Helgarpósturinn - 18.02.1983, Side 22

Helgarpósturinn - 18.02.1983, Side 22
22 Furðuleg staða er nú komin upp á Alþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengt Iíf ríkis- stjórnarinnar með hjásetu við afgreiðslu bráðabirgðalaganna, en allt bendir til þess að Alþýðubandalagið muni fella vísitölufrum- varp meirihluta ráðherra hennar og lenda þar með í stjórnarandstöðu með Alþýðuflokkn- um. En enn er kjördæmahluti stjórnarskrár- málsins óafgreiddur, Sjálfstæðisflokkurinn hefur leikið einn leik í þeim tilgangi að tryggja, að það verði afgreitt fyrir stjórnarr slit,og margir eru á þeirri skoðun, að honum sé nauðugur einn kostur að leika líka næsta leik. Sá leikur er einfaldlega að koma Gunn- ari Thoroddsen til aðstoðar með því að styðja vísitölufrumvarp hans. A meðan refskák stjórnmálanna er í fullum gangi á Alþingi hugsar almenningur sitt. Tvennar skoðanakannanir voru gerðar um síðustu helgi, á vegum DV og Helgarpóstsins. Verða flokkarnir á harðahlaupum á eftir fylginu næstu vikurnar? Fylgi á flótta Sú fyrrnefnda var birt í DV á miðvikudaginn, en skoðanakönnun Helgarpóstsins birtist í blaðinu í dag. ótt talsverður munur sé á þessum tveimur skoðanakönnunum, og það í mikilvægum at- riðum, gefa þær báðar vissar vísbendingar um veigamiklar breytingar. í skoðanakönnun DV ber það helst til tíðinda, að Alþýðuflokk- urinn fær aðeins fylgi 5,7% þeirra sem tóku afstöðu en Bandalag jafnaðarmanna 12,1%. Niðurstaðan í skoðanakönnun Helgarpósts- ins sýnir mun minna tap Alþýðuflokksins, en þar fær hann 11,75% atkvæða þeirra sem tóku afstöðu dn Bandalag jafnaðarmanna 9,25%. Frávik á fylgi annarra flokka samkvæmt þessum tveimur könnunum eru minni. Þó er það helst til tíðinda, að hjá DV fær Framsókn- arflokkurinn 22,1% en hjá Helgarpóstinum aðeins 15,3%, og Sjálfstæðisflokkurinn fær 40,6% hjá DV en 37,7% hjá Helgarpóstinum, 0,4% meira en í kosningunum 1979. Alþýðu- bandalagið fær 13,9% hjá DV en 16,75% hjá Helgarpóstinum, þremur prósentum minna en í kosningunum 1979. N ú er ljóst, að þar sem úrtak Helgarpóstsins er rétt innan við 1400 manns en úrtak DV aðeins 600 hlýtur könnun Heigarpóstsins aö vera áreiðanlegri.Auk þess er í Helgarpóst inum kannað fylgi flokkanna í hverju kjöi- dæmi fyrir sig, og kemur sitthvað fróðlegt í Ijós þar. Meðal annars, að Sjálfstæðisflokk- urinn bætir við sig fjórða manni í Suðurlands- kjördæmi þar sem Alþýðuflokkurinn tapar hinsvegarsínum eina manni. Alþýðuflokkur- inn fær heldur engan mann kjörinn í Reykja- vík, samkvæmt niðurstöðum okkar og í Reykjanesi er það spurning unt brot úr prós- entu hvor flokkurinn fær engan mann kjör- inn. Alþýðuflokkurinn eða Framsóknar- flokkurinn. Þegar skoðanakönnun Helgarpóstsins var gerð, um síðustu helgi, höfðu þingmenn Sjálf- stæðisflokksins reyndar ekki enn ákveðið að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um bráða- birgðalög ríkisstjórnarinnar. Ómögulegt er að segja hvaða áhrif það hefur haft á kjósend- ur flokksins og þá hverju það hefði breytt um niðurstöðu skoðanakönnunarinnar. Spurningin er eiginlega sú, hvort kjósendur Sjálfstæðisflokksins fallast á það sjónarmið þingmanna flokksins, að lausn kjördæma- málsins fyrir næstu kosningar sé svo mikil- væg, að til að tryggja hana sé það þess virði að treina lífið í ríkisstjórninni þangað til það sé í höfn. „Þegar bráðabirgðalögin voru loksins lögð fyrir Alþingi, rétt fyrir jól, var öllum ljóst, að ómögulegt var að fella ríkisstjórnina. Það hefði þýtt kosningar rétt eftir jól”, sagði einn Frá því kosningabaráttan fyrir þingkosn- ingarnar í Vestur-Þýskalandi 6. mars hófst, hefur óvissan um úrslitin aukist. Það á bæöi við um styrkleikahlutföllin milli stóru flokk- anna, bandalags kristilegra flokka og sósíal- demókrata, og möguleika smærri flokkanna til að koma mönnum á þing. Síðasta skoðana- könnun staðfestir rénandi fylgi kristilegra og vaxandi fylgi sósíaldemókrata, svo yfirburðir hinna fyrrnefndu eru komnir niður í þrjá hundraðshluta. Þegar þess er gætt aö gert er ráð fyrir að könnunum þessum geti skeikað um tvo hundaðshluta, er Ijóst að í rauninni er fylgið við stóru flokkana á því stigi að ekki má á milli sjá hvor hefur betur. Frjálsir demókratar, sem ruddu brautina fyrir þingrof og kosningar meö því að fara úr stjórn með sósíaldemókrötum og taka upp stjórnarsamstarf við kristilega, hófu kosn- ingabaráttuna í afleitri stöðu. Skoðanakann- anir gáfu þeim innan við þrjá af hundraði Helmut Schmidt í ræðustól á kosn- ingafundi framan við mynd af Hans- Jochan Vogel, nýja kanslaraefninu. Schmidt segir Bandaríkja mönnum til syndanna kjörfylgis, en í síðustu kosningum komust þeir yfir 10%. Til að flokkur nái þingsæti, þarf hann 5% greiddra atkvæða. Síðustu kannanir bera með sér, að Frjálsir demókrat- ar séu rétt við þetta mark. Græningjarnir, hreyfing umhverfisvernd- armanna og kjarnorkuandstæðinga, kom vel út úr skoðanakönnunum um þær mundir sem uppnám ríkti á þingi í Bonn út af stjórnar- skiptunum. Eftir því sem á kosningabarátt- una líður, virðist Græningjum hraka. Þar á verulega sök ósamkomulag í þeirra eigin röðum, en einnig kemur til breytt andlit sósí- aldemókrata við skiptin á kanslaraefni. Hel- mut Schmidt, fráfarandi kanslari, hafði barist hart við vinstri menn í flokki sínum, sem um margt hafa svipaðan málstað og Græningjar. Nýja kanslaraefnið, Hans-Jochen Vogel, hefur hins vegar gert sér far um að sýna skiln- ing á málefnum ungs og óánægðs fólks með græningjaleg sjónarmið. Þetta kemur sósí- aldemókrötum nú til góða, þegar Græningj- um hrakar í skoðanakönnunum, og sú rök- semd tekur að hrífa að atkvæðum greiddum þeim sé á glæ kastað. .Astæðan til að Helmut Kohl kanslara og félögum hans í flokki Kristilegra demókrata verður þyngra undir fæti í kosningabarátt- unni en þeir höföu ætlað, er einkum sú að efnahagslegar þrengingarog fjölgun atvinnu- leysingja hafa ágerst að mun síðan þeir tóku við stjórnartaumum. Þar við bætist að við- leitni Kohls til að koma fram sem sérstakur bandamaður og málsvari núverandi stjórnar í Washington, og þar með trygging fyrir bandalaginu við Bandaríkin, hefur ekki orð- ið til að styrkja hann heldur veikja í kosninga baráttunni. Vestur-Þjóðverjar eru margir hverjir búnir að fá sig fullsadda á reikulli og vanhugsaðri stetnu bandarískra ríkisstjórna í málefnum NATÓ, og vilja að haldið sé upp- teknum hætti frá stjórnarárum Helmuts Schmidts, sem hélt fram sínum sjónarmiðum af fullri einurð við hvern forsetann af öðrunt í Washíngton. Föstudagur 18. febrúar 1988 úr þingliði Sjálfstæðisflokksins við mig um I þetta mál. Jafnframt var orðið ljóst, að skriður var kominn á stjórnarskrármálið, og menn voru byrjaðir að reyna að ná kjördæmamálinu út til að afgreiða það eitt og sér á yfirstandandi þingi. j«Það hefði verið tvískinnungur hjá okkur ao leggja ofurkapp á að ná samkomulagi um kjördæmamálið en fella síðan ríkisstjórnina á bráðabirgðalögunum áður en það næðist. En hinsvegar vildum við eiga inni þessa hótun, hafa möguleika á að binda enda á lífdaga ríkisstjórnarinnar", er skýring sjálfstæðis- þingmannsins á þessum að því er virðist skyndilega snúningi þingflokksins á mánu- dagskvöldið. Auk þess er ljóst, að eftir 1. mars hafði enga' þýðingu að fella bráðabirgðalögin, þau hefðu þá þegar náð markmiði sínu að verulegu leyti. Hefðu þau hinsvegar verið felld hálfum mán- uði fyrr er haft eftir Svavari Gestssyni, að önnur nákvæmlega eins lög, með breyttu orðalagi kannski, hefðu verið sett þegar í stað. Afgreiðsla bráðabirgðalaganna í Neðri deild á mánudagskvöldið var í rauninni Iok harðra átaka, fyrst og fremst milli Sjálfstæð- isflokksins og Framsóknarflokksins, um það hvort skyldi afgreitt á undan, bráðabirgðalög- in eða kjördæmamálið. Sjálfstæðismenn ótt- uðust, að yrðu bráðabirgðalögin afgreidd fyrr, og ríkisstjórnin þar með felld, yrði fram- sóknarmönnum að þeirri ósk sinni, að ekki yrði hreyft við kjördæmamálinu fyrir þessar kosningar. Þótt líf ríkisstjórnarinnar bjargaðist í horn á mánudagskvöldið var Adam ekki lengi í Para- dís. Þá skaust inn í Neðri deild frumvarp sjö ráðherra af tíu um breytingar á vísitölu- kerfinu. Alþýðubandalagsmenn höfðu það formlega við þetta frumvarp að athuga, að ákveðið skyldi með meirihlutasamþykkt inn- an ríkisstjórnarinnar að leggja það fram sem stjórnarfrumvarp. Að mati þeirra er það al- gjört brot á þeirri vinnureglu sem farið hefur verið eftir hingað til, að allir ráðherrarnir skuli’vera sammála um að leggja fram mál sem stjórnarfrumvörp. „Þetta þýðir að ekki er lengur hægt að vinna með þessum mönnum“, sagði ónefndur Alþýðubanda- lagsmaður við mig. Það er því ekkert ólíklegt, að þegar vísitölu- SiMMLEWD VFIRSVISI ERLEND I síðustu viku átti Schmidt ýtarlegt viðtal við James M. Markham, fréttaritara Was- hington Post í Bonn. Þar segir kanslarinn fyrrverandi þrem síðustu forsetum Banda- ríkjanna skorinort til syndanna, fyrir að hafa með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi orðið þess valdandi að vopnabúnaður NATÓ og viðléitnin til að semja við Sovétríkin um gagnkvæmar takmarkir á kjarnorkuvopna- búnaði hernaðarbandalaganna í Mið-Evrópu eru orðin hitamál í vestur-þýskum þingkosn- ingum. Schmidt segir ljóst. að valdhafar í Wash- ington óski Kohl sigurs. „Slíkt fellur Þjóðverjum ekki, og skaðar því í rauninni ríkisstjórnina,” er hans niðurstaða. .Aðdragandinn að því, að það spillir fyrir vestur-þýskri ríkisstjórn í kosningum að Bandaríkjastjórn sjáist draga hennar taum, er að dómi Schmidts þessi: Bandarískar rflcisstjórnir hafa gert hverja kúvendinguna á fætur annarri í afstöðunni til meðaldrægra kjarnorkuvopna í Mið-Evrópu, þangað til svo er komið að þær hafa fyrirgert trausti og tiltrú fjölda Evrópumanna. Fyrst leiddi Carter forseti hjá sér aðvaranir Schmidts og annarra við SS-20 eldflaugun- um, þegar Sovétmenn hófu að koma þeim fyrir í skotstöðu gegn Vestur-Evrópu, og fékkst ekki til að taka þær með í samninga umleitunum risaveldanna, sem leiddu til SALT-2 samningsins. Síðar rauk svo Carter til og vildi svara SS-20 nteð nýjum, banda- rískum kjarnorkuvopnum í löndum NATÓ, og það var ekki fyrr en Schmidt, Giscard frá Frakklandi og Callaghan frá Bretlandi lögðu málið fyrir hann á fundi æðstu manna á Gua- deloupe árið 1979, að hann féllst á að reyna fyrst samninga við Sovétríkin. Svo kom Reagan til sögunnar, og þá keyrði um þverbak. Hann vakti skelfingu Evrópu- þjóðameð því að tala hvatskeytlega um að heyja og vinna „takmarkað kjarnorkustríð" við Sovétríkin, og haga sér þannig að ekki varð séð að hann tæki samningaumleitanir við Sovétríkin um takmörkun kjarnorku- vopna alvarlega. „Frá Washington hefur mánuðum saman frumvarpið verður væntanlega lagt fram á Al- þingi í næstu viku leggist Alþýðubandalagið gegn því, og það hef ég eftir áreiðanlegum heimildum úr röðum alþýðubandalagsmanna að þeir meti það meira en tryggja að kjör- dæmamálið nái fram að ganga fyrir þingrof. Þá stendur bara eftir spurningin um það hvort Geir komi Gunnari til hjálpar og tryggi fram- gang vísitölumálsins á sömu forsendu og sjálfstæðismenn tryggðu framgang bráða- birgðalaganna. Innan Alþýðubandalagsins er þó mikill á- hugi á því, að þegar fyrir yfirvofandi kosningar verði samþykktar nýjar reiknireglur við skipt- ingu þingsæta, og sjálfstæðismenn eru held- ur ekki mótfallnir því. Heimildir innan Al- þýðuflokksins segja hinsvegar, að þar telji menn það ekki skipta máli, jafnvel þótt það þýddi bætta stöðu flokksins í dreifbýlinu. En þeir benda á, að verði ekkert gert annað en flytja nokkra þingmenn milli kjördæma geti það þýtt framlengingu á því óstöðuga stjórn- málaástandi sem nú ríkir, jafnvel um fjögur ár. Þeirra skoðun er sú, að rjúfa eigi þing þegar í stað, kjósa nýtt þing sem hefði það eitt verk- efni að samþykkja nýja stjórnarskrá, og kjósa i annað sinn þegar í haust. „Það eina sem við förum fram á er, að hinir flokkarnir gefi skýlausar yfirlýsingar um vilja sinn til þessa”, sagði ónefndur alþýðuflokks- maður um þetta. Staðan á Alþingi er því sú, að Sjálfstæðis- flokkurinn virðist vera kominn með annan fótinn í stjórn en Alþýðubandalagið á hraðri leið í stjórnarandstöðu þar sem A-flokkarnir fylkja sér saman í andstöðu við nýja vísitölu- kerfið. Ekkert bendir þó til samstarfs milli þeirra. Hinsvegar hefur flogið fyrir, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðubandalagið vilji í stjórn saman, þótt þingmenn hvorugs flokksins vilji við það kannast. Hinsvegar benda niðurstöður skoðana- könnunar Helgarpóstsins til þess, að eftir næstu kosningar liggi fyrir möguleikar á tvennskonar stjórnarsamstarfi: Sjálfstæðis- flokkur og Framsóknarflokkur með samtals 53% atkvæða og Sjálfstæðisflokkur og Al- þýðubandalag með samtals 54,5% atkvæða. eftir Þorgrím Gestsson eftir Magnús Torfa Olafsson borist mótsagnakennd háreysti,” segir Schmidt, „aðallega ertandi hávaði frá Pen- tagon,” og bætti við að brottrekstrarnir úr hópi samningamanna Bandaríkjanna um af- vopnunarmál hefðu ekki bætt úr skák. „Af þessu spretta spurningarmerki, sem ekki verða þurrkuð út með varaforsetaheim- sókn.” Reagan virðist að því leyti sama sinnis og Schmidt, því í fyrradag ákvað hann að reyna að hlutast sjálfur til um kosningabaráttuna í Vestur-Þýskalandi nteð ummælum á fundi með fréttamönnum. Jafnframt var sendi- herra Bandaríkjanna hjá NATÓ látinn lýsa yfir á ráðstefnu í Múnchen, að Bandaríkin muni taka til athugunar að kalla hersveitir sínar heirn frá Vestur-Evrópu, taki Evrópu- ríki ekki við nýjum, bandarískum kjarnorku- vopnum í lok þessa árs. Veilan í stöðu Vesturveldanna í samning- ununt við Sovétríkin í Genf um takmörkun meðaldrægra kjarnorkuvopna í Evrópu er því enn sú sama, stjórn Reagans hefur ekki tekist að sannfæra bandamenn sína í Evrópu um að hún sækist þar eftir jákvæðri niður- stöðu. Keyrir um þverbak við síðasta atvikið í átökum Reagans og utanríkismálanefndar Öldungadeildarinnar um yfirmann deildar afvopnunarmála og vígbúnaðartakmarkana í Bandaríkjastjórn. Þegar Eugene Rostow var vikið úr því embætti, skýrði hann brottrekst- urinn með því að voldugum öflum í ríkis- stjórninni hefði ekki getist að ákveðinni við- leitni sinni til að ná árangri í afvopnunarmál- um. Kænneth Adelman, sem Reagan skipaði í stað Rostows, stóð sig með þeim endemum fyrir utanríkismálanefnd, að öldungadeildar- menn kváðust skelfingu lostnir yfir vanþekk- ingu og áhugaleysi mannsins á viðfangsefni sínu. Báðu þeir Reagan að taka skipunina til endurskoðunar, en hann þverneitar, og held- ur fast við að setja yfir afvopnunarmálin mann sem flokksbróðir hans, utanríkismála- nefndarmaðurinn Larry Pressler, telur hafa sýnt að hann skorti trú á viðleitni til að hafa höntlur á vígbúnaði.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.