Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 22

Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 22
22 Föstudagur 13. maí 1983 Geir Hallgrímsson kemur af fundinum í gærkvöld, eftir aö Ijóst varð að honum mistækist myndun ríkisstjórnar: Pólitísk framtíð hans er nú eitt stórt spurningamerki. Minnihlutastjórn — Nýsköpun? Geir Hallgrímssyni tókst ekki að hrökkva inn á niðurtalningarstefnu Framsóknar; eins konar samræming á hjöðnunarferli Fram- sóknarmanna og þeirri efnahagsstefnu Sjálf- stæðismanna að afnema verðbótakerfið sam- fara kjaratryggingu til láglaunahópa hefur ekki borið árangur. Mikill ágreiningur hefur ríkt í þingflokki Sjálfstæðismanna um ágæti sameiginlegrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsókn- ar. Margir hafa haft horn í síðu Geirs, talið þennan tvífallna kandídat standa of höllum fæti til að veita nýrri stjórn forystu. Og það sem meira er: Hluti þingflokksins er ósáttur við að sitja uppi með Geir sem formann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er í nóvember og ógjörningur annað en að endur- kjósa Geir sem formann, væri hann forsætis- ráðherra landsins. Innan Framsóknarflokksins hafa einnig verið skiptar skoðanir; sterk öfl í flokknum telja það vænlegast að vera í stjórnarandstöðu en aðrir aðilar hafa beitt miklum þrýstingi á forystumenn flokksins að ganga í eina sæng með Sjálfstæðismönnum. Það voru ekki hvað síst valdamenn í samvinnuhreyfingunni sem lögðu hart að Steingrími Hermannssyni for- manni Framsóknarflokksins að mynda mál- Steingrímur Hermannsson ræðir við fréttamenn: Framsóknarmenn vildu lögbinda vísitöluna í að minnsta kosti ár, — Sjálfstaíðismenn í mesta lagi hálft ár. efnasamning við Sjálfstæðisflokkinn hvað sem málefnastefnu flokksins leið. Hvað nú? Sennilegt er að umboð til stjórn- armyndunar lendi í höndum Svavars Gests- sonar, formanns Alþýðubandalagsins, hvort sem það millilendir hjá Steingrími eður ei. Steingrímur kærir sig sennilega ekki um um- boðið, þar eð stjórnarmyndunarviðræður eru þegar afstaðnar við Sjálfstæðisflokkinn og ekki líklegt að honum takist að breyta neinu þar um. Vinstri stjórn undir forystu Stein- gríms er ekki heldur ákjósanleg lausn; hún mundi fela í sér minnst fjögurra flokka stjórn að meðtöldum öðrum eða báðum nýju flokk- unum, hverra stefnur eru flestum óljósar. Svavar Gestsson gæti orðið lykilmaður við myndun nýrrar stjómar. Hann hefur þegar biðlað til Sjálfstæðisflokksins eins og fram hefur komið í fréttum og átt viðræður við Geir Hallgrímsson um hugsanlega stjórnar- myndun. En hvert er baksvið þeirra þreifinga? r I fyrrakvöld, þriðjudagskvöld, var haldinn lokaður fundur áhrifamanna í Alþýðuflokki og Alþýðubandalagi. Fundinn sátu fulltrúar flokksins i verkalýðshreyfingunni en einnig mættu þar aðrir áhrifamenn í flokkunum tveimur. Frá Alþýðuflokknum mættu t.a.m. Árni Gunnarsson, Sighvatur Björgvinsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Snorri Guðmunds- son og Jón Helgason. Af fulltrúum Alþýðu- bandalagsins má nefna Ásmund Stefánsson, Guðmund J. Guðmundsson, Baldur Óskars- son, Ólaf Ragnar Grímsson, Einar Karl Haraldsson og Grétar Þorsteinsson. Umræðuefni fundarins var hugmynd að stofnun nýsköpunarstjórnar. Að sögn nokk- urra viðmælenda Helgarpóstsins sem sátu fundinn, var tónninn jákvæður þótt engar ákvarðanir né samþykktir hafi verið gerðar, og ákveðið að hittast aftur til frekari um- ræðna um stjórnarmyndun Alþýðubandalags og Alþýðuflokks með Sjálfstæðisflokki. Samstaða A-flokkanna innan verkalýðs- hreyfingarinnar er alþe'kkt, og því ekki óeðli- legt að verkalýðsarmurinn innan Alþýðu- flokksins og Alþýðubandalagsins sjái sér leik á borði er stjórnarmyndunarviðræður Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar ná ekki saman. Þrýstingur verkalýðshreyfingarinnar á valda- mennina hefur verið mestur innan Alþýðu- bandalagsins. Þess er skemmst að minnast fyrir kosningar að ýmsir forráðamenn verka- lýðshreyfingarinnar höfðu í hótunum um að stofna nýjan vinstri flokk, eins konar verka- lýðsflokk, ef fulltrúa verkalýðshreyfingarinn- ar, Guðmundi J.,væri ekki tryggt þingsæti í uppstillingu Alþýðubar.dalagsins. Forystusveit Alþýðubandalagsins hefur því IMWLEWD VFIRSVIM Fréttamennirnir Ingólfur Margeirsson, Fríða Proppé, Gunnar Kvaran og Sigur- dór Sigurdórsson ræða við Steingrím Hermannsson eftir að slitnaði uppúr viðræðunum í gærkvöldi: „Útiloka enga flokka“, sagði Steingrímur þegar hann var spurður við hverja hann mundi tala,fengi hann umboðið. Erlend yfirsýn fellur niður Þar eð Magnús Torfi Ólafsson, höfundur Erlendrar yfirsýnar Helgarpóstsins, dvelst er- lendis um þessar mundir fellur hún niður að þessu sinni. ______________________íj'SsturinrL átt í vök að verjast. Líklegt er að Svavar Gests- son hafi verið hlynntur hugmyndum verka- lýðshópanna um nýsköpunarstjórn en hann þarf hins vegar tíma til að ná samstöðu um * slíka stjórnarmyndun innan Alþýðubanda- lagsins. Öðru máli gegnir um Alþýðuflokkinn. Áhrifamenn innan Alþýðuflokksins sögðu við Helgarpóstinn að Kjartan Jóhannsson væri opinn fyrir slíkum viðræðum en helstu andmælendum nýsköpunarstjórnar, þeim Jóni Baldvin Hannibalssyni og Eiði Guðna- syni, yrði hreinlega ýtt til hliðar í þeim stjórn- armyndunarviðræðum. Fulltrúar atvinnurekenda og verkalýðs- hópa Sjálfstæðisflokksins eru mjög hlynntir nýsköpunarstjórn. Það eru einkum Þorsteinn Pálsson og Björn Þórhallsson sem hafa stutt þessa hugmynd dyggilega, og Albert Guð- mundsson einnig. ASÍ og BSRB hafa einnig sent frá sér sam- eiginlega yfirlýsingu sem túlka má sem for- mála að stefnu nýsköpunarstjórnar. Þar segir m.a.: „Nýsköpun arðbærrar atvinnustarfsemi er frumnauðsyn ef ekki á að koma til atvinnu- leysis og hún er jafnframt forsenda þess að árangur náist í baráttu við verðbólgu". Þá er einnig þeirri eindregnu áskorun beint til stjórnvalda og stjórnmálaflokka, að nú verði brotið blað í efnahagsstjórn, að sem víð- tækastri samstöðu verði náð um stefnu sem taki tillit til sjónarmiða verkalýðshreyfingar- innar. Sem kjarna nýrrar efnahagsstefnu er m.a-. bent á hagnýtingu orkulinda og upp- byggingu stóriðnaðar, bætt starfsskilyrði Sjálfstæðismenn koma glaðbeittir af fundi: Ólafur G. Einarsson, Salóme Þorkelsdóttir og EgiEI Jónsson. iðnaðar, samræmt skipulag veiða og vinnslu, hagræðingu i verslun og bankastarfsemi, sameiningu fjárfestingalánasjóða og bætt skipulag opinberrar þjónustu. Forsendan fyrir myndun nýsköpunarstjórn- ar er að samkomulag náist milli flokkanna þriggja um efnahagsstefnu þ. 1. júní n.k. Ná- ist það samkomulag eru leiðirnar tvær við stjórnarmyndun: Svavar Gestsson getur myndað stjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn með aðild A-flokkanna fyrir 1. júní. Litlar líkur eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn samþykki Svavar sem forsætisráðherra og muni því gera kröfu til þess embættis. Hinn möguleikinn er sá, að formenn kom- andi stjórnarflokka þurfi tíma tii að ná sam- stöðu innan sinna flokka um nýsköpunar- stjórnarmyndun. Þetta gildir ekki síst um Alþýðubandalagið, því vafalaust neyðist flokkurinn til þess að Ieggja mál sem Flug- stöðvarmálið og Alusuisse-málið á hilluna meðan tekist er á við brýnustu efnahagsmál- in. Væntanlegur málefnasamningur flokk- anna mundi þó skýra þessi atriði nánar. í beinu framhaldi af síðari kostinum væri ekki ósennilegt að álykta, að Sjálfstæðis- flokkur myndaði minnihlutastjórn með tryggingu A-flokkanna eða öfugt. Sú minni- hlutastjórn mundi sitja til haustsins. Síðan yrði nýsköpunarstjórnin mynduð.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.