Helgarpósturinn - 13.05.1983, Side 13
Pjetur lemur krepptum hnefa í borðið.
— Taktu Jesúm. Hann talaði um týndu
sauðina og hann starfaði meðal þeirra. En
hvernig umgengst fólk Jesúrn í dag? Jú, það
segir sem svo: „Ég ætla að tala við Jesúm, en
fyrst þarf ég að þvo mér bak við eyrun". En
Jesús er ekki að hugsa um það hvort viðmæl-
endur hans séu hreinir bak við eyrun eða ekki.
— Ertu haldinn Messíasarkomplexi?
— Þú ert reyndar ekki sá fyrsti sem spyr
þessarar spurningar, svarar Pjetur og lyftir
kankvíslega augabrúnum. Ég veit það ekki,,ég
'elgar
pösturinn. Föstudagur 13. maí 1983
En svo virðist, að prestar þori ekki að hafa
skoðun - alla vega ekki út á við. Tökum dæmi.
Við erum nýstaðin upp úr kosningum. Allt er
að fara til fj.... - ég má ekki segja orðið - og á
framboðsfundum út um land allt standa pólí-
tíkusar segja djóka og níða andstæðinga sína.
HVAR ER ÁBYRGÐIN!!? Af hverju taka
prestarnir ekki í hnakkadrambið á svona
mönnum?!
Pjetur fórnar höndum.
— Af hverju prestarnir?
— AF HVERJU EKKI!!? Prestar hafa
mikinn boðskap að flytja. Hvers vegna í ó-
sköpunum sitja þeir á honum?'Jæja, ég er
ekkert betri sjálfur, segir Pjetur og stingur
vindlinum upp í sig, en stundum hef ég þó gef-
ið fólki inn í stólnum og fengið meira að segja
aðsókn. Svona eins og sæmilega vinsæl göml-
udansahljómsveit. Og þá komum við að öðru
atriði.Hverjir sækja kirkjurnar? Það eru nú
kannski þeir sem við þurftum síst að ná í. Af
hverju ér til dæmis ekki opið í kirkjunum áll-
an sólarhringinn eins og hjá Hreyfli, til að
vera til taks, þegar fólk þarf á að halda?
— Hvað er þá Kirkjan að þínu mati?
— Fyrst og fremst söfnuður Guðs. Hlut-
verk hennar er að viðhalda siðaboðskap og að
vera áminnandi. Hún á að boða Guðs orð.
Hvernig stendur til dæmis á því að Hús og
híbýli gefa út litprentaðar greinar um sumar-
bústað með sérstöku sjónvarpsherbergi? Af
hverju kemur kirkjan ekki boðskap sínum á
framfæri á svipaðan hátt? Líttu á skólana.
Þegar tölvukennsla hófst, sögðu allir:
„VAÁÁ“!!! En nemendunum er ekki kennt að
vera til. Þeim er aldrei kennt að kannast við
tilfinningar sinar eða nema einföldustu atriði
í þeirri list að lifa. Þarna bíða kirkjunnar ó-
leyst verkefni.
Hef ekki hjálpað
neinum að hætta
að drekka
— Starf mitt var óbreytt frá áður, en það er
rétt; viðhorf mitt og sjúklinga breyttist til
starfans. Þetta er eins og tveir menn sem segja
að bíllinn þinn sé bilaður. Annar er bíladellu-
maður en hinn er bifvélavirki. Þú tekur mark
á fagmanninum. Ég breyttist sem sagt í þann
síðarnefnda. Eftir að ég tók víglsu fannst mér
ég vera einhvern veginn með umboð Guðs.
Að vísu var ég ekki kominn með pappíra
upp á það frá Guði, en það var þessi tilfinning
mín að ég sé að gera rétt. Það er enginn land-
fræðilega afmarkaður söfnuður til, ég hef
engin prestleg völd, ég er ekki eins og prestar
þjóðkirkjunnar. Þeir eru nú reyndar allt of
mikið starfsmenn Hagstofunnar, útfyllandi
alls konar blöð og skýrslur liðlangan daginn.
Annars hefur þetta prestembætti mitt mætt
nokkurri andstöðu innan kirkjunnar.
Mig langar ekki heldur í prestlega ímynd.
Þetta eru leifar frá því ég var í sveit; presturinn
var sá eini sem keyrði ekki á jeppa heldur í
drossíu. Trúarlíf á ekki að vera í prúðum um-
búðum. Það er eitthvað það besta sem ég sé í
sjónvarpinu þegar Lech Walesa og einhverjir
kaþólskir prestar kasta sér á knén í skipa-
smíðastöðinni og biðja til Guðs.
— Kannski skipasmíðastöðir. höfði til
föðurímyndar þinnar?
— Já, þú meinar það? Síðan hlær Pjetur
dátt. Bætir siðan við þar sem hann er enn með
hugann við presta og guðfræði:
— Veistu annars að þegar ég var í guð-
fræðideildinni, þá var það nóg til þess að eyði-
leggja heilu partíin ef ég glopraði því út úr mér
að ég væri guðfræðinemi. Þetta lýsir vel við-
horfi almennings til guðfræðinga og presta og
þetta viðhorf er mikið prestunum að kenna.
Og vel á minnstjum daginn barst mér bréf frá
einhverju kirkjubattaríinu þar sem minnt var
á það að samkvæmt lögreglusamþykkt mætti
ekki auglýsa samkomur á messutíma. Hvað
eru þessir menn að segja með slíkum tilkynn-
ingum!?? Jú, einfaldlega að þeir séu ekki
nógu góðir! Þeir þoli illa samkeppni.' Tíma-
einokunleysir ekki þann vanda.
Ég meina, hvaða aðdráttarafl hefur starf
kirkjunnar þegar er gott skíðaveður? Eða
þegar haldinn er ókeypis útikonsert niður í
bæ? Þá vaknar náttúrulega spurningin hvort
kirkjan eigi að sveiflast í tísku. Þetta er ekki
spurning um hvort prestar eigi að klæðast
stuttu til að tolla í tískunni heldur mæta fólk-
inu þar sem fólkið er. Og þá er ég ekki að segja
að hún eigi að elta það út á allar galeiður.
Það er altaf einhver hræðsla við að van-
virða kirkjuna. Þegar séra Sigurður Haukur
Guðjónsson opnaði Langholtskirkju fyrir
AA- fundum fór allt á annan endann innan
kirkjunar. Nú tíðkast slíkir fundir víða í kirkj-
um, og er það vel.
Opið allan sólar-
hringinn
Annars máttu ekki misskilja mig, segir
Pjetur og hallar sér aftur í stólnum. Ég er ekki
til í að brjóta niður Hallgrímskirkju, mér
finnst reyndar gott að fara í kirkju hjá öðrum
prestum þó ég geri ekki mikið af því. Ég sæk-
ist í lotningarástandið.
— Hvers vegna sækirðu lítið kirkju?
— Nú, hvert fer bílvirkinn með bílinn sinn?
Hann gerir við hann sjálfur. Pjetur hlær.
Annars viðurkenni ég það fúslega að ég sit oft
undir stólræðum presta og gnísti tönnum.
Mér finnst að það ætti aðleyfaframmiköll í
kirkju. í fyrsta Iagi mundi það leiða í ljós að
fólk fylgist með prédíkuninni, í öðru lagi; hver
er kominn til með að segja að presturinn sé
með hina einu og sönnu skoðun? Og í þriðja
lagi þá langar mig oft að kalla: „Heyrðu, hvað
meinarðu ?“
En þannig er stólræðan; hún er eins konar
„preacherman‘s show“ - þar sem klerkurinn
sér einn um skemmtiatriðin. En þetta form er
ekkert annað en það sem prestarnir sjálfir
hafa komið á. Þetta er blessunarlega að breyt-
ast.
Pjetur rís á fætur og setur aðra plötu á fón-
inn. Ljúfir djasstónar líða um stofuna.
— Preststarfið, segir Pjetur og sest á nýjan
leik, það er eins og borgarísjakinn, aðeins tíu
prósent eru á yfirborðinu. Mikið af því fer
fram í húsasundunum og inn á heimili al-
mennings. Þess vegna álít ég að prestar eigi að
nota þessa þekkingu sína sem þeir öðlast við
að umgangast dagleg vandamál fólks.
.13
held að það vaxi pínulítill Jesús í öllum okkur.
Af hverju kaupum við til að mynda happa-
drættismiða hjá Slysavarnafélaginu? >
Það er fyrst og fremst til að okkur líði bet-
ur. Okkur sjálfum líður betur ef við hjálpum
öðrum. Og mér líður vel í því sem ég er að
gera. Ég er sáttur við starf mitt. Ég sofna með
góða samvisku að kvöldi. Þó vil ég taka það
skýrt fram: Ég hef ekki hjálpað einum einasta
manni til að hætta að drekka. Ég hef aðeins
bent sjúklingum á eitt og annað í þeim sjálf-
um sem þeir hafa þurft að íhuga. Þeir verða
siðan að lækna sig sjálfir. Þeir eru eigin lækn-
ar - með aðstoð Hans, skeytir Pjetur aftan við
og bendir með þumalfingrinum upp á við.
— Guð vinnur gegnum fólk, segir hann eft-
ir smáþögn. Ég er oft beðinn um að lýsa Guði.
Sumir vistmenn á Sogni segja sem svo: „Gott
og vel Pjetur þú talar um Guð, en hver er
hann, hvernig lítur hann út“? Og ég verð að
segja eins og er, að gæti ég lýst Guði þá gæti
ég ekki verið prestur. Séra Sigurður Haukur
sagði eitt sinn að „ maðurinn getur eingöngu
lýst því sem er minna en hann sjálfur". Ég er
ofsalega sammála þessu. Og ég get ekki sett
niður mynd af Guði, hvorki fyrir sjálfan mig
eða aðra. Ég skil ekki heldur alla Biblíuna
enda væri ekkert gaman að trúnni ef ég gæti
það.
— Þú vilt viðhalda dulspekinni í trúnni?
— Auðvitað.
— Af hverju?
— Biblían endurspeglar Guðs orð. Hún er
stórkostleg í sniðum; það er ekki hægt að lesa
hana eins og Morgan Kane. Ég endurtúika
hana í sífellu; það fer eftir því með hvaða
hugarfari og sálarástandi ég les í henni hverju
sinni. Sjáðu til, við getum einfaldað þetta og
sagt að kristin trú þurfi að hafa þrjá þætti til
að ná til fólks: Einhvern sem gefur (Guð), eitt-
hvað sem er gefið (orð Guðs þ.e. Biblían) og
einhvern móttakanda (Pétur og Páll).
Saltkjöt og
baunir
— Hver er þá hlutur trúarinnar í meðferð
áfengissjúklinga?
— Ég skil á milli trúar og trúarbragða. Ég
er vanur að teikna tré á töfluna fyrir austan
þar sem bolurinn er trúin og greinarnar eru
trúarbrögðin. Hver einastimaðurhefur trúar-
þörf. Sem prestur kem ég á móts við þessa
þörf á líkan hátt og matseljan í eldhúsinu
kemur á móts við næringarþörf vistmanna
með sakkjöti og baunum. Nú, sumir skera fit-
una af kjötinu, aðrir ekki. Og enn sumir hafa
ekki lyst á matnum, þótt reynslan sýni að
bragðlaukarnir fari yfirleitt af stað áður langt
um ljður.
Pjetur krossleggur hendurnar.
— Við leggjum mikla áherslu á að rækta
sjálfsvirðingu alkóhólistans. Og hér geri ég
sterkan greinamun á sjálfsvirðingu sem er af
hinu góða og sjálfselsku sem er af hinu illa.
Við getum sett dæmið upp á eftirfarandi
hátt: Um leið og barnið fer að skynja, fær það
tilsögn. Það er sagt við barnið: „Þetta má,
þetta má ekki“. Við getum sagt að siðferðis-
kenndin sé drukkin inn nteð móðurmjólkinni.
Verði barnið alkóhólisti síðar í lífinu, síast
vínið inn á öllum vígstöðvum og alkóhólistinn
hefur þá iðulega fengið mikinn viðbjóð á
sjálfum sér. Siðferðiskenndin segir til sín.
Álkóhólistinn hefur nefnilega kastað frá sér
því siðferði sem honum var innrætt i æsku, og
honum liður illa þess vegna. Siðferði okkar á
íslandi er kristileg siðfræði, þú þarft ekki
annað en að lesa stjórnarskrána til að komast
í raun um það. Starf okkar er því meðal ann-
ars fólgið í að endurreisa siðferðiskennd
drykkjumannsins.
— Oft hefur sú gagnrýni heyrst að SÁÁ
púkki alltof mikið undir þessa alkóhólista?
— Ég hef persónulega haft afskipti af rúm-
lega eitt þúsund manns sem hafa þjáðst af
alkóhólisma. Ég treysti mér ekki að sitja fyrir
framan neinn þeirra og segja þeim að þeir séu
forréttindafólk. Hins vegar hafa ofangreind
orð því miður oft fallið af vörum þeirra sem
telja sig mjög kristna og sem eru oftsinnis
mjög fljótir að setja sig í dómarasætið.
Það er orðið áliðið kvölds, húmið hefur
breyst í nótt þegar Pjetur fylgir mér til dyra og
kveikir á garðlömpunum.
— Ég gleymdi að segja þér að eitt aðal-
hobbýið mitt er mjög einkennilegt, segir Pjet-
ur að skilnaði. Ég sé um tollskýrslur og verð-
útreikninga fyrir tengdamúttu en hún rekur
'innflutningsverslun. Þetta er mjög góð af-
þreyingjþetta er svo allt annað en vinnan. Sér-
staklega finnst mér gaman að koma niður í
toll þar sem flestir eru trekktir og svekktir.
Þáslappa ég af og læt mér líða vel.
Það er gott að Pjetur Þ. Maack getur slapp-
að af og látið sér líða vel öðru hvoru. Ekki
veitir af. Því fyrir utan hús þeirra hjóna bíður
svartur fólksvagninn - „The preacherman’s
express" eins ög Pjetur kallar hann - eftir nýj-
um degi og ferð yfir Hellisheiðina.