Helgarpósturinn - 12.04.1984, Side 8
við séum kvaddir of seint til. Oft
komum við svo seint inn í málið að
það er búið að eyðileggja vettvang-
inn. Það er jafnvel búið að hreinsa
til í rústunum og þá höfum við lítið
sem ekkert til að átta okkur á.
Sönnunargögn eru öil horfin. Þetta
er oft sérstaklega siæmt úti á landi
þegar lögreglan á viðkomandi stað
reynir að gera eitthvað í málinu.
Brunarannsóknir eru sérhæft fag
og þeir kunna ekkert fyrir sér í því.“
„Getur þú nefnt mér dæmi um
rannsókn sem var illa staðið að?“
„Við getum tekið sem dæmi
stórbrunann í Keflavík, í fyrra, þeg-
ar Hraðfrystihús Keflavíkur hf.
brann. Við vorum ekki kallaðir út
þá, en þar sem þetta var mikill
bruni fórum við á staðinn að eigin
frumkvæði. Beiðni um rannsókn
kom raunar þegar henni var lokið
af okkar hálfu. Við eftirlétum svo
lögreglunni að yfirheyra fólk í sam-
bandi við þetta enda teljum við
slíkt frekar hennar hlutverk en
okkar. Lögregluskýrslurnar bárust
okkur hinsvegar ekki fyrr en löngu
seinna, þrátt fyrir ítrekanir af okkar
hálfu.“
„Og hver var svo niðurstaðan?"
„Við komumst ekki að óyggjandi
niðurstöðu í þessu tilfelli. Það var
þarna sitthvað sem benti til að
íkveikja væri möguleiki en annað
eins af hinu. Saksóknæi komst svo
að þeirri niðurstöðu að ekki væri
ástæða til frekari aðgerða."
En hvernig upplýsast svo
íkveikjur? Þórður Bjömsson ríkis-
saksóknari tjáði Helgarpóstinum
að það væri árviss viðburður að
gefnar væru út kærur vegna
íkveikju. í sumum tilfellum upplýs-
ast margar íkveikjur á einu bretti,
þegar einhver aífbrotamaður er
gómaður af lögreglunni og játar
allar syndir langt aftur í tímann.
Þórður Björnsson mundi ekki eftir
hæstaréttarmáli vegna trygginga-
svika síðastliðin 25 eða 30 ár. Ein
ástæðan kann að vera sú að eins
og komið hefur frcim hér að framan
hafa rannsóknir á orsökum bmna
verið með ólíkindum litlar og lé-
legar.
Ymsir aðilar liggja undir gmn
þótt ekkert sé hægt að sanna á þá.
Það þykir til dæmis nokkuð gmn-
samlegt þegar tryggingafé sem
fæst vegna bmna er ekki notað til
að endurbyggja eða bæta rekstur-
inn sem brann heldur jafnvel farið
að fjárfesta í öðru.
Litlar rannsóknir
Eg hef oft verið steinhissa á að
heyra ekki meira um bmna
sem ég hef verið við að
slökkva," segir fyrrverandi slökkvi-
liðsmaður með langan starfsferil
að baki. „Oft þótti okkur liggja í
augum uppi að um íkveikju hefði
verið að ræða. En jafnvel þótt ein-
hver rannsókn hafi fcirið fram er
eins og málin haii einhversstaðar
gufað upp í kerfinu."
Hvað segir Guðmundur um
þessa fullyrðingu?
„Ég er hræddur um að þetta sé
rétt. Brunarannsóknum er mjög
lítið sinnt. Rannsókncirlögreglan
Guðmundur Gunnarsson, verk-
fræðingur Brunamálastofnunar:
,,Við teljum að mjög hafi sigið á
ógæfuhliðina hvað íkveikjur snert-
ir.“
hefur til dæmis engan mann sem
er sérhæfður í þessu fagi, en það er
til hennar sem við skilum okkar
skýrslum. Hjá rannsókncirlögregl-
unni vinnur raunar einn maður
sem hefur í þessu töluverða
reynslu og er ágætlega glöggur, en
hann hefur ekki fengið sérmennt-
un. Og hann getur náttúrlega ekki
verið á vakt alla daga. Nú, rann-
sóknarlögreglan hefur engin þau
tæki sem til þarf við að rannsaka
bruna. Við þetta bætist svo að hún
er yfirkeyrð af verkefnum og rann-
sóknariögreglumaður sem er að
kynna sér bruna þarf oft að leggja
það frá sér og fara að sinna ein-
hverju öðru.
Ég er nýkominn frá London þar
sem ég sat ráðstefnu um eldvarn-
armál og þar sem sérstaklega var
fjallað um hvernig standa skuli að
vettvangsrannsókn. Þar voru sam-
ankomnir fulltrúar frá sex Evrópu-
löndum. Tölur sem þar voru
nefndar um íkveikjubruna voru
óhugnanlegar. Þar kom til dæmis
fram að 45% af heildar brunatjóni í
Englandi verða vegna íkveikju. Þar
á ég ekki við fjölda bruna, heldur
tjónið sem af þeim hlýst. Yfirleitt
eru íkveikjubrunar stærri en aðrir
vegna þess að þar er verið að eyði-
leggja mikil verðmæti til að fá
tryggingafé.
Við höfum engar svona tölur um
lsland því það var ekki fyrr en um
1980 sem farið var að taka saman
brunatjón hér og reyna að gera sér
grein fyrir hvernig orsakirnar
skiptust. Okkur er hinsvegar engin
launung á því að við teljum mjög
hafa sigið á ógæfuhliðina hvað
íkveikjur snertir, síðustu árin.
Slæm ár
Erlendis hefur það komið fram
að með versnandi efnahag
eykst brunatjón. Þar eru oft-
ast á ferðinni eigendur fyrirtækja
sem sjá framá að þetta gangi ekki
hjá þeim og því kveikja þeir í, til að
losa sig úr klípunni og ná út trygg-
ingafénu. Nú, undanfarin ár hefur
ekki verið neitt sérlegt góðæri hér
á íslandi og siðustu tvö ár hafa ver-
ið einstaklega slæm hvað bruna-
tjón snertir. Það er varla einleikið
hvað brunnið hefur af t.d. sumar-
bústöðum og frystihúsum. Bara í
fyrra kviknaði í 6 eða 8 frystihús-
um. Það er best að taka fram að
þetta eru vangaveltur, en það er
dálítið athygli vert hvernig tjónið
skiptist á milli tryggingafélaganna
Það hefur oft verið tcilað um að SÍS
sé dálítið sérstakt stórveldi og
standi betur en ýmsir aðrir, í við-
skiptum. Svo verður að hafa í huga
að SÍS er ekki einkarekstur heldur
sameign og engum dettur í hug að
SÍS-forystan myndi gn'pa til þess
að kveikja í til að „laga“ reksturinn.
En hvernig sem á því stendur þá
hafa Samvinnutryggingar sloppið
tiltölulega létt frá síðustu tveimur
árum, en þar tryggja auðvitað SÍS-
fýrirtækin. Þetta hefur hinsvegar
verið mjög erfitt hjá Brunabótafé-
laginu, sem er með einkaaðilana."
Tryggingafélögin
afskiptalaus
Lítum aðeins nánar á hlut
tryggingcifélaganna. Ýmsir
iþeir sem Helgarpósturinn
talaði við vegna þessarar greinar
voru þungorðir í jjeirra garð.
Töldu að með aðeins meira að-
hcildi cif þeirra hálfu myndi ástand-
ið batna stórlega. Erlendis eru
tryggingafélög yfirleitt með sína
eigin sérfróðu rannsókncirmenn og
engin trygging er greidd nema þeir
séu búnir að rannsaka málið mjög
vandlega. Sumir þeirra eru svo
harðir að þeir ganga út frá því í
byrjun að um íkveikju sé að ræða
og halda því til streitu þcirtil annað
sannast. Þessir sérfræðingar koma
oftast á staðinn meðan slökkvilið-
ið er enn að berjast við eldinn og
fylgjast því með málinu frá upphafi
til enda. Þeir hafa líka mikið að
segja við hreinsun í rústunum því
það þarf líka sérfræðiþekkingu til
slíkra hluta ef ekki eiga að fara for-
görðum verðmæti sem hægt væri
að bjarga.
Hér á landi er engu sliku til að
dreifa. Tryggingafélögin hafa engin
afskipti af rannsókn mála eða
nokkru öðru sem þau snertir, cinn-
að en greiða tryggingabætur og
innheimta iðgjöld. Það er nánast
furðulegt hvað þau hyggja lítið að
þessum hagsmunum sínum og við-
skiptavina sinna, því auðvitað
kemur það niður á viðskiptavinum
ef hækka þarf iðgjöld vegna mikils
brunatjóns.
„Ég er sammála því að trygg-
ingafélögin standa sig illa,“ segir
Guðmundur Gunnarsson. ,T>að má
að vísu segja að það sé opinberra
aðila að fást við þessi mál, en það
er það líka erlendis og þar eru
tryggingafélögin með sína einka-
rannsókncurnenn. Það er enginn
vafi á að ef tryggingafélögin sinntu
sínu hlutverki betur þá myndi
brunatjón stórlega minnka. Þarna
á ég ekki bara við að menn myndu
síður hætta á að kveikja í. Trygg-
ingafélögin eiga líka að skipta sér
af því hvernig eldvömum er háttað
hjá viðskiptavinum sínum. Fjöl-
mörg hús og fyrirtæki hér í bænum
eru hroðalega byggð frá eldvarna-
sjóncU"miði.
Þegar við tölum um tjón þá
þyrfti víða að endurskoða þær að-
ferðir sem slökkvilið nota við að
slökkva elda. Það má oft heyra í
fréttum að eldurinn sem slíkur hafi
ekki valdið miklu tjóni en hinsveg-
ar hcLfi vatnsskemmdir orðið vem-
legar. Það er varla von á öðm með-
an það er, eins og sumsstaðar, við-
urkennd aðferð við að slökkva í
húsum að loka öllum gluggum og
fylla þau af vatni.“
Til þess að fá viðbrögð trygg-
ingafélaganna var haft samband
við Inga R. Helgason, forstjóra
Brunabótafélags íslands.
„Það sem gerir tryggingafélög-
unum erfiðast fyrir em veðböndin.
Við verðum að greiða trygginga-
upphæðina jafnvel þótt íkveikja sé
sönnuð. Auðvitað verða iðgjöld að
bera uppi tjón og það er alveg rétt
að ef mikið bmnatjón verður
hækka iðgjöldin. Tryggingafélögin
eru ekki með neinar sérstakar
rannsóknarsveitir, en þau láta sig
auðvitað miklu varða hvernig
rannsóknum er háttað. Ég beitti
mér til dæmis fyrir því (sem stjóm-
arformaður Bmnamálastofnunar)
PARKET
Nýtt Nýtt
Einu sinni enn er Tarkett-parket í far-
arbroddi í parket-framleiðslu.
• Á markaðinn er nú komið parket með
nýrri lakkáferð, sem er þrisvar sinnum
endingarbetri en venjulegt lakk.
• Veitir helmingi betri endingu gegn risp-
um en venjulegt lakk.
• Gefur skýrari og fallegri áferö.
• Betra í öllu viöhaldi.
• Komið og kynnið ykkur þessa nýju og
glæsilegu framleiðslu frá Tarkett.
• Alger bylting á íslenska parket-markað-
inum.
Harðviðarval hf.,
Skemmuvegi 40, Kópavogi,
sími 74111.
Endurskoða þarf víða aðferðir slökkviliða á íslandi. Þær valda oft óþarfa
tjóni, að sögn Brunamálastofnunar.
Enn standa rústir Hraðfrystihúss Keflavikur hf. og líta svona út I dag: - llla
var staðið að rannsókn brunans, að sögn verkfræðings Brunamálastofn-
unar.
8 HELGARPÓSTURINN