Helgarpósturinn - 14.06.1984, Qupperneq 4
LÓÐAÐ Á ORMINN
- rætt við Þórunni hótelstjóra í Hússtjórn
„Lagarfljótsormurinn er afskap-
lega cifskiptcilítill.svo ekki sé meira
sagt,“ sagði Þórunn Hálfdánardótt-
ir í sumíu'hótelinu í Hússtjómar-
skólanum á Hallormsstað. „Ég er
ekkert tilbúin að segja að hann sé
ekki þama, en greinileja er þetta
hin spakasta skepna. I fyrra vom
símamenn úr Reykjavík að leggja
símastreng yfir fljótið. Þegar þeir
vom að taka dýpið kom fram
greinileg lóðning á 100 metra dýpi,
en fljótið er þama 112 metra djúpt.
Auðvitað var þeim sagt að þarna
hafi verið lóðað á Orminn!"
Þómnn sagði að ferðamanna-
straumurinn hefði byrjað snemma
þ>etta árið, enda veður með ein-
dæmum gott, flesta daga sólskin
og þetta 20 stiga hiti. Um daginn
voru menn af Stuðlaætt úr Reyðcir-
firði með geysimikið ættarmót í
Hcillormsstaðaskógi, eitthvað um
500 mcinns og bæði hótelin full, í
hússtjómarskólanum og Eddunni,
auk þess sem þröngt var tjaldað í
Atlavík. Þá var fyrir skömmu
minnst 100 ára ártíðar Guttorms
Pálssonar sem var skógarvörður á
Hallormsstað.
Framundan er venjubundin
ferðamannaártíð í skóginum, mikl-
ar annir, og auk þess Atlavíkur-
hábðin um verslunarmannahelgi,
en þá er unga fólkið við völdin í
skóginum og í víkinni.
Þórunn sagði að ferðamenn
fæm gjarnan í langar skógargöng-
ur, en óvíða upplifa menn cdvörn
skógarferðir hér á landi eins og á
þessum stað. Þá er Fljótsdalurinn
vinsæl ferðamannaleið, og margir
cika í átt að Snæfelli, og ganga síðan
að fjallinu.
Þeir sem em með smáböm með
í ferðinni gista gjaman á hótelun-
um. Verð á tveggja manna herbergi
er 1000 krónur fyrir nóttina.
En sem sagt, Hallormsstaður og
Atlavík em hinn ákjósanlegasti
upphafsstaður til ferðalaga um
Austurland, hvort heldur farið er á
firðina eða um næsta nágrenni.
Frá gamalli tíð:
ÓHUGNANLEG VÍG
ÞEGAR SPÁNVERJAR
HUGÐUST HEFNA
SVIKINNA TÍKARKAUPA
Ógnvekjcindi atburðir áttu sér
stað á öldum áður skammt frá
Norðfirði, nánar til tekið í skarðinu
sem liggur á milli Viðfjarðar í
Norðfirði og Vaðlavíkur sem er yst
í Reyðarfirði, eigi fjarri Gerpi, aust-
asta tanga landsins. Á þessum stað
munu fótgangandi ferðamenn sjá
allmikla dys, sem ýmist er kölluð
Spánskadys eða Viðfjarðardys.
Haugur þessi er einir 50 metrar í
ummál og líklega allt að 2,50 metr-
ar á hæð, nær því kringlóttur.
Svo bar til sumar eitt að spönsk
dugga kom inn á Breiðuvík í Reyð-
arfirði, en þar hafði þá iengi verið
verslunarstaður. Áttu skipverjar
einhver kaup við landsmenn og
þóttu fremur viðsjálir í viðskiptum.
Eitt af því sem þeir vildu kaupa var
hvolpafull tík, því þeir vildu gjam-
an koma sér upp íslensku hunda-
kyni.
Meðal þeirra sem reru út í skút-
una voru þeir Jón og Bjarni í Hellis-
firði, synir Magnúsar hins sterka,
sem þá var gamall maður orðinn,
en hafði á yngri árum drepið blá-
mann í áflogum, drepið bjamdýr
og ljón auk annarra afreksverka.
4 HELGARPÓSTURINN
Höfðu þeir bræður meðferðis tík
eina út í dugguna. Hafði hún lapið
mikið af soði og bar því bagga.
Sögðu sumir að þetta hefði verið
með vilja gert til að pretta Spán-
verjana. Héidu þeir tíkina hvolpa-
fulla og föluðust eftir henni.
Kaupin voru nú gerð og þeir
Magnússynir héldu aftur til síns
heima. Af tíkinni er það að frétta að
hún ælir brátt á þilfarið af offyllinni
og sáu Spánverjar þá hver sann-
leikurinn var og bmgðust við æfa-
reiðir. Hétu þeir því að hefna þessa
grimmilega.
Héldu þeir til Breiðuvíkur, en ekki
komu þeir fram neinum hefndum
að sinni, en hétu því að koma að ári
og hefna grimmiiega, og vom
Spánverjar þess tíma kunnir að
ýmsu misjöfnu í þeim efnum.
Næsta ár komu þeir enn og þá
aðeins í því skyni að hefna fyrir
tíkarkaupin. Gengu þeir á land í
Vaðlavík og hófu þaðan för sína til
Norðfjarðar, 17 saman, búnir byss-
um og lagvopnum. Á leiðinni hittu
þeir systkini, sem vom í smalaferð,
börn bóndans í Vaðlavík. Nauðg-
uðu þeir stúlkunni og misþyrmdu
þar til hún lést. Piltinn kúguðu þeir
til fylgdar við sig yfir til Hellisf jarð-
ar.
Leiddi piltur þá í torfæmr og
króka og varð þeim spönsku ómótt
af göngunni, enda búnir þungum
stígvélum og fatnaði. Þegar komið
var í Almannaskarð vom þeir syfj-
aðir, lúnir og hungraðir. Var áð þar
og etinn dagverður, en síðan lögð-
ust þeir til svefns eins og suðræn-
um mönnum er tamt að lokinni
málh'ð. Lögðu tveir þeirra dreng-
inn á milli sín og kræktu seimcin
höndunum yfir hann.
Um síðir tókst pilti að losna úr
prísundinni án þess að verðir hans
brygðu blundi. Tók hann byssur
mannanna og kom þeim fyrir þar
sem blautt var. Tók hcinn síðcin á
rás norður um Vindháls og komst í
Hellisfjörð og sagði tíðindin.
Bmgðu þeir við synir Magnúscir
sterka, gripu barefli báðir tveir og
hlupu af stað og linntu ekki hlaup-
unum fyrr en þeir komu í Almanna-
skarð.
Spánverjamir vom þá búnir að
finna byssurnar, en þær komu ekki
að gagni, svo vatnsósa vom þær.
Varð þarna bardagi mikill, en
Spánverjamir vopnlausir að kalla.
Aðrar sagnir segja að Þórhallur
bóndi í Vaðlavík, faðir bamanna.
hafi þá verið kominn á staðinn og
barist við Spánverjana með ás ein-
um miklum, sem hann veifaði
kringum sig þannig að ekki varð að
honum sótt. Drengurinn, sonur
hans, hafði verið lokaður inni í
Hellisfirði, en slapp sem fyrr úr
prísundinni og hljóp af stað á vett-
vang. Einnig fór Magnús hinn
sterki af stað. Tóku Spánverjar að