Helgarpósturinn - 12.04.1984, Side 3

Helgarpósturinn - 12.04.1984, Side 3
\^\\\\\\\\\\\\\\\^^^^ ^ íslensk/dönsk nekt ^ ☆ Önnur íslensk, hin dönsk. Ingibjörg Sigurjónsdóttirog Karen Carter heita þær og hafa striplast á veitinga- staðnum Glæsibæ undan- farnar helgar, gestum til óblandinnar ánægju, ,,eink-I um þó karlmönnum“, að því er Halldór Júlíusson rekstr- arstjóri þessa skemmtihúss segir HP. Þetta samnorræna sam- starf þeirra Karenar og Ingi- bjargar á sviði Glæsibæjar mun vara fram til aprílloka, en þá halda þær til Köben ef einhver skyldi vilja elta...* Djassfantablúsblanda ___________- ☆ ,,Við höfum verið með eitt N upp djassprógrammi með N fanta blús í bland ,,hvar sem v svo á að draga mörkin á ^ milli þessara tónlistar- og eitt gigg að undanförnu. \ svonamestfyrirokkursjálfa. \ En ætli við förum svo ekki að \ opinbera þetta bráðlega." \ Magnús Eiríksson segir SS þetta, þessi óstöðvandi blús- v\ og djass-geggjari sem allir \ þekkja af geðþekkum hljóð- \ færaleik og lagasmíöum. v HanneraðendurreisaBlús- komaníið ásamt þeim Pálma \\ Gunnarssyni, Sigurði Karls- syni og Guðmundi Ingólfs- \ syni, en þetta band hefur \ annað veifið verið í gangi allt \ frá miðjum sjöunda ára- ^ tugnum ,,og margir bestu \\ hljóðfæraleikararokkar \ komið við sögu þess“, eins \ og Maggi orðar það. \ Hann segir þá fjórmenn- stefna“, bætir hann við. „Sjálfur vil ég ekki kannast við nein mörk á milli djass og blúss. Þetta er sama Ijúfa sveiflan sem kitlar mann.“ Magnús segist ekki enn vita hvar bandið spili fyrst fyrir fólkið ,,en okkur langar dáldið að gigga í Norræna á næstunni." Þegar fram í sækir ætla þeir sér að festa eitthvað af prógramminu á kassettu „sem verður þá svona smekkleg vasaútgáfa af konsertunum okkar.“ \ meðvitúhd’mannsaðógern- „ En segðu okkurMaggi, er \ ingureraðlifaánhennar.Og ^ vonlaust fyrir menn að hætta í ^ svo, þegar maður fær svona bransanum? ^ helvíti góða kalla með sér í „Veistu, sveiflan hefur gigg, þá fær mann ekkert \ ingaæfastíftsemsakir ^ „Veistu, sveiflan hefur N gigg, þá fær mann ekkert \ V standa, þeir séu að koma sér N grafið sig svo djúpt í undir- \ stoppað.^ \ Ertu yfirburðaþjálfari? „Ég vil svara þessari spurningu á þann hátt að ég hafi trú á mér sem handknattleiksþjálfara." - Hvað réð því öðru fremur að lið þitt varð ís- landsmeistari að þessu sinni? „Þar koma nokkur atriði saman. í fyrsta lagi góð liðs- heild. í öðru lagi sterkir einstaklingar. í þriðja lagi mark: viss undirbúningsvinna fyrir mótið og síðan hvern leik. í fjórða og síðasta lagi frábær stjórn Handknattleiks- deildar FH.“ - Þið unnuð alla leiki ykkar á íslandsmótinu, gerð- uð ekki einu sinni eitt einasta jafntefli. Er þetta ekki einsdæmi í sögu íslenskra flokkaíþrótta? „Ég held ábyggilega að svo sé, enda þrjátíu og fjórir deildarleikir án taps varla trúverðugt til frásagnar í svona blaðaviðtali. Að vísu skilst mér að FH-liðið í kring- um 1960 hafi spilað fimmtíu og einn leik án taps í strik- lotu, en þar var þó ekki bara um deildarleiki að ræða. Þannig má ætla að þessi árangur okkar í ár sé islands- met.“ - Kannski heimsmet? „Ég þori nú ekki að fullyrða það. En þú mátt hafa samband við heimsmetabók Guinnes fyrir mig...!“ - En hvað sem árangri ykkar líður: Hefur hand- boltinn ekki verið á svolítilli niðurleið á síðustu misserum? „Ekki geta þeirra manna sem eru að spila handbolt- ann, en aftur á móti hefur stjórn handknattleiksins verið í molum undanfarin tvö ár og mjög bitnað á öllu skipulagi móta. Þau hafa reyndar verið svo að segja skipulags- laus.“ - Hefur núverandi stjórn Handknattleikssam- bands íslands ekki staðið í stykkinu? „Ég er mjög lítið inni í innstu starfsháttum HSÍ þannig að ég á erfitt með að gagnrýna þá sem slíka. En það er samt öruggt að þessir menn hafa staðið sig mjög illa í skipulagsmálunum í víðum skilningi. Það hefur vantað allt upplýsingastreymi frá þeim til að mynda. Mót hafa verið illa eða ekki auglýst sem kann náttúrlega ekki góðri lukku að stýra. Það eitt og sér, hefur örugglega skaðað stöðu handknattleiksins í samkeppninni við aðr- ar flokkaíþróttir." - Finnst þér að Friðrik Guðmundsson formaður og hans stjórn eigi að víkja? „Ég er alveg óhræddur við að segja þá meiningu mína hér og nú að skipta eigi um blóð á toppi HSÍ mjög snar- lega. Ég vil fá yngri menn með feiskar hugmyndir við stjórnartaumana. Islenskum handknattleik veitir ekki af því miðað við það sem á undan hefur gengið. Það þarf að hressa hann við.“ - Hver finnst þér geta íslenskra handknattleiks- liða vera miðað við lið annarsstaðar? , ,Það er alveg öruggt mál að okkar handboltamönnum er mjög að fara fram. En því miður fer þeim hægar fram en handboltamönnum í öðrum Evrópulöndum, enda er víðast hvar varið meiri fjármunum til handknattleiks en á íslandi, aukinheldur sem miklu meiri breidd er í liðum ytra. Við erum svo fámennir. Og ég get því ekki sagt annað en að bilið milli okkar og annarra handknattleiks- þjóða sé að breikka. Því miður.“ - I lokin, Geir Hallsteinsson. Hefur þig ekki kitlað í lófana á bekknum í vetur? „Jú, oft á tíðum asskoti mikið. Það hefur verið svaka- lega erfitt að fá aðeins að horfa á. Ég hef stundum verið kominn á ystu nöf með að grípa inn í gang leikja þegar mest hefur gengið á.“ Gengi FH-liðsins í handknattleik hefurveriðmeðólikindum í vetur. Það hlaut meistaratitilinn ósigrað undir styrkri stjórn þjálfara síns Geirs Hallsteinssonar sem hér er til viðtals um árangurinn. Geir er eins og menn vita gamalreyndur hand- boltamaður, hóf feril sinn hjá FH sjö ára, lék 118 leiki með landsliðinu og skoraði 534 mörk fyrir það. Hann tók við FH- liðinu sem þjálfari 1978 og spilaði einnig með því til að byrja með. Geir er Gaflari í húð og hár fæddur ’46, kvæntur Ingi- björgu Logadóttur og eiga þau þrjá litla FH-stráka. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.