Helgarpósturinn - 14.06.1984, Blaðsíða 24
A
JL Xhugi ýmissa byggðarlaga og
heilu landsfjórðunganna á ferða-
málum og aukinni þjónustu við
ferðamenn er ótvíræður. Aldrei
fyrr hefur annað eins verið skrifað
um innlend ferðaunál og nú, - og
aldrei hefur annað eins af litskrúð-
ugum bæklingum verið á markaði
og nú. Við höfum þó fregnað að
útgefendumir standi sumir hverjir
með himinháa reikninga fyrir
bæklingagerðina, allt að 600 þús-
und fyrir smá pésa! Það eru ijós-
myndarar, hönnuðir og prentarar,
sem búa til þessa reikninga, sem
litla lukku vekja...
n
VJlæsilegasti bæklingur sum-
arsins, sem HP hefur litið augum,
er sá sem Suðurland gefur út.
Hann er bæði greinargóður og
prýddur litmyndum og góðu korti.
Kópavogs-bæklingurinn er líka vel
heppnaður, svo og bæklingur
Reykjavíkurborgar, en í honum eru
faJlegar myndir...
Þá em dagsferð til Gullfoss og
Geysis, um Skeið, Hreppa og Tung-
ur fimmtudaginn 26. júlí og kostar
sú ferð 320 krónur. Þann 31. júlí er
svo skoðunarferð um Reykjavík
sem kostar 150 krónur. Þetta gildir
semsé fyrir þá sem em 67 ára og
eldri....
i síðasta ferðablaði var Norð-
lendingum gefin einkunn, þ.e. 18.
aldarmönnum þess fjórðungs. Það
vom þeir landkönnuðir Eggert og
Bjami, sem skrifuðu einhverjar
skemmtilegustu og fróðlegustu
ferðabækur sem til em um landiðj
sem þetta gerðu. En hvað segja
þeir félagar um Austfirðinga? ,j
hinum landsfjórðungunum telja
menn Austfirðinga og einkum þó
Skaftfellinga vera sérkennilega.
Þeir em menn kyrrlátir og áburð-
cirlitlir og tala fátt.... I stuttu máli
sagt hefur mál þeirra og framburð-
ur, dagfar og kurteisisvenjur,
klæðaburður þeirra að sumu leyti,
ásamt ferðavenjum o.fl. valdið því,
að þeir koma öðrum landsmönn-
um svo undarlega fyrir sjónir....“ Er
sagt að Austanmenn haii orðið fyr-
ir aðkasti á Eyrarbakka og Stokks-
eyri og taldir hálfgerð flón þar um
slóðir, en cdmennt talað fá aust-
firskir bændur þetta í ferðabók-
inni: „Yfirleitt góðir bændur,
hreinlátir og forsjálir...“
E
J__Jn Sunnlendingar, sem fóm
svo illa með Austfirðinga sem
komu í kaupstað.fá þetta: .Álftnes-
ingar, eða þeir, sem búa í kringum
Bessastaði, þykja ógerðarfólk. Þó
em þeir það ekki allir. Bændumir í
kringum Skálholt em taldir og
meðéil hinna allra lökustu. Þó em
þeir ekki eins spilltir og þeir em
vesælir og ósiðaðir. Annars er það
algengt sunnanlands að þeir sem
næstir búa kaupstöðum, þar sem
erlend skip koma, em taldir mest
úrkynjaðir og dugminnstir, og or-
sökin er sú að þeir læra fleira illt en
gottaf verslunarmönnum... ”
....Hringvegaraksturinn kostar bíl-
eigandann um 3000 krónur miðað
við meðalbíl, þ.e. bensínið eitt. Þá
em ýmis útgjöld í kringum bifreið-
ina ótalin. Það er ekki að undra
þótt ríkinu sé umhugað um að
menn ferðist innanlands, - af þess-
um þrjúþúsundkalli tekur ríkið í
sinn hlut 2000 krónur. Arabinn,
sem upphaflega selur eldsneytið,
fær sáraiítið í sinn hlut...
Dýrin kunna ekki umferðarreglur. Þess vegna þarf að sýna aðgæslu
i nánd þeirra. Hins vegar eiga allir hestamenn að kunna umferðar-
reglur og ríða hægra megin og sýna bílstjórum sams konar viðmót
og þöi, æ,las, ,il .1 þeim. mÉUMFERÐAR
IVráð
^^gagerð ríkisins stendur sig
með sóma, enda þótt talað sé um
mikla óáran í peningamálum.
Bundið slitlag eykst á hverju
sumri, og þetta sumar verður eng-
in undantekning. Á Suðurlandi er
verið að auka við bundið slitlag
upp fyrir Sog, á Skeiðavegi er líka
unnið, - og nú er hægt að aka á
bundnu slitlagi frá Reykjavík að
Skógum, mínus kaflinn frá Land-
eyjum að Seljalandi, þar á að gera
nýjan veg. Austan Sólheimascinds
er búið að gera átak að ánni Klif-
anda. Það fer að styttast í almenni-
legcm veg allt að Vik í Mýrdal. Við
Hornafjörð hefur líka verið gert
mikið í sumar, - einir 20 km í átt til
vesturs... Meira af þessu, Vega-
gerð!!!
D
Æ-Jætt umgengni við landið er
eitt af meginverkefnum í sérstöku
átaki Ferðamálaráðs. Árni Gunn-
arsson, fyrrum þingmaður, stýrir
þessu verkefni. Rætt hefur verið
við sveitarfélög um land allt og þau
beðin að taka þátt í þessu átaki.
Vonandi hefur verið talað við
Reykjavíkurborg, - borgin er því
miður einhver sóðalegasti blettur
þessa lands. Hvers vegna er starfs-
krafturinn, sem nú gengur laus og
ónýttur, ekki fenginn til að taka til
hendinni í höfuðborginni sjálfri?
F
1 -lldri borgarar Reykjavíkur
eiga kost á skemmtilegum ferða-
lögum hjá Félagsstarfi aldraðra að
Tjamargötu 11. Þegar hafa nokkrar
ferðir verið farnar, en núna er
frcunundan dagsferð til Þingvcilla
og Laugarvatns þann 24. júlí og
kostar sú ferð aðeins 220 krónur.
EFTIRVAGINJ
Meó hjólhýsi tjaldvagn
eöa kerru í eftirdragi
þurfa ökumenn aö sýna
sérstaka aógát og
prúðmennsku. Hugs-
andi menn tengja aft-
urljósabúnaö bílsins í
vagninn, hafa góöa
spegla á báöum hlið-
um, og glitmerki áeftir-
vagninum.
|JUMFERÐAR
Útiklæðningin frá Manville er
einstaklega veðurþolin klæðn-
ing úr náttúruefnum, sem upp-
litast ekki. Klæðningin er unnin
úr trefjaplötum og er yfirborð
þeirra hjúpað asfaltlagi, sem í
er valsað steinsalla. Hér er um
að ræða einangrandi útiklæðn-
ingu, sem dregur úr hitakostn-
aði, er hljóðeinangrandi og al-
gjörlega viðhaldslaus. Manville
útiklæðningin á að baki ára-
tuga reynslu víða um heim og
hérlendis klæðir hún og prýðir
fjölda húsa eins og sjá má á
pessum Ijósmyndum.
Helmingur hússins hér að ofan er klæddur.
Ljósmyndun með hitamyndavél sýnir útgeisl-
un og hitatap. Einangrunargildið leynir sér
ekki.
Stærð plötu er 110x35 sm og þykkt 14 mm.
Samsetning skarast. Ásetning er einföld og fljótleg.
Allar frekari upplýsingar veita sölumenn okkar
fúslega.
Kalmar
Skeifan 8 Reykjavík
Sími 82011
24 HELGARPÓSTURINN