Helgarpósturinn - 12.04.1984, Síða 14
eftir Sigríði Halldórsdóttur mynd Jim Smart
Það er áreiðanlega ekki algengt meðal annarra þjóða að flokka veður-
frœðinga eftir vinsœldum, snúa sér við á götu og glápa á veðurspámann?
Veðrið er náttúrlega skemmtilegt á íslandi og vel þess virði að horfa á
hvernig því er spáð í tíu mínútur á kveldi sinnum 365 á ári. En það sem
gerir veðurfregnirnar svona spennandi líka, eru veðurfrœðingarnir sem
margir hverjir virðast skáldlegir sagnfrœðingar með glampandi kímni-
gáfu.
Trausti Jónsson er ofarlega á vinsœldalistanum. Samtalið við hann er
ekki fengið að handan, hann er ekki dauðari en gerist og gengur með fólk,
brá sérþó í Borgarnes þessa nýliðnu vetrarmánuði aðspá ísjálfan sig.
-Þúátt ekki sjálfur þátt i þessari andlátsfregn
þinni?
,JVei nei nei, allsekki." Og það er útrætt.
-Er til eitthvað sem heitir annálaueður-
frœði?
,,Nei, það er náttúrlega ekkert til sem heitir
það. En það er svo sem ágætt nafn. Lýsir því
kannski ágætlega sem ég hef mestan áhuga á
innan veðurfræði."
-Afhverju veðurfrœði?
„Ég hef nú alltaf haft áhuga á veðurfræði
einsog allri dauðri náttúru; jarðfræði, landa-
fræði, stjörnufræði, slíkum hlutum. Veðurfræð-
in varð kannski fyrir valinu af praktískum
ástæðum."
- Meir um þitt sérsvið?
„Ég hef mestan áhuga á tímabili óskipulagðra
mælinga, að fá heildarsýn yfir þessetr mælingar.
Þær hafa verið gerðar hér öðruhvoru frá því á
18du öld.“
- Hefurðu sérstakan áhuga á gömlum stór-
viðrum?
„Þetta er eiginlega hluti af því sama. Þessi
verstu stórviðri eru dæmi um afbrigðilegt veð-
ur. Það verður að átta sig á þeim til þess að iáta
ekkert koma sér á óvart. Þetta er margra ára-
tuga vinna.“
VEÐUR í ELDHÚSRÓMÖNUM
- Þarftu ekki að lesa þér mikið til?
„Ég les mikið, reyni að fylgjast með. Og ef ég
les ævisögur þá les ég þær með tilliti til veður-
lýsinga. Eg hef haft svona í flimtingum - það
verður kannski aldrei úr því - maður veit ekki,
að búa til veðuryfirlit úr íslenskum eldhús-
rómönum. Gaman að sjá hvort þetta er eitthvað
að versna."
- Var betra veður hjá Guðrúnu frá Lundi
heldur en í nýrri rómönum?
.Akaflega blítt veður hjá henni, hún skrifar
þessar bækur á hlýviðrisskeiðinu. Sumur voru
betri þá, það er alveg rétt. En satt best að segja
held ég að hvergi sé verra veður en í íslenskum
bókmenntum, hafísar og hörmungar. Ég væri
löngu orðinn úti í þessu. Það er náttúrlega tekið
fram að eldhúsróman er ekkert skilgreint hug-
tak. Fyrir hlýviðrisskeiðin Vcir þetta allt vosbúð
og hörmungar. Annars var mjög dramatískt að
láta menn verða úti, sérstaklega ef þeir komust í
þrot með söguna. Svo eru veður líka nauðsyn-
leg í svona sögum tíl þess að hetjan geti bjargað
keppinaut sínum um stúlkuna úr iífsháska. Son-
ur fátæku ekkjunnar bjargar syni kaupmanns-
ins úr lífsháska, oft frá drukknun. Þó ég sé nú
ekki af neinum sjómcinnsættiim, þá er ættgeng-
asti sjúkdómur í mínum ættum drukknun. Það
drukknar mikið. Ég forðast sjálfur að fara á sjó.“
- Hvað um veðrið í íslenskum kvikmyndum?
„Urtakið er ekki orðið nægilega mikið. Það
verður að bíða í 20 til 30 áir. Það getur orðið
erfitt, því það verður að taka tillit til fjármagns í
íslenskum kvikmyndum. Annars hafa íslenskar
kvikmyndir verið vel heppnaðar veðurfarslega.
En ég hef fylgst betur með veðrinu í útlendum
kvikmyndum. Til dæmis held ég að hafi kólnað
töluvert í New York. Það var miklu hlýrra í
gömlu myndunum. En það er líka mikið um það
að myndir ineð nægu fjármagni séu með alltof
ólíkt skýjafar. Það bara stenst ekki. Undcirlega
áberandi til dæmis í amerískum vestrum. Þetta
með skýjafarið. - Menn leggja kannski ekki í
kostnað að bíða eftir ákveðnu skýjafari," segir
hann og hlær með sjálfum sér.
LANDSHORNAMETINGUR
- Stundum þegar þú spáir veðri hefur maður
á tilfinningunni að þú hafir ofurlítið gaman af
að hrœða líftóruna úrfólki?
,JEitt af mestu vandamálum er að dímensjón-
era hluti. Við vitum gjama hvað gerist og hve-
nær en ekki hversu mikið. Fyrstu árin þegar
maður er að öðiast reynslu vill maður stundum
taka dýpra í árinni heldur en hitt. Við reynum
það heldur en draga úr, þetta er hlutur sem
síðan jafnar sig með árunum. Það er ekki vilj-
andi ef maður hræðir fólk, heldur kannski
óöryggi."
- Enginn vottur afstríðni?
irJa. Það er kannski að maður hafi svolítið
gaman cif þessum blessaða landshornametingi
um veðrið."
- Hvernig þá?
„Til dæmis þessar norðlensku hríðar, þeir
mega eiga þær mín vegna og vera í hríð í allan
vetur, eða austfjarðaþokan sem er svo þykk að
þeir geta átt hana sjálfir. En landshomarígur er
svo skemmtilegur að það væri bölvað ef hann
færi að Ieggjast af.“
- V7(T vorum að tala um kvikmyndir áðan, er
það rétt aðþú sért mikill kvikmyndaáhugamað-
ur?
„Ég get ekki beinlínis talist það. Ég hafði
hérna áður svo mikinn áhuga á þessum sænsku
og frönsku listrænum myndum að ég fékk mig
alveg saddan uppí kok. Éer núna bara á hasar-
myndir."
HLÍÐIN MÍN FRÍÐA OG POPP
- Þú varst ásamt öðrum með tónlistarþætti í
útvarpi fyrir nokkrum árum. Hverskonar þœttir
voru það?
lrIá, já, við vorum fyrst í gömlum kunningjum,
gengég fram á gnípur og hlíðin mín fríða, kynnt-
um íslensk alþýðutónskáld, sönglagahöfunda.
Ég hef haft áhuga á íslenskri tónlist og vissi
um íslenska höfunda sem lítið em kunnir. Það
em til u.þ.b. tvö hundmð manns sem hafa gefið
út tónlist á prenti, svo fyrsta skilyrðið sem við
settum í þessum þáttum var að höfundurinn
væri dauður og fæddur fyrir 1905. Svona til að
ganga ekki framhjá neinum. Núna erum við að
velta vöngum yfir uppmna íslenskra dægur-
laga. Það er ekki hægt að segja að íslensk
dægurmúsík hcifi orðið til á einum degi, útúr
sönglagahefðinni sem er náttúrlega öll undir
dönskum og þýskum áhrifum. Fyrstu íslensku
dægurlögin em revíusöngvar. Flokkast ekki
undir þessa sönglagahefð, þó er erfitt að draga
ákveðnar markalínur. íslenskir harmónikku-
leikarar hafa mjög fljótt farið að semja danslög.
Það em til gamanvísnasöngvar frá því um alda-
mót. Síðan gerist það milli tíu og tuttugu að
svona scilonmúsík verður mjög vinsæl. Uppúr
þrjátíu fara menn aftur að gefa út danslaga-
músík. í gömlum sögum er mikið talað um
dansleiki en aldrei nefnd lögin sem vom vinsæl.
Svo endcir það á því að allt þetta fólk deyr sem
var á dansleikjunum. Einn misskilningur er sá
að fólk af okkar kynslóð heldur að poppmúsík
hcifi byrjað í júlí 1954 með Presley! Síðan er sá
misskilningur hjá j>eim eldri sem lítið hafa
hlustað á dægurtónlist seinni ára, þeir telja að
hún hefjist með djassinum ... það var nú ein
aðalröksemdin gegn djasstónlist j>egcir hún var
að ryðja sér til rúms að það þýddi ekkert að
breyta um lag í miðju lagi, j>egar fólk væri loks-
ins búið að læra lagið þá væri alltíeinu breytt
um lag ...! Þessi tónlistariðnaður, það er núna
talað um það, var mjög skipulagður fyrir alda-
mót í heiminum, og það Vcir til í dæminu að
nótur seldust í milljónum eintaka. Það má rekja
popptónlist miklu lengra aftur. Tónlist sem
samin er af öðrum en þrautmenntuðum tón-
skáldum en er þó söluafurð."
- Hefurðu áhuga á popptónlist?
irIá, það má segja það. Eg hef lagt mig töluvert
eftir því að lesa popptónlistarsögu."