Helgarpósturinn - 14.07.1983, Page 16

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Page 16
Hljómsveitin DRON (Oanshljómsveit Reykja- víkur og nágrennis) ætti að hljóma kunnuglega í eyrum fólks. A.m.k. vegna þess að hún hlaut fyrstu verðlaun í Satt-keppninni sem haldin var í Tónabæ I desember á síðasta ári. En þá kom hljómsveitin fram I fyrsta skipti eftir þrælstif- ar æfingar í bílskúr I hálft ár. Hljómsveitina Dron skipa: Máni Svavarsson hljómborðsleikari, Björn Gunnarsson bassa- leikari, Bragi Ragnarsson söngvari, Einar Þor- valdsson gítarleikari og Óskar Þorvaldsson trommuleikari. Það skal tekið fram vegna mis- skilnings að Einar og Óskar eru ekki bræður. Strákarnir vinna allir hörðum höndum í sumar og reyndist Stuðaranum erfitt að ná þeim öll- um saman og lét nægja að tala við Mána, Björn og Braga. Það var alltaf kvöld og helgar- vinna hjá þeim Einari og Óskari. Ma ég minna á að það er engum hollt að fara yfir um á vinnuálagi. Takk fyrir. Þeir Máni, Björn og Bragi í DRON settust góðfúslega í grasið (já segjum grasið) fyrir Stuðarann sem notaði tækifærið og smellti af. P.s. Máni og Bragi settu blóm á bak við eyrun í tilefni myndarinnar, en daglig dags ganga þeir ekki með blóm. Crumpy Face You’re just an old fool, scaring the nation you think you ’re so cool, but you're just a crumpy face you’re no good for the human race. With atom weapons and fast car you think you are a great star. Living in the white house, just like a little mouse. The world is like an ocean one day this, one day that there is only one man, with a crumpy face and cowboyhat..-.. A leiðinni í stúdíó ásamt fleirum — Breyttist eitthvað við að ná fyrsta sætinu í Satt-keppninni. „Við fengum náttúriega aukið sjálfstraust, þótt við vissum vel að við værum ekkert lélegir. Svo spil- uðum við oftar opinberlega. Spil- uðum t.d. á Borginni, Garðaskóla og á Rútstúni í Kópavogi" — Eruði ekki á leiðinni í stúdíó til að taka upp plötu? Mig rámar í að þið fengjuð stúdíótíma í verð- laun? „Jú, við fengum 20 tíma í stúdíói í verðlaun og það stendur til að fara þangað bráðlega. Það gengur bara hálf illa að komast þangað inn. En það stendur til að Satt gefi út plötu með þeim hljómsveitum er hrepptu fyrstu sætin i keppninni" A móti hernaðarbrölti — Hvernig tónlist spilar DRON? „Það er alltaf erfitt að skilgreina sína eigin tónlist en eigum við ekki bara að segja að við spilum Dron- tónlist. — Textarnir? „Það er nú bara hitt og þetta sem við syngjum um. Einhver fær hug- mynd sem síðan er útfærð" Sama dag og viðtalið er tekið kom Bush varaforseti Bandaríkj- anna til landsins svo ekki er úr vegi að kanna afstöðu Dron-pilta til Reagan stjórnarinnar. „Við höfum heldur betur deilt á Reagan stjórnina!* segja þeir. „Við erum á móti öllu hernaðarbrölti. Sjáðu t.d. þennan texta, viltu ekki bara birta hann? Hann er eftir Braga og Mána. — Hvað finnst ykkur um áhrif bandarískrar menningar hérlendis? Áhrifin eru allt of mikil, þau mættu vera minni“ — Eru engin jákvæð áhrif? „A.m.k. ekki þau sem koma i gegnum herstöðinal' Meðfæddir hæfileikar Við erum stödd í bílskúr einum í Fossvoginum og snúum nú sam- ræðunum yfir á aðrar brautir. — Hafiði alltaf haft þessa góðu aðstöðu? „Já, en okkur vantar söngkerfi, við höfum ekki haft efni á því enn- þá. — Hafiði lært á hljóðfærin? „Nei, við erum allir sjálfmennt- aðir. Þetta eru meðfæddir hæfileik- ar!‘ — Er skemmtilegt að vera í hljómsveit? „Já. Þetta er baktería sem maður losnar ekki við. Við höldum áfram þangað til við fáum hundleið á þessu.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.