Helgarpósturinn - 14.07.1983, Side 19

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Side 19
19 í fyrradag hækkaði verðið á voru daglega brauði um 10-19% og eldsneytið á bílaflota lands- mannaum 13.5%. Verðlaghefur hækkað um 14% fráþví í maí og eruþáofannefndar hækkanir ekki taldar með. Kaupið hækkaði hins vegar um vesældarleg 8% fyrir rúmum mánuði og næsta hækkun verður ekki fyrr en 1. október og þá aðeins 4%. Við slíkar aðstæður er óumflyjanlegt að augu almennings beinist að verðlagsyfirvöldum landsins því það kemur í hlut þeirra að til- kynna hækkanirnar. Þess vegna er Georg Ólafsson verðlagsstjóri mættur í yfirheyrslu í dag. Nafn: Goorg filafsson____________________staða: ,V/erð lagsst jSri___________________ Fæddur: 15.07,1945_________Heimili: Grenimelur 48________Bifreið: Citroen '82________ Áhugamál: Vinnan og margt annað Heimilishagir: Gif tur , tv/eir synir „Bensínverðið hefur í raun lækkað“ — Af hverju stafa allar þessar verðhækk- anir að undanförnu? „Þær stafa fyrst og fremst af gengisfell- ingunni sem varð í lok maí. í sumum tilvik- um koma einnig til erlendar verðhækkanir, til dæmis hefur verð á sykri á erlendum mörkuðum hækkað um 80% á undanförn- um mánuðum" . — Þegar svona verðhækkanaskriða skell- ur yfir á sama tíma og verðbætur á laun eru skertar, spyrja margir hvort það sé iaunafólk sem eitt fái að blæða, hvort framleiðendur og milliliðir fái sinn hlut óskertan. Hverju vilt þú svara því? „Eg get ekki svarað þessu öðruvísi en svo að það eru stjórnvöld sem á hverjum tíma setja okkur ramma til að starfa innan. Nú- verandi ríkisstjórn hefur gefið okkur þau fyrirmæli að heimila beri aðeins þær hækk- anir á vöru og þjónustu sem nauðsynlegar eru til að standa undir óhjákvæmilegum kostnaðarhækkunum. Eftir þessu förum við. En það má segja að hagur fyrirtækja skerðist ekki eins mikið og launafólks, í það minnsta fyrst í stað“ — Hvernig meðferð fá kostnaðarútreikn- ingar framleiðenda hjá verðlagsyfirvöld- um? Eru þeir samþykktir athugasemdalaust eða er farið ofan í saumana á þeim? „Það er farið ofan í saumana á þeim ef á- stæða þykir til. Þegar um innfluttar vörur er að ræða eru hækkanirnar að mestu leyti sjálfkrafa. Dollarinn hefur til dæmis hækk- að um 70% það sem af er þessu ári og við höfum engin áhrif á ákvarðanir sem teknar eru á sviði gengismála. Við getum einungis gætt að því að hækkanir verði ekki meiri en ástæða er til. Þegar um innlendar vörur er að ræða þekkjum við allar hækkanir sem verða á til- kostnaði. Þær eru vegnar saman og verðið fundið út“ — Það er oft gagnrýnt að allir þættir inn- flutningsvöruverðs þurfi að hækka prósent- vís þegar grunnverðið hækkar. Af hverju var álagningin ekki skert núna í kjölfar gengis- fellingarinnar? „Hér hefur verið í gildi hámarksálagning áratugum saman. Og hún er ekki of há, fremur hið gagnstæða. En álagningin hefur oft verið skert tímabundið á undanförnum árum og áratugum. Það hefur verið skoðun verðlagsyfirvalda að vandinn væri aukinn frekar en leystur með því að lækka álagning- una, enda hefur það verið gert með lögum í tvö síðustu skiptin. Engin lög voru sett núna og því var ekki hróflað við álagningunnií* — í tilkynningu um hækkun á bensín- verði segir að af hækkun upp á 2,60 kr. séu aðeins 33 aurar afleiðing af hækkun inn- kaupsverðs, en að 2,07 kr. renni til ríkis- sjóðs. Hvernig má þetta vera? -----eftir Þröst Haraldsson-------------- „Meginskýringin er hækkun á opinberum gjöldum og þar vega þrír þættir þyngst, toll- ur, bensíngjald og söluskattur. Tollurinn hækkaði tiltölulega mikið vegna breytinga á tollgengi og auk þess beitti fjármálaráðu- neytið heimild sem það hefur til að hækka bensíngjald í samræmi við hækkun bygg- ingavísitölu, en hún hækkaði um 17% 1. júlí sl. Þetta er pólitísk ákvörðun sem stjórnvöld taka.“ — Hafa orðið einhverjar breytingar á fyr- irmælum stjórnvalda til verðíagsyfirvalda með tilkomu nýrrar ríkisstjórnar? „í stefnuyfirlýsingu nýju stjórnarinnar segir svo: „Fyrst um sinn skal aðeins heimila þá hækkun á vörum og þjónustu, sem nauð- synleg er til að standa undir óhjákvæmileg- um kostnaðarhækkunum. Siðan verði dreg- ið úr opinberum afskiptum, þannig að neyt- endur og atvinnulífið njóti hagkvæmni frjálsrar verðmyndunar, þar sem samkeppni er næg“ Það er ekki ljóst hvenær síðari hlut- inn á að ganga í gildi en það verður vart fyrir 1. febrúar næsta ár. Þetta þýðir að við verðum að taka inn í verðið áhrif gengisfellinga og önnur áhrif. En það er stefna stjórnarinnar að halda genginu stöðugu. Þannig á að draga úr verð- bólgu en það ætti að vera til hagsbóta fyrir launafólk þegar til lengri tíma er litið“ — Hvað merkja þessar breytingar í raun? „Ef við förum svolítið aftur í tímann þá var það stefna stjórnar Geirs Hallgrímsson- ar sem var við völd árin 1974-78 að gefa verðmyndunina frjálsa og voru samþykkt lög þess efnis árið 1978. Stjórn Ólafs Jó- hannessonar sem kom til valda sama ár frestaði gildistöku þessara laga, enda fylgdi hún stefnu verðlagseftirlits. Það var því bið- staða í málinu fram til ársins 1982. Þá Iýsti stjórn Gunnars Thoroddsen því yfir að hún væri fylgjandi auknu frálsræði í verðlags- málum. 1 samræmi við það voru sett lög um síðustu áramót þar sem innlend framleiðsla sem á í samkeppni við sambærilega erlenda framleiðslu var undanþegin beinum verð- lagsákvæðum. Þó var framleiðendum gert að tilkynna Verðlagsstofnun allar hækkanir og tilgreina ástæður fyrir þeim. Stofnunin fylgdist með og gat gripið inn í ef ástæða var til. Þetta var fyrsta skrefið í átt til aukins frjálsræðis í verðlagsmálum. Núverandi stjórn tekur svo upp aukið að- hald fyrst um sinn. Það er þó ekki um að ræða verðstöðvun, en fyrirtækin eiga t.d. ekki að geta áætlað gengissig fram í tímann eins og tíðkast hefur. Síðar á svo að taka upp aukið frjáisræði í verðlagningu og væntan- lega ganga enn lengra en ráðgert var árið 1982í‘ — Hver er þín skoðun á frjálsri verðlagn- ingu? „Hún er sú að þar sem samkeppni er virk tryggi frjáls verðmyndun hagstæðara vöru- verð. En það eru til markaðir þar sem ekki er næg samkeppni og líka markaðir þar sem ríkir allt að því einokun. Á þeim mörkuðum virkar frjáls verðmyndun ekki. Það verður því að vega og meta hvar markaðsöflin eiga að ráða og hvar ekki. Það er ekkert hvítt og svart í þessu efni. En það verður áreiðanlega alltaf þörf fyrir eftirlit ríkisvaldsins með verðlagi í einu eða öðru formi. Markaðir geta breyst mjög ört og þar sem frjáls sam- keppni ríkir í dag getur hún verið úr sögunni að ári.“ — Það hefur oft verió bent á það að föst prósentuálagning leiði til þess að innflytj- endur kaupi frekar dýra vöru en ódýra og auki þar með sinn hlut. Hefur þú einhver ráð við þessu? „Á þessu sviði erum við í sjálfheldu. Leyfð álagning í innflutningi er of lág og það hefur leitt til þess að menn taka sér um- boðslaun erlendis og kaupa dýrari vöru en ella. í þessu sambandi hefur verið rætt um að koma á blandaðri álagningu, þe. bæði prósentuálagningu og krónutöluálagningu, en það er erfitt í framkvæmd í óðaverð- bólgu, auk þess sem það er ekki í anda þeirr- ar stefnu að draga úr ríkisafskiptum af verð- myndun. Á samkeppnismarkaði á að láta markaðinn ráða, en það er meiri vandi á hin- um mörkuðunum. Sá vandi verður ekki leystur nema í samráði við innflytjendur, fá þá með í að lagfæra kerfið og gera það sveigjanlegra og færa ábyrgðina í auknum mæli á herðar innflytjenda. En í því rekumst við á tortryggni innflytj- enda í garð verðlagsyfirvalda eftir áratuga afskipti ríkisvaldsins. Þeir segja sem svo að ef þeir gangi til samstarfs við yfirvöld núna eigi þeir á hættu að fá yfir sig nýja stjórn sem svíki loforðin. Nýleg könnun sem gerð var á verði innfluttra byggingarvara hér og í Svíþjóð gefur þó til kynna að innkaupin séu etv. hagstæðari en við áður töldum og gefur vonir um að þessi mál séu að færast í betra horf en áður var“ — Verðlagsstofnun hefur að undanförnu gert margar kannanir á verðlagi í ýmsum greinum. Þær voru gerðar í anda stefnu fyrri stjórnar sem vildi með þeim efla verðskyn almennings. Hafa þessar kannanir borið á- rangur? „Já, ég tel það alveg ótvírætt. Þær hafa haft áhrif á almenning og ekki síður kaup- menn sem hafa fundið fyrir þrýstingi. Svona kannanir eru langáhrifaríkasta tækið sem verðlagsyfirvöld geta beitt með árangri og ég vona að okkur verði gert enn frekar kleift að sinna þeim, jafnvel á kostnað annarra starfa. En verðlagskannanir geta ekki leyst beint eftirlit algerlega af hólmi“ — Nú er ný stjórn komin til valda, fáið þið að halda þessum könnunum áfram? „Á það mun ekki reyna fyrr en við gerð næstu fjárlaga, en ég hef ekki ástæðu til að halda annað" — Svo við víkjum að eftirlitinu, verðið þið ekki alltaf vör við tilraunir til að svindla á verðinu? „Þú átt þá við það verð sem við tilkynn- um“ — Já. „Jú, það er alltaf eitthvað um slíkt. En okkar athuganir sýna að þar er um undan- tekningar að ræða. Það sem okkur gengur erfiðast að fylgjast með er taxti á útseldri vinnu, bæði hjá ýmsum háskólamenntuð- um hópum og í ákvæðisvinnu. Ef leysa á þann vanda þyrftu fleiri aðilar að koma við sögu. Þetta er erfitt viðureignar, því ef við tökum dæmi af iðnaðarmönnum þá hafa ■ meistarar og sveinar sameiginlegra hags- muna að gæta af því að halda taxtanum há- um“ — Maður rekur sig stundum á það í versl unum að það er kannski misjafnt verð á sömu vörunni. „Já, en það ætti nú ekki að koma fyrir. Kaupmenn hafa fengið heimild til þess að endurmeta vörubirgðir þegar verðið hækk- ar. Þegar þeir fá vöru á nýju verði mega þeir hækka verðið á lagernum til samræmis“ — Er þetta réttlætanlegt? „Já, það tel ég. Ef þeir selja vöruna á lága verðinu og kaupa nýja sendingu á háu verði samhliða því sem álagning er lág gengur dæmið ekki upp“ — Ein persónuleg spurning í lokin: Hvernig finnst þér að fást við verðlagseftir- lit í óðaverðbólgu? Það eru bæði dökkar hliðar og ljósar í þessu starfi. Maður verður að hafa það hug- fast að við erum einungis að fást við afleið- ingar óðaverðbólgunnar. Orsakirnar er að finna á sviði ríkisfjármála, peningamála og kjaramála. Það má nefna sem dæmi að á síðasta ári hækkaði gengi dollarans yfir 100% og það sem af er þessu ári um 70%. Bensínverðið hefur hækkað um 58% það sem af er árinu svo þar er raunverulega um lækkun að ræða, því bensín er greitt í dollur- um. Maður má ekki fyllast vonleysi gagnvart verðbólgunni. í því efni ríður á að menn standi saman og geri sér grein fyrir því hvað er orsök og hvað afleiðing. Launamenn eru til dæmis ekkert betur settir með20% launa- hækkun í stað 8% ef verðlagið hækkar um 12% eða meira. En ég viðurkenni að sumar stéttir hafa borið meira úr býtum en aðrar í verðbólgunni. Það hleypir vitaskuld illu blóði í þá sem minna hafa og gerir þessi mál erfiðari úrlausnar." ------myndir: Jim Smart---------------------

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.