Helgarpósturinn - 14.07.1983, Side 2

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Side 2
2 ^posturinn SUQlýSÍf Krakkai r ath íugiö 1 mánuðina júlí-ágúst stendur Helgarpósturinn fyrir keppni á lausa- sölu á blaðinu, fyrir blaðburðarbörn. 15 glæsilegir vinningar fyrir söluhæstu börnin yfir landið. 1 vinningur: Reiöhjól aö eigin vali fyrir 7.000: 2 vinningur: Sambyggt útvarps- og kasettutæki 3 vinningur: Kasettutæki 4r-15. vinningur: Vöruúttekt aö eigin vali fyrir 2.000 Upplýsingar gefur dreifingarstjóri í síma 81866 og umboðsmenn um land allt. Námslán Umsóknarfrestir, aðstoðartímabil og afgreiðslutími Umsókn um námslán er gerð á sérstöku umsóknareyðublaði sem sjóðurinn læfur í té. Hver umsókn getur giit fyrir eitt aðstoðarár. þ.e. 12 mánuði, eða það sem eftir er af aðstoðarárinu þegar sótt er um. Aðstoðarárið er yfirleitt skilgreint sem tímabilið 1. júní- 31.. maí. Ekki er veitt aðstoð fyrir þann tíma sem liðinn er þegar umsókn er lögð fram. Ef námið hefst t.d. 1. október verður að leggja umsóknina inn fyrir þanri tima ef mögulegt á að vera að veita lán vegna framfærslu í október. Afgreiðsla umsókna tekur 2-3 mánuði. Er þá miðað við að umsóknir sem berast í júní verða afgreiddar eigi síðar en 15. sept. og umsóknir sem berast í júlí eigi síðar en 15. okt., enda hafi námsmaður lagt fram öll tilskilin gögn. Síðasti umsóknarfrestur um lán eða ferðastyrk fyrir námsárið 1983 - 1984 er 29. febrúar 1984. Afgreiðsla lána getur því aðeins farið fram að námsmaður eða umboðsmaður hans hafi skilað fullnægjandi gögnum vegna afgreiðslu lánsins. Afgreiðsla lánsins tefst frá því sem hér segir ef fylgiskjöl berast ekki fyrir tilsettan tíma. Hverjir eiga rétt á aðstoð? NÁM Á HÁSKÓLASTIGI Háskóli íslands. Kennaraháskóli íslands. Tækniskóli íslands. Bændaskólinn á Hvanneyri. NÁM Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI Menntamálaráðherra hefur ákveðið með reglugerð að sjóðurinn skuli veita fjárhagsaðstoð íslenskum námsmönnum, sem stunda nám við eftirtaldar námsstofnanir. Fiskvinnsluskólinn, 3. og 4. ár. Fóstruskóli íslands. Hjúkrunarskóli íslands. Iðnskólar, framhaldsdeildir, 2 og 3 ár. íþróttakennaraskóli íslands. Leiklistarskóli íslands. Myndlista- og handíðaskóli Islands. Nýi hjúkrunarskólinn. Stýrimannaskólar. Tónlistarskólar- kennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík, svo og tónlistarnemar á 7. og 8. námsstigi: skv. námsstigakerfi Tónlistarskólans í Rvík. Tækniskóli fslands, raungreinadeild og tækninám, annað en meinatækni. Vélskólar. Þroskaþjálfaskóli íslands. 20 ÁRA REGLA Sjóðnum er heimilt að veita námsaðstoð öðrum námsmönnum en þeim sem getið er í ofannefndri upptalningu enda hafi námsmenn þessir náð a.m.k. 20 ára aldri áþví almanaks- ári þegar lán eru veitt og stundi sérnám. Meðal annars eru veitt lán á grundvelli 20 ára reglu til eftirfarandi til náms: Fiskvinnsluskóli, 1. og 2. ár. Iðnskólar 1. ár (Verknámsdeild). Meistaraskóli iðnaðarins Tækniskóli (slands - frumgreinadeild Hótel og veitingaskóli íslands. Bændaskólar - bændadeildir. Garðyrkjuskóli (slands. x Ljósmæðraskóli íslands. Lyfjatækniskóli (slands. Röntgentæknaskóli íslands. Fimmtudagur 14. júlí 1983 irinn Að ná Islendingum út úr einkabílnum Gunnar Sveinsson forstjórí BSÍ Áróður rútubílaeigenda farinn að skila árangri Eins og margir urðu varir við efndi Félag sérleyfis- hafa til mikillar rútusýning- ar við Umferðamiðstöðina í síðasta mánuði. Við fréttum af því að þessi sýning væri þegar farin að skila rútu- bílaeigendum árangri og ræddum því við Gunnar Sveinsson forstjóra BSÍ. „Jú, það er rétt, það hefur orð- ið aukning á ferðum íslendinga með rútunum núna í júní. Það reyndist vera miklu meiri áhugi á þessari sýningu en við áttum von á og við sjáum ekki betur en að hún sé að skila árangri. í júní voru færri erlendir ferðamenn en vana- legt er í ferðunum, en íslendingar bættu það upp og gott betur, því útkoman var betri í júní núna en í fyrraí' — Hver er ástæðan? „Þær eru eflaust margar. Ein er sú að það er orðið hagkvæmara að fara með rútu en fljúga. Fyrir fjórum árum munaði sáralitlu á fargjaldinu til Akureyrar en nú er helmingi ódýrara að fara með rútu.“ — En er ekki erfitt að breyta ferðavenjum þjóðarþar sem ann- ar hver maður á bíl og flogið er á svo til hvert þorp? „Jú, það er erfitt að fá íslend- inga út úr einkabílnum. Til þess þarf áróður og hann reynum við að reka. Og við teljum okkur hafa náð árangri, mér er sagt að jafnvel bændur séu farnir að skilja jepp- ann eftir heima og fara með rútu i kaupstað. En samkeppnin við flugið er erfið, einkum á lengri leiðunum. Þó virðumst við vera að ná okkur á strik" — Reynið þið að brydda upp á einhverjum nýjungum til að laða að farþega? „Já, við höfum verið að gera ýmsar tilraunir. Fyrir nokkrum árum fórum við að bjóða svo- nefnda hringmiða og tímamiða sem gilda í 1-4 vikur hvert sem er á landinu. Fyrst voru það ein- göngu útlendingar sem notfærðu sér þessa miða, en í sumar gerist það í fyrsta sinn að íslendingar kaupa svona miða í talsverðum mæli. Nú, ferðir Norðurleiðar yf- ir Sprengisand og Kjöl njóta vax- andi vinsælda og þar eru íslend- ingar stór hluti farþega. Guð- mundur Jónasson hefur einnig orðið var við fjölgun íslendinga í 12 daga hálendisferðum sem hann býður upp á. Og nú í sumar er bryddað upp á nýjungum á fjórum sérleyfis- leiðum. I fyrsta lagi hefur Norð- urleið tekið upp að nýju kvöld- ferðir tii Akureyrar og er farið kl. 18 á föstudögum norður og komið til Akureyrar kl. 2-3 að nóttu. í öðru lagi býður Vestfjarðaleið nú upp á leiðsögumann í mánudags- ferðum sínum vestur á ísafjörð. Þá er farið um firðina vestur, og um Djúpið til baka á þriðjudög- um. Leiðsögumaður er með í bíl- unum og lýsir landslagi og stað- háttum alla leiðina. I þriðja lagi hefur Guðmundur Jónasson framlengt áætlunar- ferðina á Strandir til Norðurfjarð- ar, en áður var ekki farið lengra en á Hólmavík. Þetta gefur fólki kost á að tengja saman rútuferð og gönguferð um Strandir. Loks er aftur farið að aka reglulega frá Húsavík um Tjörnes, Melrakka- sléttu til Raufarhafnar, Þórshafn- ar og Vopnafjarðar og til baka um Fjöllin og Mývatnssveit. Þessar ferðir hafa legið niðri í 7-8 ár en nú hefur opnast á ný nýtt svæði á norðausturhorninuý sagði Gunn- ar. - ÞH

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.