Helgarpósturinn - 22.04.1983, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Blaðsíða 14
14 Föstudagur 22. arpíl 1983. JpfísturinrL Landskjörstjórn: Samræmi í listamerkingu og úthlutun upp- botarþingsæta Ætli sé ekki rétt að minna þjóð- ina á, að á morgun, laugardaginn 23. apríl, verður kosið til Alþingis íslendinga. Á slíkum tímamótum heyrist oft talað um alls kyns kjörstjórnir, yfirkjörstjórnir hvers kjördæmis fyrir sig og landskjörstjórn. En hvaða appa- röt eru þetta svo? Til þess að for- vitnast öriítið um landskjör- stjórn, hafði Helgarpósturinn samband við Gunnar Möller.for- mann hennar, og var hann spurð- ur um hlutverk hennar. „Hlutverk landskjörstjórnar er einkum tvennt. Aðaíhlutverk hennar fyrir kosningar er að sjá um, að samræmi sé í merkingu framboðslista. Eftir kosningar tekur hún við skýrslum yfirkjör- stjórna og úthlutar uppbótar- þingsætum", sagði Gunnar. Landskjörstjórn er kosin hlut- bundinni kosningu af Alþingi og auk Gunnars sitja í henni Björg- vin Sigurðsson, Vilhjálmur Jóns- son, Baldvin Jónsson og Arni Halldórsson, en varamaður Árna er Arnmundur Backman. Gunnar Möller hefur átt sæti í landskjörstjórn að minnsta kosti fyrir þrennar síðustu almennar kosningar og aðspurður sagði hann, að það væri ákaflega upp og ofan hvort þetta væri skemmti- legt starf. Gunnar Möller, formaður landskjörstjórnar. „Það fer eftir því hvaða verk- efni ber á góma, en ég held, að við höfum allir ánægju af þessu“, sagði hann. — Hefur ekki eitthvað óvenju- legt komið uppá í setu þinni í landskjörstjórn? „Það hafa stundum komið upp skondin spursmál í sambandi við sérframboðin, en ég get ekki rakið það í einstökum þáttum, og kann heldur ekki við þaðý sagði Gunnar Möller, formaður lands- kjörstjórnar. EKKI , FÆDDIR í GÆR! Aflt tekur sínn tíma. Skípulagning, þjálfun starfsfólks og öflun þekkíngar á rekstri eru allt dæmi um tímafrek og vandasöm viðfangsefni en góð þekking á þeim er forsenda gagnlegrar ráðgjafar. Yfir 10 ára reynsla, ásamt nánu samstarfi við virta endurskoðunarskrífstofu, skapar Tölvumíðstöðinni sérstöðu á íslenskum tölvumarkaðí að þessu leyti. Afkasta- mikil tölva í eigu fVrirtækísíns, Burroughs B1955, tíyggir enn frekar örugga þjónustu. Sparaðu dýrmætan tíma. Taktu 10 ára þekkingu og reynslu í þína þjónustu STRAX. Páfi kann ráð við blankheitunum Páfinn var ekki af baki dottinn, þegar hann sá fram á mikinn halla- rekstur á Vatíkaninu vegna banka- hneykslanna, sem allir þekkja. Hann ákvað bara að gera árið í ár að heilögu ári, og samkvæmt tíma- tali pápískunnar hófst það 25. mars síðastliðinn. Saminn var sérstakur sálmur í til- efni ársins og nú bíður páfi bara eftir því, að sex til sjö milljónir píla- gríma láti plata sig. Páfagarður gerir ráð fyrir að hagnast um tiu milljarða líra á upp- átækinu. Ég vildi, að ég væri páfi. Þá væri ég alltaf ríkur. ÞJONUSTA JAFNT FYRIR STÓR OG SMÁ FYRIRTÆKI Forrítunarþjónusta. Frá upphafi höfum víð þróað stöðluð Kerfi, í samvinnu við innlenda og erlenda aðíla tíl ýmissa nota, bæði fyrír einkafVrír- tæki og opinberar stofnanir. Sem daemi má nefna: fjárhagsbókhald, Iaunabók- hald, viðskiptamannabókhald, sam- byggt viðskiptamanna- og lagerbók- hald, byggingabókhald, gjaldendabók- hald fyrir sveitafélög, séreignasjóðs- bókhald, birgjabókhald, tímabókhald og framleiðslu- og birgðastýríkerfi fyrir fyrírtæki í framleiðsluiðnaði. Fyrír þau fyrirtæki sem nota eigin tölvur bjóðum við alhliða forritunarþjónustu óháða tegund vélbúnaðar. Runuvínnsla hentar mörgum minni fVrirtækjum sem ekki vilja leggja út í mikinn stofnkostnað og þurfa á upplýsingum að halda t.d. viku- eða mánaðarlega. ^Fjarvínnsla hentar ýmsum stærri OjB&O fyrirtækjum sem þurfa á sívinnslu að halda. Qa l Þessí kostur býður ^ upp á afkastagetu stórrar tölvu á verði smátölvu. Höfóabakki 9 Sími 85933 'J |/ Skeggaparí steininn Það er eins gott, að tyrkneskir verslunareigendur eigi ávallt til nægar birgðir af rakvélum og rak- vélarblöðum til þess að landar þeirra geti rakað sig samviskusam- lega kvölds og morgna. Það getur nefnilega veríð hættulegt að vera skeggjaður i vinaríki okkar f Nato, hjá lýðræðissinnanum Kenan Evran hershöfðingja. Ótrúlegt — en SATT. Stjórnvöld í Ankara dæma það nefnilega eftir skeggvexti tyrk- neskra karlmann hvort þeir geti verið undirróðursmenn af verstu tegund. Ef þú ert með alskegg, er hætta á, að þér verði stungið inn fyrir að vera strangtrúaður ís- lamisti. Hökutoppurinn gefur til kynna, að þú sért harðlínu marxisti. Þunna yfirskeggið er einkenni jafnaðarmannsins. Þykk hormotta er hins vegar aðalsmerki fasistans. Og segir mér hugur um, að þeir hljóti að vera í hávegum hafðir austur þar. Það mætti svo sem hlæja að svona dellu, ef ekki væru skýrslur frá Amnesty International, sem segja frá því að í tyrkneskum fang- elsum húki nú þúsundir pólitískra fanga; verkalýðsleiðtoga, mennta- manna, sem allir eiga það sameigin- legt að þá prýðir einhver tegund af skeggi. Sannleikurinn er oft ótrúlegri en Iygin, en svona er þetta nú samt. GLUGGA PÓSTUR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.