Helgarpósturinn - 12.04.1984, Síða 7
VILTU
BREYTA
-LÁTTU
BRENNA
• íkveikja er auöveldasta leiöin til að fá mikið fé á
skömmum tíma út úr fyrirtækinu.
•Tryggingafélögin borga bara og hækka svo
iðgjöldin.
• Frystihúsa- og sumarbústaðabrunar með
ólíkindum á síðasta ári.
• Slökkviliðskemmastundum meiraen þau bjarga.
• Rannsóknir á orsökum bruna í makalausum ólestri.
eftir ÓlaTynes myndir: DV, Jim Smart, Vikurfrétfir
Ikveikjur eru orðnar alvarlegt
vandétmál hér á landi og þctr
sem aðstaða til eftirlits og rann-
sókna er af skornum skammti, svo
ekki sé meira sagt, sleppa flestir
brennuvargamir með sitt trygg-
ingafé. Rannsóknarlðgregla ríkis-
ins er vanbúin tækjum til að rctnn-
saka bruna og hefur heldur enga
menn sem eru sérmenntaðir í
þessu fagi. Úti á landi eru rann-
sóknir oft klúður eitt þctr sem við-
komandi rannsóknaraðilar hafa
nákvæmlega ekkert vit á því sem
þeir eru að gera. Sérfróðir menn
telja sig vita um sæg tilfella þar
sem nánast sé víst að kveikt hafi
verið í, en rannsókn klúðrað.
Erlendis eru tryggingafélög mjög
virk í að veita aðhald í þessum mál-
um. Stærstu tryggingaíélögin hér á
íslandi sem fást við brunatrygging-
ar eru Brunabótafélcigið og Sam-
ivinnutryggingar. Þau eru sögð
þekkt um allan heim fyrir sofanda-
hátt sinn. Þau geri nákvæmlega
ekkert til að veita aðhald eða að-
stoð, hækki bara iðgjöldin ef þau
þurfi að greiða miklar tjónabætur.
Það er ekkert leyndarmál að
tryggingcisvik eru oft auðveldasta
og fljótlegasta leiðin til að flytja
mikið fjármagn. Tökum sem dæmi
eigendur stórfyrirtækis sem ekki
gengur alltof vel. Eigendumir vilja
gjarnan koma því í peninga sem
þeir geta svo notað til að greiða
niður skuldir eða fjárfesta annars-
staðar. Jafnvel þótt þeim tækist að
selja fyrirtækið mættu þeir eiga
von á. að það liðu þónokkur ár
þartil þeir hefðu fengið það greitt
að fullu. Með því að kveikja í og
brenna allt til kaldra kola geta þeir
hinsvegar fengið tryggingaféð
greitt á skömmum tíma. Eins og nú
er málum háttað em hverfandi lík-
ur á að nokkurntíma komist upp
úm þessi svik. Brennuvargamir
geta einfaldlega hirt sína peninga
og byrjað upp á nýtt og trygginga-
félögin hækka bara iðgjaldið.
Sönnunctrgögn horfin
Ilögum um bmnavamir og
brunamál segir að lögreglu-
stjóri skuli sjá um að lögreglu-
rannsókn fari fram þegar eftir
brunatjón. Utan Reykjavíkur vilja
þessar rannsóknir oft verða kák
eitt. Þcir em engir menn sem kunna
til verka og rannsóknirnar í Scim-
ræmi við það. Sem dæmi má nefna
að alloft heyrist í fréttum að eldur
hafi kviknað út frá rafmagni. Þetta
geta jafnvel óvanir menn stunduð
séð, ef. t.d. er sérstaklega bmnnið í
kringum rafmagnstöflu. Það er
hinsvegar ekki nærri ailtaf tekið
með í reikninginn að það er auð-
veldlega hægt að nota rafmagns-
töflu til íkveikju. Hjá Brunamála-
stofnun segja menn stundum í
gríni að ósjaldan takmarkist rann-
sóknirnar við það að lögreglu-
mennirnir horfi á bálið út um
gluggana á lögreglubílnum.
í lögunum segir reyndar líka að
ef þurfi að kveðja til sérfróða menn
skuli Bmnamálastofnun leggja þá
til. En það er bara ekki nærri alltaf
leitað til Bmnamálastofnunar og
oft þegar það er gert er það alltof
seint.
„Það er auðvitað mikilvægt fyrir
okkur að hef ja rannsókn eins fljótt
og mögulegt er,‘‘ segir Guðmundur
Gunnarsson, verkfræðingur hjá
Brunamálastofnun. ,£n við erum
oft kvaddir cdltof seint á vettvang.
Það er þá búið að róta til í rústun-
um og jafnvel byrjað að hreinsa
þær áður en við erum kcdlaðir út.
Átakanlegasta dæmið um þetta er
líklega þegar Heydalakirkja í Breið-
dal brann. Þegar við vorum loksins
kaflaðir út og komum á staðinn var
búið að tyrfa yfir rústirnar. Nú, við
gengum upp á hólinn og létum
taka þar mynd af okkur og fómm
svo aftur í bæinn. Þannig lauk
þeirri „rannsókn". Þetta er, eins og
ég sagði, eitt átakanlegasta dæmið
en það em alltof mörg dæmi um að
Sjá nœstu síðu.