur
leitt hann í villuna. Ósjálfrátt
sættir maður sig þó við brotin
vegna þess hve alvarlega er reynt
að takast á við spurningar um til-
vist okkar og tilvistarkreppu.
Það er gaman að sjá metnaðar-
fullan höfund glíma við vanda.
Ég mun verða í þeim hópi sem
bíður spenntur eftir næstu bók
Ómars Þ. Halldórssonar.
HP
★ ★ ★ framúrskarandl
★ ★ ★ ág«t
★ ★ góð
★ þolanleg
0 léleg
liíóin
Laugarásbíó: ★★★
E.T. Bandarisk kvikmynd, árgerS 1982.
Leikendur: Henry Thomas, Francis Copp-
ola. Leikstjóri: Steven Spielberg. Stórkostleg
ævintýramynd fyrir börn á öllum aldri.
Háskólabíó:
Sankti Helens, eldfjallið springur (St. He-
lens). Bandarisk, árgerð 1981. Leikendur:
Art Carney, David Hutfman, Cassie Yates.
Leikstjóri: Ernest Pintoff.
Hver man ekki ettir eldgosinu? Hér er sagt frá
því og aðdraganda þess, er ungur jarðtræð-
ingur reyndi að fá fólk til að yfirgefa hættu-
svæðið, en .
★
Með allt á hreinu, íslensk kvikmynd, árgerð
1982. Handrit: Ágúst Guðmundsson og
Stuðmenn, Leikendur: Stuðmenn, Grýlur,
Eggert Porleifsson, Sif Ragnhildardóttir.
Leikstjori: Ágúst Guðmundsson.
Hin viðfræga islenska söngva- og gleðimynd
gengur enn tyrir fullu husi áhodenda. íslensk
skemmtun fyrir allan heiminn.
Bíóhöllin:
Gauragangur á ströndinni (Malibu
Beach). Bandarísk kvikmynd.
Leikendur: Kim Lankford, James
Daughton, Susan Player Jarreau.
Leikstjori: Robert J. Rosenthal.
Hressir og lífsglaðir unglingar stunda
strandlífið og verða ástfangnir. Hvern
deymir ekki um það?
★ ★ ★
Fjórir vinir (Four Friends). Bandarísk,
árgerð 1982. Handrit: Steven Tesich.
Leikendur: Craig Wasson, Jody Thel-
en, Michael Huddteston, Jim Metzler.
Leikstjóri: Arthur Penn.
Penn og handritshöfundurinn Tesich
sýna i forgrunni hvernig fjögur urigmenni
eldast og þroskast og glata æskublóm-
anum, en í bakgrunninum glittir á sams
konar örlög bandarisku þjóðarinnar.
Petta er vel leikin mynd, persónurnar aru
sannfærandi flestar hverjar, og myndin í
heild gengur ágætlega upp.
-GA
Flóttinn (Pursuit). Bandarisk kvikmynd, árgerð
1981. Leikendur: Robert Duvall, Treat Wil-
liams, Kathryn Harrold. Leikstjóri: Roger Spott-
iswoode.
Maður heitir J.R. Meade. Hann sleppur undan
lögreglu á hreint alveg ævintýralegan hátt.
Myndin greinir Irá þessum flótta og er hun
byggð á sannsögulegum heimildum.
Litli lávarðurinn (Little Lord Fauntleroy).
Bandarisk kvikmynd. Leikendur: Alec Gu-
inness, Rický Schroder, Eric Porter. Leik-
stjóri: Jack Gold.
Hugguleg fjölskyldumynd um litinn lávarð og
annan stærri. Jólamyndin i ár.
★ ★★
Fram i sviðsljósið (Being There). Bandarisk,
árgerð 1981. Handrit Jerzy Kosinski, eftir
eiginskáldsögu.Leikendur: Peter Sellers,
Melvyn Douglas, Shirley MacLaine. Leik-
stjóri: Hal Ashby.
Regnboginn: ★ *
Leikfang dauðans (The Domino Princ-
iple). Bresk-bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Gene Hackman, Candice
Bergen, Richard Widmark. Leikstjóri:
Stanley Kramer.
Harðsoðið og samansaumuð lið fjallar hér
um njósnir og undirferli. Sæmilegasta
skemmtan tryggð.
★ ★ ★
Late Show (Hallar undan fæti). Bandarísk
kvikmynd, árgerð 1977. Leikendur: Art
Carney, Lily Tomlin, Howard Duff. Leik-
stjóri: Robert Benton.
Art Carney leikur á sínn frábæra hátt einka-
spæjara, sem þrátt fyrir magasýrur og aðra
óáran reynir að ráða fram ur stórmáli. Frum-
raun Benfons og bara mjög góð mynd.
★ ★
Étum Raoul (Eating Raoul). Bandarísk
kvikmynd, árgerð 1982. Leikendur: Paul
Bartel, Mary Woronov. Handrit og stjórn:
Paul Bartel.
Blanda af absúrd satíru og svartri kómedíu,
þar sem hjón drepa gesti sína til að ræna þá
síðan, og éta. Étum Raoul er skemmtileg, en
ekki nægilega skemmtileg. Og börnin í bíósal
Regnbogans virtusl ekki sérstaklega upprifin
vegna mannátsins og allra steikarapönnnu-
drápanna á ameriskum kynlífssjúklingum.
Pau hafa trúlega ekki misst af Cannibal Holo-
caust.
Swenney 2. Bresk kvikmynd. Leikendur:
John Thaw, Dennis Waterman. Spennu-
mynd um Skotlaridsjardinn og sérsveitir
hans.
Blóðbönd ••• (Die Bleierne Zeit). Þýsk, ár-
gerð 1981. Leikendur: Jutte Lampe, Barbara
Sukowa. Leikstjóri: Margarethe von Trotta.
Sú sögulega sjállsrýni sem nú brýst fram í þý-
skri kvikmyndagerð fær vart betri úrvinnslu um
þessar mundir en hjá Margarethe von Trotta.
Stjúpi (Beau-pere). Frönsk, árgerð 1980.
Leikendur: Patrick Dewaere. Handrit og
stjórn: Bertrand Tavernier. ★★★
Ástarsamband þrítugs manns við 14 ára sýúp-
dóttur sína. Mynd, sem helur vakið athygli.
Stjörnubíó:
Dularfullur fjársjóður (Who find a friend,
finds a treasure). Bandarisk kvikmynd.
Leikendur: Bud Spencer, Terence Hill. Leik-
stjóri: Sergio Corbucci.
Tviburabræðurnir feiti og mjói lenda i ævintýr-
um er þeir leita að týndum fjársjóði á eyðieyju.
En er eyjan i eyði?
★ ★
Snargeggjað (Stir Crazy). Bandarisk, árgerð
1981. Handrit: Bruce Jay Friedman.
Leikendur: Gene Wilder, Richard Pryor.
Leikstjóri: Sidney Poitier.
Þeir Wilder og Pryor eru bráðskemmtilegt par i
þessari „snargeggjuðu" sögu um tvo náunga
frá New York, sem freista gæfunnar i Kaliforniu
en lenda i fangelsi i staöinn. Frammistaða aðal-
leikaranna er reyndar mun betri en efni standa
til. handritið og leikstjórnin missa dampinn ettir
miðbik myndarinnar, en þeir Pryor og Wilder
eru í stuði allt til loka.
-AP
Allt á fullu með Cheech og Chong (Nice
Dreams). Bandarisk kvikmynd. Leikendur:
Thomas Chong, Cheech Marin, Stacey Keach.
Leikstjóri: Thomas Chong.
Hver kannast ekl:i við ærslabelgina og háðlug-
ana tvo með síða hárið og djointið i trantinum.
Hér eru þeir komnir i nýrri mynd með nýjum
ævintýrum, sem kitla taugarnar, hláturtaugarn-
ar.
Bíóbær:
Að baki dauðans dyrum (Beoynd Dealh's
Door). Bandarisk kvikmynd, byggð á metsölu-
bók Dr. Maurice Rawlings. Leikendur: Tom
Hallick, Melind Naud. Leikstjóri: Henning
Schellerup.
Myndin er byggð á frásögnum fólks, sem hefur
séð handan dauðadyra. Ævar R. Kvaran flytur
stutt erindi áður en sýningar helgarinnar hefj-
ast. Flutningur Ævars hefst kl. 18.30 og kl. 21 á
laugardag og sunnudag.
Undrahundurinn. Ókeypis aðgangur fyrir
börnin á laugardag og sunnudag kl. 14 og 16.
Skemmtileg ævintýri hunds, sem getur meira
en margur annar.
Tónabíó:
The Party (Glaumurinn). Bandarísk kvik-
mynd. Leikendur: Peter Sellers, Claudine
Longet. Leikstjóri: Blake Edwards.
Sellers iéssinu sinu sem indverskur stórleikari,
sem leggur öll kvikmyndaver heimsins i rúst.
Tveir góðir saman: Sellers og Edwards.
Nýja bíó: ★★
Pink Floyd - The Wafl. Bresk kvik-
mynd, árgerð 1982. Handrit: Roger
Waters. Leikendur: Bob Geldof. Leik-
stjöri: Alan Parker.
Myndin er mikið tækniundur og
teiknimyndakaflarnir eru með því betra,
sem ég hef séð.
Austurbæjarbíó:
Kraftaverkið (Helen Kellers Triumf).
Bandarísk kvikmynd, árgerð 1980.
Leikendur: Melissa Gilbert.
Áhrifamikil mynd um ungu blindu stúlkuna
Helen Keller, sem margir Islendingar kann-
ast við.
twnlist
Kjarvalsstaöir:
Á laugardag og sunnudag kl. 15 flytur Þór
Elis Pálsson myndlistarmaður verk, sem
hann hefur samið í samvinnu við Lárus
Grímsson tónskáld. Verkið nelnist „Þá riðu
hetjur um héruð..." og er samsett al tónlist,
litskyggnuröðum og fleiru. Magnað verk og
sérsfætt.
Föstudag kl. 20:30: Nemar úr Tónlistarskóla
Reykjavikur halda tónleika.
Laugardag kl. 20:30: Tónleikar á vegum Mus-
ika Nova.
Sunnudag kl. 20:30. Nemar úr Tónlistarskóla
Reykjavíkur halda tónleika.
Norræna húsið:
Frönsk kabarettsöngkona að nafni Andrea
syngur á föstudags-og laugardagskvöld kl.
20:30.
Rauða húsið, Akureyri:
Oliver Kentish knéfiðluleikari heldur tónleika á
sunnudag kl. 21 og mun hann leika Irumsamda
tónlist.
viéliuröir
Norræna húsið:
Rauði krossinn verður með málþing i efri sal
um mannréttindi og mannúðarlög á laugar-
dagkl. 13.15.
Tónabær:
Skemmtikvöld á þorranum lyrir unglinga
borgarinnar. Dansað og duflað og dansað og
ýmis skemmtíatriði. Skemmtilegt föstudags-
kvöld í vændum. Skemmtidagskráin hefst
um kl. 22.
Borgartún 6:
Jafnréttisráð gengst fyrir fundi um stjóm-
málaþátttöku kvenna á laugardaginn og
hefst hann kl. 9.30. Tilgangur fundarins er að
vekja athygli á rýrri þátttöku kvenna í stjórn-
málum (so what?) og ræða leiðir til úrbófa I
þeim etnum. Ræður, umræður og bakkelsi.
Allir velkomnir.
Samtök um
kvennaathvarf:
Skrifstofa samtakanna er í Gnoðarvogi 44,2.
hæð. Hún er opin alla virka daga kl. 14—16,
simi 31575. Póstgirónúmer samtakanna er
4442-1.