Helgarpósturinn - 18.02.1983, Page 14

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Page 14
14 Föstudagur 18. febrúar 1983 '^pjí^^furinn Ómar í útgáfuna Hinn grásprengdi hjartaknúsari og alheimssjarmör, Omar Sharif er nú aö hella sér út í blaðaútgáfu meöfram kvikmynda- og sjón- varpsleik og aöaláhugamálinu - spilunum. Hann stofnaði um dag- inn blað fyrir frönskumælandi; Les jeux de l’esprit, eða Hugleikir. Það fjallar, eins ognafnið bendirtil, um skák, bridge og tilheyrandi. Sjálfur segist Omar viss um að það verði ekki áhugamenn um þessa leiki sem kaupi blaðið, því miður, heldur konur. Vald mitt á konum er slíkt, segir hann. GLUGGA PÓSTUR I síðasta Gluggapósti urðu blaðamanni á smávægileg ná- kvæmnismistök við vinnslu við- tals við Helga Gestsson og eigin- konu hans, Auði Kir Guðmundsdóttur, um bókhalds fyrirtæki þeirra og tölvu- vinnslu. í upptalningu á þeini mynd- um þ;ir sem Helgi hefur komið við sögu í fjármála- og fram- kvæmdastjórn virðist sem hann hafi einn staðið í öllum þeim máluni við gerð kvikmyndanna Eldsmiöurinn, Rokk í Reykja- vík og Með allt á hreinu. Til að hafa allt á hreinu sktil það tekið fram. að við vinnslu þessara mynda veitti hann aðeins bók- haldsþjónustu og ráðgjöf. Hlut- aðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessari ónákvæmni okkar. Pað má segja, að í þessum Gluggapósti hafi ónákvæmnin ekki riðið við einteyming. Okk- ur varð það nefnilega á í greinarstúf um Sveinbjörn Beinteinsson allsherjargoða að spyrða saman þá Áfangamenn Ásmund Jónsson og Guðna Rúnar Agnarsson og skrifa þá báða fyrir hljómplötuútgáfunni og -versluninni Gramminu. Sannleikurinn er sá. að sam- starf þeirra ereingöngu bundið við útvarpsþáttinn, en það er Ásmundur einn, ásamt Einari Erni Benediktssyni fyrrverandi Purrksöngvara og Halldóru Jónsdóttur, sem eiga og reka þetta fyrirtæki, Grammið. - Þau fá hér með sinn skammt af afsökunarbeiðni Helgarpósts- ins þessa vikuna. Klæðaburöurinn segir sína sögu: Leðurjakkamúnderingin frá því fyrir 1960, gærurnar á hippatímanum, sleikt diskódressin milli 70 og ’80, og pönkaðir tötrar nú til dags. ERTU NÚTÍMAMAÐUR útdráttur úr þessu e5a tímaskekkja? Tíntarnir breytast og mennirnir með, segir orðtakið, og í febrúar- hefti Playboy er þetta sannað á ansi skemmtilegan hátt í spurningaleik. Spurt er: Ertu barn sjötta, sjöunda eða níunda áratugarins? Síðan er spurt fjölda lítilla spurninga og gef- in fjögur svör, abc og d, og stendur a fyrir sjötta áratuginn, b fyrir þann sjöunda.c fyrir áttunda og d fyrir áratuginn sem við lifum nú á. Hér er lítill sjálfsprófi: 1. Foreldrar mínir eru: a. Dýrlingar b. Fasistar c. Fráskildir d. Hippatýpur 2. Guð er a. Á okkar bandi b. Eric Clapton c. Hommi d. Leiður Kim Anderzon og Lisa Hugoson í„Andra dansen" — leikkonunni sem er i aðalhlut verkinu i mynd Lárusar Ýmis Lárus Ymir Oskarsson, íslenski kvikmyndaleikstjórinn sem stýrði gerð sænsku myndarinnar „Andra dansen“ í fyrra, var heppinn með aðalleikara. Kim Anderzon er eitt af stóru nöfnunum í leiklist í Skand- inavíu, og reyndar er víst óhætt að segja að myndin „Andra dansen“ sé að ýmsu leyti sniðin að hinum makalausu hæfileikum hennar. Ándra dansen. „Ég hef nefnilega ekki séð myndina í endanlegri gerð. Ég hef hinsvegar heyrt mikið af henni látið.“ Hlutverk Kim í kvikmyndum eru talsvert færri en menn kynnu að ætla, en það starfar einfaldlega af því að hún tekur starf sitt í leikhús- inu framyfir kvikmyndirnar. Við sjónvarp og kvikmyndir vinnur hún ekki nerna í nokkra mánuði yfir sumartímann. „í leikhúsinu sjáum við um þetta alltsaman sjálf, við skiptumst á að selja miðana, afgreiða kaffið í hléinu og svo framvegis. Þannig vil ég hafa það“, segir Kim Anderzon. Myndir verða sífellt stærri þátt- ur í fjölmiðlun. Bækur verða myndríkari, sjónvarpið áhrifa- meira og blöðin leggja æ meiri áherslu á Ijósmyndir. Um daginn var hér í bæ sýning á nokkrum bestu blaðaljósmyndum heimsins á undanförnum árum, og í næstu viku ætla íslenskir Ijósmyndarar að sýna afraksturinn að Kjarvals- stöðum. Þrisvar áður hafa Ijósmyndarar af blöðum og sjónvarpi haldið sýn- ingar á myndum sínum og þá í Norræna húsinu. Þar hefur hins- vegar orðið æ þrengra um mynd- irnar, eftir því sem þeim hefur fjölgað, og nú töldu Ijósmyndar- arnir sig þurfa Kjarvalsstaði fyrir myndirnar rúmlega tvö hundruð. Alls munu tuttugu og tveir ljósmyndarar sýna, allir starfandi við fjölmiðla nema einn, Bragi Guðmundsson sem árum saman var Ijósmyndari Vísis, en er nú hættur. Að sögn Róberts Ágústssonar á Tímanum verða á sýningunni frétta myndir, mannlífsmyndir og list- rær.ar myndir, eða þær myndir sem ljósmyndararnir sjálfir kjósa að sýna. Hver þeirra sýnir um 10 myndir. Sýningin verður opin frá 24. febrúar til 8. mars. 3. Skírnarnafn Kennedys er a. John b. Bobby c. Teddy d. Caroline 4. Sú manncskja sem ég elska mest er a. Mamma b. Sú sem ég er með þessa stundina c. Ég sjálf (ur) d. Ekki til 5. Ef ég kæmi að henni (honum) í rúminu með öðrum manni/konu, þá mundi ég a Skjóta hann b. Taka þátt í leiknum c. Hringja í félagsráðgjafann d. Hringja í Samúel 6. Þegar ég hætti sambandi við konu, þá a. Heimta ég hringinn aftur b. Tjái henni ást mína c. Fer ég í mál vegna tekjuskiptingarinnar d. Tekur hún ekki eftir því 7. Velgengni þýðir a. Tvöfaldur bílskúi b. Andleg fullnægja c. Meira d. Sigur í vígbúnaðarkapphlaupinu 8. Tölva er a. Risastór reiknivél b. Stjórntæki fasistanna c. Örlítil reiknivél d. Minn besti vinur Bob Dylan er a. Þjóðlagagaularinn nefmælti b. Eitt mesta skáldið c. Trúaði jesúsöngvarinn d. Gamli gaurinn sem er svo líkur Dire Straits. Kim Anderzon er 39 ára gömul og hefur í hartnær tvo áratugi leikið í ótal kvikmyndum og sjónvarps- leikritum. En heimavöllur hennar er samt í hinu litla Pistolteatern í Stokkhólmi. Þar hefur hún unnið stöðugt í fjórtán ár og á ekki síst frægð sína að þakka eintalsverkinu Kona eftir Dario Fo. Um þessar mundir leikur hún þó ásamt Jonas Uddemyr í öðru verki eftir Dario Fo; fyrir fullu húsi áhorfenda. I viðtali við sænskt tímarit frá 31. janúarsl. segist Kim Anderzon bíða spennt eftir frumsýningunni á Nóg að gera hjá Kim Ein af myndum Jim Smart á sýningunni verður þetta portrett af Unni Steinson. „Enginn lærir á skíði fyrir framan sjónvarpið’' — segir Porgelr Hjaltasón, sem á eigin spýtur gerði sjónvarps- þætti um skíðamennsku Þorgeir: „Vil vekja athygii á mikilvægi skíðakennsiu“. „Þegar ég réðst í þetta bjóst ég við að þetta yrði smáverk. En vinnan við gerð niyndanna vatt fljótlega uppá sig og ég er cigin- lega búinn að vera meira og minna í þessu í sex mánuði“.segir Þorgeir Hjaltason, skíðakennari og skólastjóri Skíðaskólans í Skálafelli.stjórnandi þáttanna Á skíöum sem sýndir eru á þriðju- dagskvölduni í sjónvarpinu uni þcssar niundir. Þorgeir hcfur kennt á skíði á veturna undanfarin fimm ár, eða frá því hann tók próf sem skíða- kennari í Noregí. Á sumrin hefur hann fengist við hitt og þetta, en alltaf í vinnu hjá sjálfum sér. „Ég hef haft fyrir mottó að ráða mig ekki í vinnu hjá öðrum yfir sumartímann, heldur hef ég not- að hann í aö gera það sem mig hefur langað tii“. Og síðastliðið sumar datt Þor- geiri í hug að gaman væri að gera skíðakennslumynd til að sýna í sjónvarpi. Hann fékk því töku- menn frá Framsýn/ísmynd með sér í Kerlingarfjöll og þar var tekið upp efni í þrjá 20 mínútna þætti. „Þáttunum er fyrst og fremst ætlað að vekja áhuga fólks á íþróttinni og að vekja athygli á skíðakennslu og núkilvægi henn- ar. Ég held að útilokað sé að læra á skíði fyrir framan sjónvarpið - það verður ekki gert nema í skíðabrekkunum sjálfum - en fólk fær vonandi einhverja hug- mynd um hverju það á von á þeg- ar í brekkuna er komið", segir Þorgeir. í fyrsta þættinum var aðal- áherslan lögð á að kynna nauösynlegan útbúnaö, í öðrum þættinum verður farið inná undirstöðuatriði í íþróttinni sjálf- ri og í þeim þriðja haldið aðeins áfram með það. Hver þáttur er um tuttugu mínútur.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.