Helgarpósturinn - 13.05.1983, Blaðsíða 7
Hampton
í Háskólabíói
Þetta er meistari vibrafónsins
Lionel Hampton sem fylgir í kjöl-
far Gary Burtons (sjá umsögn hér
til hliðar) á vegum Jazzvakningar
og heldur hljómleika með 17
manna stórsveit í Háskólabíói 1.
júní. Mikið orð fer af Evróputúr
Hamptons um þessar mundir og er
sagt að gamli maðurinn sé í slíku
formi að hann vilji helst ekki hætta
að spila fyrr en tónleikarnir hafa
staðið langt fram á nótt. Jafnframt
er talið að þetta kunni að verða síð-
asta hljómleikaferð Hamptons til
Evrópu, enda aldurinn tekinn að
færast yfir hann. Semsagt, — ein-
stakt tækifæri 1. júní, sem Jazz-
vakning var gert fjárhagslega kleift
fyrir velvild Flugleiða sem gaf alla
frakt fría vegna hljómleikanna.
Ævintýrjð / Óoeruhúsinu
Stundum gerast ævintýri og
þeir sem upplifa þau gleyma stund
og stað og berast um undrageim í
himinveldi háu. Ég er viss um að
Benedikt gamli Gröndal hefði
svifið á léttum himinvængjum og
sál hans verið sjóðandi tónlistar-
lífguð af yl hefði hann verið einn
þeirra er sátu í Gamla bíói sl.
þriðjudagskvöld og hlýddu á
kvartett víbrafónmeistarans Gary
Burtons. í það minnsta var undir-
ritaður í sjöunda himni og svo
virtist um flesta er sátu umhverfis
hann.
Gary og félagar hófu tónleik-
ana á verki eftir Chick Corea og
áður en hætt var voru Corea verk-
in orðin þrjú. Kannski var Chris-
tal Silence þeirra eftirminnilegast
og segir titillinn allt um verkið og
túlkun þess. Þó var það ekki Ijóð
þagnarinnar sem einkenndi tón-
leikana öðru fremur heldur kraft-
ur ljóðsins. Ég minnjst þess ekki
að hafa heyrt Burton jafn þrung-
inn orku og þarna í Óperuhúsinu,
hvort sem það var í blúsi Jim
Halls eða dansi Mike Gibbs,
sömbu J obims eð'a ópusum Swall-
ows rafbassasnillings. Það eru
rúm tíu ár síðan ég sat eina dag-
stund í Tónleikahöll Berlínarfil-
harmóníunnar og hlýddi á Burton
einan við víbrafóninn; sú endur-
minning er föl samanborið við
þau þrjú einleiksverk er hann lék
hér. Og var ekki dásamlegt að
heyra hann ljúka tónleikunum á
söng Jarretts: In Your Quiet
Place! Jón Múli var með djassþátt
um Burton á dögunum og lauk
honum einmitt á þessurn söng og
sagði eitthvað á þá leið að enginn
kynni betur að fara með róman-
tísk smálög en Burton og fannst
þá mörgum djassprófessorinn
hitta naglann á höfuðið. Þó held
ég að Burton hafi spilað hann
helmingi betur þarna í bíóinu en á
plötunni, en kannski vélaði list
augnabliksins þar unt.
Gary Burton er víbrafónleikari
í sérflokki og þó hann leiki ekki
eigin tónverk gerir hann hvert það
verk að sínu er hann fer höndum
um. Gamlir Ellingtongeggjarar
táruðust er þeir heyrðu hann leika
Afríkublóm meistarans og tóna-
ljóð Mingusar: The Duke Elling-
ton Sound of Love, þarsem Lush’
L.ive stakk brosandi upp kollin-
um. Þar lék Jim Odgren aðalhlut-
verkið. Að sjálfsögðu á hinn
kornungi altisti margt ólært og
sólóar hans bliknuðu samanborið
við Burton, en enginn verður snill-
ingur á augabragði og tón hefur
hann góðan og mikið blés hann
fallega ballöðuna hennar Cörlu
Bley: Dreams So Real. Fátt þarf
að segja um rýþmann. Swallow er
hunang, sagði bassaleikari á
konsertinum og eru það orð að
sönnu. Mike Hyman lék einsog
hugurinn og horfinn var hinn há-
væri unglingur er hingað kom
með John McNeil.
Þetta voru listatónleikar og
straumarnir í Óperuhúsinu magn-
aðir. Þá er bara að bíða eftir
næsta djassmeistara, en það er
enginn annar en faðir djassvíbra-
fónsins, Lionel Hampton, en
hann ætlar að lyfta þakinu af
Háskólábíói með fulltingi sautján
manna hljómsveitar sinnar þann
1. júni n.k.
Gary Burton í Gamla bíói — hef
ekki heyrt hann jafn þrunginn
orku og í Óperuhúsinu, scgir
Vernliarður m.a. í umsögn sinni.
Annars er mín skoðun á saman-
safnsplötum sú, aó þar
sé um frekar ómerkilegt fyrir-
brigði og peningaplokk að ræða.
Mér reynist alla vega allsendis
óframkvæmanlegt að hlusta á
þessa gripi mér til ánægju. Það er
helst að hægt sé að notast við
þessar plötur sem partýplötur,
þar sem hvort eð er enginn gefur
því gaum hvað er verið að spila.
Það sem af er þessu ári held ég
að einar þrjár samansafnsplötur
náð einhverri sölu hér á landi,
þ.e. Ein með öllu, Einmitt... og
Club Dancing ’83. Er sú síðast-
nefnda innflutt og er hún þeirra
sýnu verst.Á henni er varla annað
að finna en diskótónlist af aum-
ustu gerð. Að mínu mati eru að-
eins á henni þrjú þolanleg lög, en
þau eru með Phil Collins, Pass-
port og Chic.
Eina með öllu hef ég aldrei
heyrt og man raunar ekki hvaða
lög er að finna á henni, en Ein-
mitt... er ég að renna í gegn nú
þegar ég hripa þessar línur. Á
plötu þessari held ég að séu
óvenju mörg lög sem ég hef gam-
af að hlusta á, miðað við aðrar
plötur af þessári gerð, eða svona
fimm eða sex. Það eru lögin með
Undertones, U2, Dire Straits,
Dexy’s Midnight Runners, Grace
Jones og kannski John Watts, þó
hann hljómi í mínum eyrum alveg
eins og Pete Townshend. Af þess-
um lögum átti ég fyrir öll nema
Dexy’s lagið og Wattslagið, en það
síðarnefnda Iangaði mig nú ekki
neitt sérlega í, svo af þessu getur
nú hver séð hversu léleg fjárfest-
ing þessi plata hefði orðið fyrir
mig. Mín skoðun er sem sé sú að
* , þegar fólk kaupir samansafns-
x ; > plötur fái það kannski tvö eða
þrjú lög sem það langar til að
eignast og svo fylgi hitt jukkið
með. Það er nokkuð sem ég kalla
slæm plötukaup.
Morrison snvr aftur
Van Morrison —
Inarticulate Speech Of
The Heart
Sú saga komst á kreik fyrr á
þessu ári að einn besti hviti „soul“
söngvari heims, Van Morrison,
hygðist gefa út plötu, fara í hljóm-
leikaferð um Bretlandi og að því
loknu draga sig í hlé frá rokk-
bransanum um aldur og ævi.
Hljómleikaferðinni er nú lokið
og platan Inarticulate Speech Of
The Heart er komin út. Sem bet-
ur fer hefur Morrison hætt við að
hætta alveg, en þó ætlar hann að
taka sér frí frá tónlistinni næstu
tvö árin, en að þeim tima loknum
megum við eiga von á að heyra frá
honum að nýju.
með árunum, en hann hefur þó
sjaldnast útsett tónlist sína á sama
hátt tvær plötur í röð. Á Inar-
ticulate Speech fer hann t.d.
nokkuð aðrar leiðir en á Beautiful
Vision, þar sem rafmagnsgítar og
svífandi synthesizerleikur er áber-
andi, en blásturshljóðfæri eru
minna áberandi en oft áður. Það
sem er þó sérkennilegást við plötu
þessa er að á henni er að finna
fjögur svokölluð „instrumental"
lög. Á fyrri hliðinni eru t.d. ekki
nema tvö „týpísk“ morrison lög,
þ.e. Higher Than The World og
River Of Time og er það síðar-
nefnda öllu betra. Tvö lög eru að-
eins leikin þ.e. Connswater, sem er
undir áhrifum frá keltneskri tón-
list, og Celtic Swing, sem er mun
mínu mati besti hluti plötunnar
og mér er spurn til hvers ætti mað-
ur að vera að kaupa plötu með
einum bésta „soul“ söngvara
heims ef hann syngur lítið sem
ekkert á henni. í þeim lögum sem
Morrison syngur, sem betur fer er
það meirihluti laganna, kemur í
Ijós að hann er enn í fínu
sem söngvari.
Nú hefur Morrison sem sé tekið
sér tveggja ára hvild frá plötugerð
og hljómleikaferðum. Vonandi
megum við þó vænta þess að
þessu tímabili verði gefin
hljómleikaplata, frá ferðalaginu
nýafstaðna, sem tókst að því er
fregnir herma mjög vel.
Ýmsír — Club Dancing
’83 og Einmitt...
Samansafnsplöturnar hafa ver-
ið ákaflega vinsælt fyrirbrigði hér
á landi síðustu árin og má eigin-
Iega segja að plötur þessar hafi
komið í stað lítilla platna, sem hér
virðast eiga erfitt uppdráttar,
hvað sölu varðar.
Fyrir nokkrum árum voru það
plötur frá breska fyrirtækinu
K-Tel sem mestu réðu á
samansafnsplatna hér á landi en
þegar plötupressun fluttist inn í
Íandið urðu kaflaskil. Hljóm-
plötuútgáfan Steinar reið á vaðið
með að gefa út samansafnsplötu,
sem eingöngu var hugsuð fyrir
íslenskan markað, en þar var í
bland að finna íslenska og erlenda
flytjendur. Mín skoðun er sú að
margar þeirrá platna sem gerðar
eru hér heima séu mun betur vald-
ar en þær erlendu, að ég tali nú
ekki um hve þær þjóna betur
markaðnum.
Þar sem plata Morrisons
Beautiful Vision var að mínu mati
ein af tíu bestu plötum síðastlið-
ins árs var ég því nokkuð spenntur
að fá frá honum nýja plotu. Það
verður þó að segjast eins og er, að
þegar ég spilaði Inarticulate
Speech fyrst, varð ég fyrir all-
nokkrum vonbrigðum. Éftir þvi
sem ég spilaði hana meira vandist
ég henni og sætti mig nú ágætlega
við hana.
Morrison reynir ávallt að breyta
til og þróa tónlist sína. Það má
kannski segjaað sem lagahöfund-
ur hafi nann ekki mikið breyst
rokkaðra lag, hvað svo sem nafnið
gefur tii kynna, og mest áberandi
við það er góður saxófónleikur.
Rave On, John Donne er síðasta
lag fyrri hliðarinnar og er texti
þess ekki sunginn, heldur talaður
og minnir upplestur textans mig
nokkuð á Linton Kwesi Johnson,
en rétt er þó að taka fram að lagið
er samt ekki í reggaestíl.
Seinni hliðin byrjar og endar
með „instrumental" lögum, en
þeirra á milli gefur að heyra lög í
þeim stíl sem frekar hefði verið
von á frá Morrison. Þessi fjögur
lög, sem hér um ræðir, eru að
eftir Gunnlaug Sigfússon