Helgarpósturinn - 14.07.1983, Qupperneq 14
14
_Helgai-----------
pösturinn
Blað um þjóðmál listir og menning-
armál.
Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Björn
Vignir Sigurpálsson
Blaðamenn: Guðlaugur Berg-
mundsson, Hallgrímur Thorsteins-
son, Ingólfur Margeirsson, Magda-
lena Schram, Þröstur Haraldsson.
Útlit: Kristinn G. Harðarson
Ljósmyndir: Jim Smart
Útgefandi: Vitaðsgjafi hf.
Framkvæmdastjóri: Guömundur H.
Jóhannesson
Auglýsingar: Áslaug G. Nielsen
Dreifingarstjóri: Ingvar Halldórsson
Innheimta: Helma B. Jóhannesdóttir
Gjaldkeri: Halldóra Jónsdóttir
Lausasöluverð kr. 25
Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla
38, Reykjavík, sími 81866. Afgreiðsla
og skrifstofa eru að Ármúla 38. Símar
81866 og 81741.
Setning og umbrot: Alprent hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Þar stend-
ur hnífur-
inn í kúnni
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar lofaöi I stefnuyfirlýs-
ingu sinni aö bæta skipulag stjórn-
kerfisins og peninga- og lána-
stofnana. I stefnuyfirlýsingunni
segir um endurskipulagningu á
þessum sviöum m.a. „Markmið
slíkra stjórnkerfisbreytinga er aö
einfalda opinbera stjórnsýslu,
bæta hagstjórn og samræma á-
kvarðanir I opinberri fjárfestingu,
draga úr ríkisumsvifum og efla
eftirlit löggjafarvaldsins meö fram-
kvæmdavaldinu".
Ríkisstjórnin lofar þannig nýrri
löggjöf um stjórnarráöiö, þ.e. ráöu-
neytin og undirstofnanir þeirra.
Hún lofar nýrri löggjöf um
bankakerfið, og endurskoðun laga
um Framkvæmdastofnun.
Ríkisstjórnin hefur þegar hafið
starf sem miöar aö því að staðið
verði viö loforðarununa í stefnuyf-
irlýsingunni. Þetta starf er nú fjór-
skipt. Tveir þættir þess eru arfur
frá fyrri ríkisstjórnum. Her er um
aö ræöa athugun Alberts Guð-
mundssonar, fjármálaráöherra á
sölu ríkisfyrirtækja og hlutaeign
þess í nokkrum í viöbót, og endur-
skoðun bankakerfisins. Tveir þætt-
ir þeirrar atlögu sem viröist hafin
gegn ríkiskerfinu eru frumkvæði
þessarar ríkisstjórnar. Matthías
Bjarnason, heilbrigöis- og trygg-
ingaráðherra ætlar aö láta kanna
hugsanleg útboö á rekstrarþáttum
ríkisspítalanna og skipulagsbreyt-
ingar í tryggingakerfinu og Stein-
grímur Hermannsson, forsætis-
ráöherra, er aö skipa nefnd til að
endurskoða stjórnarráöiö. Sú
nefnd verður í fylkingarbrjósti
þeirrar atlögu sem ríkisstjórnin
segist nú ætla aö leggja til við
kerfið.
Veröi einhver niöurskuröur í rík-
iskerfinu, þá veröur hann fram-
kvæmdur samkvæmt tillögum
þessarar nefndar. Hún á aö gera
tillögur um skipulagsbreytingar á
öllu stjómkerfinu, breytingar sem
eiga að skila okkur einfaldara og
ódýrara kerfi.
Núverandi skipulag stjórnkerfis-
ins komst til framkvæmda meö
lögum sem sett voru 1969. Þjóöfé-
lagsgerðin hefur tekiö stórfelldum
breytingum á þessum 14 árum en
kerfið hefur setiö eftir í sama far-
inu. Þaö hefur ekki fylgt eftir breyt-
ingunum. Til þess hefur þaö ekki
verið nægilega sveigjanlegt. Kerf-
ið hefur þanist út og staðnað.
Dæmi eru um aö átta ráðuneyti
hafi afskipti af sama málaflokkn-
um. Nýjar stofnanir hafa séö dags-
ins Ijós og úreltum stofnunum
haldiö uppi.
Þessu þarf aö breyta. Helgar-
pósturinn byrjar aö fylgjast með at-
lögunni gegn ríkisvaldinu í dag, og
í næstu blöðum kannar blaöið þá
staði þar sem líkur eru á aö beita
þurfi hnífnum og færa í betra horf.
Þessir staðir finnast víöa í kerfinu.
Allt of víða.
Fimmtudagur 14. júlí 1983
_Helgai-. ■■■/ ‘
-pústurinn
Tölum betur
saman, kom-
umst hjá
sólsting
Samdmttorinn i sófarlaodaferóuin:
Sólstingur
ferðaskrifstofanna
Grein Helgarpóstsins 7.7. um
samdráttinn í sólarlandaferðum var
all-ánægjuleg tilbreyting frá þeirri
fjölmiðlaumræðu sem birst hefur í
sumar um þessi mál. Greinin var þó
ekki alveg laus við þann anda sem
hefur einkennt umræðuna allt of
mikið. Það er nefnilega eins og fjöl-
miðlar hafi reynt að þrýsta fram
allsherjar kreppuástandi og deyfð,
sem alls ekkert er víst að sé ríkjandi
í þjóðfélaginu. í þessu sambandi er
ég sérstaklega hissa á stjórnarblöð-
unum, einkum Tímanum.
í grein Helgarpóstsins voru
margir góðir póstar sem skýrðu það
hvað þessi atvinnugrein hefur átt í
höggi við í sumar.
Eg held að ferðaskrifstofurnar
komi til með að líta raunhæfara á
málin fyrir næsta sumar. Það sem
hefur gerst í sumar sýnir fram á
nauðsyn þess að einstakar ferða-
skrifstofur endurskoði gerð bæk-
linga hjá sér og að ferðaskrifstof-
urnar tali fyrr saman á næsta ári um
sætaframboð og geri það vandlega
áður en farið er í það að prenta
bæklinga.
Ég held til dæmis að ekki þýði að
bjóða nýjan sólarlandastað fyrir
næsta sumar. Reynslan í sumar rétt-
lætir ekki slíka bjartsýni.
Steinn Lárusson,
formaður Sambands
íslenskra ferðaskrifstofa
Sunnudags-
grein
um Pálma
Kæri Helgarpóstur!
Einhvern veginn finnst mér að
það eigi að vera heilög skylda hvers
blaðamanns að reyna að halda geð-
heilsu lesenda sinna í sæmilegu lagi,
að minnsta kosti rétt á meðan þeir
renna augunum yfir blöðin. Ef til
vill má kenna veðrinu um hluta af
þeirri lágkúru, sem birst hefur und-
anfarið. Blöðin eru nefnilega speg-
ilmynd af „ástandinu“ eins og
þekktur ritstjóri var vanur að segja
nokkuð oft.
Ef svo er, — þá er ástandið
hræðilegt!
Efni dagblaðanna okkar hefur,
sem sagt, auðkennst af andlega nið-
urdrepandi snakki um pólitiskar
varnir gegn verðbólgu, kreppu, at-
vinnuleysi og allsleysi. Meira að
segja sunnudagsblöðin hafa verið
stútfull af misjafnlega þýddum
greinum, sennilega meira eða
minna til þess að vega upp á móti
auglýsingum um fasteignir til sölu,
sólarlandaferðir og nauðungarupp-
boð.
Helgarpósturinn hefur verið síst
betri en önnur blöð. að vísu hefur
pólitíska snakkið ekki verið nema
„undir rós“ en samt sem áður hefur
blaðið ekki notfært sér ástandið
(eins og Guðlaugur i Karnabæ og
danskir bjartsýnisverðlaunamenn)
og haldið áfram að hjakka í sama
farinu, bæði hvað varðar útlit, um-
brot og efni. Jafnvel „kjaftadálk-
arnir“ eru farnir að taka á sig ein-
hvern miðlungsblæ. Ég er hættur
að nenna að lesa nema feita letrið í
þeim.
Það er sennilega þess vegna, að
ég tek mig til eins og „Kona úr Vest-
urbænum“ og skrifa þessar línur.
Ég tók nefnilega sjálfan mig á því
að lesa greinina um Pálma í Hag-
kaupum frá upphafi til enda. Þetta
var létt og læsileg grein. Sannkölluð
sunnudagsgrein. Höfundur hennar
fær fyrstu einkunn fyrir undirbún-
ingsvinnu og framsetningu.
Og þá er komið að kjarna máls-
ins: Bestu þakkir fyrir greinina um
Pálma.Hristið nú af ykkur slenið,
krakkar mínir, og leyfið okkur að
sjá fleiri sunnudagsgreinar í Helg-
arpóstinum framvegis.
Kœr kveðja,
Ólafur Stephensen,
auglýsingastjóri
Hagkaup —
skilgetiö af-
kvæmi
Viðreisnarinnar
„Nærmyndin" um Pálma Jóns-
son í Hagkaupum vakti mig til um-
hugsunar um hversu fáfengilegt er
að halda því fram að einhver ákveð-
in rekstrarform fyrirtækja tryggi
hag þjóðfélagsborgaranna fremur
en önnur. Frjálsræði í vali á rekstr-
arformum er auðvitað sjálfsagt.
Hér á íslandi höfum við í gegnum
tíðina kynnst m.a. erlendum einka-
fyrirtækjum; einkafyrirtækjum í
eigu íslenskra manna og samvinnu-
fyrirtækjum og svo ríkisfyrirtækj-
um.
Tilhneigingin til einokunar og
stöðnunar liggur í öllum þessum
tegundum rekstrar. Hag neytenda
er ekki borgið á neinn hátt með því
að halda sig alfarið við eina tegund-
ina fremur en aðrar.
Annað er athyglisvert, þegar rætt
er um Hagkaup og Pálma. Það er
að framgangur hans er skilgetið af-
kvæmi þeirrar stefnu, sem Við-
reisnarstjórn Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks tók upp árið
1960. Þessi stjórn.sem nú er rægð
og illa umtöluð af mörgum í skjóli
gleymsku og fáfræði,var sú fvrsta
og að líkindum þ.m. sú eina frá
lokum síðari heimsstyrjaldarinnar,
sem stefndi að því að stjórna eins og
ríkisstjórnir eiga að stjórna.
Viðreisnarstjórnin gerði sér grein
fyrir því að efnahagsmálum þjóðar
verður ekki stjórnað með boðum
og bönnum heldur verður að gefa
fólkinu i landinu tækifæri til að
starfa innan settra reglna.
Pálmi Jónsson, glæsilegur rekst-
ur hans og uppbygging á Hagkaup-
um á því eðlilegt upphaf sitt, jafn-
hliða því að „Viðreisnin" sigldi með
okkur inn i nútímann og út úr hafta
og skömmtunarmyrkrinu, sem hér
ríkti frá því á krepputímum fjórða
áratugarins.
Hlutur Pálma Jónssonar í vel-
sæld og uppbyggingu á íslandi síð-
ari ára er stór og vafalaust er rétt hjá
verkalýðsleiðtogunum að hann sé
velgerðarmaður láglaunafólks
fremur en nokkur annar.
Pálmi hefur þurft að berjast við
allar tegundir einokunar og sigrað á
öllum vígstöðvum. Vonandi eign-
umst við sem flesta hans líka í fram-
tíðinni. Við skulum einnig vona, að
ísland fái sem fyrst ríkisstjórn, sem
starfar í takt við tímann eins og
Viðreisnarstjórnin gerði á fyrstu ár-
um starfsferils síns.
Ólafur Geirsson,
viðskiptafrœðingur
Hagnar A. Porsson
anum með þrælalögum. Bráða-
birgðalögin sem tóku gildi I. júní
s.l. munu skerða laun um minnst
30% á næstu vikum og mánuðum.
Þessar kjaraskerðingar munu leiða
til eignahruns hjá fjölskyldum og
verkefnaskorts hjá iðnfyrirtækjum
og verktökum.
Afleiðingar s.k. efnahagsað-
gerða ríkisstjórnarinnar hafa þegar
komið fram í rýrnum kaupmáttar,
minnkandi eftirspurn og auknu at-
vinnuleysi. Þar á ofan bætist stöðug
kaupmáttarskerðing vegna óða-
verðbólunnar sem ríkisstjórnin
ræður ekkert við frekar en annað.
Það eina sem ríkisstjórnin hefur
króna lán erlendis til að fjármagna
skip sem engin þörf er á, síst af öllu
innfluttum.
Á tímum aflabrests og samdrátt-
ar í höfuðútflutningsgreinum okk-
ar væri nær að draga úr offjárfest-
ingum og innflutningi og hefjast
handa við að efla innlendan iðnað
og skapa nýjar atvinnugreinar. í
staðinn er nú stefnt að auknu frjáls-
ræði í gjaldeyrismálum og inn-
flutningsverslun.
Nú þegar ofveiði og minnkandi
þjóðartekjur kalla á markvissa iðn-
aðaruppbyggingu og fjölgun at-
vinnutækifæra verkafólks, hefur
hæstvirt ríkisstjórn ekkert annað
Verður þingrof í haust?
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar hefur leitt herlög yfir
verkafólkið í landinu. Samnings-
og verkfallsréttur er skertur með
lögum og vísitöluhækkanir á laun
bannaðar.
Á sama tíma hækkar verð á vör-
um og opinberri þjónustu og verð-
bólgan veður áfram. Næsta verð-
hækkunarskriða verður í haust, en
þá hækkar allt nema kaupið.
Aukið atvinnuleysi
Ríkisstjórn Steingríms Her-
mannssonar mun ekki takast að
leiða þjóðina útúr efnahagsvand-
afrekað á valdaferli sínum er að
ráðast á kaup og kjör launafólks
með boðum og bönnum. Óðaverð-
bólga, viðskiptahalli við útlönd og
óarðbærar fjárfestingar halda á-
fram óáreittar og eru nú meiri en
nokkru sinni fyrr. Erlendar skuldir
hlaðast upp og fleiri lántökur eru á-
formaðar.
Fleiri skip
Á næstu vikum bætast 9 skip í
verkefnalausan „ofveiðaflota" ís-
lendinga. Núna eru 5 skuttogarar í
smíðum, þ.a. 4 erlendis. Ríkis-
stjórnin verður að taka 500 milljón
fram að færa en skattalækkanir á
ferðamannagjaldeyri og tollalækk-
anir á lúxúsbifreiðum. Slikar ráð-
stafanir eru ekki til þess fallnar að
treysta atvinnuöryggi landsmanna
síst af öllu þeirra sem hafa treyst á
fiskveiðar til þessa.
Fleiri lán
Engin ríkisstjórn á Islandi hefur
framfylgt jafn siðlausri stefnu í at-
vinnu- og launamálum og nú-
verandi samsteypustjórn Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.
Stefna hennar í utanríkismálum er
þó öllu verri svo ekki sé minnst á
stefnuleysið í fjármálum.
Til viðbótar erlendum lánum
vegna nýrra skuttogara er áformað
að taka erlend lán vegna vegagerðar
í landi. Og í staðinn fyrir að rukka
inn þær 200 milljónir sem Alusuisse
hefur stungið undan sköttum hér á
landi eru framkvæmdir Lands-
virkjunar fjármagnaðar með er-
lendum lánum.
Landsvirkjun skuldar nú þegar
rúma 5 milljarða erlendis og enn
eru ný lán tekin. Á meðan kaupir ál-
verið 50% af útseldri raforku
Landsvirkjunar á tombóluprís og
græðir á tá og fingri. Já það fara svo
sannarlega „öðruvísi heiðurs-
menn“ með völd þessa dagana.
En ekki er allt upptalið enn.
Óskabarn ríkisstjórnarinnar er
risaflugstöð sem getur afgreitt 20
risaþotur á sólarhring og eina millj-
ón farþega á ári. Þetta fáránlega
mannvirki mun kosta okkur 550
milljónir í erlendum lánum. Á sama
tíma skortir lendingaljós og bundið
slitlag á flugvöllum úti á landi.
Gjaldþrot
framundan
Erlendar skuldir og vextir af
þeim stofna efnahagslegu sjálf-
stæði þjóðarinnar í hættu. Þær er-
lendu lántökur sem þar við bætast
munu leggja efnahagslífið í rúst.
Það er engin tilviljun að efnahags-
Framhald. á næstu síðu