Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 13
Kirkjubæjarklaustur: r VIN I EYÐIMÖRK Kirkjubæjarklaustur er sannar- lega eins og vin í eyðimörkinni eftir akstur um sandana, sem eflaust ger- ir menn nokkuð dapra og Ieiða svona yfirleitt. Til eru þó ferða- menn sem kunna vel að meta þetta sendna landslag. En sem sagt, á Klaustri er upplagt að drepa á bíl- vélinni og fara í göngutúr. Þetta er fagur staður svo af ber og sjálfsagt að skoða það sem fyrir augu ber, og taka myndavélina með. Eins og nafnið bendir til, þá er þetta litla samfélag fyrrum klaust- ur. Örnefnin benda til þess. Þarna er Systrastapi, Systrafoss og Systravatn. Skammt frá er Eid- messutangi. Þar stöðvaðist eld- flóðið í Skaftáreldum meðan síra Jón Steingrímsson, Eldklerkurinn, flutti messu yfir sóknarbömum sínum í kirkjunni. Á Klaustri er sumarhótel Eddu, tjaldstæði og svefnpokapláss, auk þjónustu við bíla. Hvert skal halda? í STÓRBORG- INA, INNSVEIT- IRNAR EÐATIL EYJA? Einn reyndur ferðalangur, sem lagt hafði hringveginn að baki sér svo tugum skipti, scigði eitt sinn að gestrisni fólks ykist um hvem kíló- metra, sem fjær drægi Reykjavík. Ekki hefur þessi kenning verið sönnuð vísindalega. En staðreynd er að þegar komið er á Hellu, þá er Reykjavík ekki lcmgt undcin, menn komnir á renniskeið af vegum að vera og aksturinn í stórborgina stuttur. Hella er eins og Hvolsvöllur, lítið en þrifalegt kauptún. Þar óx upp „sjálfstæðiskaupfélag", svo furðu- iegt sem það nú er, pólitískt séð. Þar hefur þrifist ýmiskonar iðnað- ur, allt frá rennilásagerð til stóriðju í prentverki, sem var'S reynar nokkurt hitamál og hefur nú lagst af. Nú verða ferðamenn bráðlega að taka ákvörðun um hvert halda skuli. Til Selfoss og Hveragerðis til Reykjavíkur. Eða til Þorlákshafnar og þaðan með ferjunni yfir til Eyja. Nú, eða þá uppsveitarveginn til mikilla unaðssemda náttúmnnar í meginlandsloftslagi og gróðurríki. 5f A IHYRÍNID Þríhyrningur til viðvörunar ætti aö vera i hverri bifreið. Það eykur öryggi að mun að koma honum fyrir í góðri fjarlægð frá biluðum bíl jafn- vel þótt viðgerð taki 8kamm- | FERÐAfi an tima. Wráo jirocard • apr íl • Eurocard • maí • Eurocard -júl í • Eurocard • ágúst • Eurocar berEurocarddesember-EurocardjanúarEurocard-fcbrúarEurocs rd'tt^í^* • o rtíid• Pf írr»rorrl • rorxfomHot-- Pf tmrorrl • r\lrtnKor-Pf m LATTU EUROCARD CREIÐA LEIÐ ÞINA UM HEIMINN ÚTVEGSBANKINN SPARlSjODl’R Vl'.l.STIORA W€RZLUNRRBflNKINN Á FERÐ OG FLUGI HÉR.ÞAR OG ALLSSTAÐAR TRYGCUNG HTas»” HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.