Helgarpósturinn - 12.04.1984, Síða 12
YFIRHEYRSLA
nafn: Jónas Haralz heimilishagir: Ekkjumaður, 1 sonur staða Bankastjori Landsbankans
heimili: Sunnubraut 23, Kópavogi fæddur: 6.10.1919 í Reykjavík bíll: Peugeot 505 árg. 1983
áhugamál: Hagfræði, þjóðfélagsfræði, stjórnmál, útivera, heilsurækt
Bönkum sleppt lausum
eftir Hallgrím Thorsteinsson myndir Jim Smart
Ýmsar blikur eru nú á lofti í íslenska bankaheiminum eftir að bönkum var leyft að
ákveða sjálfum vexti á innlánsfé. Bankamir keppust nú við að gefa nút nýja tegund
af spariskírteinum í samkeppni um sparifé landsmanna. Landsbanki íslands reið á
vaðið og aðrar lánastofnanir fylgdu í kjölfarið með eins skirteini. Dr. Jónas Haralz,
bankastjori Landsbankans, er í yfirheyrslu i dag.
Var ekki fremur klaufaiegt af Lands-
bankanum að tilkynna sölu á nýjum
spariskirteinum, rétt eins og um vertð-
bréf væri að ræða, í stað þess að aug-
lýsa að fólk gæti nú stofnað nýja reikn-
inga? Tekjur af verðbréfum eru jú skatt-
skyldar?
,3egja má að ekki hali verið nægilega vel
að þessu gætt. En lögfræðingar okkar vont
búnir að fara vandlega ofan i þetta mál og
við vorum búnir að ræða það ítarlega við
Seðlabankann og iögfræðinga hans. Lög-
fræðingar beggja stofnana litu svo á að eng-
ínn vafi væri á þvi að skírteinin jöfnuðust á
við innistæður."
Var þetta klaufalega orðalag ekki
bara auglýsingabrella hjá bankanum til
að fá fréttaumfjöllun um skírteinin?
„Nei, nei, það var það ekki. Menn verða
alltaf vitrir eftir á - en við hefðum átt að
kynna ríkisskattstjóra þetta áður og fá álit
hans og leiðbeiningar, eins og við gerðum
síðar. En það var eindregið áiit Seðlabank-
ans eins og okkar að líta bæri á skírteinin
sem innistæðu sem þess vegna væri bindi-
skyld. Þess vegna fannst okkur þetta ótví-
rætt. Svo hvíldi mikil leynd yfir þessu. Við
vorum að þróa nýja vöru út af fyrir okkur.
Auðvitað sjáum við eítir þvi að hafa ekki
ráðgast við ríkisskattstjóra fyrr. En nú er
búið að útkljá þetta. Skirteinin eru í raun
þau sömu, skilrnálarnir óbreyttir. Skírteinin
geta gengið kaupum og sölum. Við gerum
ráð fyrir að á þau komi markaðsverð hjá
verðbréfasölum og teljum mikilvægt að svo
verði. Við náðum þess vegna öllu fram,sem
við ætluðum okkur þó að orðalagi væri
breytt.“
Hvaða vonir gerið þið ykkur um að
þessi skírteini skili ykkur auknu fé inn í
bankann?
„Við höfum engan grundvöll til þess að
gera áætlanir um það. Við vissum að sjálf-
sögðu, að aðrir bankar og sparisjóðir
myndu fylgja í kjölfarið. Það var óhjá-
kvæmilegt. En við erum ekki fyrst og fremst
að ná peningum frá þeim. Það sem fyrir
okkur vakir er að stuðla að auknum spam-
aði í landinu, því að spamaður minnkaði
mjög mikið sem hlutfall af þjóðarfram-
leiðslu á verðbólgutímunum, einkum 1974-
1976. Þrátt fyrir verðtrygginguna sem kom
nokkrum árum seinna, hefur hann ekki
komist neitt nálægt því sem hann var áður.“
Spamaður jókst þó framyfir verð-
bólgu í fyrra . . .
„Það er rétt. Heildaraukning innlána í
bönkum var rúmlega 80% 1983, en láns-
kjaravísitala hækkaði þá um 73%. Þarna
varð nokkur raunvemleg aukning."
Þið segist vera að reyna að auka
sparnað. Nú er Landsbankinn i geysi-
miklum yfirdrætti hjá Seðlabankanum,
hann skiptír hundruðum milljóna
króna og vextir af slikum yfirdrætti eru
geysiháir, allt upp i 35-40%. Eru þessir
háu vextir ekki einmitt grundvöllurinn
fyrir útgáfu svona skirteina, þannig að
allt það fé sem bankinn halar inn á
lægri vöxtum en þetta, kemur bankan-
um til góða?
„Það er of mikið sagt, að yfirdrátturinn sé
geysimikili, en hann er of mikili. Einmitt
þess vegna er ábati að því að ná inn meira
sparifé ef hærri innlánsvextir kalla ekki á
hækkun útiánsvaxta. Við megum heldur
ekki hækka útlánsvexti. Það hefur aðeins
verið leyft að hækka vexti af innlánsfé sem
er bundið i sex mánuði eða lengur. Við
getum staðið við að bjóða þessi góðu kjör í
von um að geta rétt við stöðu okkar gagn-
vart Seðlabankanum."
En er þetta ekki svolítið skringilegur
grundvöllur til að byggja svona spam-
að á; að það er bankinn, sem er i vand-
ræðum?
„Það er ekki bara Landsbankinn sem er í
erfiðri stöðu, heidur allir bankamir. Lausa-
fjárstaða bankanna í heild um síðustu mán-
aðamót var neikvæð um 1.100 milljónir
króna. Af þeirri upphæð heyra Landsbank-
anum til innan við 300 milljónir."
En eftir að þetta yfirdráttardæmi
bankanna við Seðlabankannfer að lag-
ast, geta þeir þá boðið jafn há ávöxtun-
arkjör og núna með þessum skírtein-
um?
„Þetta vitum við ekki. Það er margt sem
kemur til greina. Það eru möguleikar á því
að bæta rekstur bankans, draga úr kostn-
aði, en erfitt að framkvæma það á stuttum
tíma. Við erum einnig að leggja í mikla
tæknivæðingu sem hefur kostnað í för með
sér. Hún mun aftur á móti einnig ieiða til
sparnaðar, en við vitum ekki nákvæmlega
hvernig þetta dæmi kemur út. Þetta verður
að koma í ijós. Við erum að sjálfsögðu ekki
að segja, að við getum boðið 6% raunvexti
um tíma og eilífð. Þetta eru mjög háir raun-
vextir og það er eðlilegt að þeir séu háir,
vegna þess að við erum að komast út úr
þessu mikla verðbólguskeiði. Það er ennþá
mikii eftirspurn eftir fjármagni og spamað-
ur er ennþá lítill."
Nú hafa flestir bankar strax farið að
bjóða samskonar skírteini og þið. Lýsir
þetta ekki hugmyndafátækt i banka-
kerfinu í þessari umtöluðu samkeppni
þeiiTa um sparífé landsmanna?
„Ég veit ekki hvað hefur gerst hjá hinum
bönkunum í þessum efnum, en skömmu
eftir að auglýsingin um breyttar vaxtareglur
birtist 20. janúar, settum við menn í það hér
í bankanum að koma með hugmyndir. Álit
þeirra lá fyrir um eða upp úr miðjum febrú-
ar. Það var ýmislegt sem kom til greina.
Skírteinin urðu ofan á. Þau voru taiin ein-
földust og hagkvæmust bæði fyrir bankann
og fyrir viðskiptavinina."
Svo virðlst sem þið hafið komið að
hinum bönkunum þegar þeir voru með
buxumar á hælunum i þcssum málum?
„Ég get ekkert um það sagt, hvað hinir
bankarnir voru búnir að undirbúa, en mann
grunar að þeir hafi raunverulega ekki verið
búnir að gera mikið, vegna þess að þeir taka
upp sama orðalag á skírteinunum og sömu
tölurnar. Það eina sem þeir reyna að gera
öðruvísi er að hafa lágmarkið lægra. Við
erum með 10.000 krona lágmark. Þessi
skírteini eiga sér erlenda fyrirmynd og hafa
reyndar þekkst hér á landi áður. Lands-
bankinn gaf út svokölluð „Viðtökuskirteini"
fyrir löngu. En þetta form hefur ekki tfðk-
ast hér á landi í langan tíma vegna verð-
bólgunnar. Verðbólgan hefur í raun útilok-
að alia þróun í þessum efnum, nema verð-
trygginguna. Eriendis hafa þessi skírteini
reynst afar hentug en þar eru þau fyrst
og tremsl notuð iynr pa sem eiga mikið
sparifé og seld í stórum einingum. Niður-
staðan hjá okkur varð sú, að við fórum tii-
tölulega lágt með mörkin, miðað við það
sem tíðkast annars staðar. Við vildum koma
til móts við almenna sparifjáreigendur. En
það verður áð hafa það í huga að kostnað-
urinn verður að tiltölu þvi meiri sem upp-
hæð skírteincmna er lægri.“
í sambandi við kostnað. Nú er Ijóst að
Landsbankinn hefur lagt út í ákveðinn
kostnað þegar hann bauð verðtryggðu
reikningana á sínum tíma. Er ekki hætt
við því að nú verði tilflutningur af verð-
tryggðu reikningunum yfir á nýju skír-
teinin, og að fjárfesting bankanna í
verðtryggðu reikningunum fari þannig
fyrir lítið?
.JÞetta hefur þegar gerst. Það hefur verið
mikill tilflutningur af verðtíyggðum reikn-
ingum yfir á almenna sparisjóðsreikninga.
Nú verður að sjálfsögðu tilflutningur yfir á
skírteinin, bæði af verðtryggðum reikning-
um og almennum sparisjóðsreikningum.'1
Er það ekki að vissu leyti slæmt?
,Jú. Það er enginn vafi á þvi, að þessar
sífelidu breytingar og þessi fjölgun á form-
um og reikningum er dýr. Þetta er ein af
afleiðingum verðbólgunnar. Það er mikið
unnið við það, að stöðugieiki komist á og
verðbólga haldist hófleg, 10-15%. eða þar
um bil, einsog vonir standa til. Þá verður
hægt að fækka þessum formum - vera t.d.
með verðtryggða reikninga aðeins til veru-
lega langs tíma.“
Nú tala menn um að aukin samkeppni
milli bankanna sé til góðs. En eru bank-
arnir of margir?
„Erlendis hefur bönkum stórlega fækkað
á siðustu tveimur áratugum. Ég hef lengi
verið þeirrar skoðunar - og ég held áð flest-
ir í bönkunum séu einnig jieirrar skoðunar
- að hér séu of margir bankar. Ég held það
væri heppilegra að hér væru t.d. tveir ríkis-
bankar og tveir einkabankar, og um jætta
liafa menn verið að ræða í hálfan annan
áratug. Það hefur aldrei náðst pólitísk sam-
staða um að breyta þessu og það sýnir best
hvað svona ríkisrekstur er erfiður og
íhaldssamur. Það sem mér finnst skemmti-
legt og áhugavert núna er það, hvort jressi
vísir áð samkeppni á milli bankanna heldur
áfram að þróast í sömu átt og getur þá
knúið fram þá breytingu, sem menn hafa
ekki geta náð eftir pólitískum leiðum. Að
markaðurinn geri það sjálfur. Það hefur
ekki gerst áður hér á landi.“
Ekki virðist þessi samkeppni ætla að
verða ýkja beysin ef við dæmum út frá
þessum litla visi að henni núna, skír-
teinunum, þar sem menn apa upp hver
eftir öðrum eins og þeir hefðu ákveðið
þetta í sameiningu í samstarfsnefnd
bankanna?
„Það hafa menn ekki gert. Það hefur ekk-
ert samráð verið haft á milli bankanna. Það
tekur tíma að átta sig á nýju umhverfi, og
fyrir þá sem haía alist upp í þessu hænsna-
búi tekur það eflaust sinn tíma að læra að
fljúga frjálsir úti í náttúrunni."
12 HELGARPÓSTURINN