Helgarpósturinn - 12.04.1984, Blaðsíða 23
HRINGBORÐIÐ
Ur bréfum hinnar látnu
Snemma á þroskabraut hvers
rithöfundar, nánar þegar sjálfs-
hrifningcLrvíman yfir útkomu
fyrstu bókcU'inncir fer að renna af
honum, fer hann að hafa áhyggj-
ur. Ekki af nánustu framtíð sinni,
hún virðist rósarblöðum stráð,
forleggjcirinn svo askolli vinaleg-
ur og fanklúbbamir á línunni,
heldur af fortíðinni og eftirtíð-
inni. Fortíðinni, af því að einhver
gæti komist að henni, og eftirtíð-
inni sem ákveður hvort verk hans
lifa.
Mjög fljótt kemur í ljós að ekk-
ert í fortíð rithöfundarins jafncist
á við hugmyndaflug og sköpun-
cirgleði áhugamanna um líf hans
og það hvarflar að skáldinu að
þarna úti meðal fólksins fari
mörg snilligáfan huldu höfði. En
höfundurinn þegir um það af
ástæðum sem liggja í augum
uppi: Ef verknaðir hans í fortíð-
inni slaga ekki upp í kjaftasög-
urnar þá þýðir það að ímynd-
unarafl hans er ekki þess virði að
selja það í bókabúðum.
Og hvað eftirtíðina varðar, þá
benda tilhneigingar bókaútgáf-
unnar til þess að rithöfundunum
verði haldið á lífi þrátt fyrir dauð-
ann. Kveður svo rammt að, að ég
hef á tilfinningunni að þjóðin bíði
andláts míns með óþreyju. Því þá
verður hægt að gefa út bréfin
mín. Finnst þá nýr flötur á per-
sónuleika mínum, meiri vídd í list
minni, manneskjan á bak við stíg-
ur lifandi inn á heimilin. Eða
þannig ímynda ég mér að útgef-
andinn muni orða það.
Þessi tilfinning, að fólk á göt-
um úti hinkri við þegar ég fer
fram hjá í þeirri von að ég detti
dauð niður í skóna mína og hafi
verið á leið á pósthúsið og fyrsti
kafli finnist á líkinu, er orðin svo
sterk að hún er farin að hafa áhrif
á bréfin mín. Vinir mínir sakna
venjulegu bréfanna, þau voru full
af mannlegu eðli og hlýju. í hvert
sinn sem ég sest að bréfaskriftum
blindast ég af bókarkápu sem
segir stórum stöfum: „Kímni, stíl-
brögð og sj£umi“, en einmitt
þannig bók á ég um Oscar Wilde.
Þeirri bók er skipt eftir því hvaða
efni Hinn Villti drap á hverju sinni
og ég geri mér í hugarlund að
þannig muni útgefandinn tína
feita, mannorðsskemmandi bita
úr bréfunum mínum.
Þetta hafði höfundurinn að
segja um list sína:
...ég er að pæla í hvort ég hafi
ekki skorðað rassgatið á mér það
tryggilega á þessari hillu að mér
sé óhætt að fara að vera hrein-
skilnari, t.d. segja opinberlega
„djöfuls tittlingaskítur" í stað
„það myndu nú jafnvel einhverjir
hafa orð á að þetta væri kannski
fullsmátt."
Um list í landinu:
...átti ég leið í ríkið daginn
sem LaunELSjtiðurinn var greidd-
ur út. Ég spurði drenginn sem af-
greiddi mig hvort þeir hefðu orð-
ið mikið varir við skáld og rithöf-
unda þennan dag og hann svar-
aði: ,Ahh, þig fenguð styrkinn
ykkar í dag, það hlaut að vera“.
Hann bætti svo við að það færi
aldrei fram hjá þeim þegar lista-
mönnum væri úthlutað, enda al-
veg sjálfsagt að koma strax og
skila peningunum í vasann sem
þeir komu úr.
Þessa hringrás má líta á sem
lífeðliskeðju opinberra styrkja til
listaáíslandi.
Um kcu'lmenn:
Eini karlmaðurinn sem hefur
látið sér verulega annt um mig
um dagana og fylgst með hverju
fótmáli mínu, skrifað mér fjölda
bréfa, sent menn heim til mín og
sem ég hef aldrei þurft að minna,
á tilvist mína, er skattstjóri.
Ég hef uppgötvað hver er dá-
inn. Mister Right. Sá eini rétti er
útdauður og Mister næstbestur
er þungt haldinn.
Um kynlíf:
..sá ég bók sem hét Kynlíf
frægs fólks. Baksíðan lofaði nán-
ustu smáatriðum og ég hugsaði
„allt reyna þeir að selja" og
keypti eintak. Ég er komin aftur
að Dostojevski og eins og mig
grunaði þá var þetta með smá-
atriðin eintómt auglýsinga-
skrum. A nútfmamælikvarða var
þetta fólk svona fremur synd-
laust. Ég vildi sjá þá hleypa svona
bók af stokkunum um okkar kyn-
slóð. Þeir yrðu að gera út menn í
alla banka og á allar biðstöðvar
SVR og spyrja þar alla á aldrinum
40 - 94 „afsakið, hafið þér sofið
hjá einhverri frægri manneskju?
Við erum að skrá kynlíf þeirra."
Það myndu vart rúmast nema
þrír einstaklingar í hverju bindi.
Þetta uppsláttarrit skráir
Marilyn Monroe undir „afbrigði-
legu“ af því hún lýsti venusarhár-
in. Hún lýsti höfuðhárin, svo cif
hverju ekki? Ég gleymi ekki prins-
inum sem reis upp morgun-
inn eftir og sagði við mig: „Þú ert
ekki raunverulega rauðhærð?"
Um að eldast:
...hitti ég Gunnu á bamum.
Hún sagði við mig: „Ég er af æðri
kynstofni, ég er með brúnar geir-
vörtur" og þessu til sönnuncir reif
hún annað brjóstið upp úr og
sýndi mér. Aldurinn og íhalds-
semin eru eflaust að færast yfir
mig, því í stað þess að kippa
snaggaralega öðru minna brjósta
upp úr, brjósti sem í senn er fag-
urskapaðra, ýturvaxnara og alls
ekki eins krumpað og á Gunnu,
og færa rök fýrir göfgi bleikra
geirvartna, þá sagði ég „já, ein-
mitt,“ og minntist eitthvað á að
kettir með bleik nef og þófa væru
einnig óæðri.
Um ástkæra ylhýra málið:
Sífellt eykst skilningúr minn á
tungu vorri. Nýverið rcinn upp
fyrir mér hin sanna, áþreifanlega
dýpt í því að taia um magann á
sér í þriðju persónu. Það er af því
að hann fjarlægist mann sífellt
meir og meir og leggst nú orðið
til hvílu alfarið við hliðina á mér á
lakinu.
Um veikindi:
Að taka veikindi sín alvcirlega
er alveg fullt starf. En launin eru
léleg.
Um Vatnsveituna:
Ég stökk upp úr baðinu og
hringdi alóð í Vatnsveituna. Mað-
urinn spurði varlega: „Ertu með
sápu í hárinu?"
,JVei,“ hvæsti ég, „ég var ekki
komin svo hátt. Ég var allt cinnars
staðar og þetta er ekki í fyrsta
sinn sem þið lokið fyrir kalda
vatnið einmitt þá. Hvað hafið þið
á móti kynlífi mínu?“
Um framtíðina:
...meðfram því að skoða 600
manna úrtak af strákum á þrem-
ur stöðum hittum við fullt af
gömlum kunningjum. Þetta fólk
átti það allt sameiginlegt að halla
sér yfir okkur og segja eða drafa:
„Manstu hvað var garnan..." og
aftcrn við hvað hafði verið gaman
nefndi það ártöl þetta fra 1967 til
71. Mér var ekki farið að standa á
sama, þetta voru jafnaldrar okkar
en það var eins og líf þeirra hefði
endað 71. Það kom að því að ég
gat ekki orða bundist og sagði við
eina sem rorraði í sælu endur-
minninganna, að mér hefði ekki
þótt gaman þetta tiltekna ár,
reyndcir hefði það verið eitt
versta árið í lífi mínu. Og bcimið
sem var krútt þá væri sautján ára
í dag og hann yrði grænn ef hann
heyrði þennan krúttvæl. Og
hvernig væri þetta með þau, í allt
kvöld hefði ég hlustað á endur-
minningar gamalmenna, en ekki
hitt eina einustu manneskju sem
hlakkaði til neins eða ætlaði sér
eitthvað í frcimtíðinni. „Eigið þið
enga frcimtíð?" spurði ég. ,/Etlið
þið ekki að gera neitt þegcir þið
verðið stór?“
Þetta vafðist svolítið fyrir
henni, en svo kom slægðarblik í
augu henni og hún spurði:
„Hvað ætlar þú að gera þegar
þú verður stór?“
„Ég ætla að verða fræg, rik og
falleg," svaraði ég. „Og líka há,
grönn og ljóshærð."
JL-HÚSIÐ
VERSLUNARMIÐSTOÐ VESTURBÆJARINS
Húsgagnadeild
sími 28601
Úrval sófasetta-Mjög fallegir hornsófar
Að ógleymdri leðurdeild á 3. hæð
Matvörur í
miklu úrvali
og allar vörur
á markaðsverði
Páskaegg á
markaðsverði
Alltí
páskamatinn
RAFTÆKJADEILD
II. HÆÐ
Raftæki - Rafljós
og rafbúnaður
VJ5A
JL-GRILLIÐ
Grillréttir allan daginn
Innkaupin eru þægileg hjá okkur
Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni
MUNIÐ OKKAR
HAGSTÆÐU
GREIÐSLUSKILMÁLA
JIS
Jon Loftsson hf. L
Hringbraut 121
A A A A A
□ CD2 CJLIU'J,
JUUIOj
UH( IHUUUUIIÍ Klln,
Sími 10600
HELGARPÓSTURINN 27