Helgarpósturinn - 22.04.1983, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Blaðsíða 17
17 Ljej____________ ,rjnn Föstudagur 22. apríl 1983 Hlemmur 5 öllum þeim fjölda, kannski einn þúsundasta. Hlemmur er áning- arstaður og eins og alltaf um slíka staði er áningin lengri hjá litlum hópi. Sá hópur á til að ráfa á milli Hlemms og annarra staða í ná- grenninu og miðborginnií1 Neyslan vex Edda Ólafsdóttir í Útideildinni segir að starfsmenn deildarinnar séu málkunnugir hundruðum unglinga. Fáir þeirra séu þannig staddir, að ástæða sé til að hafa áhyggjur af þeim. „En því er ekk- ert að leynaj* sagði Edda, „að við höfum þungar áhyggjur af á- standinu í fíkniefnamálum hér. Við teljum að neyslan fari vaxandi og erum að reyna að finna leiðir út úr vítahringnum. Við erum því ekki með neinar patentlausnir, okkar starfi er ætlað að vera fyrir- byggjandi“ Sigtryggur sagðist álíta fólki hollt að líta á staðreyndir málsins: „Aðstaða fyrir unglinga á Reykja- vikursvæðinu er mjög bágborin. Fyrir þessa tuttugu þúsund ungl inga eru fimm félagsmiðstöðvar í Reykjavík, engin aðstaða í Hafn- arfirði, félagsmiðstöð í Garðabæ, engin aðstaða í Kópavogi þótt ver- ið sé að byggja þar upp og engin á Álftanesi. Og þar sem aðstaða er fyrir hendi er hún að verulegu leyti byggð á tilboðum. Komið hingað og gerið þetta, krakkar. Á Hlemmi og fleiri slíkum áninga- stöðum af ýmsu tagi geta þessir krakkar verið og gert það, sem þau vilja sjálf. Unglingar eru nefnilega af- skiptir rétt eins og fatlaðir og gamalt fólk. Unglingsárin eru ekki orðin til mikils annars en að bíða. Það er hugsað um börn, þau eiga vísan samastað heima hjá sér í flestum tilfellum, en unglingarn- ir finna sig ekki eins vel. Þau eru að bíða eftir því að verða fullorð- in. Fyrir fimmtíu árum eða svo var yngsta fólk á vinnumarkaði hérlendis um tólf ára. Nú er yngsta fólkið á vinnumarkaði 18-19 ára. Þetta hefur gerst með lagasetningu, skólakérfi og svo framvegis. Unglingar eru einfald- lega ekki taldir með í dag. Og það tekur þau sífellt lengri tíma að finna sig í þessum heimi hinna fullorðnu“ Rótin á heimiiunum — Á Hlemmi, og þá væntanlega fleiri stöðum, eru augljóslega ungl- ingar, sem eiga í einhverskonar erfiðleikum, sum margþættum. Hvers konar erfiðleikar eru algeng- astir? „í langflestum tilfellum eru ein- hverskonar erfiðleikar á heimilun- um. Þau hafa engan áhuga á að vera heima hjá sér á kvöldin, það kallar bara á rifrildi og hávaða. Þá er alveg eins gott að vera á Hlemmi. Og samtöl á heimilinu snúast mest- megnis um hagnýta hluti - hvenær á að koma heim, hvenær á að vakna, hvenær á að fara í skólann og svo framvegis. Tilfinningaleg tengsl milli fjölskyldumeðlima vantar oft. Ég hef til dæmis tekið eftir því í mínu starfi hjá Unglingaráðgjöf- inni“, hélt Sigtryggur áfram, „að oft á tíðum þarf ég að byrja á því að koma á sambandi milli annarra fjölskyldumeðlima innbyrðis". — Heimiliserfiðleikar eins og áfengisvandamál, áttu við? „Það þarf ekki til. Og það þarf ekki heldur til fjárhagsáhyggjur. Aðalvandinn er tilfinningakuldinn, tilfinningalegur vanþroski. Tækni- væðingin í þjóðfélaginu kallar á þetta, fólk þarf í rauninni ekki mik- ið að hafa samskipti augliti til aug- litis. Það er sjónvarp, útvarp, plötur og video.... Ég held að það sé vert að hafa af þessu miklar áhyggjur“. Lært af Christiane F. En það er fleira, sem er vert að hafa áhyggjur af. í frásögn Gísla Björnssonar hér að framaji, og í sögunni af honum Sigga hér á opnunni, er vikið að því uppátæki að sprauta áfengi beint í æð. Ekki þarf að hafa mörg orð um hversu varasamt slíkt getur verið. „Það fór að bera á þessu eftir sýn- ingar á myndinni „Dýragarðsbörn- SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. in“ í vetur“, sagði Gísli Björnsson í samtali við blaðamann Helgar- póstsins. „Við höfum líka dæmi um að þau mylji töflur, jafnvel magnyl eða sjóveikitöflur, og sprauti í sig. Þau kalla þetta kokkteil. Auðvitað er þetta stórvarasamt - ígerðarhætt- an er aðeins ein hætta þessu sam- fara“. — Mér hefur skilist að það sé ekki bara hass, sem þessir krakkar sækjast í... „Nei, ef lítið er um hass á markað- inum hér þá vex notkun á töflum allskonar og áfengi. Það var lítið um hass í gangi upp úr áramótun- um - þá var brotist inn í apótekin. Það er nefnilega ekki allt fengið með því að skrúfa fyrir innflutning- inn á kannabisefnum, hassi og marijuana. Fólk leitar í annað, ein- hverskonar vímugjafa. Það verður aldrei hægt að útiloka öll efni, sem hægt er að nota til að komast í vímu. Lím, þynni, gas og þesskonar efni er ekki hægt að útiloka. Málið snýst um að fá þau til að hætta, gera sér hættuna ljósa“, sagði Gísli Björnsson. Eðlilegt fjölskyIdulíf óþekkt Sigurður Jónasson, uppeldisfull- trúi Neyðarathvarfi unglinga í Kópavogi, sem starfar í tengslum við Unglingaheimili ríkisins, segist í vetur hafa orðið var við mikla pillu- neyslu meðal sinna skjólstæðinga, sem flestir hafa verið viðloðandi Hlemm. Áfengi væri þó mest í gangi. En pillunotkun færi vaxandi og einnig niður í aldursstiganum. „Það var hörgull á hassi í vetur, pillurnar fylltu í skarðið“, sagði Sigurður í samtali við blaðamann HP: — Hvaðan koma þær - og hvers- konar töflur eru þetta? „Róandi lyf, örvandi, allt þar á milli. Sjóveikipillur voru vinsælar áður fyrr. Hvaðan þær koma er ekki gott að segja, ég held að við- loðandi þessa samkomustaði ungl- inganna séu eldri menn, uppkomið fólk, sem hefur einhvern aðgang að töflum. Og þeir virðast fá að vera í friði“. Sigurður tók undir það, að ungl- ingarnir sem leituðu i Neyðar- athvarfið og aðrar slíkar stofnanir, 12 ára og eldri, ættu það sameigin- legt að búa við einhverskonar vandamál heima fyrir. „Oft er stjúpi inni í myndinni og honum semur kannski illa við krakkana. Við höfum orðið varir við all mörg dæmi um slíkt í vetur“. — En hvaðan koma unglingar í Neyðarathvarfið? „Mestmegnis frá lögreglu og Félagsmálastofnun. Þessum stað er ætlað að vera skammtímavistun en það hefur nú gengið upp og niður. Við höfum verið að reyna að gera einhverja hluti hér, greiða götu krakkanna á einhvern hátt“. — Er vandinn að stækka - fjölg- ar þessum krökkum, sem lent hafa á svo miklum villigötum að þau þurfa að leita í neyðarathvarf fyrir unglinga? „Það sýnist mér, já. Allar stofnan- ir eru fullar - Smáratún, Unglinga- Framh. á síðu 23 Hverfisgötu 33 — Simi 20560 — Pósthólf 377 þurfa aldrei að Gefðu þeim bara venjulegan pappír og frumrit að fara eftir og á örskotsstundu færðu í hendur svo fullkomin afrit að örðugt reynist að greina þau frá fyrirmyndinni. Þó U-BIX muni e.t.v. ekki slá í gegn í skemmtana- iðnaðinum er leitun að vandaðri og hæfileikaríkari eftirhermum. Æfingalaust líkja þær eftir öllu sem kemur fyrir sjónir þeirra og malandi af ánægju \ vinna þær frá morgni til kvölds á'n þess að fara nokkru sinni fram á launahækkun. Er nokkur furða þó þessar dömur séu oftast æviráðnar? Láttu útlitið ekki blekkja þig. Þær líta út eins og venjulegar Ijósritunarvélar, en þegar þú kveikir á þeim kemur annað í Ijós. U-BIX eftirhermurnar - hressileg nýjung

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.