Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Blaðsíða 6
6 Einu sinni var það klassísk júlí-spurning hvort sjónvarpsins væri ekki saknað. „Æi, nei“ sögðu sumir, „þetta er ágætis hvíld. Bæjarbragurinn gjörbreytist, fólk talar meira saman og fer meira út — heimilislífið verður fjölbreyttara líka“ Margir tóku í allt annan streng og neituðu því alveg að lokun sjón- varpsins hefði nokkur áhrif, hún væri bara frekja, ekki síst gagnvart þeim, sem ekki eru vel rólfærir og stóla á sjónvarpið sér til dægra- styttingar. Samúðin með því fólki, ss. gömlu og veiku, á e.t.v. ekki hvað minnstan hlut í því að sjónvarpið heldur nú áfram að láta ljósið Ut’er sjónvarpsfriður skína af skerminum þrátt fyrir júlímánuð. En nú mætti e.t.v. spurja hvort þess sé saknað að sjónvarpið skuli ekki vera í fríi? XJpphaflega var sjónvarpsfríið tilkomið vegna fæðar starfsmanna þar — það var ein- faldlega ekki til nóg af faglærðu fólki til að manna stöðina meðan aðrir fóru í fríið. „Þetta gildir ekki lengur, nú er það ekki leng- ur sama vandamálið að leysa fólk af“ sagði Ólafur Sigurðsson fréttamaður þegar HP innti hann eftir sinni afstöðu til sumarsjón- varpsins. „Mér hefur alltaf þótt það frumbýl- ingsháttur að loka sjónvarpinu í júlí,“ sagði Ólafur, „og hefði helstviljað sjá fimmtudag- ana fjúka líka, það er fyrir löngu orði'ö tima- bært að senda út sjö daga í viku. Þetta fimmtudagsfrí skekkir alveg lífið í landinu, öllu félagslífi er t.d. hrúgað á þann dag og líð- ur fyrir vikið. Auk þess held ég þetta valdi rangri notkun á sjónvarpi, fólk lætur eftir sér að glápa sex daga í viku vegna þess það veit að svo kemur einn dagur án sjónvarps" Starfsfólki sjónvarpsins kemur saman um, að eðlilegra sé, að fólk geti valið sér frítímann sjálft í stað þess að vera sent í frí á tilskildum tíma. En sumarsendingarnar hafa líka haft mikla aukavinnu í för með sér: „Hér er um það mörg sérhæfð störf að ræðaý sagði Ragn- heiður Valdimarsdóttir klippir, „að það er ekki til mannskapur til að leysa það af“ Þetta var staðfest af Herði Vilhjálmssyni, sem sagði enda að raunin væri sú að margar deildir yrðu að taka sér frí í júlí eins og einatt hefur verið, svo sem Lista-'og skemmtideild, stúdíóið, sviðsmyndagerð o.fl. „Markmiðið er að halda fréttaþjónustunni óskertri“ Ei. ^inn starfsmanna sjónvarpsins taldi að nær hefði verið að halda júlífríinu en nota pening- ana til að auka og bæta gerð innlends efnis. Auk þess hefði verið ákveðið að bæta þessum mánuði við án þess að menn gerðu sér grein fyrir hvaða vanda það skapaði í starfsmanna- haldi og auknu álagi. Undir fyrri athuga- semdina munu margir geta tekið, sjónvarps- dagskráin er óneitanlega rýr af innlendu efni og það flest gamalt og endurtekið. Að sögn Harðar Vilhjálmssonar var í fjár- hagsáætlun gert ráð fyrir 12‘/2 milljón kr. kostnaði vegna sumarsjónvarpsins en alls eru sjónvarpinu ætlaðar 133 milljónir á þessu ári. „En það er útlit fyrir að þessar tólf og hálfa milljón séu ofmat, líklega kemur þetta til með að kosta minnal1 Ástæðuna fyrir niðurskurði á innlendu efni í ár, sagði Hörður einkum vera þá, að fastir þættir á borð við Gluggann og íþróttir væru nú orðnir íburðarmeiri og því dýrari og það kæmi því niður á öðru. (Eina ís- lenska verkefnið sem sjónvarpið vinnur að um þessar mundir er mynd um Ásgrím Jónsson listmálara). Alls bættust sjónvarpinu 5'/2 ný staða vegna júlísjónvarpsins, „en það er ekki líkt því nærri nóg“ bætti Hörður við. Burtséð frá ýmsum vandkvæðum, sem sjónvarpið á við að etja vegna útsendinganna í júlí — hvað fannstHerði persónulega um hana? „Persónulega finnst mér sjónvarp megi missa sín alveg bæði í júlí og í ágúst“ svaraði hann, „en það þarf auðvitað að taka tillit til eldra fólks, sjúklinga á spítölum o.fl. sem nota sjónvarp mikið.“ Ragnheiður Valdimarsdóttir sagðist sem áhorfandi njóta þessa frelsis, sem því fylgdi óneitanlega að hafa ekki sjónvarp. „Það er viss afslöppun að hafa það aldrei á til- finningunni að maður sé að missa af ein- hverju. Það var einmitt þetta frelsi, sem oft bar á góma, þegar rökrætt var um gildi þess að hafa William J. Casey David A. Stockman James A. Baker (t.v.) við hlið Reagans við eiðtöku af starfsliði í Hvíta húsinu. Stolnu skjölin valda flokkadrátt- um í stjórn Reagans Þeir í Hvíta húsinu virðast lítið fyrir að losa sig við gömul gögn. Nixon gætti segulband- anna, sem urðu honum að hengingaról, eins og sjáaldurs auga síns. Og þegar Ronald Reagan streittist við að gera sem minnst úr illa fenginni vitneskju um spilin sem Carter keppinautur hans hafði á hendinni í kosn- ingabaráttunni 1980, komu út úr skjalaskáp Davids R. Gergens, fjarskiptastjóra forseta- embættisins, nokkur hundruð síður af leyni- skjölum úr fórum kosningastjórnar Carters og ríkisstjórnar hans. Geymdi Gergen bunk- ann undir uppflettiorðinu „Afghanistanl* ~Vitneskjan um að Reagan hafði undir hönd- um í lok kosningabaráttunnar 1980 upp- lýsingar um flest sem máli skipti í viðbúnaði keppinautar síns, kemur á versta tíma fyrir forsetann. Hann var í óðaönn að búa sig undir að tilkynna ákvörðun um að sækjast eftir öðru kjörtímabili á forsetastóli með skírskot- un til afturbata í bandarísku atvinnulífi. Þá birtist draugur úr fortíðinni, svo mátt dregur úr liði forsetans. Lögreglurannsókn er hafin, og vandséð er hversu henni getur lokið án þess að eitt eða fleiri hátt sett höfuð fjúki úr Bandaríkjastjórn. Þar á ofan vekur notkun Reagans á leyniskjölunum úr herbúðum Cart- ers til nýs lífs gamlar efasemdir um hæfni, getu og siðavendni forsetans. Arið 1967 var Reagan fylkisstjóri í Kaliforn- íu. A ráðstefnu fylkisstjóra vár honum rétt í misgripum trúnaðarskeyti, sem fara átti til fulltrúa Lyndons Johnsons forseta á ráðstefn- unni, þar sem forsetinn lagði á ráðin, hversu hafa mætti áhrif á afstöðu fylkisstjóra úr röð- um repúblíkana. Reagan hirti skeytið og not- aði það í málflutningi sínum, en viðurkenndi þegar á hann var gengið, að sér væri vel ljóst að það hefði verið öðrum ætlað. í lok kosningabaráttunnar 1980 varð sam- komulag með þeim Carter og Reagan um sjónvarpseinvígi forsetaefnanna. Þótti Reag- an djarfur að fást til að takast á við Carter á þeim vettvangi. Sú hafði verið reynslan í kosn- ingabaráttunni fram til þessa, að Reagan hafði tilhneigingu til að verða að viðundri jafn skjótt og hann þurfti að svara fyrir sig eftir eigin höfði. Um leið og sleppti minnis- spjöldunum frá aðstoðarmönnum hans, var komið að tómum kofum. Algengt var, þegar Reagan lenti i tæri við fréttamenn utan verndarvængs kosningastjóra sinna, að þeir fengu sig eftir á fullsadda af að reyna að gera gott úr missögnum og gönuskeiðum forseta- efnis. Fimmtudagur 14. júlí 1983i,rjnn sjónvarpsfrí einn mánuð á árinu. Fæstir við- urkenna hvílíkur harðstjóri dagskráin getur verið á heimilislífið og halda því fram að auð- velt sé að skrúfa fyrir tækið, vilji maður ekki glápa á það, sem fer fram á skerminum. En margir telja að sjónvarp þaggi niður í mann- legum samskiptum og að það sé okkur hollt að vera án þess af og til. „Fólk talar meira saman og fer meira út“. Til að kanna hvort bæjarbragurinn hefði breyst frá því sem áður gerðist í júlí — eða yfirhöfuð hvort júlí hafi áður verið mánuður mannlegra samskipta, sló HP á þráðinn í nokkur veitingahús og sjoppur. Bar júlí það með sér í „gamla daga“ að fólk færi fremur út í sjónvarpsleysinu? Svarið var neikvætt. „Júlí hefur alltaf verið daufur mánuður og ég varð aldrei vör við neinn kipp um mánaðamót júní-júlí“ sagði sjoppueigandi í vesturbæ Reykjavíkur. Sama gilti um veitingahús í miðborginni — þar varð ekki vart aukinnar umferðar þann mánuð sem sjónvarpið var i fríi og því engin breyting á þessu ári. Hvað um útivistarsvæði borgarinn- ar? „NeiJ‘ var samdóma álit íbúa í nágrenni slíkra svæða. „Veðurfarið skiptir meira máli held ég“ svaraði íbúi við Ægissíðu. „Það eru alltaf færri krakkar í fjörunni yfir hásumarið hvort eð er, þeir fara kannski í sveitina eða burt með foreldrum sínum. Ég tók aldrei eftir því áður að sjónvarpslaus mánuður bætti við umferð göngufólks, en fimmtudagar eru oft fjörugri en aðrir dagar.“ Það setur auðvitað strik í reikninginn hér í Reykjavík að video hefur á mörgum heimilum fyllt það skarð fyrir skildi sem júlílokun sjón- varps kann að hafa gert fólki. Ef það er rétt, sem fram hefur komið, að rúmur helmingur heimila á höfuðborgarsvæðinu hafi yfir videoi að ræða, breytir það litlu þar hvort sem sjónvarpið sendir út eða ekki. Einnig hefur tíðarfar sett sitt mark á mannlífið — útivera hefur vissulega verið heft af roki og rigningu. í samtölum við hótelstarfsfólk úti á landi var ekki að heyra að sjónvarpið hefði neitt breytt kvöldlífinu þar frá því sem verið hefur í júlí undanfarin ár. „Áhrif sjónvarpsins hér eru kannski merkjanlegust í því að fólk dregur það fram eftir kvöldi að fara á skemmtistað, t.d. á laugardögum er iðulega horft á bíó- myndina áður en farið er út. Þetta gerist núna í júlí líka|‘ sagði yfirþjónninn á KEA á Akur- eyri. íslenskt ferðafólk virðist þiggja það að geta fylgst með framhaldsþáttunum í júlí: — „þegar Dallas byrjar, fyllist setustofanl* Út- lendingarnir sýna sjónvarpinu lítinn sem eng- IWWLPSyD 11 ™mliM %É, wmm rnmmm m mmmilB1 VFIRSVN EwlJEIHID I sjónvarpseinvíginu við Carter þótti Reagan reka af sér slyðruorðið svo um munaði. Hann hafði ætíð svör á reiðum höndum við mál- flutningi forsetans, sótti á og sigraði á stigum að dómi fréttamanna. Frammistaðan í þetta skipti er talin hafa átt drjúgan þátt í kosninga- sigri hans. Nú er komið á daginn, að þarna fór Reagan eins og oft endranær með utanaðlært hlut- verk. Strax sama kvöldið og sjónvarpseinvígið fór fram, skýrði David A. Stockman frá því á fundi í „Bjartsýnisklúbbnum" í Cassopolis í Michigan, að hann hefði þjálfað Reagan fyrir einvígið, og haft í því drjúgt gagn af hnupluð- um gögnum frá kosningastjórn Carters. Stockman var þá þingmaður frá Michigan en er nú fjárlagastjóri í stjórn Reagans. Smáblað í Indiana skýrði á sínum tíma frá uppljóstrun Stockmans, og þaðan komst hún í nýútkomna bók, „Spilað um söguna“ eftir Lawrence I. Barrett, fréttamann við Time. Eftir útkomu bókarinnar tóku fréitamenn að krefja Stockman frekari sagna, og þá skýrði hann frá því, að hann hefði í fjóra daga samfleytt setið yfir Reagan og þjálfað hann fyrir sjónvarpseinvígið. Lék Stockman hlut- verk Carters, og studdist þar við þykkt bindi, komið frá kosningastjórn Carters. Þar var ekki aðeins skráður sá málflutningur sem forsetinn þáverandi hugðist hafa uppi, heldur einnig tilfært, hver andsvör starfsmenn Cart- ers töldu geta sterkust orðið af Reagans hálfu. Stockman gekk sem sé að því vísu, hvað Cart- er ætlaði að segja í einvíginu, og vissi þar að auki hverja bletti starfsmanna andstæð- ingsins töldu sneggsta á málflutningi hans. Öllu rækilegar er tæpast unnt að gægjast á spil mótspilara. Reagan reyndi fyrst í stað að eyða máli þessu, kallaði það „uppnám út af engu“ og bar á móti því á fundi með fréttamönnum, að nokkuð þyrfti að vera athugavert við að not- færa sér í kosningum illa fengin plögg frá keppinauti. En þegar skjölin úr skáp Gergens komu fram í dagsljósið, varð hann að snúa við blaðinu. Þar var ekki einungis að finna plögg útbúin á kosningaskrifstofu Carters, heldur einnig gögn ættuð frá Þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna, frá þeim tíma þegar við- an áhuga en verða að sætta sig við að ekki er viðræðuhæft í setustofunum fyrir því: „Það hlýtur að koma að því, að hótelin skaffi sér- stakar sjónvarpsstofur fyrir gesti sína, það er fáránlegt að sjónvarpinu skuli vera þröngvað upp á alla hótelgesti aðra en þá sem fara beint í rúmið eftir matinn.“ En hvað um gamla fólkið? Og þá, sem liggja á spítala? „Það er gott að fá íslenskar fréttir en það er skrýtið, þegar það er haft í huga að gamalt og veikt fólk er talið hafa mest not af sjónvarpi, hversu lítið tillit er svo tekið til þess í dagskránni, sagði sjúklingur á Landspítal- anum, „annars er hér video, svo þetta er nú í lagi mín vegnal* Á elliheimilinu Grund feng- um við þær upplýsingar að af ca. 300 íbúum þar horfðu „þetta á milli 20 og 30“ að stað- aldri á sjónvarp og það fólk væri auðvitað ánægt með að hafa sjónvarpið í júlí líka. Á DAS var hins vegar sagt að mjög mikið væri horft á sjónvarp, á fimmtudögum væri kveikt á videoinu. Videoið vill koma mikið upp í samræðum um sjónvarpið. Einn viðmælanda HP sagðist þeirrar skoðunar að video ætti alveg að leysa sjónvarpið af hólmi á spítölum, elliheimilum og öðrum ámóta stofnunum; íslenska sjón- varpið ætti að einbeita sér að fréttum, fróð- leik og rýni á íslenskt þjóðlíf en láta mynd- böndunum eftir afþreyinguna. Og hvað um breytingarnar á heimilislífinu? Um það dæmir hver fyrir sitt heimili. Lög- fræðingar hafa það í flimtingum að hjóna- skilnuðum vilji fjölga í ágúst og skýra það þannig að í júlí hafi hjónunum verið þröngv- að til að tala saman í stað þess að sitja þegj- andi frammi fyrir skerminum. Þar með' springi margar stíflur. Þessari skýringu er nú víst slegið fram meira í grini en alvöru, en það er svo sem aldrei að vita nema eitthvað sé til í þessu! En í fljótu bragði séð virðist fátt benda til þess að sumarsjónvarp hafi breytt miklu í íslenskri tilveru. Hitt kann aftur á móti að vera rétt, sem fram kom í samtali, að óhægt væri að segja nokkuð um það núna — „fólk er vant því að fá frí frá sjónvarpinu í júlí og er stillt inn á það að gera eitthvað annað. Næsta sumar gæti þetta litið öðru vísi út“ Það sem mér þykir fróðlegast við þessa setningu er að sagt skuli vera „að fá frí“ frá sjónvarpi! eftir Magdalenu Schram eftir Magnús Torfa Ólafsson kvæmar samningaviðræður stóðu yfir um að fá lausa úr gíslingu í Teheran bandaríska sendiráðsmenn. Gerðist nú margt í senn. Reagan fól dóms- málaráðuneytinu að hefja rannsókn á skjala- tilfærslunni frá kosningastjórn Carters og ríkisstjórn hans til kosningastjórnar sinnar. Þingnefnd í Öldungadeildinni undir forsæti demókrata ákvað að láta málið einnig til sín taka. Og síðast en ekki síst lentu tveir mestu á- hrifamenn í stjórn Reagans í illindum út af málinu. James A. Baker er starfsmannastjóri í Hvíta húsinu og var áður yfir kosningabaráttu Bush varaforseta, þegar hann keppti um útnefningu til forsetaframboðs við Reagan. Baker lýsti yfir, að hann hefði tekið við bindinu með ein- vígisskjölum Carters úr hendi Williams J. Casey, sem þá var kosningastjóri Reagans en nú veitir forstöðu bandarísku leyniþjónust- unni CIA. Við þetta rifjaðist upp, að i júlí 1980 komst Casey svo að orði í viðurvist fréttamanna og nokkurra samstarfsmanna sinna í forustu stuðningsliðs Reagans á flokksþingi Repúblíkanaflokksins, að hann hefði sett á laggirnar „njósnaaðgerð“ gagn- vart stjórn Carters, til að fylgjast með því að hún kæmi ekki andstöðunni í opna skjöldu í kosningabaráttunni með aðgerðum í gísla- málinu. Casey hefur síðan gefið út hverja yfirlýsing- una annarri afdráttarlausari um að hann reki ekki minni til að hafa haft undir höndum nein plögg frá kosningastjórn Carters, og reyndar sé óhugsandi að hann hefði fallist á að koma nærri nokkru slíku af ótta við að ganga í gildru. Bandarísk blöð segja, að ljóst sé að skjala- málið hafi ýft um allan helming erjur í stjórn Reagans. Þar eigast annars vegar við fornvinir forsetans, og hins vegar áhrifamenn úr öðrum örmum Repúblíkanaflokksins. Er móður í mönnum að láta nú sverfa til stáls, því vand- séð er að Baker og Casey geti báðir sloppið með heilan belg úr rannsókn sem virðist hljóta að leiða í ljós að annar hvor lýgur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.