Helgarpósturinn - 22.04.1983, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 22.04.1983, Blaðsíða 21
 jjSstúrírih.. Fö'stijdaguY 22. arpíl 1983 21- eftir Illuga Jökulsson myndir Jim Smart Rfl?K Þetta er naestdýrasta umslagið frá Islandi. Það er metið á í kringum eina milljón króna, eða fjórum sinnum lægri upphæð en „Biblíu-umslagið“. eigandi umslagsins nú áttað sig á því að hann átti dálítinn fjársjóð þar sem það var. Hann ákvað að selja það sem fyrst og í gegnum einn millilið fannst kaupandi í útlöndum. Okkur hefur ekki tekist að finna út verð umslagsins er það var selt úr landi, en það mun hafa verið umtalsverð upphæð. Svo mik- ið er víst að skömmu síðar, eða á árinu 1973, var umslagið selt á uppboði í Hamborg og var þá metið á 150 þúsund þýsk mörk i frímerkja- skrá. Ekki er vitað hvort seljandi þá var hinn sami og keypti umslagið af eigandanum hér því hann óskaði nafnleyndar við uppboðið og sama gerði kaupandinn. Raunar hefur einn heimildarmanna okkar i frímerkjabransan- um sagt að kannski hafi ekki allt verið sem sýndist með þetta uppboð. Það getur sem sé verið að eigandinn hafi sjálfur boðið í, og keypt umslagið aftur, til þess einfaldlega að auglýsa það og hækka verðgildi þess. Slíkt mun ekki vera fátítt í svona sölumennsku, en athygli skal vakin á því að hér er aðeins um vangaveltur að ræða. Farið fram á dómsrannsókn Um svipað leyti og fréttist af umslaginu hér á landi gerðist það að farið var fram á rann- sókn lögregluyfirvalda á málinu. Þeir sem það gerðu voru erfingjar manns nokkurs í Hafn- arfirði sem látist hafði nokkru áður. Þóttust erfingjarnir, bræður tveir og fleiri aðstand- endur, kannast við umslagið af lýsingum og töldu að það hefði verið í eigu föður þeirra. Vildu þeir nú fá á hreint hvort svo hefði verið, og þá með hverjum hætti það hefði komist í annarra manna hendur og verið selt úr landi. Rannsókn þessi var falin lögreglumanni nokkrum sem fór samstundis á stúfana. Bræðurnir töldu að umslagið hefði ef til vill lent hjá aldraðri konu sem lengi hafði verið í þjónustu föður þeirra og erft nokkra persónu- lega muni eftir hann látinn. Rannsóknarlög- reglumaðurinn fór því á fund konunnar. Jú, hún kannaðist við eitthvert umslag en hafði satt að segja aldrei velt því verulega fyrir sér. Að beiðni rannsóknarlögreglumannsins athugaði hún hvort það væri enn á sínum stað; sem var innan í bók nokkurri uppi í skáp. Það var reyndar ekki Biblía, en guðsorð engu að síður; nefnilegagömul húslestrarbók. Og þar var umslagið sem hún hafði fengið frá fyrrum vinnuveitanda sínum, alveg óhreyft en allt annað umslag. Þetta var danskt umslag og heldur ómerkilegt. Við frekari rannsókn var sannleikurinn í málinu ekki lengi að koma í ljós og rannsókn- arlögreglumaðurinn sneri sér að öðrum verk- efnum. Niðurstöður þessarar rannsóknar voru hins vegar aldrei gerðar lýðum Ijósar, enda óskaði maðurinn sem átt hafði umslagið eftir því að ekki yrði gert opinbert hver hann væri. En vegna gömlu konunnar og húslestr- arbókar hennar komst sagan um Biblíuna á kreik og þeir sem vissu betur sáu ekkert at- hugavert við að láta þjóðsöguna hafa sinn gang. Uppboðið í Sviss Og nú hefur „Biblíu-umslagið“ sem sé verið selt á nýjan leik. Það fór ekki milli mála að upp- boðshaldararnir i Zurich'í Sviss töldu hér um merkilegan grip að ræða, sem marka má af því að það var metið á 300 þúsund svissneska franka í uppboðsskránni og var það jafnframt lágmarksverð. Var „Biblíu-umslagið“ lang- verðmætasti uppboðsgripurinn að þessu sinni. í Morgunblaðinu þann 12. apríl síðast- liðinn var fjörleg frásögn af uppboðinu frá fréttaritara blaðsins í Sviss, Önnu Bjarnadótt- ur, og tökum við okkur það bessaleyfi að birta hér hluta frásagnarinnar. „Þegar kom að númer 50720 („Biblíu-um- slaginu") gleymist að breyta númerinu yfir höfði Feldmans (uppboðshaldarans), en hann byrjaðisjálfurá aðbjóða 310.000 sv. franka í biblíuumslagið. 30 manns voru þá í salnum, verðið fór hratt upp í 340 þúsund sv. franka, hækkaði um 10.000 franka í senn, en enginn sagði neitt nema Feldman sem sagði verðið og benti á þann sem átti tilboðið. Þegar hamrin- um var slegið í borðið brosti maður að nafni Dicky Refson og nokkrir óskuðu honum til hamingju. En fyrir aftan hann sat litli ítalinn og veifaði númeraspjaldinu sínu kátur og hróðugur á svip. Hann var þó fljótur að koma sér í burtu þegar átti að mynda hann og spyrja hann nokkurra spurninga. Hann vildi ekkert um sig eða kaupanda biblíuumslagsins segja (Áður hafði Anna þó haft eftir honum að kaupandinn væri ekki íslendingur)... Refson, sem er umboðsmaður og býr í Monaco, sagði að hann hefði álitið að hann hefði hreppt umsiagið. Hann sá hvorki né heyrði ítalann sem sat að báki hans og keppti við hann um umslagíð. Hann hafði umboð frá ónefndum skjólstæðingi, sem hann vildi að- eins segja að væri ekki íslenskur, til að bjóða 340.000 sv. franka í umslagið. Hann var leiður yfir að hafa ekki fengið það, en sagði að ekk- ert væri við því að gera. Menn klöppuðu þegar biblíuumslagið var selt, en uppboðið hélt óhindrað áfram. Frammi á ganginum töluðu menn um rugling- inn og brostu að kænsku ítalans. Hann var augsýnilega vel þekktur, en enginn vildi gefa upplýsingar um hann“ Framboð og eftirspurn Hér látum við staðar numið í frásögn Önnu Bjarnadóttur í Mörgunblaðinu. Þess má geta að alls voru 117 íslensk frímerki seld á þessu uppboði, sem fram fór þann 10. þessa mánað- ar, en að sjálfsögðu var langhæsta verðið greitt fyrir „Biblíu-umslagið“. 340 þúsund svissneskir frankar gerir rösklega hálfa fjórðu milljón íslenskra króna, en þess ber að geta.að þá eru sölulaunin, sem nema 15%, eftir. Alls þarf hinn nafnlausi kaupandi því að punga út með hér um bil fjórar milljónir íslenskra króna. Til samanburðar má geta þess að dýr- asta umslagið sem selt hefur verið á uppboði í veröldinni fór á eina milljón dollara fyrir all- nokkrum árum, en það var bandarískt umslag sem" á núverandi verðgildi dollarans myndi kosta rúmlega 21 milljón íslenskra króna. Ekki er þó unnt að segja með nokkrum rétti að þetta bandaríska umslag, sem kallast Blue Box Boy Post Master, sé á einhvern hátt „merkilegra" en hið íslenska; verðlagið í þess um bransa fer eingöngu eftir framboði og eft- irspurn, og það liggur í augum uppi að mun fleiri safna bandariskum frímerkjum og ums- lögum heldur en íslenskum og eftirspurn eftir slíkum munum því miklu meiri. Ekki er gott að segja hvað nú er orðið af „Biblíu-umslaginu“ margnefnda; að likind- um er það í einkasafni einhvers staðar á heimskringlunni, og óvíst hvenær það kemur næst fyrir almenningssjónir. En Helgarpóst- urinn stingur a.m.k. upp á því að nafnið „Biblíu-umslag" verði héðan í frá lagt niður — hvernig væri að kalla það „fornbókaums- lagið“? MIÐIER MOGULEIKI Fjöldi stórvinninga á nýju happdrættisári Mánaðarlega verður dregið um íbúðarvinning; 8-10 bílavinninga; 25 ferðavinninga og hundruð húsbúnaðar- vinninga. Aðalvinningurinn sem jafnframt er stærsti vinningur á einn miða hérlendis er húseign að eigin vali fyrir 1.5 millj. króna (dregið út í apríl '84). 11 (búðavinningar á 400 þús. kr. hver. 100 bílavinninga’r á 75 þús. kr. hver. 300 ferðavinnmgar á 25 þús. kr. hver. BUUM ÖLDRUÐUM AHYGGJULAUST ÆVIjCVÖLD 600 húsbúnaðarvinningar Aðalvinningur ársins; Verum með í Happdrætti DAS. á 7.500 kr. hver húseign fyrir 1.5 millj. króna. og 6188 húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver. Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða er hafin HAPPDRÆTTI '83-84

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.