Helgarpósturinn - 13.05.1983, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Blaðsíða 8
8 sÝniii{|sirsalir Gallerí Langbrók Jóhanna Þóröardóttir sýnir lág- myndarskúlptúra úr tré og fleiru. Sýningin er opin virka daga kl. 12—18 og 14—18 um helgar, og stendur til 22. mai. Listasafn ASÍ: Hafsteinn Austmann sýnir vatnslita- myndir. Sýningin er opin virka daga kl. 14—19 og kl. 14—22 um helgar. Henni lýkur 22. mai. Lokaö mánu- daga. Listmunahúsið: Alfreö Flóki sýnir teikningar. Syningin stendur til 23. mai og er opin kl. 10—18 virka daga og 14—18 um helg- ar. Lokaö á mánudögum. Kjarvalsstaðir: Guömundur Karl Ásbjörnsson sýnir málverk í vestursal. Sveinn Björns- son sýnir sömuleiöis málverk, en i austursal. Páll Reynisson sýnir Ijós- myndir i forsal. Allar standa sýning- arnar til 23. maí og eru opnar kl. 14—22 alla daga. Norræna húsið: Sænski málarinn Sven Hagman sýnir sænskar þjóölifsmyndir i málverki í kjallaratil 15. mal. Opiö kl. 14—19alla daga. I anddyri er sýning frá Færeyj- um ávegum Færeyingafélagsins. Þar eropiöátíma hússins kl. 9—19. Lýkur 15. maí. Mokka: Pétur Stefánsson sýnir olíumyndir á pappa. Opiö virka daga kl. 9.30—23. 30 og sunnudaga kl. 14—2330. Listasafn Einars Jónssonar: Opiö miðvikudaga og sunnudaga kl. 13.30— 16. Stórfenglegar höggmynd- ir. Ásgrímssafn: Falleg málverk og vatnslitamyndir. Opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 13.30—16. Félagsstofnun stúdenta: Á laugardag opnar Ijósmyndasýning sem nefnist Southern Roads/ City Pavements, þar sem Roland L. Free- man sýnir myndir af bandarískum blökkumönnum. Skruggubúð: Þorsteinn Hannesson sýnir málverk og vatnslitamyndir. Fyrsta sýningin frá 1962. Opiö virka daga kl. 17—21 og 15—21 um helgar. Lýkur 15. maí. Gallerí Lækjartorg: Gunnar Dúi opnar málverkasýningu á laugardag kl. 15. Allt nýjar oliumyndir og allar til sölu. Hefur áöur haldið fjölda sýninga heima og heiman. Opiö alla daga kl. 14—18 nema fimmtudaga og sunnudaga kl. 14— 22. Og stendur til 23. mai. Listasafn íslands: Höggmyndir eftir Ásmund, Einar og Sigurjón, svo og Ijósmyndir af högg- myndum eftir ameríska Ijósmyndar- ann David Finn. Auk þess myndir úr safninu. Opiö mánudaga og fimmtu- daga kl. 13.30-16 og laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-18. Lýkur 15. mai. Bogasalurinn: Úr fórum safnsins Myndir úr islands- leiööngrum útlendinga og ýmsir munir, sem Þjóðminjasafniö hefur safnaö aö sér á allra siðustu árum. Allttil sýnis. Opiö þriöjudaga, fimmtu- daga, laugardag og sunnudaga kl. 13.30- 16. Icikliíis Þjóðleikhúsið: Föstudagur: Cavalleria Rusticana og Fröken Júlía. Ópera og ballett, allt á einu kvöldi. Laugardagur: Lina langsokkur eftir Lindgren kl. 15 Grasmaðkur eftir Birgi Sigurösson kl. 20 Sunnudagur: Lína langsokkur kl. 15. Cavalleria og Júlia kl 20. Leikfélag Reykjavíkur: Föstudagur: Guörún eftir Þórunni Siguröardóttur. Laugardagur: Skilnaður eftir Kjartan Ragnarsson. Sunnudagur: Guðrún. Austurbæjarbíó: Hassið hennar mömmu eftir Dario Fo. Svælan er enn á ný á laugardags- kvöldi kl. 23.30. Dúndur. íslenska Óperan: MíkadóeftirGilbertogSullivan. Kína- ævintýri á laugardag kl. 20. Revíuleikhúsið: islenska revían eftir Geirharð Mark- greifa. Sýningar i Gamla biói i kvöld (uppstigningardag) og á sunnudag kl. 20.30. Nemendaleikhúsið: Miðjarðarför eftir Sigurö Pálsson. Sýningar í kvöld (uppstigningardag), föstudag og sunnudag kl. 20.30. Og aö sjálfsögðu I Lindarbæ. Föstudagur 13. maí 1983 Helgai----- -Pðsturinn Nemendaleikhúsið sýnir Miðjarðarförina — andstæðurík, fjörug, dramatísk og ljóðræn sýning, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni. A krossgötum Nemendaleikhúsið: Miðjarðarfor eftir Sigurð Pálsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Gretar Reynis- son. Lýsing: David Walters. Leikendur: Edda Heiðrún Backman, Eyþór Arnason, Helgi Björnsson, Krislján Franklín Magnús, María Sig- urðardótlir, Sigurjóna Sverrisdóttir, Vilborg Halldórsdóttir. í smápistli í upphafi leikskrár Nemendaleikhússins minnist höf- undur leikritsins sem hér er um (£ei/c/iá/ rætt á „gamla heilsteypta formið" og „óhæfni þess að segja eitthvað um nútímann". Nú er það vissu- lega rétt áhrifamáttur þess sem maður segir er mjög háður því hvernig það er sagt. Sérstaklega á það við þegar því sem maður vill segja er ljáður listrænn búningur, þá er formið afgerandi um áhrifa- mátt þess sem verið er að segja. Um hitt má aftur deila og hefur reyndar mikið verið deilt um hvort „gamalt“ form er endilega ónýtt til þess að segja eitthvað um nú- tímann. Það veltur á heimspeki- legri afstöðu manna til nútímans hvaða form þeir vilja ljá hugsun sinni. En það eru vissulega til gild rök fyrir því að gamalt form henti illa til þess að fjalla um nútímann. Þegar kemur til leikritunar þá er hefðbundið form byggt upp á kynningu, flækju og lausn — eða eins og Sigurður Pálsson orðar það „þessar skotheldu heildir með snurðu á þræði og lausn í lokin" Þetta form byggir á heims- skilningi sem gengur út frá að til séu lausnir á þeim vandamálum sem maðurinn á við að stríða og á sama hátt felur höfnun þessa forms í sér heimsskilning sem hafnar því að til sé eitthvað sem hægt er að kalla lausn á vanda mannsins í tilverunni. Þessi heimsskilningur er vissulega nær- tækur í nútímanum og í rauninni sá eini sem hægt er að hafa þó mörgum gangi erfiðlega að sætta sig við hann. í rauninni er þessi viðhorfsbreyting kjarninn í því sem kallað er nútímaheimspeki — hinar endanlegu lausnir eru ekki lengur til. Þessum vangaveltum mætti lengi fram halda, því segja má að umræða um ánrif breytts heims- skilnings á listsköpun sé ó- tæmandi efni, en hér verður stað- ar numið. í þessu nýja leikriti og sýningu Nemendaleikhússins tekst höf- undi mætavel að segja eitthvað um nútímann með nýjum hætti, og það sem meira er um vert hon- um tekst það bæði á aðgengileg- an, ágengan, sannfærandi og skemmtilegan hátt og er það kannski meira en hægt er að segja um öll leikrit sem eru í „nýju“ formi. I meginatriðum er leikurinn settur saman úr þremur sviðum. Kjarni þess er frásögn af ungu fólki sem er um það bil að sleppa úr skóla. Sá vísir að frásögn sem fjallar um þetta fólk snýst um undirbúning undir að fara á Borg- ina, stefnumót þar og nóttina á eftir. Út frá þessum frásöguvísi eru spunnir kaflar sem fjalla um einstakar persónur með svipleiftr- um af foreldrum þeirra sumra. I þessum þætti verksins liggur á- herslan ekki á að segja sögu, þó fram komi mörg atvik úr hvers- dagslífi ungs fólks í þeirri stöðu sem hér er um að ræða, heldur er verið að lýsa einstaklingum sem eru á krossgötum. Lífið er ekkert einfalt, það blasir ekki við neinn beinn og breiður vegur, einfaldar lausnir eru ekki til. Annað svið verksins, einskonar dulvitund þess, eru „Utangarðs- verur“ sem koma fram af og til. Um leið og þær eru ógnvekjandi eru þær afkárir skopgervingar sem tjá hvorttveggja í senn ógn og hverfulleika. Þriðja sviðið er ekki eins af- markað og hin, en er eins og allt- um lykjandi og innanum og samanvið, stef og tilbrigði sem sífellt eru nálæg. Þetta er hið ljóð- ræna svið leiksins sem bæði kem- ur víða fyrir í textanum og einnig er lagt töluvert mikið uppúr að ná fram i sjónrænni úrvinnslu á svið- inu. Það liggur alls ekkert ljóst fyrir hvernig setja á leikrit eins og Miðjarðarförina á svið. Leik- myndasmiður, ljósahönnuður og leikstjóri hafa bæði sýnt frum- leika og áræði í sviðsetningunni. Sýningin er andstæðurík, fjörleg, dramatísk og Ijóðræn. Leikstjóra hefur tekist mjög vel að vinna hina sjónrænu hlið verksins í beinu framhaldi af textanum þannig að margar senur fá sjálf- stætt tjáningargildi til hliðar við textann. Leikhópur Nemendaleikhúss ins er vel þjálfaður og samhæfð- ur hópur. Pétur Einarsson, skóla- stjóri leiklistarskólans, bendir réttilega á í Ieikskrá að sá góði árangur sem þessi hópur og aðrir hópar Nemendaleikhússins hafa náð veltur ekki síst á því að hér er um að ræða hóp sem unnið hefur mjög náið saman í mörg ár, eh er einnig ábyrgur fyrir vali verkefna og samverkamanna. í þessari sýn- ingu kemur þetta vel fram því þar gerir hver einstaklingur mjög vel um Ieið og hópurinn í heild vinnur gott verk. í þessari sýningu reynir nokkuð jafnt á alla leikendur og fá þeir allir góð tækifæri til að sýna hvað í þeim býr og eru þau tækifæri notuð mjög vel. í heildina er hér um að ræða nýstárlega sý.ningu sem er að öllu leyti mjög vel unnin, skemmtilega og fallega sýningu sem vissulega á erindi við leikhúsgesti, ekki síst yngri kynslóðina, þá sem stendur á krossgötum í lífinu. G.Ást. Fröken Júlía — skortir orð til að lýsa glæsileik sýningar fs- lenska dansflokksins og Birgit Cullberg, segir Gunnlaugur m.a. í umsögn sinni. Ástríðufljótið Þjóðleikhúsið: Cavalleria Rusticana eftir Pieto ' Mascagni. Leikstjóri: Benedikt Arnason. Leikmynd og búningar: Birgir Engil- berts. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Sinfóníuhljómsveit Islands Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat. Aðalhlutverk: Ingveldur Hjaltested, Constantín Zaharia, Halldór Vilhelms- son, Sólveig M. Björling Sigríður Ella Magnúsdóttir. Þjóðleikhúskórinn. Fröken Júlía. Ballett eftir Birgit Cull- berg. Tónlist: Ture Rangström Stjórnendur: Jeremy Leslie-Spinks og Birgit Cullberg. Leikmynd: Sven Erixson (Borgarleik- húsið í Stokkhólmi).' Sinfóníuhljómsveit Islands undir stjórn fean-Pierre Jacquillat. Islenski dansflokkurinn. í mörgum lélegum skáldsögum og kannski góðum líka er ástríð- unum stundum líkt við fljót sem streymir fram með ógnarþunga, lygnt á yfirborði en með ólgu- straum undir sem hvenær sem er getur brotist með offorsi upp á yfirborðið. Nú er þessi líking ekk- ert vitlausari en hver önnur og hefur hún oft verið notuð með góðum árangri. Ef við höldum okkur við þessa líkingu þá streymdi fljót ástríðnanna óbeisl- að í sýningu Þjóðleikhússins sem frumsýnd var á föstudaginn í síð- ustu viku, þar sem saman voru sýnd óperan Cavalleria Rusticana frá Ítalíu og ballettinn Fröken Júlía eftir Birgit Cullberg byggð á samnefndu leikriti eftir Strind- berg, hvorttveggja ættað frá Sví- þjóð. Cavalleria Rusticana er fremur stutt ópera u.þ.b. ein klukkustund og tuttugu mínútur í flutningi og er mér sagt að það sé hefð að sýna hana með öðru verki. Er alls ekki ilia til fundið að sýna saman stutta óperu og ballett, sem er af svipaðri Iengd. Þannig er ástinó á ítal- íanó Sagan í Cavalleria Rusticana er mjög of hið sama far og tíðkast í óperum: Þegar Turiddu snýr heim frá að gegna herþjónustu er unn- usta hans, Lola, gift Alfio öku- manni, og hallar hann þá höfði sínu að Santussu, sem elskar hann heitt, en Lola lokkar hann til sín svo hjarta Santussu brestur og hún segir Alfio frá öllusaman og hann gerir sér lítið fyrir og stútar Turiddu. Óbeislaðar ástríður, ást, hatur, heiður og hefnd. Mascagni samdi víst einar 15 óperur og er Cavalleria Rusticana sú eina þeirra sem lifað hefur meistara sinn, sumar þeirra hafa að sögn aðeins verið fluttar einu sinni við dræmar undirtektir. Það er að sjálfsögðu tónlistin sem hér skiptir fyrst og fremst máli og er hún býsna fjölbreytt í þessari ó- peru, fjörleg oftast, en einnig ljóðræn og ástríðuþrungin. KÓr- inn hefur hér miklu hlutverki að gegna. Stærstu sönghlutverkin eru hlutverk Santuzzu og Turiddu. Ingveldur Hjaltested var primadonna þessarar sýningar í hlutverki Santuzzu, sem hún fór með af miklu öryggi og einstök- um raddstyrk. Búlgarinn Const- antin Zaharia fór með hlutverk Turiddu. Hann er mjög líflegur söngvari, léttur og fallegur tenór með skemmtilega sviðsfram- komu. (Ég sé reyndar í blöðunum í morgun, þriðjudag, að hann er hættur og farinn og óvíst hver kemur í staðinn). Önnur aðalhlut- verk eru minni en þau Halldór Vilhelmsson, Sólveig M. Björling og Sigríður Ella Magnúsdóttir gerðu þeim góð skil. ...och engáng í Sverige Fröken Júlía er einnig mjög á- striðuþrungið verk þó með öðrum hætti sé. Júlía greifadóttir er til- finningalega bæld, en veitir á- stríðum sínum útrás eina Jóns- messunótt með þjóninum Jean, en þegar hún raknar úr ástríðu- rotinu hellist siðvendni uppeldis- ins yfir hana og skömm hennar er slík að hún á ekki annars kost en að ráða sér bana, sem hún gerir með aðstoð þess hins sama Jean. Ógnþrungið ekki satt? Með aðdáunarverðum hætti hef- ur Birgitt CuIIberg búið til ballett úr leikriti Strinbergs. Það er undravert að sjá hvernig tilfinn- ingum persónanna er fýlgt eftir í hreyfingum listdansins. íslenska dansflokknum eflist þróttur með hverri nýrri sýningu. Mig skortir sannast sagna orð til þess að lýsa glæsileik þessarar sýningar. Það er greinilegt að þeir sem stjórna þessari sýningu kunna sitt fag og dansflokkurinn er fær um að taka slíkri stjórn. Að sjálfsögðu ræður töluverðu um glæsileik sýningarinnar frá- bær frammistaða Asdísar Mag- núsdóttur í hlutverki Júlíu, sem hún dansar af öryggi og ástríðu sem hæfir vel. Ekki skaðar að aðalmótdansari hennar, Svíinn Niklas Ek, í hlutverki Jean er með .allra bestu karldönsurum sem ég hef séð og hlutverkið er einnig viðameira danshlutverk en yfir- leitt er um karlhlutverk. Með þessari sýningu á Fröken Júlíu hefur íslenski dansflokkur- inn unnið enn einn stórsigur. Ánægjulegt kvöld Af framansögðu má væntan- lega sjá að það er hægt að eiga mjög ánægjulegt kvöld í Þjóð- leikhúsinu við að njóta þessara tveggja sýninga. G.Ást.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.