Helgarpósturinn - 13.05.1983, Blaðsíða 16
Það eru margir að spyrja
mann að þessu“
„Ég var 17 ára þegar ég byrjaði
að læra á klassískan gítar, en hafði
þá spilað nokkuð lengi svona fyrir
sjálfan mig og svo á rafmagnsgítar
með hljómsveitum eins og Tívolí og
Stuðventlunum. Mig langaði til að
læra að lesa nótur og auðga mig í
músíkinni. Upphaflega stefndi ég
ekkert frekar að því að ljúka þessu
námi því ég hafði svo margt annað
að gera, en svo fór ég alveg á kaf í
þetta“.
Við erum að tala við Friðrik
Karlsson gítarleikara en hann er að
Ijúka burtfararprófi frá Tónskóla,
Sigursveins D. Kristinssonar þessa
dagana. Auk þess spilar hann með
Mezzoforte, þeirri frægu hljóm-
sveit.
Nóg að gera
„Mig langar til að læra meira í
gítarleik, en það verður að bíða eitt-
hvað. Þegar þetta gerðist með
Mezzoforte breyttust öll mín plön
töluvert því ég var búinn að fá
skólavist í Bandaríkjunum, styrk
og hvaðeina og vár á leiðinni þang-
að í haust. Núna erum við í Mezzo-
forte hins vegar á leiðinni til Eng-
lands í næstu viku og verðum þar
sennilega í 6 mánuði að minnsta
kosti.
Það er þegar búið að ráða okkur
á 50 staði í Englandi, Hollandi og
Belgíu. Svo stefnum við að því að
gera plötu í ágúst. Ef tími verður til
þá ætla ég alveg harður í einkatíma
hjá einhverjum kennara í London
því ég verð að halda mér við“.
— Græðið þið mikið í Mezzo-
forte?
„Það eru allir að spyrja mann að
þessu, en þetta gerist ekki svona á
augabragði. Ætii við náum samt
ekki að hafa í okkur og á í þessari
ferð“.
Skemmtilegt hljóöfæri
„Ég á nú varla von á því að vera
i Mezzoforte alla ævi og stefni því
að því að fá kennararéttindi í gítar-
leik, því einhvern veginn sé ég mig
ekki fyrir mér sem einleikara. Ég
hef líka verið að kenna í vetur og
finnst það bæði gaman og ekki síð-
ur lærdómsríkt. Gítarinn er líka
vinsælt og skemmtilegt hljóðfæri,
svo það verður örugglega nóg að
gera fyrir kennara.
Á þessum skóla í Bandaríkj-
unum mundi ég taka jazzgítar sem
aukahljóðfæri, en ég hef verið að
spila jazz í vetur og langar til að
halda því áfram. Og í framtíðinni
langar mig til að spila sem flestar
tegundir af músik. Annars verða
þessar pælingar að bíða betri tíma
og það leggst mjög vel í mig að vera
að fara til London, við fórum þang-
að í vetur og það er greinilega mikið
um að vera þar, fullt af tónleikum
og þetta verður eflaust mjög
skemmtilegt".
i=r=]Z7
UD®D DDD Qa tTD DD DD
Vor- og sumartískan er fyrir löngu mótuð á teikniborðum tískufrömuðanna í
London — París — Njú Jork og hefur verið kynnt fyrir heiminum. Eins gott því
annars hefði maður heldur betur lent í vandræðum fyrir framan fataskápinn í sumar
og slatti af tískuverslunum hreinlega farið á hausinn. Stuðarinn hefur alltaf lagt sig
fram við að fylgjast með því nýjasta í tískuheiminum óg vill nú — þó komið sé fram
í miðjan maí og vetrartískan í þann veginn að koma — kynna það sem er efst á baugi
þessa dagana fyrir lesendum sínum.
Við látum okkur ekki aðeins nægja að líta inn á tískusýningar heldur liggjum fyrir
vel og smekklega klæddu fólki á förnum vegi.
Hérna sjáum við nemanda á eðlissviði Mennta-
skólans við Hamrahlíð svífa niður Laugaveginn.
Hann er í bleikum samfestingi, meö grænan
hjálm á höfði og hanska í sama fagurbleika litnum
og samfestingurinn. Til að búningurinn njóti sín
betur hefur pilturinn hengt á sig alls konar
skemmtilegt dót og er það í stil við hjálminn.
Þetta er ágætt dæmi um það hvernig ungt fólk
getur látið drauma sína rætast með viðeigandi
klæönaði.
Það er fleira tíska en hár og föt eins
og við sjáum glöggt á þessari mynd.
Regnhlífar skipa veglegan sess í
sumartískunni í ár og er það vel. Þetta
eru nefnilega þarfaþing og algjör mis-
skilningur að þurfi rigningu til að þær
komi að notun. Regnhlífar eru nefni-
lega þekktar fyrir aö koma aö góðum
notum i sjálfsvörn og auk þess minnast
eflaust margir hvernig Mary Poppins
nýtti sér regnhlífina sem flugvélar-
hreyfil og flaug um loftin blá.
Hún leynir sér ekki ánægjan í svip
þessa unga manns, en hann var að
eignast sína fyrstu skellinöðru. Eins og
vera ber hefur drengurinn hjálm i sama
lit og sætiö á nýja hjólinu og hefur með
ótrúlegu hugmyndaflugi tekið þaö al-
veg upp hjá sjálfum sér að skreyta
höfuðfatið með ofurlitilli stjörnu. Svona
getur hófleg notkun á ímyndunaraflinu
vakið mikla kátínu.
Það fer ekki á milli mála að síða hár-
ið er aftur að komast i tísku hjá karl-
mönnum. Er bara betra aö hafa það ó-
greitt og dálítið reytt. Svona getur tísk-
an verið duttlungafull.
Loksins datt einhverjum í hug að
teikna þægilegan og dálítið sniðugan
strandklæðnað handa ungu dömunni.
Sundbolirnir (svo að ekki sé nú talað
um bikiníin) eru farnir að ganga sér til
húðar og kvenfólk almennt hætt að
ganga i þvílíku í laugunum og á strönd-
inni.
Þessi hlýlegi búningur mætir líka
ströngustu kröfum læknavisindanna,
en það er fyrir löngu sannað mál að
sólböð séu stórhættuleg heilsu og
jafnvel lífi manna.
Litirnir eru sólgulur og brúnn og
kemur sá síðarnefndi í staðinn fyrir
þann sem fólk fær eftir strand- og
laugalegur. Má nú nota tímann til
annars en vera samt „sólbrúnn".
-------Lesendabréf-----
Bréf frá Margréti H.
Hæ!
Mér finnst Stuðaranum hafa
hrakað upp á síðkastið. Ég vil
hafa hann fyrir virkilegan
unglingaþátt en ekki kynningar á
einhverjum skallapoppurum eins
og þessari Grafík. Mér finnst
vanta allar upplýsingar um popp-
bransann, eins og hvenær kemur
plata með Sjálfsfróun út eða ný.
með Vonbrigði? Er það rétt að
Bubbi og Mikki séu að setja upp
nýja hljómsveit (ég er ekki að
meina Mögulegt óverdós)? Af
hverju eruð þið hætt að birta
Óháða vinsældalistann? Kemur
út plata með Baðvörðunum?
Ferlega er hún slöpp þessi
hljómsveit Björgvins Halldórs-
sonar sem spilaði í kosningasjón-
varpinu. Ég hef aldrei á ævi minni
heyrt annað eins kraftleysi. Það
var ekki von að þetta lið fengi at-
kvæði á Stjörnumessunni.
Jæja, þá er víst best að hætta
þessu áður en ég skrifa frá mér allt
vit.
Bæ, Margrét H.
Halló Margrét H. !
Takk fyrir bréfið. Það er bara
hressandi að fá smá gagnrýni við
og við, sérstaklega þegar við
gamlingjarnir hættum okkur of
nálægt skallapoppinu. Við viljum
líka hafa Stuðarann „virkilegan
unglingaþátt", en ekki bara enn
eina poppsíðuna. Við höfum nú
samt reynt að gera því helsta úr
poppheiminum nokkur skil og
svörum því með mikilli ánægju
þeim spurningum sem þú lagðir
fyrir okkur:
Sjálfsfróun hefur eitthvað verið
við upptökur í Grettisgati, en
hvorki þar né í Gramminu var
nokkuð að frétta af plötunni.
Platan með Vonbrigði kemur út í
júní, en það eru aðeins nokkrir
dagar síðan lokið var við að taka
hana upp.
Ego er ekkert að hætta. Bubbi
og Mikki stofnuðu bara hljóm-
sveitina Móral til að spila á tón-
leikunum með Fall. Ein ástæðan
fyrir því að hætt var að birta Ó-
háða vinsældalistann var sú að
fólk greindi á um hversu „ó-
háður“ hann væri og eins vildum
við hvíla hann um sinn og fá eitt-
hvað annað efni i staðinn.
Baðverðirnir eru ekki með
plötu á leiðinni svo við vitum.
Jæja Margrét H. við vonum að þú
sért ánægð með þetta svar og
skrifaðu okkur endilega sem fyrst
aftur.
Bless, bless. Helga og Palli. ^