Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.07.1983, Qupperneq 20

Helgarpósturinn - 14.07.1983, Qupperneq 20
20 Fimmtudagur 14. júlí 1983 .p&siurinn. eftir Guðlaug Bergmundsson enn, sem ráðgefandi aðila gagnvart stjórn- völdum, hliðstæðum Búnaðarfélagi íslands og Fiskifélagi íslands og vettvang til að skipt- ast á hugmyndum, þekkingu og til að miðla upplýsingum“, segir Árni Arnason. Frægt plagg Meðal þeirra verkefna, sem falla undir verksvið Verslunarráðsins er að fylgjast með afkomu þeirra atvinnugreina, sem eiga aðild að ráðinu. En til hvers er þessum upplýsingum safnað? „Við gerum það í ýmsum tilgangi“, segir Árni. „Við miðlum þeim til félagsmanna okk- ar og stjórnvalda til þess að þau viti hvað er að gerast, og einnig til þess að við getum metið sjálfstætt það sem stjórnvöld segja um gang efnahagsmála. Við viljum geta komið fram og varað við ef hlutirnir eru að fara úr skorðum t.d. ef þenslan er of mikil eða að við höldum að óþarfa samdráttur sé á ferðinni“. Verslunarráðið er einnig ráðgefandi um lög- gjafarsetningu og hefur iðulega átt fulltrúa í nefndum, sem hafa samið lagafrumvörp. Einnig hefur það átt frumkvæði að lagasetn- ingu. Verslunarráðið framkvæmir jafnframt reglubundið athuganir á hagfræðilegum og viðskiptalegum vandamálum á grundvelli frjáls markaðshagkerfis og vinnur að því að hrinda slíkum lausnum í framkvæmd. Fræg- asta dæmið um slíka vinnu er líklega „Frá orðum til athafna — áætlun um alhliða að- gerðir í efnahagsmálum". Fyrstu drög þeirrar áætlunar voru lögð fyrir viðskiptaþing Versl- unarráðsins í febrúar síðastliðnum og hafa einstakir liðir hennar valdið miklum blaða- skrifum, og verið harðlega gagnrýndir, svo og áætlunin í heild. Ragnar Arnalds fyrrum fjármálaráðherra segir í samtali við Helgarpóstinn, að þetta plagg sé bæði yfirborðslegt og barnalegt. „Þar er bara smellt fingri og sagt: við strik- um bara yfir þetta og þetta og þá er hægt að nota það fé til að lækka þessa og þessa skatta, ' bað er ekki gerð tilraun til að leysa þann 'T1 skapast þegar viðkomandi fjár- :*ur“, segir Ragnar. ' "'ar segjahana „miða vsr,SL^„« /Q/ \.nhÍAB'~?S' öMA/Oq Blóðqjafi atvinnuveqanna? Verslunarráð íslands. Samtök harðsvíraðra gróðahyggju- manna eða ósköp saklaus hagsmunasamtök í íslensku atvinnu- lífi? Verslunarráðinu hefur skotið upp á stjörnuhimin fjölmiðlaum- ræðunnar á síðustu misserum, ekki síst eftir að það kynnti áætl- un sína um alhliða aðgerðir í efnahagsmálum „Frá orðum til at- hafna“. Hvers konar samtök er Verslunarráðið? Lítið hefur farið fyrir þeirri umræðu í öllum blaðaskrifunum, og sjálfsagt sýnist hverj- um sitt. Hérá eftir verður lítillega gert grein fyrir Verslunarráðinu og starfsemi þess. Það viðraði vel á fulltrúa verslunarstéttar- innar, sem komu til fundar í húsi KFUM við Amtmannsstíg að kvöldi mánudagsins 17. september 1917. Um daginn hafði verið skýj- að með köflum, hægviðri og við athugun kl. 13 reyndist hitinn vera tíu gráður. „Til fundarins var stofnað til þess að koma á fulltrúaráði fyrir verslun, iðnað og sigling- ar“, eins og segir í frétt Morgunblaðsins frá 19. september. Þar með varð Verslunarráð íslands til. „Verslunarráðið eru samtök í einkarekstri, að minnsta kosti að hluta, aðila sem aðhyllast frjálsa samkeppni, frjálsa viðskiptahætti og þannig umhverfi fyrir atvinnurekstur að framtak einstaklinga fái að njóta sín, svo fremi sem það er ekki öðrum til skaða“, segir Árni Árnason framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs íslands. Ragnar S. Halldórsson formaður Verslun- arráðsins segir í afmælisriti samtakanna í til- efni 65 ára afmælis þeirra 1982 að tilgangur- inn með stofnun og starfsemi Verslunarráðs- ins hafi verið og sé „að gæta hagsmuna við- skiptalífsins gagnvart stjórnvöldum og efla skiíning almennings á mikilvægi verslunar, viðskipta og annarrar atvinnustarfsemi". Sex þúsund ár Verslunarráð er sams konar stofnun og þær sem á ensku eru kallaðar „chambers of com- merce“. Forsaga verslunarráðanna er talin ná um sex þúsund ár aftur í tímann, til borgar- innar Mari í Mesópótamíu, en fyrsta eiginlega verslunarráðið var þó ekki stofnað fyrr en ár- ið 1599 í Marseille i Frakklandi. Stofnendur Verslunarráðs íslands voru 156 en félagatalan nú er nálægt 470. Aðild að ráð- inu varð mjög breið strax í upphafi. Þar voru menn sem stunduðu utanríkisviðskipti, inn- lenda framleiðslu, tryggingar, svo og bankar og flutningafyrirtæki. í dag eru félagar úr flestum greinum atvinnulifsins. „Menn hugsuðu þetta á sínum tíma, og gera fyrst og fremst að því að ná skjótum og var- anlegum árangri í baráttunni við verðbólg- una, jafna viðskiptahallann og byggja upp heilbrigt efnahagslíf í landinu til að tryggja hagvöxt á næstu árum“. Auk stærri verkefna sinnir Verslunarráðið margvíslegri þjónustu fyrir félagsmenn sína, svo sem lögfræðiþjónustu og telexþjónustu fyrir smærri fyrirtæki. Þá er erlendum aðilum veittar upplýsingar um innlend fyrirtæki vegna væntanlegra viðskiptasamninga og ís- lenskum fyrirtækjum eru veittar sömu upp- lýsingar um erlend fyrirtæki. Ragnar Arnalds Magnús Pétursson hagsýslustjóri

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.