Helgarpósturinn - 14.07.1983, Síða 5

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Síða 5
5 _Helgai-----— trihn Fimmtudagur 14. júli 1983 eftir Hallgrím Thorsteinsson myndir: Jim Smart stjórnar Geirs Hallgrímssonar. Enn á að kanna hvort ríkið geti ekki los- að sig við ýmis fyrirtæki, og hluti í fyrirtækjum, sem ekki er lengur tal- in þörf á að ríkið eigi. Albert hefur látið taka saman lista um þessi rík- isfyrirtæki sem ríkið á hlut í. (Sjá rammagrein). Sögulegar og pólitískar forsendur Eign eða eignaraðild ríkisins á þessum fyrirtækjum á sér ýmsar forsendur sögulegs og pólitísks eðl- is. Þannig var Landssmiðjan stofn- uð rétt fyrir 1930 og lögin um hana frá 1936 hafa haldist óbreytt. í þeim var gert ráð fyrir að ríkisstjórnin starfrækti smiðju sem fengist við smíði mótora og annarra véla. Ferðaskrifstofa ríkisins hóf tilveru sína 1936, og fékk þá einkarétt á ferðaskrifstofurekstri í landinu, sem síðan var formlega afnuminn 1964. Siglósíld var sett á laggirnar skömmu eftir síðari heimsstyrjöld með heimild til ríkisstjórnarinnar til að reisa og reka verksmiðju til að sjóða niður síld í dósir. Meirihluta- eign ríkisins í Slippstöðinni á Akur- eyri kom til þegar ríkið sá sig til- neytt að hlaupa undir bagga með fyrirtækinu m.a. til að koma í veg fyrir atvinnubrest 1970 og 1971. Margar þessara sögulegu forsendna greina við fjárlagagerð fyrir næsta ár. Einnig er talið mögulegt að sala ríkisfyrirtækja komi beint til um- ræðna á þingi við sjálfa afgreiðslu fjárlaga þar í haust. Þessar sölur þurfa hvort eð er að fá samþykki Alþingis. Hvaða ríkisfyrirtæki ? En hvaða ríkisfyrirtæki eru lík- legust til að lenda á söluskrá fjár- málaráðherra? Mörg þeirra fyrir- tækja sem eru á listanum núna eru vel rekin fyrirtæki — fyrirtæki sem skila hagnaði. Þar má nefna Lands- smiðjuna, Ferðaskrifstofu ríkisins og Fríhöfnina. Þessi fyrirtæki eru ekki á ríkisjötunni og það sama má segja um nokkrar aðrar ríkisstofn- anir sem koma til athugunar þegar „dauðasveit" Steingríms Her- mannssonar fer að kanna mögu- leika á hagræðingu í stofnanakerfi ráðuneytanna. En athugun Alberts undanskilur ekki vel reknu fyrirtækin, þótt meginstefnan sé sú að losna við fyr- irtæki sem eru baggi á ríkissjóði. Frjálshyggjan er líka leiðarljós hjá ráðherranum. Geir H. Haarde, að- stoðarmaður fjármálaráðherra seg- ir, „sum þessara fyrirtækja væru betur komin í eigu einkaaðila. Til- finningin er sú, að einkarekstur sé hagkvæmari en ríkisrekstur, þar sem hann á við. Einkareksttn1 greið- minnkun ríkisumsvifa af prinsipp- ástæðum, þá fjúka fleiri“. Líklegt er talið að Ríkisskip verði meðal fyrirtækja sem lenda á sölu- skránni. Fyrirtækið hefur lengst af verið rekið sem dæmigert ríkisfyrir- tæki, verið þungt í vöfum og baggi á ríkinu. Eimskip og Hafskip hafa í sameiningu ýjað að áhuga á fyrir- tækinu og ljóst er að skipadeild Sambandsins eygir möguleika í því dæmi einnig. Meðal annarra fyrirtækja og eignarhluta ríkísins sem verða að teljast ofarlega á sölulistanum, eru ýmis tilraunabú og tilraunastöðvar í landbúnaðinum, Siglósíld, og svo hlutir ríkisins í Iðnaðarbankanum, Flugleiðum og Eimskip, og jafnvel í hinum ýmsu flóabátum og ferjum. Meiri vafi leikur á því hvort ráð- herrar vilji sleppa hendinni af grón- um fyrirtækjum, eins og t.d. Lands- smiðjunni. Enda þótt það fyrirtæki sinni ekki rekstri sem einkaaðilar gætu ekki ráðið við (Landssmiðjan fæst að miklu leyti við innflutning á vélum og varahlutum, auk viðhalds á skipum ríkisins), þá er viss um- hyggja fyrir því í kerfinu, og ótti við að einkarekstur færi illa með fyrir- tækið — að starfsmenn þess færu t.d. illa út úr dæminu. Halldór Ásgrimsson, sjávarút- vegsráðherra segir, að fyrst eigi menn að gera sér grein fyrir því hvort eitthvert vandamál sé við að Framh. á 22. síðu Ríkisfyrirtækin á sölulista Alberts Sala varnarliöseigna Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli Skipaútgerö ríkisins Umferðarmiðstöö íslands Ríkisprentsmiöjan Gutenberg Lyfjaverslun rikisins Þvottahús rikisspitalanna Hraðbraut h/f (áöur Olíumöl s/f) Ferðaskrifstofa rikisins (þar meö Eddu-Hótel) Aburðarverksmiöjan Landssmiöjan Sementsverksmiðjan Sildarverksmiðjur rikisins Kröfluvirkjun Landsvirkjun hf. Kísilmálmverksmiöjan Reyðarfirði (óbyggö) Þörungavinnslan hf. Vinnuhæliö Litla Hraun(l) Siglósíld Tilraunabúiö Hesti Tilraunastöðin Reykhólum Tilraunastööin Mööruvöllum Tilraunastöðin Skriðuklaustri Tilraunastöðin Sámsstöðum Fóöur og fræframleiöslan Gunnarsholti Stórólfsvallabúiö Fóðuriöjan Ólafsdal Grænfóðurverksmiðjan Flatey, A-Skaft. Grænfóöurverksmiöjan, Hólminum Skag. Grænfóðurverksmiðjan, Saltvik S-Þing Laxeldisstöðin Kollafirði Einangrunarstöö Holdanauta, Hrisey ÁTVR Brunabótafélag íslands Áhaldahús Vegagerðarinnar Áhaldahús Vitamálastjórnar Jarðboranir rikisins Námsgagnastofnun Skólavörubúö Háskólabió Meiri eða minnihlutaeign í: Eimskip Iðnaðarbanka Flugleiðum Flóabátnum Baldri Flóabátnum Drangi Herjólfi hf. Skaliagrími hf. (Akraborg) Álafoss (eign Framkvæmdasjóðs) Járnblendifélaginu Kísiliðjunni Norðurstjörnunni Rafha Sjóefnavinnslunni Slippstöðinni Ak. ísl. aðalverktökum Þormóði ramma Hólalaxi o.ft. Dauðasveit Steingríms Forsætisráðherra skipar nefnd í forsætisráðherra sagði í samtali þessari viku sem mun beina at- við Helgarpóstinn, að starf hugunum sxnum að sjáifu skipu- nefndarinnar leiddi hugsanlega til lagi stjórnsýslunnar. Henni er einhverrar uppstokkunar ráðu- ætiað að semja frumvarp að nýrri neyta fra núverandi fyrirkomu- löggjöf um stjórnarráð Islands. jagj, hugsanlega uppstokkunar á Hér er um að ræða ráðuneytin og stjórnkerfinu í heild“. Steingrím- undirstofnanir þeirra. Nefndinni ur lagði áherslu á, að ætlunin væri er ætlað að fínkemba sjálft ekki að breyta kerfinu breyting- „Kerfið“, finna brotalamir þess anna vegna. „Það má ekki kasta og agnúa, og stokka það upp í út góðum hlutum. Hugsanlegar heild ef athugun nefndarinnar breytingar verða skoðaðar mjög sýnir fram á þörf á slíku. Nefndin vandlega hver fyrir sig“. er „dauðasveit" Steingríms í at- lögu ríkisstjórnarinnar gegn kerf- Steingrímur sagði að meðal inu. þeirra markmiða sem nefndin Formaður þessarar nefndar ætti að stefna að væri að auka verður Eiríkur Tómasson, lög- virkni kerfisins, auka hagræð- fræðingur og fyrrum aðstoðar- ingu, koma í veg fyrir óþarfa út- maður Steingríms Hermannsson- þenslu kerfisins, tryggja eðlilegt ar og Ólafs JÓhannessonar. Aðrir vaid einstakra ráðu.neyta yfir af- í nefndinni eru Helga Jónsdóttir mörkuðum málafiokkum, núverandi aðstoðarmaður Stein- tryggja að þekkingu og nútíma- gríms og Bjarni Einarsson, deild- legum vinnubrögðum verði beitt arstjóri í Framkvæmdastofnun. við landsstjórnina, tryggja eðli- Sjálfstæðismenn tilnefna tvo full- lega verkaskiptingu miili fram- trúa í nefndina en á ríkisstjórnar- kvæmdavalds og dómsvalds og fundi á þriðjudaginn voru þeir einnig milli pólitískt kjörinna ekki tilbúnir með sína menn. fulitrúa og embættismanna og Steingrímur Hermannsson, sé'rfræðinga. r Dauðasveit Stefngríms Hermannssonar í atlögu ríkisstjórnarinnar gegn rik- iskerfinu: Eirfkur Tómasson fyrrum aðstoðarmaður Steingríms, Helga Jóns- dóttir, núverandi aöstoðarmaður Steingríms og Bjarni Einarsson, deildarstjóri I Framkvæmdastofnun. Auk þess munu Sjálfstæðismenn tilnefna tvo fulltrúa í nefndina. eru nú brostnar. Athugunin á hugsanlegri sölu ríkisfyrirtækja er enn skammt á veg komin. Albert Guðmundsson ætlar að safna saman áliti ráðherra rikis- stjórnarinnar um sölumöguleika á fyrirtækjum sem falla undir ráðu- neyti þeirra. Geir H. Haarde, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sagði í samtali við Helgarpóstinn, að Albert gerði ráð fyrir þvi að fá sundurliðaðar tillög- ur í þessum efnum frá ráðherrunum nógu fijótt til að hægt væri að und- irbúa sölu ýmissa fyrirtækja í tæka tíð fyrir fjárlagagerðina. Magnús Pétursson, hagsýslu- stjóri sagði í samtali við Helgar- póstinn að tillögurnar þyrftu að liggja fyrir í lok ágúst til að koma til ir t.d. betri laun. En aðalviðmiðun- in verður hagræðing hjá ríkinu". Einkarekstur á líka fylgi að fagna meðal framsóknarmanna. „Einka- rekstur er langbesti rekstur sem til er“, segir Guðmundur G. Þórarins- son, þingmaður Framsóknar- fiokksins. „Við erum ekki að kjósa menn til að reka stálsmiðju eða ferðaskrifstofu. Ríkið á ekki að vera í atvinnurekstri nema þar sem ekki er nægileg samkeppni eða gróðavegur fyrir einstaklinga“. Magnús Pétursson, hagsýslu- stjóri segir, að ef megintilgangur með sölu ríkisfyrirtækja sé að minnka ríkisútgjöld þá hverfi úr eigu ríkisins fyrst og fremst þau fyrirtæki sem eru baggi á rikinu. „Ef leiðarljósið er hins vegar V AMSTERDAM Borgin sem heillar SÖGULEGA HAGSTÆÐ FARGJÖLD BYÐUR: FLUG OG BIL BÝÐUR: FLUG OG GISTINGU BÝÐUR: FLUG OG FRAMÍLALDSFERÐIR BÝÐUR: FLUGFARGJALD FRÁ

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.