Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 19
Nýjungar á Laugarvatni:
SEGLBRETTI
OG HESTAFERÐIR,
LANGAR OG STUTTAR
LAUGARVATN er svo sannar-
lega staður fyrir hinn venjulega
ferðamann. Greinilegt er að stað-
armenn og ýmsir aðrir hafa staðið
fagmanniega að málum. Falleg og
hlý náttúran er í sjálfu sér ekki nóg,
yfirleitt þarf ferðamaðurinn ein-
hverja þjónustu og skemmtileg-
heit í fríinu. Og hcina er sannarlega
hægt að fá á Laugarvatni.
,JHér eru einir 14 aðilar, sem
standa að ferðamálum. Olafur
Ketilsson elstur í þeim hópi og
hann rekur alltaf fyrirtæki sitt, sem
sér um flutninga að og frá staðn-
um. Þetta eru í rauninni óformleg
samtök fólks í ferðamennskunni,
sem hittast reglulega til skrafs og
ráðagerða" sagði Einar Bollason,
en hann rekur nýstáriegt og
skemmtilegt fyrirtæki á Laugar-
vatni, íshesta h.f., sem vakið hefur
mikla athygii og raunar verðlaun
erlendis fyrir frumlegar ferðir.
Við spurðum Einar nánar út í
fyrirtækið íshesta.
„Við erum hér með eina 84
hesta, bæði eigin hesta og annarra,
allt mjög góðir hestar, við viljum
hafa gæðin í fyrirúmi, annars
blessast þetta ekki til langs tíma.
Hér bjóðum við upp á útreiðartúra,
sem vara í tvo tíma, og alveg upp í
langferðir eins og Kjalarferðina,
sem tekur 7 daga. Núna í sumar
bjóðum við líka hálfsdags pakka-
ferð, reiðtúr hálfa leiðina, en farið
með rútu áfram að Gullfossi og
Geysi.“
Einar sagði að sókn íslendinga í
reiðtúrana hefði vaxið mjög í sum-
ar og næstum fullbókað í flestar
ferðirníir. Ferðamenn á vegum ís-
hesta í súmar verða hátt í 2000
talsins.
En iítum aðeins á það sem okkur
býðst á Laugarvatni. í fyrsta lagi
ágætt tjaldstæði, sem Kaupfélgið á
staðnum sér um. Upplagt að verja
nokkrum dögum á staðnum og
notfæra sér almennilega ferða-
mannaþjónustu. Þama er líka
Eddu-hótel, reyndar tvö, annað í
Húsmæðraskólcinum og hitt í
Menntaskólanum, hin bestu hótel.
Vatnið mun að sjálfsögðu freista
margra og þarna er hægt að fá
leigða báta og ekkert kostar að
veiða í vatninu, svo betra er að
taka veiðigræjumar með.
Á Laugarvatni er gufubað, eitt
fárra á landinu sem stendur undir
nafni, því þama er baðað í gufu.
Saunaböðin em þurr böð og allt
annars eðiis. Margir leggja ieið
sína að Laugarvatni eingöngu
vegna gufubaðsins.
Núna er hafin á vegum Torfa
Rúnars í gufubaðinu leiga á segl-
brettum, en sú íþrótt að renna sér
á slíkum brettum nýtur mikilla vin-
sælda um mestallan heiminn um
þeásar mundir. Torfi mun sjálfur
annast kennslu í meðferð brett-
anna.
Á Laugarvatni em gróðurhúsa-
bændur og þar gera margir góð
innkaup, mun hagstæðari en þau
gerast í höfuðborginni.
Um þessar mundir er að koma út
bæklingur um Laugarvatn á vegum
ferðamálaaðilanna þar; er hann á
ensku og íslensku og mun svala
fróðleiksfýsn ferðamanna.
I Efstadal er fullkomið bílaverk-
stæði. Ef þið hafið heyrt einhver
torkennileg hljóð í ökutækinu er
vissara að líta þar við og strákamir
munu gera sitt besta.
Skíðaskálinn í Hveradölum:
LISTILEGUR
ÚTSKURÐUR - GÓÐUR
MATSÖLUSTAÐUR
Skíðaskálinn í Hveradölum hef-
ur heidur betur breyst nú í vor og
sumar. Carl Jónas Johansen hefur
tekið við rekstrinum og gjörbreytt
útliti hússins og er að ráðast í mikl-
ar framkvæmdir innan dyra sem
utan. Nú er orðið mjög huggulegt
að koma við í þessum gamla og
fallega skála til að borða eða fá sér
aðra hressingu.
Aðalsalurinn er uppgerður að
mestu eftir gamalli fyrirmynd, en í
kjallara hússins er kominn Vík-
ingabar og fundasalur. Á efri hæð
er einnig bar og setustofa.
Athygli vekur mikill og góður út-
skurður í innréttingunni, en hcinn
hafa þeir Erlendur smiður Magnús-
son og Herjólfur Jóhannesson í
Hveragerði gert. Annars vom 10
nstasmiðir að vinnu þama í vetur
og hafa semsagt gert stórvirki á
staðnum, sem satt best að segja
var farinn að láta á sjá, svo ekki sé
meira sagt.
ixritiK
Hótelsími
99-6630
Flúðireru miðsvœðis, ífögru um-
hverfi. Þaðan eru stuttar dagleið-
ir til allra fegurstu og sögufrœg-
ustu staða á Suðvesturlandi.
Góðar og stuttar gönguleiðir að
Heklu. Einnig er golfvöllur og
mjög góð sundlaug.
SKJÓLBORG
Skjólhorg er sérbyggð gistiaðstaða sem rekin er í tehgslum við Hótel
Flúðir. Atta tveggjamanna herbergi með steypibaði ogsnyrtingu. Hverju
herbergi fylgir sér útisetlaug. Auk þess býðursumarhótelið uppá gistingu í
eins, tveggja og þriggja manna herbergjum - allt að 70 manns. Veitingar
seldar í skólanum/félagsheimilinu.
Mjög rúmgóðir salir til funda og ráðstefnuhalda. - Þaulvanl slarfs-
fólk. Flúðir bjóða uppá sundlaug, verslun, bensín og olíur, viðgerða-
verkstæði.
Ath. 2 flugvellir í nágrenninu
og golfvöllur. Ennfremur má
minna á margar gönguleiðir.
Frekari upplýsingar og pant-
anir:
Sími 99-6630 (maí - septem-
ber).
Sími 99-6620 eða 6607 (okt. -
apríl).
KAUPFÉLAG
HÉRAÐSBÚA
býður ferðafólk
velkomið á
félagssvæði sitt
og veitir því
þjónustu á:
Egilsstöðum: Almenn sölubúð þar sem fást flestar ferðavörur ásamt nauðsynja- og gjafavörum.
Söluskáli, opinn til kl. 23.30, býður upp á brauð, mjólk, pylsur, is, öl, sælgæti, tóbak og ýmsar
smávörur sem ferðalanga gæti vanhagað um. Esso-þjónustustöð er selur bensín, olíur og ýmsar
smávörur fyrir bifreiðina. Þvottaplan. Tjaldstæði og snyrting.
Borgarfirði eystra: Almenn sölubúð með allar nauðsynjavörur. Esso-þjónustustöð.
Seyðisfirði: Almennarsölubúðir: Norðurgötu 2 (við þjóðveginn til bæjarins), Hafnargötu 28
(Þórshamar). Þar fást allar nauðsynja- og ferðavörur.
Reyðarfirði: Almenn sölubúð er selur allar nauðsynja- og ferðavörur. Esso-þjónustustöð: Bensín,
olíur og ýmsar smávörur fyrir bifreiðina. Gistihús KHB: Gisting og veitingar - opiö allt árið.
VELKOMIN
TIL AUSTURLANDS
KAUPFÉLAG HÉRAÐSBÚA
EGILSSTÖÐUM. REYÐARFIRÐI. BORGARFIRÐI. SEYÐISFIRÐI.
HELGARPÓSTURINN 19