Helgarpósturinn - 14.06.1984, Síða 23

Helgarpósturinn - 14.06.1984, Síða 23
F J, imm bújarðir á Islandi skera sig talsvert úr um stærð. Stærst þeirra er jörð Reykjahlíðarbœnda, þá kemur Brú á Jökuldal, en þar býr Stefán Halldórsson. í þriðja sæti er Skaftafell í Örœfum, í eigu ríkisins, en bóndi þar er Ragnar Stefánsson. Kalmanstunga á Hvít- ársiðu í Borgarfirði er í fjórða sæti og í því fimmta er Möðrudalur. Allt eru þetta jarðir, sem eiga hálendið, jöklana, sandana og vötnin. Að stærð er þetta obbinn af hólman- um, í ferlú'lómetrum talið, en nýt- ingin lítil. D X\kúmlega ein milljón tonna af leir berst til sjávar á einu „starís- ári“ með lengstu jökulelfi landsins, Jökulsá á Brú, en áin er eitthvað um 150 kílómetrar á lengd. Hún er talin gruggugust íslenskra áa. Áin er straumþung mjög. Hrikalegar kláfferjur voru á ánni, en munu nú horfnar. Margir muna eflaust lýs- ingu Halldórs Laxness á Bjarti í Sumarhúsum, þegar hann fer yfir Jökulsá ríðandi á hreindýri.... A JXthygli vekur framtak þeirra Einars Bollasonar og Birkis Þor- kelssonar á Laugarvatni, íshestar. Ekki leist ferðamálamönnum nema miðlungi vel á hugmynd þeirra, þegar þeir lögðu allt sitt undir. En hrakspár virðast ekki hafa ræst, þeir körfuboltafélcigamir hafa sleg- ið í gegn, unnið til verðlauna fyr- ir frumlegan ferðamöguleika (í Noregi), og er nú ljóst að fyrirtæki þeirra annar vart öllu því áhuga- sama fólki, sem flykkist í hesta- ferðalög þeirra. BÖRN í BÍLUM ÞURFA VÖRN - sama hve gömul eru. Með „bílpúða“ geta börn allt frá 4 ára aldri notað venjuleg bílbelti í aftursæti. UUMFERÐAR RÁÐ O g hér er ein hugmynd til þeirra, sem vilja græða á ferða- mönnum. Þeir ættu að setja upp þurrhreinsanir eða þvottahús á ferðamannaslóðum. Ohreinn fatn- aður er helsta meinið á löngum ferðum innanlands. En því miður er óvíða slíka þjónustu að fá, og þá ekki samdægurs, eins og tíðkast a.m.k. á einum stað hér á landi, í Úðafossi í Reykjavík. F X eri JJ erðamálamenn, sem gera út á Frón , brugðust ókvæða við á dög- unum, þegcir Fri-klúbbur Útsýnar auglýsti í útvarpi áskorun til ís- lendinga að flykkjast til sólarlanda og forðast þannig rigninguna. Svo illa vildi til að rétt á undan hafði útvarpið sagt í fréttum að heitasti staður Vestur-Evrópu þcinn morg- un hefði verið Hombjcirg, auk þess sem sól og hiti væri um land allt... l ^úsorgir Karls Bretaprins hljóta að renna okkur til rifja. Sem ungkarl varði hann stórum hluta hvers starfsárs við veiðar í Hofsá. Þama undi hann glaður við sitt með lögregluþjóna í felum á ölium hemaðcU'lega mikilvægum stöðum í grenndinni. Nú, eftir að Díana hin fagra kom fram á sjónarsviðið hef- ur orðið gjörbreyting á. Hún hefur nefnilega enga laxveiðibakteríu fengið og leggur blátt bann við lax- veiðiútgjöidum Kcirls á íslandi. Aah... svona er að vera giftur! A Lustfirðingar hugsa vega-' málayfirvöldum þegjandi þörfina. Ástæðan er sú að þau hafa sneitt framhjá byggðum Austfjarða að mestu, þegar ákveðinn var hring- vegurinn um landið. Segja ferða- málamenn að þetta komi mjög nið- ur á ferðamennsku um firðina. Einkum velji erlendir ferðamenn þjóðveg númer eitt og missi því af flestum þéttbýlisstöðum fjarð- anna.... HP íetáa' ib'að urtnó°'o°f? péWtss * * Gvjnna' ^sooo." gæði ogþjónusta í fyrirrúmi Framköiium allar gerðir iitfiima samdægurs Það sem meðai annars gerir okkur kleift að bjóða þessa þjónustu er fullkomnasti „printer" í heimi — „kóperar" 14 þúsund myndir á klukkustund, eða hvorki meira né minna en 3,8 myndir á sekúndu. Litfilmur samdægurs. Þú skilar filmu fyrir kl. 11 að morgni og færð myndirnar kl. 5 sama dag. Val á myndastærðum: 9 x 13 og 10 x 15. HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.