Helgarpósturinn - 12.04.1984, Qupperneq 24
SMARTMYNDIR
Ólafur Jóhannesson alþingismaöur: „Já, ætli hann hafi
ekki náö mér vel þarna, mildum og höröum, eftir atvikum.“
Sigurður Pálsson, skáld og leikstjóri: „Hann kemur fólki
fyrir á sviöi þar sem það leikur sjálft sig, nær fram þessum
dæmigerðu augnablikum fyrir viökomandi.“
Auður Bjarnadóttir baliettdansari: „Þaö er einmitt oft
svona hálf drungalegt andrúmsloft á æfingum og mikil ein-
beiting. Góö mynd, Ijósmyndalega séö, en stellingin heföi
getað veriö betri."
Gunnar Huseby: „Ég var hissa aö hann skyldi nota þessa
mynd. Bakgrunnurinn var andstyggilegur, þessi þvottur var
svo Ijótur. En myndin er óvenjulega sterk, ég er rosalegur
þarna.“ :
eftir Hallgrím Thorsteinsson
Myndimar eiga að geta talað fyr-
ir sig sjálfar, þær eiga ekki bara að
vera uppbót á textann eða fyrir-
sögnina," segir Jim Smart, ljós-
myndari Helgarpóstsins síðcin
1980. Við erum að tala um mynd-
irnar sem hann hefur tekið fyrir
blaðið, sérstaklega portrett-mynd-
irnar sem prýtt hafa opnuviðtöl.
En eins og Jim segir sjálfur, þá
eiga myndimar ekki að vera
skraut, heldur standa sjálfar -
segja það sem ekki er hægt að segja
öðmvísi en með mynd. Það er al-
kunna að ein mynd segir meira en
1000 orð, og myndir Jims segja
okkur kannski jctfnmikið eða meira
um fólkið í opnuviðtölunum held-
ur er viðtölin sjálf, sem þó telja oft
3000 orð.
„Hann hefur lag á því að ná fram
hinu dæmigerða hjá fólki, ná þessu
augnabliki, sem er dæmigert fyrir
svo mörg augnablik hjá viðkom-
andi. Hann leyfir viðfcingsefnum
sínum að koma upp um sig,“ segir
Sigurður Pálsson, skáld og leik-
stjóri. Sigurður segir um opnuvið-
talsportrett Jims af sér: „Fólki,
sem hefur séð þessa mynd, finnst
með ólíkindum hvemig honum
hefur þarna tekist að portrettara
innri manninn."
Jim Smart fer oftast á vettvang
með blaðamanninum sem tekur
viðtalið og tekur myndir sínar af
fólkinu í umhverfi þess. „Ég
reyni að ná sambandi við viðkom-
andi strax, fá hann eða hana til að
brosa helst strax á 10 fyrstu sek-
úndunum. Mynd er alltaf náinn og
persónulegur hlutur og ég reyni að
fá fólk til að gleyma mér og mynda-
vélinni þann hálftíma sem ég er að
snúast í kringum það,“ segir Jim.
.Auðvitað væri best að geta haft
meiri tíma, að fá að kynnast við-
fangsefninu betur. Það er oft erfitt
að þurfa að ryðjast skyndilega inn
á fólk heima hjá því og horfa svo
eins djúpt og maður getur í augun
á einhverjum sem maður hefur
aldrei séð áður. Það heppncist ekki
alltaf að ná góðri mynd þannig,"
segir hann af meðfæddri hógværð.
Hann er Englendingur, frá East
Anglia, þar sem hann nam um
skeið auglýsingagerð á listaskóla.
Leiðin lá víða að loknu námi; hann
stundaði ýmis störf í skemmtiiðn-
aði Lundúnaborgar, var ökukenn-
eni um skeið og vann á olíuborpöll-
um. Hingað kom hann 1975 og tók
myndir fyrir Vikuna áður en hann
kom til HP. Hann segist ekki hafa
tekið myndir að neinu marki fyrr
en hann fór að starfa hjá Vikunni,
en að fjölbreytileg störf fyrir þcinn
tíma hafi veitt sér ómetanlega inn-
sýn í mannlífið - verið betri skóli
en eiginlegt ljósmyndanám.
„Ég hef reynt að finna mér sjálf-
stæðan stíl og halda mig við hann.
Ég ramma myndirnar um leið og ég
tek þær, sker þær sem minnst til
eftirá, hef útlínurnar svartar og er
óhræddur við að nota víðar iinsur.
Ég vinn með það ljós sem gefst á
hverjum stað því að ég þoli ekki
flass. Ég tek 40-50 myndir af sama
viðfangsefninu og vil ráða því sjálf-
ur nvaða mynd er notuð í blaðinu.
Og á þessu blaði fæ ég að ráða því í
99% tilvika. Hvers vegna skyldi ég
ekki líka fá að ráða myndinni á
Scima hátt og blaðamaðurinn ræð-
ur hvað hann skrifar?"
Jim segir að íslenskar blaðciljós-
myndir séu yfirleitt mjög góðar og
gæðin yfirleitt meiri en gengur og
gerist í ensku pressunni til
dæmis. „En eitt forðast ég þó eins
og heitan eldinn," segir hann. ,J>að
er íslenska sófasettsp>ortrettið.“
Portrettsafn Jim Smarts geymir
myndir af hundruðum þjóðkunnra
Islendinga. Örfáar þeirra birtast nú
hér á ný í tilefni af fimm ára afmæli
blaðsins.
28 HELGARPÓSTURINN