Helgarpósturinn - 14.06.1984, Qupperneq 15

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Qupperneq 15
Landmannalaugar: BAÐAÐI HEITA LÆKNUM - sem er öllu þrifalegri en sá í Nauthólsvíkinni Um Landmannalaugar liggur Fjallabaksleið nyrðri, mjög falleg leið með skemmtilegu sjónarspili eins og Eldgjá og Ofærufossum, sem enginn ætti að láta undir höf- uð leggjast að skoða vel. Af hringvegi er ekið upp landið við Kúðafl jót og liggur 84 km vegur (jeppavegur) að Sigöldu. Eldgjáin er um 40 km löng sprunga, norðurhlutinn þykir einna stórbrotnastur, víða 600 metra vfð og 200 metra djúp. Á Ofærufossi er steinbrú ein mikil frá náttúrunnar hendi. Því miður hef- ur ferðcimennskan sett leiðan svip á þennan steinboga. Á þessari leið er Herðubreið hin syðri, talin í hópi fríðustu fjalla okkar, mjög gott til útsýnis. Og þá er e.t.v. komið að perlunni á þessari leið, Landmannalaugum. Orð fá vart lýst þessum sérkenni- lega stað. Þama eiga menn góða daga og nætur. Ferðafélag íslands á þarna skála, en menn tjalda í nánd lækjarins sem kyndist af heit- um og köldum uppsprettum sem spretta fram undcin hrauninu. í læknum baða menn sig í ró og friði, fcU"a í gönguferðir um nágrennið. Virkilega hugguiegt, enda lækur- inn og umhverfi hans öllu þrifa- legra en heiti lækurinn,sem frægur er í Nauthólsvík í Reykjavík. FERÐIST ÓDÝRT FERÐIST MEÐ ÁÆTLUNARBÍLUM Hringmiði er einn allra ódýrasti ferðamáti til ferðalaga hér innanlands sem völ er á. Hægt er að ferðast hringveginn um ísland á eins löngum tíma og með eins mörgum viðkomustöðum og hugurinn girnist. Tímamiði er annar möguleiki til ódýrra ferðalaga hér innanlands. Hægt er að ferðast ótakmarkað með öllum áætlunarbílum á (slandi innan þeirratímatakmarka, sem valið er (1,2,3 eða 4 vikur). Miðar þessir gef a einnig verulegan afslátt í ýmsar skoðunarferðir sérleyf ishafa um land allt, svefnpokagistingu á Eddu hótelum, farfuglaheimilum, tjaldsvæðum svo og fargjöldum með ferjum. ALLAR UPPLÝSINGAR VEITIR: FERÐASKRIFSTOFA BSÍ UMFERÐAMIÐSTÖÐINNI v/HRINGBRAUT - REYKJAVÍK - SÍMI91-22300 ----------------------Á Áfangi í þjóðbraut Við höfum opnað Þjónustustöð á Egilsstöðum Skeljungur Emkaumboð fyrir SHELL vorura Islandi _________________________ HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.