Helgarpósturinn - 22.04.1983, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Blaðsíða 19
^p'&sturinn* FöStudagur 22. arpíl 1983 19 Af innlendum skákmótum Skákþing íslands var haldið um páskana að vanda. Landslið og áskorendaflokkur tefldu hér í Reykjavík, en opni flokkurinn í Garðabæ. Nokkuð skyggði á að enginn fimm fremstu skákmanna okkar, alþjóðlegu titilhafanna, skyldi sjá sér fært að tefla á þing- inu, sem á að vera fremsta skák- mót okkar íslendinga. En annars var þarna gott úrval íslenskra skákmanna, og gaman var að sjá nokkra unga og efnilega nýliða, sem mikils má vænta af í framtíð- inni, ef þeir halda áfram jafn rösklega og þeim hefur miðað hingað til. Á þinginu gerðist sá atburður í fyrsta skipti í íslenskri skáksögu, að erlendur maður hreppti fyrstu verðlaun í lands- liði. Þetta var Dan Hansson, ung- ur Svíi sem hefur verið búsettur hér um skeið og er nýlega kvæntur íslenskri konu. Þetta er ekki í fyrsta sinn að Dan teflir á íslensku skákmóti, en hann hefur ekki áður staðið sig jafnvel. Hér sigraði hann með yfirburðum, hlaut 9 vinninga. Næstir honum komu þrír menn jafnir, með 7,5 vinninga hver: Ágúst Karlsson, Elvar Guð- mundsson og Hilmar Karlsson. Dan hlaut því fyrstu verðlaun, sem munu vera sólarlandaferð, en hann keppti sem gestur á mótinu sökum þess að hann er ekki orð- inn íslenskur ríkisborgari ennþá. Þessvegna þurfa þremenningarnir að tefla áfram um titilinn skák- meistari íslands 8 7 6 5 4 3 2 1 »h ® m i: MMWWitW't ±m mtw ■ ± & & &±± A # iii i i Stundum er sagt, að ekkert sé nýtt undir sólinni, en um þessa hugmynd er freistandi að full- yrða, að hún sé ekki eldri en frá miðri þessari öld. Ekki man ég um upphafsmann, það gæti vel hafa verið Tal, hugmyndin er honum lík. Fórnin er byggð á mati á tafl- stöðunni en ekki reikningum. Eft- ir 14rexd5 15. exd5 er þrýstingur hvíts á e-línunni afar óþægilegur og svarti kóngurinn á erfitt um að finna skjól (15rBxd5? 16. Hxe7 + Kxe7 17. Dxc(5) Áskell velur aðra leið sem er sýnu lakari, honum hefur sjálfsagt sést yfir drottn- ingar fórn hvíts. 14. ..rRxd5? 15. exd5-Bd5? Eftir 15rBxg5 16. fxg5 standa allar gáttir opnar. Etv mátti reyna 15rRf6. 16. Dxd5!-exd5 17. Hxe7+-Kf8 18. Bf8-Bf5-h6 Svartur er varnarlaus. Við Hd8 er svarið 19.Be6! Nokkru fyrir íslandsþingið fór skákþing Norðlendinga fram á Sauðárkróki og var fjölsótt. Þar bar sigur úr býtum ungur Akureyringur, Pálmi Ragnar Pétursson og skaut aftur fyrir sig ýmsum valinkunnum kempum, eins og Braga Halldórssyni, sem reykvískir skákmenn kannast vel við frá fyrri árum, en hann er nú kennari við fjölbrautarskólann á Sauðárkróki.og Akureyringunum Áskatli Erni Kárasyni og Gylfa Þórhallssyni. Akureyringarnir þrír komu suður og tefldu á íslandsþinginu, Áskell Örn og Gylfi í landsliði en Pálmi í áskorendaflokki. Leikar fóru svo að Pálmi sigraði í áskor- endaflokki þrátt fyrir harða sam- keppni. Pálmi er sonarsonur Pálma rektors Hannessonar, sókndjarfur og efnilegur skák- maður sem gaman verður að fylgjast með. Ánnar ungur maður sem athygli vakti í áskorendaflokkn- um er Björgvin Jónsson, sem hlaut önnur verðlaun. Björgvin er sonur Jóns Böðvarssonar skóla- meistara í Keflavík, en hann var á yngri árum mikill áhugamaður um skák — og er það reyndar enn — hann var frumkvöðull þess að alþjóðlegt skákmót stúdenta var haldið í Reykjavík árið 1957. Gleðilegt er að utanbæjarmenn skuli sækja íslandsþing meira en fyrr og láta Reykvíkingum ekki eftir öll efstu sætin. Ofurveldi Reykvíkinga á skáksviði er ekki að öllu leyti hollt fyrir íslenskt skáklíf. Tvær stuttar skákir frá þessum mótum skulum við Iíta á. Sú fyrri er frá Sauðárkróki, en þar lagði Pálmi þrjá hættulegustu keppinauta sína í þremur síðustu umferðunum. 19. Hxd7-Dc4 20. Be7 + -Kg8 21. Hxd6-He8 22. He6 Dxa2! 23. C3-h5 24. Ba3 . og svartur gafst upp, drottning hans er lokuð inni, ofan á allt ann- að, hvítur hótar Bbl, Dal,Rb3. Síðari skákin er úr 3. umferð landsliðskeppninnar. Ágúst Karlsson — Björn Sigurjónsson Byrjun Rétis 1. c4-e6 6. Rf3-Rf6 3. g3-d5 4. Bg2-d4 5. 0-0-c5 6. d3-Be7 7. e3-dxe3 8. fxe3-Dc7 9. Rc3-0-0 10. b3-Rc6 11. Bb2-Bd7 12. d4-Had8 13. d5-Re5 14. Rxe5-Dxe5 15. De2-Db8 16. d>6! Ljómandi falleg peðsfórn! Leiki svartur nú. 16rDxd6, kemur 17. Hxf6! Bxf6 18. Re4 De7 19. Rxf6+ gxf6 20. Dg4+ Kh8 21. Dh4 e5 22. Be4 og Pálmi R. Pétursson — Áskell Örn Kárason Sikileyjarleikur 1. e4-c5 2. Rf3-d6 3. d4-cxd4 4. Rxd4-Rf6 5. Rc3-a6 6. Bg5-e6 7. f4-Db6 8. Rb3-Be7 9. Df3-Rbd7 10. 0-0-0-Dc7 11. Bd3-b5 12. Hhel-Bb7 13. Rd4-Hc8 14. Rd5! svartur er varnarlaus. 16. ..rBxd6 17. Hxf6!-gxf6 18. Re4-Be5 19. Rxf6 + -Kg7 20. Dg4 + !-Kxf6 21. Dxf4 + !-Ke7 22. Bxe5-Dc8 23. Bd6 + -Ke8 24. Df6 og mátar í næsta leik. ur ekki slíkúr maður svikið kjósendur sína, þegar hann fótumtreður hjarta ástvinu sinnar eins og hestur?! Hvílíkur saáismi! Hvílík karlremba! Jæja, Nú líður mér betur eftir að hafa gert skyldu mína sem sannferðugum kvinnublóma sæmir og varað ykkur við honum Vilmundi. Og þá get ég loksins snúið mér að kosningamatseðlinum: pæa með reyktum laxi, spænskri grænmetissúpu og möndluperum. Kjörið að styrkja maga- og taugakerfi um miðnættið fyrir framan kosninga- sjónvarpið, þegar kjörborðsskjálftinn er liðinn hjá. Góður málsverður getur fyrirbyggt að úrslita- skjálftinn leggi ykkur í flensu. Pæann og súpuna getið þið verið búin að hafa til með góðum fyrir- vara, en perurnar eru bestar volgar úr ofninum. Uppskriftirnar eru handa fjórum7 Pæi meö reyktum laxi Fyllingin: 200 g af reyktum laxi FRAM TIL FESTU OG FRELSIS! Háttvirtu kjósendur! Nú göngum við að kjörborðinu nk. laugardag að aflokinni leiftursnöggri, flugskarpri en málefna- legri kosningabaráttu og veljum menn og konur til setu á Alþingi næstu vikurnar — eða fram að síðari umferð kosninganna. (Eins og maður hafi nú ekki öðrum hnöppum að hneppa á laugardögum...) Eins og alþjóð á að vera orðið löngu ljóst snúast þessar kosningar eins og aðrar kosningar um það hvort íslendingar kjósa að fylkja sér stétt með stétt eða stétt upp á kant við stétt i baráttunni við verð- bólguófreskjuna; þá jafnframt um það álitamál hvort telja eigi verðbólguna niður ásamt Iaunum, hvort setja eigi lögbundið þak yfir óskapnaðinn eða hvort eigi að veita enn samræmdara verðbólgu- viðnám á enn breiðari grundvelli. Líf okkar er fyrir löngu orðið ein óslitin maga- kveisa, því við vitum gjörla að samdrátturinn í sin- um þjóðarlikamans og kreppan í þjóðarbrjóstinu valda því að við getum ekki leyft okkur að borða neinar rjómatertur á næstunni, heldur verður fyrst í stað að verja það skyr sem þegar er komið á disk- inn. Til þess að svo megi verða þarf styrka stjórn vöðvastæltrá manna og kvenna sem þora að horf- ast í augu við verðbólgudrauginn án þess að beygja af og bregðast við honum af hörku. Menn og kon- ur sem þora að segja þjóðinni sannleikann og vilja sækja fram af fullri festu og einurð. Já, mikill er vandi vor, kjósendur, að velja á milli allra þessara föngulegu og framsæknu frambjóð- enda sem allir eiga það sameiginlegt að elska sina hnípnu þjóð í vanda og allir sem einn myndu þeir manna fyrstir kasta sér á móti kjarnorkusprengj- unum til að firra fleiri dauðsföllum, ef á okkur yrði ráðist — úr austri eða vestri, norðri eða suðri. Vissulega greinir framboðsflokkana lítillega á um stjórnunarleiðir, en allir hugsa þeir þó um hags- muni fjöldans en ei um eigin frama. Svo mikið er víst! T.d. hefursjálfstæðismönnum ætíð verið ljóst að fámennri þjóð á borð við íslendinga getur ekki verið til góðs að stéttirnar berist á banaspjót. Þess vegna er þeirra kjörorð: „Stétt með stétt“. ó, hve fagurt... Vandinn við að velja Besta framboðsflokkinn eykur enn á magakveisu vora. En ég et> þó fyrir mína parta þegar búin að útiloka einn flokk, en það er Bandaiag jafnaðarmanna. Hann kýs ég sko örugglega ekki og skylda mín og réttlætiskennd gagnvart þjóð minni býður mér að greina umsvifa- laust frá ástæðunum fyrir þeirri ákvörðun. Varið ykkur á Vilmundi! Ég er hrædd um að þar fari maður sem mælir fagurt en hyggur flátt. Til að kynnast manninum er ekki nóg að lesa drög að málefnagrundvelli Bandalags jafnaðarmanna. Þið skuluð lika lesa persónulegar játningar Vilmund- ar, þ.ea.s. ljóðabók hans Myndir og Ijóðbrot, því þar, já þar, kemur maðurinn nefnilega til dyranna eins og hann er klæddur. í þeirri bók segist hann oftar en einu sinni bókstaflega hafa traðkað á hjarta ástvinu sinnar! Ég leyfi mér. að vitna hér í Hörpusöngva Vilmund^r máli mínu til stuðnings: En samt þótt örtög okkar séu samofin í því sem við elskum og draumar okkar sœki d sömu mið. Þá á nóttunni ' þegar þú heldur um hqisinn á mér og við tölum saman þá ert þú blóm en ég hestur sem traðka á hjarta þínu: Hjartanu, sem þú gafst mér. Því ber ekki að neita að ljóð þetta er sannanlega ort af þeim smekklega tilfinningahita sem einkenn- ir persónu Vilmundar. En ég bara spyr: hvernig get- 4egg 3 dl sýrður rjómi 6 msk mjólk 2 msk söxuð steinsclja (eða 1 msk af þurrkaðri) salt og pipar Deigið: 200 g hveiti 100 g smjör (kalt) ögn af salti 1. Byrjið á því að útbúa deigið og setja ofninn á 230 gr. Sigtið hvcitið á borðið og saltið það ögn; skerið smjörið í litla bita og setjið saman við hveitið. Myljið smjörið saman við hveitið með fingrunum. Dreypið þá 3—4 msk af köldu vatni yfir blönduna og hnoðið deigið vel. Látið standa í isskápnum á meðan þið eruð að útbúa fylling- una. 2. Roðflettið laxinn, fjarlægið bein ef einhver eru, og skerið laxinn í litla bita. — Þeytið eggin með gaffli í skál, bætið út í sýrðum rjóma og mjólk, saltið og piprið og þeytfð vel með gafflinum. 3. Smyrjið pæaformið (u.þ.b. 25 cm i þvermál) fletjið deigið út og komið fyrir i forminu. Sting- ið nokkrum sinnum í botninn með gaffli, raðið laxabitunum yfir, stráið þá steinseljunni og heli- ' ið að lokum eggjasósunni yfir. 4. Bakið í 15 mín. við 230 gr., minnkið hitann þá i 170 gr. og bakið í u.þ.b. 20.mín til viðbótar eða þar til fyllingin er orðin fagurgyllt. Pæinn bragð- ast jafnvel hvort heldur sem er heitur eða kaldur og gjarnan má bera fram með honum blaðsal?t með léttri olíusósu. Spænsk grænmetissúpa — Gazpacho Þetta er köld, friskandi súpa sem ætti að vera ís- lenskum Spánarförum að góðu kunn, a.m.k. þeim sem ekki hafa tekið saltfisk og bjúgu með sér að heiman. Hún er krydduð vel og því er meira en svo við hæfi að milda kryddkeiminn með nokkrum ís- molum. Yi laukur Vi gúrka 5—6 tómatar eða 1 lítil dós af niöursoönunv'tómöt- um _. ; 2 grænar paprikur 2 hvítlauksrif 2 msk ólífuolia eða sólblómaolía 1 msk vínedik eöa 2 msk sitrónusafi 11. vatn 1 tsk salt nýmalaöur pipar eftir smekk nokkrir dropar af Tabasrosósu 1. Saxið laukinn smátt, skerið gúrku, tómata og paprikur í litla bita og setjið í skál. Kryddið með mörðum hvítlauk og bætið út í olíu, ediki eða sítrónusafa, vatni, salti, nýmöluðum pipar og tabasco. 2. Látið súpuna standa i ísskápnum í a.m.k. 2 tíma gjarnan lengur. Smakkið á henni áður en þið framreiðið hana og kryddið hana frekar, ef ykk- ur sýnist svo. Setjið síðan nokkra ísmola út i súpuskálina, ef þið æskið þess. Berið súpuna fram t.d. með ristuðu brauði og mögrum osti eða hrökkbrauði með kotasælu og kúmeni. Frelsi á la Vilmundur Mér þykir það leitt, elskurnar mínar, að plássips vegna verð ég að sleppa uppskriftinni að perunum. (Ritstjórinn hefur nefnilega bannað mér að hafa framhald á næstu síðu, og það verður að vera mynd...) En þið deyið áreiðanlega ekki ráðalaus fyrir því. Svo má líka með nokkrum rétti segja að skilningur Vilmundar á hugtakinu frelsi skipti meira máli en möndluperur. Þess vegna ætla ég að enda þennan pistil á að vitna í lokaorð ljóðsins Frelsi í áðurnefndri bók Vilmundar. En þar segir orðrétt: Frelsið við höfum gert það að skcekju og við sofum hjá henni _ t fyrir lítið verð. ' Fram, fram fylking, forðum okkur hættu frá!

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.