Helgarpósturinn - 18.02.1983, Síða 13
Jpfisturinn. Föstudagur 18. febrúar 1983
. 131
ið bara það að taka eftir, og hugurinn er
orðinn gjörsamlega hljóður, en um leið
glaðvakandi, þá kemur annað stigið, sem er í
því fólgið að gera breytingar á vitundar-
gerðinni. Það er Ieynilegt stig. Æfingarnar eru
ekki kenndar nema nemum, sem er sérstak-
lega trúað fyrir þeim.”
- Hefur þér verið trúað fyrir þeim?
„Ég hef farið í gegnum það. Ég hef ekki
leyfi til að kenna æfingarnar fyrr en eftir að
hið fyrra stig hefur verið þrautþjálfað. Petta
stig vekur í manni ýmislegt, sem maður átti
ekki von á að væri þar.
Það sem hefur orðið mér að mestu gagni í
sambandi við jógaiðkun og jógavísindi er, að
þau hafa leitt mig enn auðveldar að því, sem
ég upplifði strax þegar ég var drengur.”
Strúturinn
- Hvernig kom Indland þér svo fyrir sjónir,
þegar þú fórst þangað í fyrsta skipti?
„Það er út af fyrir sig merkileg reynsla, því
þegar maður kemur þarna austur, sér maður
ailt í einu ekki Indland. Maður hefur haft
hugntynd um hvað Indland er, en rekst á allt
annað. Ég þurfti að kynnast almenningi til
þess að komast í samband við Indland og
þannig upplifði ég landið smátt og smátt. En
það byrjaði ekki fyrr en ég var búinn að vera
þar í þrjá, fjóra mánuði.
Ég er oft spurður hvort ekki sé erfitt að
þola þessa eymd, sem maður sér. Ég svara
alltaf eins, að eymdin sé alltaf jafn mikil þó ég
sé hér, og það er bara skortur á hreinskilni við
sjálfan sig að geta ekki séð hana, eins og að
vera hér heima og stinga höfðinu í sandinn
eins og strúturinn. Indland er ekki þjóðríki í
venjulegri merkingu, heldur er eins og ntörg-
um þjóðum sé blandað saman á vissu land-
svæði.”
- Er almenningur á Indlandi í einhverjum
tengslum við þessi jógafræði?
„Almenningur á Indlandi hefur snefil af
því, sem ég hef alltaf kallað „anda upanisha-
danna”, en það eru þau fornrit, sem hafa
almennust áhrif á fólkið. Almenningur er
stilltur inn á hugræna ræktun, sem við
gleymum á Vesturlöndum, en kemst álíka
skammt inn á þetta og við. Þarna hefur alltaf
verið tiltölulega fámennur kjarni, sem iðkaði
þetta.”
Guð í sjálfum þér
- Samrýmist jógafræðin t.d. kristin-
dónrnum?
„Jóga er ekki bundið við Indland. Jóga er
til undir ýmsum nöfnum í öllum Austur-
löndum; í Kína, Japan, Kóreu, Thailandi,
Burma, Ceylon, Pakistan og var til vestur í
Afganistan og Persíu, þó það sé nú víst búið
að þurrka það út þar. Og það er margt sem
bendir til þess, að þetta hafi verið til í krist-
indómnum. Ég kann fornarkristnar aðferðir,
sem mér hefur verið trúað fyrir af kaþólskum
prestum og sem eru skyldar jógaiðkunum.
Ekki bara bænir, heldur líka hugtæknilegar
aðferðir. Ég sé ekki að þetta þurfi á nokkurn
máta að trufla menn frá því að vera sannkristn-
ir, því að jógavísindin biðja ekki um neina
skoðun. Ég er sjálfsagt ekki vel kristinn, en
ég er alinn upp í þessu landi og við erum undir
áhrifum okkar kristnu menningar. Ég tilheyri
ekki neinum söfnuði, hvorki kristnum né
ókristnum, og hef marglýst því yfir, að þó ég
sé ekki trúlaus, þá er ég trúarbragðalaus. Það
er ekki gerður nógu sterkur greinarmunur á
þessu tvennu.”
- Hafa þessar iðkanir þínar þá ekkert
tengst einhvers konar leit að æðri veruleika?
„Jóga er einmitt að koma á sambandi á
milli mannsins og hins guðdómlega. Þessi ná-
vist, sem ég talaði um, þessi eiginleiki hinnar
skynjuðu tilveru og þess sem er á bak við
hana, að konta fram sem lifandi heild í órjúf-
andi tengslum við mig, hefur alla tíð verið
hið guðdómlega fyrir mér. Það er aðeins eitt,
sem menn þurfa ekki að leita að, og það er
Guð, vegna þess að þeim tekst ekki að losna
við hann. Hann er alltaf í þeim, í öllu og
handan við allt. Annars er ég ekki tilbúinn til að
leysa frá skjóðunni um rnínar andlegu upplif-
anir. Það verður að bíða betri tíða.”
- Hvernig lítur jógi eins og þú á þjóðfélög
Vesturlanda með allt sitt stress?
„Mér finnst þjóðfélög Vesturlanda vera
eins og vitlausraspítali, þar sem læknarnir eru
í sumarfríi og gæslufólkið horfið.”
mynd: Jim Smart